Bændablaðið - 11.09.2014, Síða 25

Bændablaðið - 11.09.2014, Síða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 201 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 31 þúsund eintökum á 387 dreifingarstaði Kornrakamælir Lítið og handhægt tæki. Auðvelt í notkun inni og útivið. Afar hraðvirkt. Vottað af DLG í Þýskalandi. Mælir nákvæmlega raka í byggi með 8 - 35% rakainnihaldi. Hægt að mæla raka í 30 tegundum korns og fræja. Hafið samband við sölumenn Líflands fyrir nánari upplýsingar. Lífland söluráðgjöf Sími: 540 1100 Brúarvogur 1-3 Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi www.lifland.is lifland@lifland.is Æðarbændur Tökum enn á móti dún í hreinsun og sölu. Greiðum flutningskostnað fyrir allan dún hvaðan sem er af landinu sem berst til okkar land- eða sjóveg í hreinsun og sölu. Gerum upp strax að hreinsun lokinni. Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is ÍSLENSKUR ÆÐARDÚNN Dúnhreinsun Nesvegi 13 Stykkishólmi Góð kornuppskera á Austurlandi „Við fengum alveg prýðilega uppskeru og erum ánægðir,“ segir Friðjón Þórarinsson, bóndi í Flúðum við Egilsstaði, sem í félagi við þrjá bændur stendur að kornræktun austur á Héraði. Þeir sáðu á sumardaginn fyrsta og luku við að þreskja nú í vikunni. Alls fengu þeir um 24 tonn af korni af 8 ha lands. Auk Friðjóns eru þeir Einar Örn Guðsteinsson á Teigabóli, Helgi Bragason á Setbergi og Jóhann Þórhallsson í Brekkugerði með í kornræktuninni og segir Friðjón að þetta sé fyrsta sumarið sem þeir standi saman að slíku verkefni. „Þetta var tilraun og hún tókst mjög vel í sumar,“ segir hann. Áður hafi hver og einn prófað sig áfram með minni skika. Gott vor og einstakt sumar „Það voraði vel hér fyrir austan og við byrjuðum snemma, gátum sáð á sumardaginn fyrsta eða í lok apríl og fengum svo þetta einstaklega góða sumar, þannig að niðurstaðan er eins og best verður á kosið,“ segir hann en bætir við að vissulega hafi þeir rennt nokkuð blint í sjóinn í vor. „En það áraði mun betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona.“ Friðjón segir kornrækt enn stundaða í litlum mæli fyrir austan, en hún fari þó vaxandi. „Bændur eru að byrja á þessu, æ fleiri prófa að rækta korn. Árangurinn er góður eftir sumarið, það gekk víðast hvar vel,“ segir hann. Bændurnir skipta uppskerunni með sér og nýtir hver og einn sinn hlut heima á sínu búi, „og það sem afgangs verður getum við selt,“ segir Friðjón. /MÞÞ Einar Örn Guðsteinsson á Teigabóli skoðar uppskeruna, fínasta korn sem kom af akri við Helgafell. Friðjón ytur sekkinn fullan af ágætis korni. Steinþór verktaki frá Hvannabrekku sá um að þreskja kornakurinn við Helgafell. Myndir / MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.