Bændablaðið - 11.09.2014, Side 33

Bændablaðið - 11.09.2014, Side 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Bændur byggja haugtanka að erlendri fyrirmynd „Það sem er nýtt við þetta verkefni er að nú steyptu menn tankinn úr forsteyptum einingum í steypustöð Ístaks að erlendri fyrirmynd og fluttu austur. Þar var tanknum stillt upp á steypta plötu, steypt í samskeyti og vír strengdur utan um til að varna því að tankurinn spryngi undan þeim mikla þrýstingi sem verður þegar tankurinn fyllist af mykju. Einnig er nýjung mér vitanlega að yfir tankinum er dúkur til að varna því að uppgufun verði mikil og að rigni í tankinn. Tankurinn í Ásgerði er 1.000 rúmmetra stór en þar sem þessir tankar eru smíðaðir úr forsteyptum einingum er mjög auðvelt að steypa sambærilega tanka stærri eða minni eftir vild sem lækkar kostnað umtalsvert,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötun Véla á Selfossi, spurður um nýtt verkefni um haugtanka eða safnþrór hjá íslenskum bændum. Fyrsti tankurinn var settur upp við minkabúið í Ásgerði í Hrunamannahreppi hjá feðgunum Sigurði Jónssyni og Þorbirni Sigurðssyni. „Við erum mjög hrifnir af þessari útfærslu og tankurinn hefur reynst einstaklega vel, þetta er eitthvað sem við getum mælt 100% með. Við höfum einu sinni tæmt úr honum og var það mjög auðvelt og einfalt,“ segir Sigurður. Haughús víða alltof lítil „Sambærilegir geymslutankar hafa verið steyptir oft áður hérlendis sem geymslur bæði fyrir haug og fiskúrgang en ekki með þessari nýju útfærslu. Þar sem fljótlega mun falla út undanþága frá reglugerð um lágmarks geymslurými búfjáráburðar, spá bændur talsvert í hvaða lausnir séu í boði þar sem haughús eru víða orðin allt of lítil miðað við þær kröfur sem reglugerðin gerir en hún krefst sex mánaða geymslupláss. Hér er klárlega komin mjög vænleg lausn sem ekki er of dýr og er auk þess steypt í vottaðri steypustöð sem tryggir gæði eininganna. Vel byggðir haugtankar eiga hiklaust að geta enst í 50 ár, meðan flestar aðrar lausnir eiga mun skemmri líftíma,“ bætir Finnbogi við. Hann segir að nú þegar sé búið að setja upp þrjá tanka á Suðurlandi og tveir eru í pöntun. Hlutverk Jötun Véla er að selja mykjuhrærara og tengdan búnað í haugtankana. /MHH Forsvarsmenn verkefnisins eftir kynningarfund í Ásgerði 15. ágúst, frá vinstri: Jónas Frímannsson verkfræðing­ ur, Finnbogi Magnússon frá Jötun Vélum, Þorbjörn Sigurðsson, minkabóndi, Hafsteinn Stefánsson, húsasmiður, Þröstur Ingvarsson húsasmiður, Sigurður Jónsson minkabódi, og verkstjórarnir Björn Friðþjófsson og Pétur Carlsson hjá Ístaki. Jónas Frímannsson verkfræðingur fer fyrir hópnum sem kynnir og vinnur nýju haugtankana á jörðum bænda. Verðið á hvern haugtank er um 10 millj­ ónir en það er þó breytilegt eftir stærð tanksins. Feðgarnir í Ásgerði sem voru þeir fyrstu til að láta byggja nýju útfærsluna af haugtanki við minkabúið sitt. Nýi haugtankurinn í Ásgerði í Hrunamannahreppi, en í þessum nýtísku geymslum eða safnþróm bændanna eru steinsteyptar einingar notaðar sem tunnustafir en vírar hertir með vökvatjökkum koma í stað gjarðanna. Slíkar safnþrær eru hagkvæmar af sömu ástæðum og gömlu tunnurnar, keröldin og sáirnir. Smíðin er efnislítil og einföld. Gullgæsin til sölu - Minnsti stórmarkaður á Íslandi! Af sérstökum ástæðum er til sölu vel rekinn og skuldlaus verslunarrekstur á Reykhólum í Barðastrandasýslu. Verslunin er bland af matvöru, gjafavöru og söluskála með kaffihorni. Einnig er verslunin með umboð fyrir N1 og er eldsneytiskortasjálfsali fyrir utan. Reksturinn er í 70 fm. leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins. Ársvelta sl. 3 ár er yfir 70 milljónir á ári og alltaf hagnaður. Eina verslunin á stóru svæði, hentar mjög vel fyrir samhenta fjölskyldu eða tvær. Mikil umferð ferðamanna er um svæðið, fuglaskoðun, ættarmót, sumarbústaðir, gæsaveiðar, rjúpnaveiðar, norðurljós og svo þessi klassíski. Fráfarandi eigendur til fjögurra ára gætu aðstoðað nýja í upphafi. Frábært tækifæri til að skapa sér góðar tekjur. Allt fylgir með, laus þegar hentar, verð kr. 13 milljónir. Nánari uppl. gefur Eyvindur í símum 434-7890 og 863-2341 eða á eyvimagn@simnet.is. www.Topplausnir.is - Smiðjuvegi 40 - gul gata - 200 Kópavogi. Sími 517-7718 Humbaur vélakerrur Stálkerra, heit galvanhúðuð tveggja öxla 2500-3500 kg., mál 3x1.6m Verð frá 890.000. - m./vsk. og skráningu. Hringbraut 92, í miðbæ Keflavíkur 867-4434 & 421-8989 www.bbguesthouse.is 2 manna herbergi 9.000 kr iÁ leiðinni til útlanda? Innifalið í verði er gisting, morgunverður, keyrsla í flug, geymsla á bíl og skil á bíl við flugstöð við heimkomu

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.