Bændablaðið - 11.09.2014, Side 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
NÖK-ráðstefna í Steinkjer í Noregi:
Fjallað um helstu mál
nautgriparæktarinnar
Í lok júlí (27. júlí til 30. júlí) var
haldin ráðstefna á vegum Nök-
samtakanna í Steinkjer í Noregi
sem liggur um miðjan Noreg liðlega
160 km austur af Þrándheimi. Frá
Íslandi sóttu 12 manns ráðstefnuna,
þar af 6 makar.
NÖK (Nordisk ökonomisk
kvægavl) er félagsskapur
áhugamanna um nautgriparækt
á Norðurlöndunum. Samtökin
voru stofnuð 1948 og hefur hvert
aðildarland rétt á 40 félögum sem
tengjast mjólkurframleiðslu og
nautgriparækt. Annað hvert ár
er haldin ráðstefna í einhverju
aðildarlandanna og fjallað um það
helsta sem er að gerast í nautgriparækt
á Norðurlöndunum. Síðasta ráðstefna
var haldin í Danmörku en næsta
ráðstefna verður í Jakopssted í
Finnlandi sem er 120 km suður af
Vasa.
Minnstu búin í Noregi
Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt
þá daga sem ráðstefnan stóð. Safnað
var upplýsingum um mjólkur- og
kjötframleiðslu á Norðurlöndunum.
Danir framleiða nærri helmingi meira
af mjólk en Svíar, fóru í fyrsta sinn
yfir 5 þúsund milljónir lítra árið 2013
en Svíar framleiddu 2.860 milljónir
lítra sama ár, Finnar 2.202 milljónir
lítra, Norðmenn 1.542 milljónir lítra
og Íslendingar 123 milljónir lítra.
Danir eru með mestar afurðir eða
9.603 lítra af orkuleiðréttri mjólk,
hæst prótein 3,47 % og mesta fitu
4,26 %. Í efnainnihaldi munar um
Jersey-kynið sem telur 13,2 % kúa
í Danmörku og er með afar efnaríka
mjólk. Bústærð Dana er í algerum
sérflokki eða 162 árskýr. Minnst
eru búin í Noregi eða 24,2 árskýr,
Finnland er með 35,1 árskýr, Ísland
með 38,5 árskýr og Svíar með 78,2
árskýr. Þannig er meðal framleiðsla
á bú 2013 1.365 þúsund lítrar í
Danmörku, í Svíþjóð 603 þúsund
lítrar, Finnlandi 237 þúsund lítrar,
Íslandi 189 þúsund lítrar og í Noregi
163 þúsund lítrar.
Mikilvægi mjólkurframleiðslu
Hollenskur gestafyrirlesari, Toon
van Hooijdonk frá háskólanum
í Wageningen var með afar
áhugavert erindi um mikilvægi
mjólkurframleiðslu í víðu samhengi
en þörfin fyrir mjólkurvörur í
framtíðinni mun aukast. Hann
sýndi fram á samhengi á neyslu á
mjólkurfitu og lágrar tíðni á hjarta-
og æðasjúkdómum, hagkvæma
nýtingu á orku við fæðuframleiðslu,
grasi breytt í holla fæðu og að
lokum sýndi hann fram á mikilvægi
mjólkurframleiðslu í fæðuöryggi.
Kúabóndinn Morten Hansen sem
jafnframt er kynbótafræðingur að
mennt fór yfir það hvernig hann
beitir „ genomisk selektion“ (úrval
út frá erfðamörkum) við kynbætur á
eigin búi. Allar ásetningskvígur eru
DNA-greindar og bestu gripirnir út
frá erfðamörkunum fundnir og teknir
í fósturvísaflutninga. Lakari gripirnir
gegna svo hlutverki fósturmæðra eða
er fargað.
Athyglisvert erindi um dýravelferð
Þróunarstjóri Felleskjöbet, Gorm
Sanson, flutti athyglisvert erindi
um dýravelferð (Sannheter og myter
om dyrevelferd hos storfe) og harða
umræðu fjölmiðla um þau mál sem
hingað til hefur fyrst og fremst
beinst að loðdýrarækt, dýrum sem
eru í búrum og meðferð gæludýra.
En eigendur stórgripa þurfa að
halda vöku sinni gagnvart velferð
og vellíðan dýranna og að umræðan
fari ekki inn á neikvæðar brautir.
