Bændablaðið - 11.09.2014, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Búfjárræktarsamband Evrópu fundaði í Kaupmannahöfn:
Áhersla á gæði og sjálfbærni í búfjárframleiðslu
Dagana 25.-28. ágúst sl. var hinn 65.
ársfundur Búfjárræktarsambands
Evrópu (EAAP) haldinn í
Kaupmannahöfn, nánar tiltekið
í Tívolí Ráðstefnumiðstöðinni
andspænis Íslandsbryggju, í götu
sem kennd er við Árna Magnússon
handritasafnara. Allur faglegur
undirbúningur var á höndum
Árósaháskóla í náinni samvinnu
við búfjárræktarsambandið.
Gæði og sjálfbærni
Það var vel við hæfi að halda hina
árlegu ráðstefnu búfjárræktar-
sambandsins í Danmörku
undir kjörorðunum „gæði og
sjálfbærni í búfjárframleiðslu“
þar sem mikil áhersla er lögð
þar á þá þætti í rannsóknum,
kennslu og leiðbeiningum í þágu
búvöruframleiðslu. Aðsóknin var
mjög góð, samtals 941 þátttakandi
frá 60 löndum, flutt voru 451 erindi
og kynnt 333 veggspjöld, og í lokin
var boðið upp á kynnisferðir. Var
almenn ánægja með dagskrána sem
var mjög fjölbreytt og gaf tilefni til
umfjöllunar um margvísleg efni sem
eru ofarlega á baugi í landbúnaði
um allan heim. Yfirlit allra erinda
og veggspjalda voru þátttakendum
aðgengileg á vefsíðu og einnig
í bókarformi fyrir þá sem vildu.
Upplýsingar um frekara aðgengi
að þessu ágæta efni verða tiltækar
á vefsíðu Búfjárræktarsambands
Evrópu, www.eaap.org, á næstunni.
Nýting beitilanda
Ég minnist þess ekki á fyrri
ráðstefnum búfjárræktarsambandsins
að fram kæmi raunhæfari og
markvissari gagnrýni á nútíma
búskaparhætti sem hafa stefnt mjög í
átt til ósjálfbærs verksmiðjubúskapar
í þeim tilgangi að framleiða „ódýr“
matvæli. Lífræna hreyfingin í
heiminum (IFOAM) hefur um
áratuga skeið bent á margvíslega
óheillaþróun þar sem velferð búfjár
hefur verið skert mjög, aukin áhersla
hefur verið lögð á kornfóðrun í stað
bættrar og aukinnar nýtingar grass
og grasafurða, og ýmiss konar
umhverfis- og lýðheilsukostnaður
hefur verið sniðgenginn. Þannig eru
sjónarmiðin farin að vera líkari en
áður þótt einn og einn búvísindamaður
og dýralæknir eigi erfitt með að
horfast í augu við þann vanda sem
blasir við og kallar á stefnubreytingu
í matvælaframleiðslu. Eitt er víst
að aukin notkun lyfja, hormóna,
eiturefna og erfðabreyttra jurta
leysir engan vanda, eigi í raun og
veru að gera matvælaframleiðslu
í heiminum sjálfbærari og tryggja
bæði fæðu- og matvælaöryggi.
Margir fyrirlesarar bentu á nauðsyn
þess að meiri áherslu þyrfti að leggja
á nýtingu beitilanda og grasafurða
af ýmsu tagi. Það gæti t.d. ekki
gengið til lengdar að flytja sojamjöl
frá Suður-Ameríku í vaxandi mæli
til Evrópu til að ala þar kjúklinga,
svín og mjólkurkýr með þeim hætti
sem nú er gert. Huga þurfi að öðrum
próteingjöfum og hvað jórturdýrin
varðaði væri grasið í sterkri stöðu.
