Bændablaðið - 11.09.2014, Síða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Dagana 29.–30. ágúst sl. var
haldinn í Kaupmannahöfn
ársfundur ERFR sem er
samstarfsvettvangur Evrópuþjóða
um verndun þeirra erfðaauðlinda
sem felast í þeim 6000
búfjárkynjum sem til eru í álfunni.
Á ERFP mikið og gott samstarf
við Búfjárræktarsamband
Evrópu (EAAP) og Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO) um þessi efni.
Góð fordæmi hjá Dönum
Að þessu sinni sátu ársfund
ERFP samtals 48 manns en hann
var haldinn í ágætu húsnæði
hjá Matvæla-, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneyti Dana. Þótt
mikið af erfðaefni hafi tapast í
danskri búfjárrækt, með aukinni
sérhæfingu og stækkun búa, hafa
Danir sýnt góð fordæmi við verndun
ýmissa kynja. Þar hefur virk þátttaka
bænda í lífrænum búskap skipt
miklu máli ásamt stuðningi með
rannsóknum, leiðbeiningum og
kennslu um áratuga skeið. Þannig
er verið að nýta „gömul“ búfjárkyn á
mörgum lífrænum búum. Stefnan er
klár, 7% dansks lífræns landbúnaðar
orðin lífræn og stefnt að tvöföldun
fyrir 2020.
Það segir sína sögu að 30%
mjólkur í Danmörku eru með
lífræna vottun. Það var ánægjulegt
að bera þessar framfarir í
sjálfbærri verndun búfjárkynja og
matvælaframleiðslu, að kröfum
markaðarins, saman við stöðuna árið
1996 þegar ég sat heimsráðstefnu
lífrænu hreyfingarinnar, IFOAM, í
Kaupmannahöfn. Reyndar skynjaði
ég líka vel þessar ánægjulegu
framfarir hjá Dönum o.fl. norrænum
þjóðum á málþingi Félags norrænna
búvísindamanna (NJF) um lífrænan
landbúnað sem haldinn var á Jótlandi
í ágúst 2013. Þótt aðstæður séu á
margan hátt aðrar hér á landi getum
við margt lært af Dönum um þessa
þætti sjálfbærrar þróunar. Þar er
greinilega litið til framtíðar með
raunhæfum hætti.
Genbanki Evrópu
Allt frá því að til ERFP samstarfsins
var stofnað upp úr 1995 hefur
megináhersla verið lögð á söfnun
og skráningu upplýsinga um allar
erfðaauðlindir búfjár í Evrópu.
Við höfum tekið virkan þátt í
þessu starfi frá upphafi og erum
með aðild að gagnavörslu- og
upplýsingakerfunum EFABIS fyrir
öll búfjárkyn og CryoWEB fyrir
sæði, DNA sýni o.fl. í viðeigandi
geymslum. Einnig hefur Ísland verið
aðili að Norræna genbankanum
(Nordgen) um áratuga skeið. Nú á
að reyna að ná til allra Evrópulanda,
hvort sem þau eru innan eða utan
Evrópusambandsins (ESB). Töluvert
vantar á það, enn er sambandið við
mörg lönd Austur-Evrópu veikt þótt
mikið sé reynt að treysta það.
Genbanki Evrópu (EUGENA)
er hugsaður sem sameiginlegur
vettvangur skráningar allra
erfðaauðlinda búfjár en þær verði
allar varðveittar áfram í hverju
aðildarlandi fyrir sig. Fullvíst þykir
að FAO, EAAP og ESB muni styðja
slíkt framtak með ýmsum hætti enda
framfaraspor í þá þágu sjálfbærrar
matvælaframleiðslu og fæðuöryggis.
Ný skýrsla um stuðningsgreiðslur
Flest Evrópulönd styðja verndun
erfðaefnis búfjár með ýmsum
hætti, gjarnan með sérstökum
gripagreiðslum, líkt og tíðkast hafa
í geitfjárrækt hér á landi um nær 50
ára skeið með ágætum árangri. Brýnt
var orðið að taka saman greinargott
yfirlit um þennan stuðning sem er
mjög breytilegur og efndi ERFP
til verkefnisins SUBSIBREED
árið 2009 undir forystu dr. Drago
Kampan frá Slóvaníu. Sem tengiliður
Íslands við ERFP tók ég þátt í
verkefnishópum frá upphafi, ekki
síst í ljósi þess að um þær mundir
var ég orðinn þátttakandi í vinnu við
aðlögunarferli það sem Ríkisstjórn
Íslands hóf með umsókn sinni að
ESB sumarið 2009.