Mörg önnur áhugaverð erindi
voru flutt á ráðstefnunni m.a.
um skýrsluhald, erfðatækni,
hjálpartæki við bústjórn, framtíð
mjólkurframleiðslunnar og
margt fleira. Að lokum voru flutt
áhugaverð erindi frá hverju landi
sem báru yfirskriftina „Kua 2024,
min dröm“. Það fór vel á því að
formaður Íslandsdeildar NÖK,
Jóhannes Torfason, flutti það erindi
fyrir hönd Íslands. Erindin sem flutt
voru á ráðstefnunni verða aðgengileg
á vefnum Noek.org innan skamms.
Góðar móttökur
Norðmenn tóku vel á móti
ráðstefnugestum og að venju var
ákveðin dagskrá fyrir maka og börn.
Þá var boðið á Stiklastaðabardagann
í útileikhúsi sem tekur allt að 5
þúsund manns. Leiksýningin var
um miðnæturbil og fjallar um
kristnitöku Norðmanna og baráttu
Ólafs Helga Haraldssonar sem féll í
bardaganum en var gerður að helgum
manni eftir það. Á NÖK-leikunum
sem er keppni milli landa í ýmsum
þrautum stóð íslenska liðið sig vel
að venju. Hæfileikar hjónanna frá
Botni í Súgandafirði, þeirra Helgu
og Björns, í stultagöngu sem og
frammistaða Egils á Berustöðum í
refkrók verður í minnum haft.
Í lok ráðstefnunnar voru tveir
menn sæmdir Wriedt-skildinum,
æðsta heiðursmerki NÖK. Það voru
Harold Volden, sem er yfirmaður
leiðbeiningaþjónustu Tine og
er Íslendingum að góðu kunnur
fyrir vinnu sína við þróun Norfor-
fóðuráætlanakerfisins, og Asbjorn
Helland, bóndi og m.a. fyrrverandi
formaður Geno.
Stjórn Íslandsdeildar NÖK er
skipuð Jóhannesi Torfasyni sem
er formaður, gjaldkeri er Sveinn
Sigurmundsson og ritari Guðmundur
Jóhannesson. Þeir sem áhuga hefðu
á því að ganga í samtökin er bent
á að hafa samband við einhvern
stjórnarmanna.
Sveinn Sigurmundsson
Búnaðarsambandi Suðurlands
Þessi mynd var tekin í Þrándheimi af þátttakendunum. Talið frá vinstri; Jóhannes Torfason, Helga Kristjánsdóttir,
Björn Birkisson, Elín Sigurðardóttir, Sveinn Sigurmundsson, Karitas Hreinsdóttir, Sveinn Jónsson, Ása Marinós-
dóttir, Pétur Diðriksson, Erla Traustadóttir, Egill Sigurðsson og Guðrún Ásta Gunnarsdóttir.
Jóhannes á Torfalæk utti erindi um
framtíðarkúna.
sauðfjár með afar litla lyfjanotkun.
Lyfjanotkun á landsgrunni segi
því meira um uppbyggingu
landbúnaðarkerfis viðkomandi
lands en margt annað en mæli
einnig mun á milli dýralæknahefða
varðandi skammtastærðir og lengd
meðhöndlunartímabila. Þá kom fram
afar áhugaverð staðreynd í erindi
þremenninganna um lyfjanotkun í
mjólkurframleiðslunni en tilfellið
er að júgurbólgulyf, þ.e. túpur, eru
ekki nema um 1% allra seldra lyfja
í Evrópu og vega því alls ekki þungt
þegar horft er til lyfjanotkunar.
Ábyrg lyfjanotkun gegn
júgurbólgu
Eitt af áhugaverðari erindum
ráðstefnunnar flutti Pamela L.
Ruegg, prófessor við háskólann í
Wisconsin í Bandaríkjunum, sem er
e.t.v. einhverjum kunn hér á landi
enda hefur hún gefið út bækur um
júgurbólgu, skrifað ótal greinar og
svo heldur hún auk þess reglulega
fyrirlestra um júgurheilsu og má
meðal annars finna marga fyrirlestra
hennar á YouTube.
Í erindi sínu gerði hún grein fyrir
margs konar rannsóknaniðurstöðum
á áhrifum lyfjameðhöndlunar á
mismunandi gerðir júgurbólgu.
Helstu niðurstöðurnar voru, og komu
svo sem ekki á óvart, að allt of oft
mistekst að meðhöndla grip gegn
sjúkdóminum sé hann meðhöndlaður
á sjálfu mjaltaskeiðinu. Skýringin
sem Pamela gaf var m.a. sú að
stundum eru kýrnar meðhöndlaðar
allt of seint og tilgangur þess að
sprauta þær oft minni en enginn.
