Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Utan úr heimi
Pestin breiðist aðallega út með villisvínum og hráu kjöti sem er utt milli landa.
Júgurbólga er mesti skaðvaldurinn
í mjólkurframleiðslunni –fyrri hluti
Í nýliðnum mánuði var haldin
júgurbólguráðstefna í Gent í
Belgíu en ráðstefna þessi var
haldin á vegum alþjóðlega
júgurbólguráðsins, NMC (National
Mastitis Concil). Alþjóðlega
júgurbólguráðið er frjáls og óháð
samtök sem hafa það að markmiði
að sameina dýralækna, ráðgjafa og
vísindamenn á sviði júgurbólgu í
heiminum.
Í dag eru meðlimir samtakanna
um 1.500 í meira en 40 löndum.
Aðalstarf samtakanna er að standa
að tveimur árlegum ráðstefnum og
var önnur þeirra að þessu sinni haldin
í Gent í Belgíu, en það er í fyrsta
skipti sem fagráðstefna samtakanna
er haldin utan Norður-Ameríku.
Þátttaka sérfræðinga í júgurheilbrigði
var einstök en rúmlega 600 manns
mættu á ráðstefnuna. Þessi grein
er fyrri hluti umfjöllunar Snorra
Sigurðssonar um þessa ráðstefnu.
Fjölbreytt dagskrá
Dagskrá fundarins var einkar
áhugaverð en á ráðstefnunni voru
flutt 14 erindi. Fjallað var um ábyrga
og rétta lyfjanotkun og um þróun
nýrra lyfja og bóluefna sem eru
sérvirkari en þau sem notuð eru í
dag. Þá var sérstaklega fjallað um
nýjungar á sviði júgurbólgu- og
geldstöðumeðhöndlunar, áhrifa
kynbóta á mótstöðu kúa gegn
júgurbólgu auk fleiri áhugaverðra
dagskrárliða. Auk þessa voru
rúmlega 80 veggspjöld til sýnis á
ráðstefnunni, en þau spönnuðu afar
vítt svið og allt frá rannsóknum á
undirburði og upp í genatækni við
greiningar á gerlum svo dæmi sé
tekið.
Óhætt er að fullyrða að um
gnægtaborð fróðleiks á sviði
júgurheilbrigðis hafi verið að ræða
á þessari ráðstefnu. Ávallt er það
svo að ákveðið efni vekur meiri
athygli en annað eins og gengur og
verður hér gerð tilraun til þess að
greina frá því helsta sem fram kom
á ráðstefnunni.
Rétt lyfjanotkun
Það var afar áhugavert að hlýða á
framsögur um lyfjanotkun en þrjú
erindi fjölluðu um lyf og notkun
þeirra. Tony Simon, starfsmaður
lyfjaeftirlitsins í Belgíu, fór yfir
það flókna, en um leið mikilvæga,
ferli sem dýralyf fara í gegnum áður
en þau eru samþykkt til almennra
nota og ræddi m.a. um ábyrgð
lyfjaframleiðenda á ábyrgri notkun
lyfja úti á búunum. Eins og gefur að
skilja er þróunarferill lyfja langur
og erfiður en útlit er fyrir að það séu
á leiðinni afar áhugaverð lyf gegn
júgurbólgu. Nauðsynlegt er að fá ný
lyf enda eru tilfelli um lyfjaónæmar
bakteríur of algeng en röng
lyfjanotkun, þ.e. of litlir skammtar,
röng lyf og/eða lyfjagjöf er ekki lokið
að fullu í lok meðhöndlunartíma, er
talin valda því að til verða stofnar af
bakteríum sem þola lyfin. Slík staða
er auðvitað afar slæm, bæði vegna
skorts á meðhöndlunarúrræðum
fyrir gripina en einnig vegna hættu
á að bakteríurnar geti einnig smitað
fólk sem þá er heldur ekki hægt að
meðhöndla eins og dæmi eru þegar
til um.
Margir hafa í því sambandi horft
til þess hverjir sprauta gripina enda
er mikill munur á milli landa með
vinnubrögð við meðhöndlun lyfja.
Í sumum löndum geta kúabændur
sprautað sjálfir, öðrum hefja
dýralæknar meðferð en kúabændur
fylgja henni svo eftir með lyfjagjöf
og svo eru einnig til kerfi þar sem
einungis dýralæknar sjá um lyfjagjöf.
Þetta er þó afar misjafnt á milli landa
og virðist ekki vera skýrt samhengi
á milli þess hver meðhöndlar gripina
og tíðni lyfjaónæmis. Tony Simon
gaf þau góðu ráð til þeirra sem eru að
meðhöndla gripi með lyfjum, óháð
því hverjir það eru, að „nota eins lítið
af lyfjum og hægt er, en eins mikið
og nauðsynlegt er“.