Landnámskynin okkar geta
vissulega öll fallið undir slíkt
stuðningskerfi ef rétt er að málum
staðið. Skemmst er frá að segja
að með tölvupóstsamskiptum og
fundum á nokkrum stöðum, síðast
í Bled í Slóveníu í vetur, var samin
mjög ýtarleg skýrsla, 246 bls. að
lengd, þar sem 35 Evrópulönd koma
við sögu. Í skýrslunni fæst ágætur
samanburður á stuðningsgreiðslum,
t.d. vegna verndunar geitfjárkynja,
en stuðningur við þá búfjártegund
er ofarlega á baugi hér á landi um
þessar mundir. Skýrslan verður tiltæk
á vef ERFP, www.rfe-europe.org á
næstunni og einnig get ég útvegað
hana í tölvutæku formi.
Spánverjar sérmerkja afurðir
innlendra verndunarkynja
Margt annað var rætt á ársfundi
ERFP en hér kemur fram. Athygli
vakti það framtak Spánverja að koma
upp sérstökum neytendamerkingum
fyrir afurðir hreinræktaðra,
innlendra búfjárkynja sem njóta
sérstakrar verndunar. Mér var
hugsað til geita, forystufjár og
landnámshænsna hér á landi, jafnvel
allra landnámskynjanna, sem best
eru varðveitt með nýtingu.
Þess má geta að frá og með 2015
flyst skrifstofuhald ERFP frá Bonn í
Þýskalandi til Háskólans í Ljubljana
í Slóveníu. Formaður stjórnar ERFP
er Catherine Marguerat-König frá
Sviss.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson
Bændasamtökum Íslands
ord@bondi.is
ERFR er samstarfsvettvangur Evrópuþjóða um verndun þeirra erfðaauðlinda sem felast í þeim 6.000 búfjárkynjum
sem til eru í álfunni.
Evrópusamstarf um verndun erfðaefnis búfjár:
Fjöldi kynja í útrýmingarhættu
Spánverjar koma sér upp sérstökum
neytendamerkingum fyrir afurðir
hrein ræktaðra, innlendra búfjárkynja
sem njóta sérstakrar verndunar.
Þessi merki þýða að afurðir af viðkomandi hreinræktuðum innlendum
búfjárkynjum er af 100% hreinleika og engu í þær blandað af öðrum kynjum.
Á ungnautaspjöldum fyrir naut
á númerabilinu 13001–13031
slæddist inn sú meinlega villa
að Gimsteinn 13028 sé undan
Birtingi 05043. Hið rétta er að
hann er undan Vindli 05028 og
leiðréttist það hér með um leið og
beðist er velvirðingar á þessum
mistökum. Ætterni hans er rétt á
nautaskra.net
Villa á ungnautaspjöldum 13001–13031
“Bumbubanar”
Ertu að rækta olíurepju?
...þá eigum við réttu pressuna handa þér!
Þýskar hágæða repjupressur
með mikil afköst.
Pressa allt að 30 kg á klst.
Einfasa rafmótor 1,5 KW 230V
Afar vandað tannhjóladrif
(engar reimar)
Einfaldur hraðabreytir
Einfaldar og fyrirferðarlitlar,
aðeins 55 kg.
Auðveldar í þrifum.
Góð reynsla hér á landi
Sölumenn okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu
varðandi kaldpressun á repju og veita fúslega ráðleggingar.
Hafið endilega samband - hringið eða sendið tölvupóst á
einaro@thor.is
ÞÓR HF | REKJAVÍK: Krókhálsi 16 | AKUREYRI: Lónsbakka | sími 568-1500 | www.thor.is
Frestur til að skila
inn umsóknum um
jarðræktarstyrki
framlengdur
Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsækjendum um
jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2014. Opið
er fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu. Upplýsingar um
skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í JÖRÐ
(www.jörð.is) og því er mikilvægt að undirbúa umsóknir með
verið framlengdur til mánudagsins 22. september 2014.
Bændasamtaka Íslands og þurfa þær að berast eigi síðar
en við lok vinnudags 22. september.
Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum 708/2013
staðfestum af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
og fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv.
5.gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum,
nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017,
dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um
starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags. 10. maí 2004, með
síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði
sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari
breytingum. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að
um sbr. verklagsreglur 707/2013 um framkvæmd úttekta.
Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár
nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög
og úttektir. Nánari upplýsingar veita Jón Baldur Lorange
(jbl@bondi.is) eða Guðrún S Sigurjónsdóttir (gss@bondi.is).
Bændasamtök Íslands,
107 Reykjavík