Mjólkurframleiðsla með grasi
fremur en kjarnfóðri
Miklar umræður spunnust út frá
erindum um stór tæknivædd kúabú
sem víða hafa rutt venjulegum
fjölskyldubúum úr vegi. Þá er um að
ræða bú með nokkur þúsund fremur
en nokkur hundruð mjólkurkýr þar
sem allt er hýst árið um kring og engin
beit er nýtt, sannkölluð verksmiðjubú
með þeim kostum og göllum sem
slíkum búrekstri fylgja. Á það var
bent að stækkun kúabúa hafi leitt til
stóraukinnar notkunar kjarnfóðurs
á kostnað grass, svo mjög, að í
flestum Evrópulöndum væri meira
en helmingur kúafóðursins korn
og hækkaði það hlutfall nú óðum
í samræmi við stækkun búa. Fram
kom sú skoðun að slíka framleiðslu
mjólkur ætti ekki að styrkja með
fé úr opinberum sjóðum, m.a.
með hliðsjón af neikvæðum
umhverfisáhrifum á heimsvísu
og versnandi næringargildis
mjólkurinnar þegar kornhlutfallið er
aukið. Þarna voru m.a. kúabændur
og ráðunautar frá Bandaríkjunum
sem greindu frá vaxandi áhuga
neytenda og Whole Foods Market
verslanakeðjunnar og fleiri slíkra á
mjólk sem framleidd væri af grasi,
þ.e.a.s. beit og heyi. Þá má nefna
að síðan 2012 hafa kúabændur í
Hollandi sem beita kúnum a.m.k. 4
mánuði á ári, minnst 6 klukkustundir
daglega, átt kost á bónusgreiðslu sem
nemur 50 evrusentum (um 75 kr.) á
hver 100 kg af innveginni mjólk í
samlag. Er þá m.a. verið að horfa
til hollustuþátta á borð við hærra
hlutfalls omega-3 fitusýra mjólkur
af grasi („Weidemelk“).
Lífræna framleiðslan blómstrar
Fyrir um 20 árum þegar ég var farinn
að kynna mér og sinna leiðbeiningum
um lífræna búskaparhætti var mikil
gjá á milli lífrænu hreyfingarinnar
og búfjárræktarsambandsins hvað
varðaði þau efni. Nú er öldin önnur
og var lífræn búfjárframleiðsla
áberandi í ýmsum erindum á
ráðstefnunni, svo sem tæknileg
atriði sem lúta að velferð búfjárins
og framleiðsluháttum, og ekki síst
þau sóknarfæri sem skapast hafa
á búvörumarkaði víða um lönd,
vaxandi fjölda bænda og neytenda til
hagsbóta. Þar sem mikil notkun beitar
og grasfóðrun kemur mjög við sögu
eru jákvæð umhverfisáhrif metin að
verðleikum, þar með minni notkun
jarðefnaeldsneytis (olíu) og minni
útblástur gróðurhúsalofttegunda. Þá
kemur m.a. hærra hlutfall omega-
3 fitusýra í afurðum við sögu
eins og áður var vikið að. Skýr
dæmi um verðmun komu m.a. frá
Bandaríkjunum. Í Wisconsin er verð
á „venjulegri“ mjólk 2,22 dollarar
fyrir ½ gallon (tæpir 2 l), 3,50
dollarar fyrir sama magn af lífrænt
vottaðri mjólk en verðið færi á 5,95
dollara ef mjólkin væri með lífræna
vottun og jafnframt með vottun
um að kýrnar gangi eingöngu á
sumarbeit og fái hey eða vothey sem
vetrarfóður en ekkert kornfóður, sem
sagt hrein „grasmjólk“. Eftir þessu
að dæma gætu íslenskir, lífrænir
kúabændur vel við unað ef þeir
hefðu aðgang að slíkum markaði,
þ.e.a.s, a.m.k. tvöfalt hærra verð en
fæst fyrir „venjulega“ mjólk. Þarna
er það Whole Foods Market að sinna
kröfum vandlátra neytenda, fyrirtæki
sem hefur keypt bæði dilkakjöt og
skyr héðan um árabil. Svona nokkuð
ætti að vera umhugsunarefni fyrir
forráðamenn íslensks landbúnaðar
og þeirra stofnana sem þjóna þessari
atvinnugrein með ýmsum hætti.