Hollendingar hafa helmingað
lyfjanotkun
Tine van Werven, sem starfar í
dýralyfjadeild landbúnaðarháskólans
í Utrecht í Hollandi, flutti afar
áhugavert erindi um stöðu Hollands í
sambandi við lyfjaónæmar bakteríur
og þær aðgerðir sem farið hefur verið
út í þar í landi til þess að draga úr
líkum á slíkum bakteríum.
Árið 2010 var ákveðið að
vinna markvisst að því að draga úr
lyfjanotkun og breyta um vinnulag
við lyfjagjafir svo unnt væri að
draga úr notkuninni um 50% árið
2013 frá því sem var árið 2009 og
er þar miðað við lyfjanotkun pr.
kíló lífþunga búfjár. Í Hollandi vógu
alífugla- og svínabændur vissulega
þungt í þessu átaki hollenskra
stjórnvalda en vissulega þurfti einnig
að horfa til nautgriparæktarinnar.
Farið var í margs konar aðgerðir í
þessu sambandi en það sem mestu
máli skipti fyrir nautgriparæktina
var að breyta um vinnubrögð við
meðhöndlun gegn júgurbólgu. Gerðar
voru leiðbeiningar fyrir dýralækna
landsins um „góð vinnubrögð
við dýralækningar“. Þar var m.a.
leiðbeint um betri greiningaraðferðir
á júgurbólgu og meðhöndlun hennar
í geldstöðutímabilinu í stað þess
að reyna að meðhöndla á miðju
mjaltaskeiði, enda eru margfalt minni
líkur á því að kýr nái sér eftir slíka
meðhöndlun en sé meðhöndlunin
gerð í geldstöðu með langvirkum
lyfjum.
Niðurstaðan með lyfjanotkun í
öllum hinum hollenska landbúnaði,
var að notkunin árið 2013 var 57%
minni en árið 2009! Hreint út sagt
frábær árangur Hollendinga sem
sýnir að með góðu upplýsingaflæði
og áróðri má ná stórkostlegum
árangri á þessu sviði.
Júgurbólgulyf minna en 1% lyfja
Næsta erindi í þessum hluta
ráðstefnunnar fluttu þau Jordi Torren-
Edo, Kari Grave og David Mackay,
þrír starfsmenn frá Lyfjastofnun
Evrópusambandsins. Í erindinu var
gefið greinargott yfirlit yfir notkun
lyfja í landbúnaði og um muninn á
milli landanna í Evrópu er horft væri
til lyfjanotkunar.
Þó svo að erindið hafi reyndar
verið í þurrara lagi, þá komu fram
margar áhugaverðar tölulegar
staðreyndir eins og t.d. hve
lyfjanotkunin er mismikil á milli
landa en framsetningin á lyfjanotkun
er svolítið sérstök þar sem hún er
sett fram á grunni lífdýraþunga alls
búfjár í viðkomandi landi. Þannig
koma þau lönd út sem hafa t.d. mikið
af alífuglum og svínum, með mikla
lyfjanotkun en lönd sem hafa hátt
hlutfall beitardýra eins og hrossa og
Frá júgurbólguráðstefnunni í Gent í Belgíu. Mynd / SS
Afrísk svínapest er að brjóta
sér leið úr austri til æ fleiri
Evrópulanda samkvæmt því sem
segir á vef Matvælastofnunar.
Um er að ræða alvarlegan
sjúkdóm í svínum, sem í flestum
tilvikum veldur dauða.
Sjúkdómurinn berst ekki í önnur
dýr né fólk. Veiran sem veldur
sjúkdómnum getur m.a. borist
með sýktum svínum og sæði,
hráu kjöti af sýktum dýrum, sem
og farartækjum, búnaði, fatnaði
o.fl. sem mengast hafa af veirunni.
Smitdreifing til nýrra landa er
oftast rakin til matvæla og lifandi
svína.
Landlæg pest í Rússlandi
Sjúkdómurinn hefur verið til staðar
í Rússlandi frá árinu 2007 og er nú
landlægur þar. Georgía, Armenía,
Azerbaídsjan, Úkraína og Hvíta-
Rússland hafa jafnframt öll tilkynnt
um tilfelli á undanförnum árum.
Á þessu ári hafa tilfelli greinst í
Lettlandi, Litháen og Póllandi,
sem staðfest hefur verið að eru af
völdum sama stofns veirunnar og
er á ferðinni í Rússlandi og Hvíta-
Rússlandi.
Mest er um sjúkdóminn í
villisvínum og því mjög erfitt
að hafa hemil á útbreiðslu hans.
Umfangsmiklar sýnatökur og
varnaraðgerðir eru í þeim löndum
sem sjúkdómurinn hefur greinst.