Taldi hún ekki ástæðu til þess að
meðhöndla kýr með júgurbólgu,
nema þær væru hreinlega veikar og
þá mætti að sjálfsögðu aldrei hika
við að meðhöndla þær.
Í lok erindis síns kynnti hún það
sem hún kallaði ábyrga lyfjanotkun
gegn júgurbólgu, sem byggist á
6 aðskildum skrefum. Þessi sex
skref hennar eru frekar víðtæk
enda er þeim ætlað að ná yfir alla
meðhöndlunaraðila lyfja, bæði
bændur og dýralækna:
1. Þeir sem sjá um mjaltir á að
þjálfa í því að geta greint
júgurbólgu á frumstigum hennar
sem og í því að taka ræktunarhæf
spenasýni. Slík sýni á að setja
strax í ræktun, annaðhvort
á búinu sjálfu (stærri fjós)
eða hjá næsta dýralækni eða
rannsóknastofu, til þess að geta
eins fljótt og unnt er áttað sig á
því hvort og þá hvaða meðferð
er heppileg. Á meðan greining
fer fram á að setja viðkomandi
kýr í einangrun (sjúkrastíu) svo
hún geti ekki smitað aðrar kýr
og að sjálfsögðu mjólka frá. Er
niðurstöður liggja fyrir er svo
tekin ákvörðun um framhaldið.
Innskot: Víða erlendis, m.a. í
Bandaríkjunum og Danmörku,
sjá margir bændur sjálfir um að
rækta sýni og greina.
2. Meðferðarúrræði eru
mismunandi í sömu tilvikum
sýkinga, allt eftir því um hvaða
grip er að ræða og á alltaf
að horfa til sjúkdómasögu
kýrinnar, stöðu á mjaltaskeiði
og fleiri þátta til þess að meta
líkur á árangri meðferðar.
Til dæmis eru kýr á þriðja
mjaltaskeiði eða eldri og hafa
áður verið meðhöndlaðar, eða
hafa oft verið í hærri kantinum
með frumutölu, ekki líklegar til
þess að ná sér að fullu. Oft er
jafn gott eða betra að hafa þær
í einangrun og hreyta þær oft á
dag á meðan tilvikið gengur yfir.
3. Endurtekin meðhöndlun
gegn sama júgurbólgutilviki
ætti einungis að framkvæma
bendi ástand kýrinnar og saga
hennar til þess að líkur á góðri
niðurstöðu séu miklar.
4. Óháð sögu kýrinnar ætti aldrei
að meðhöndla með lyfjum í
þeim tilvikum sem ræktunarsýni
bendi til þess að árangur sé
vonlítill. Í slíkum tilvikum ber
að hafa kúna í einangrun, hreyta
oft á dag og sjá hvort hún nái sér.
5. Sé um vægt tilfelli E.coli
júgurbólgu að ræða ætti
að íhuga lyfjameðferð ef
skoðun á upplýsingum um
kúna bendir til þess að hún
hafi króníska sýkingu. Séu
sjúkdómaupplýsingar um kúna
knappar eða ekki til staðar má
t.d. nota frumutölu kýrsýna
hennar en hafi þær verið háar
(innskot: yfir 200.000/ml) í
meira en 2 mánuði. Einnig ætti
að íhuga lyfjameðferð ef grunur
leikur á því að kýrin hafi verið
undir miklu álagi og að líkur séu
því á því að mótefnaviðbrögð
hennar séu ekki sterk s.s. vegna
þess að kýrin sé á fyrstu vikum
mjaltaskeiðsins, ójafnvægis
í fóðrun hennar eða hún sé í
afar mikilli framleiðslu og því
viðkvæmari en ella.
6. Á r a n g u r h v e r r a r
lyfjameðhöndlunar á alltaf
að meta og yfirfara og að
lágmarki innan endurkomutíma
júgurbólgu (innan 60–90 daga)
sem og að horfa til lækkunar á
frumutölu kýrinnar 60 dögum
eftir meðhöndlun. Innskot: Í
Danmörku er miðað við að
frumutala kýrsýnis þurfi að
vera undir 200 þúsundum/ml
svo kýrin geti talist hafa náð sér.
Snorri Sigurðsson
sns@vfl.dk
Nautgriparæktarsviði
Þekkingarsetri landbúnaðarins
í Danmörku