Horft til framtíðar
Búfjárræktarsamband Evrópu
horfir nú mjög til framtíðarinnar
og á samvinnu við ýmsa aðila um
nýsköpun í búfjárræktinni. Var
þetta efni tekið sérstaklega fyrir
þar sem kvaddir voru til fulltrúar
bændasamtaka og nokkrum
bændur með nýjungar í búrekstri
var gefinn kostur á að greina frá
ýmsu sem til framfara horfir.
Þangað var m.a. boðið talsmönnum
ráðgjafarmiðstöðva, fyrirtækja og
Evrópusambandsins. Um starfsemi
búfjárræktarsambandsins, svo sem
um útgáfustarfsemina má fræðast á
vefsíðunni www.eaap.org og einnig
er velkomið að hafa samband við
þann sem þetta ritar. Á aðalfundinum
27. ágúst, sem ég sat fyrir hönd
Bændasamtaka Íslands, greindu
þeir dr. Philippe Chemineau frá
Frakklandi, forseti sambandsins, og
dr. Andrea Rosati, framkvæmdastjóri
á skrifstofunni í Rómarborg, frá því,
að næstu ársfundir verði haldnir í
Varsjá í Póllandi 2015, í Belfast
á Norður-Írlandi 2016, í Tallin í
Eistlandi 2017 og í Dubrovnik í
Króatíu 2018, í öllum tilvikum í lok
ágúst – byrjun september.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson
Bændasamtökum Íslands
or@bondi.is
Utan úr heimi
Veggspjald ráðstefnunnar.
Þarna voru m.a. kúabændur og ráðunautar frá Bandaríkjunum sem greindu
frá vaxandi áhuga neytenda og Whole Foods Market verslanakeðjunnar og
eiri slíkra á mjólk sem framleidd væri af grasi, þ.e.a.s. beit og heyi.
Sérdeild innan bresku lögreglunnar
sem verið er að setja á laggirnar
mun eingöngu rannsaka glæpi sem
tengjast matvælaiðnaði. Svik og
prettir í matvælaiðnaði komust í
hámæli í Bretlandi og víðar fyrir
nokkrum árum þegar kom í ljós
að hrossakjöt frá Austur-Evrópu
hafði verið selt sem nautakjöt víða
í Evrópu.
Í kjölfar rannsókna vegna
hrossakjötssvindlsins kom í ljós að
pottur er víða brotinn hvað varðar
merkingar og innihaldslýsingar á
matvælum.
Er maðkur í mysunni?
Matarlöggunni er meðal annars
ætlað að fylgjast grannt með uppruna
matvæla og tryggja að innihald þeirra
sé það sem það á að vera.
Stefnt er að því að
koma upp
n e t i
tengiliða og
auðvelda almenningi að
koma á framfæri upplýsingum
ef fólk telur að það sá maðkur í
mysunni eða eitthvað annað óhreint
í matvælum. Einnig er deildinni
ætlað að deila upplýsingum með
lögregluyfirvöldum í öðrum
löndum. Ætlunin er að fylgjast með
matvælaframleiðslu á öllum stigum,
eldi, ræktun, notkun sýklalyfja og
annarra vaxtarhvata, skordýraeiturs
og örgresislyfja, slátrun, vinnslu, í
verslunum og á veitingahúsum.
Eitraðir drykkir
Mörg alvarleg mál auk
hrossakjötssvindlsins hafa komið
upp í Evrópu undanfarin ár sem
tengjast sviknum eða hreinlega
eitruðum matvælum eða drykkjum.
Ári 2012 létust til dæmis 40 manns
í Tékklandi eftir að hafa drukkið
vodka og romm sem hafði verið
þynnt út með tréspíritus. /VH
Sérdeild innan bresku lögreglunnar
rannsakar matvælaglæpi