Berst með hráu kjöti
Mjög mikilvægt er að fólk hafi
þennan sjúkdóm í huga ef það er
á ferðinni í þessum löndum og
taki alls ekki með sér hrátt eða
illa hitameðhöndlað kjöt hingað
til lands eða til annarra landa sem
eru laus við sjúkdóminn. Jafnframt
er rétt að minna á að bannað er að
fóðra dýr sem alin eru til manneldis
á dýrapróteinum, að undanskildu
fiskimjöli. Þetta á m.a. við um
eldhúsúrgang sem kjöt getur leynst
í. Dýraeigendur bera ábyrgð á að
verja dýrin sín gegn sýkingum
en það er á ábyrgð okkar allra að
smitefni dýrasjúkdóma berist ekki
til landsins. /VH
Afrísk svínapest breiðist
út um Evrópu
Ótti vex í Evrópu við að
fasteignabólan springi
Ótti við að ný fasteignabóla
kunni á ný að springa í andlit
Evrópumanna fer nú vaxandi. Í
grein á vefsíðu euobserver fyrir
skömmu er t.d. efast um að
jafnvægi sé að nást.
Frá Danmörku berast nú fréttir
um að fasteignaverð vaxi þar af
ógnarhraða. Samkvæmt því sem
Danske bank hefur látið fara frá
sér hafa fasteignakaupendur í
Kaupmannahöfn aldrei fengið
eins lítið fyrir peninginn og núna.
Sama þróunin sé að eiga sér stað í
Noregi og Svíþjóð. Er talað um lága
húsnæðislánavexti sem eina helstu
orsökina.
Þá er einnig talað um að óttinn við
að allt fari úr böndunum í Úkraínu
sé nú að leiða til þess að þeir sem
eigi peninga reyni að tryggja þá með
fasteignakaupum.
Byrjað var að vara við þessari
þróun í Evrópu árið 2012 í skýrslu
sem nefnd var „Alert Mechanism
Report“. Þar var bent á að Belgía,
Búlgaría, Kýpur, Danmörk, Finnland,
Frakkland, Ítalía Ungverjaland,
Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland
þyrftu að taka betur á skuldamálum
heimilanna. Noregur var þá sagður í
svipuðum vanda en þar var þá að sögn
brugðist við með vaxtalækkunum
eins einkennilega og það hljómar.
Fasteignaverð í Þýskalandi
sagt vera of hátt
Bundensbank í Þýskalandi varaði á
síðasta ári við því að of hátt verðmat
væri orðið á íbúðarhúsnæði í þýskum
borgum. Taldi bankinn þá að verð
á íbúðarhúsnæði væri ofmetið um
20% í kjölfar 25% verðhækkana í
þrjú ár þar á undan. Á sama tíma
hafi verðlag að meðaltali á húsnæði
í Þýskalandi öllu hækkað um 8%.
Frá því þessi varnaðarorð komu
frá bankanum virðist ástandið hafa
versnað.
Fasteignavísitala Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins (IMF) hefur
hækkað í sjö ársfjórðunga í röð.
Hefur fasteignaverð aukist hratt í 33
af 51 landi sem vísitalan er byggð
á. IMF hefur bent á að í 50 stærstu
bankakreppum í heiminum á einum
mannsaldri hafi tveir þriðju þeirra
stafað af því að fasteignabólur hafi
sprungið.
Ofurtrú á steypu og múrsteina
Í leiðbeiningarskýrslu „Global
Property Guide“, sem gefin var út
í júní sl. kemur fram að átta af tíu
veikustu fasteignamörkuðunum sé
í Evrópu. Hins vegar væru teiknin
skýr um hækkandi verðlag um alla
Evrópu og fasteignamarkaðurinn
í 19 ESB-löndum væri á hraðri
uppleið. Bent er á að í einstökum
löndum séu hækkanirnar mestar í
Eistlandi, eða 20%, sem er fjórfalt
meira en vöxturinn hefur verið í
nágrannalöndunum Litháhen og
Lettlandi. Þá segir í skýrslunni að
trúin á steinsteypu og múrsteina
hafi einnig aukist á Írlandi sem
hafi þurft að fá 78 milljarða punda
aðstoð 2010 til að bjarga sér út úr
fyrri húsnæðisbólu sem sprakk.
Þannig hafi verið 7,5% hækkun á
fasteignaverði á Írlandi 2013.
Mikið flug á breskum
fasteignamarkaði
Miklar fasteignaverðshækkanir hafa
átt sér stað í Bretlandi á síðustu
misserum, einkum í London og
þar í kring. Hefur Evrópuráðið
varað bresku ríkisstjórnina og
nokkrar fleiri við og hvatt þær til að
grípa til aðgerða til að kæla niður
fasteignamarkaðinn.