Bændablaðið - 11.09.2014, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Síðastliðinn miðvikudag og
fimmtudag hittust jarðræktar-
og fóðurráðunautar til skrafs
og ráðagerða og undirbjuggu
ráðgjafarstarfið næstu misserin.
Margs konar verkefni, sem miða
að því að aðstoða bændur við að
ná betri árangri í búrekstrinum,
eru í gangi eða eru að fara af stað.
Undanfarna daga hafa t.d.
fóðurráðunautarnir verið að taka
heysýni en fyrstu niðurstaðna úr
þeim er að vænta eftir u.þ.b. tvær
vikur. Þá mun fóðuráætlanagerð
fara í fullan gang, m.a. í formi
ráðgjafarpakkanna Stabba og Stæðu.
Jarðræktarráðunautarnir eru á sama
tíma að undirbúa jarðvegssýnatöku
sem er liður í því að útbúa
markvissar áburðaráætlanir en oft
á tíðum hefur vantað upp á að næg
gögn liggi að baki áætlanagerðinni.
Markviss áburðaráætlanagerð er
meðal annars boðin undir nafninu
„Sprotinn“.
Jarðræktar- og fóðurráðunautar
ásamt fagfólki á þessu sviði hjá
LbhÍ hafa hist um svipað leyti
árlega undanfarin ár.
Fundirnir hafa verið
haldnir á Hvanneyri,
Möðruvöl lum í
Hörgárdal, á Korpu
í Reykjavík og að
Löngumýri í Skagafirði
en að þessu sinni var
fundurinn haldinn á
Suðurlandi eða nánar
tiltekið í Gunnarsholti
á Rangárvöllum.
Margt fróðlegt
var að sjá og heyra
í húsakynnum
Landgræðs lunnar
og þá einkum
undir handleiðslu
Sveins Runólfssonar
landgræðslustjóra. Einnig má nefna
að í Gunnarsholti er stunduð mjög
umfangsmikil kornrækt, mest af
Björgvini Harðarsyni í Laxárdal
sem fór með hópinn um akrana
ásamt því að miðla hópnum af
mikilli reynslu og þekkingu.
Einnig var farið að Norðurgarði á
Skeiðum þar sem Ásmundur
Lárusson bóndi sagði frá og sýndi
sitt myndarlega bú.
Að venju var fundurinn bæði
skemmtilegur og fróðlegur og munu
ráðunautarnir nú margs fróðari og
enn betur í stakk búnir til að veita
bændum góða þjónustu.
Mikilvægt að fylgjast með ástandi jarðvegs
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Síðustu ár hefur dregið
verulega úr því að bændur
taki jarðvegssýni til að kanna
næringarástand jarðvegsins og
aðstæður til vaxtar og fyrir vikið
byggja menn áburðaráætlanir
sínar oft á veikum grunni.
Mikilvægt er að snúa þessari
þróun við og efla á ný þennan
mikilvæga þátt í bústjórninni.
Mælt er með því að bændur
láti taka jarðvegssýni úr túnum
á u.þ.b. fimm ára fresti. Þannig
má fylgjast með þróun í forða á
helstu næringarefnum. Í þeim
tilfellum þar sem leikur grunur
á að næringarástandi jarðvegs sé
ábótavant skal sérstaklega huga
að þessum þætti og forgangsraða
sýnatökunni með tilliti til þess.
Ráðunautar RML eru þessa
dagana að skipuleggja sýnatökuna
sem framkvæmd er á haustin. Sú
nýbreytni hefur verið tekin upp að
taka sýni dýpra en áður til að auka á
áreiðanleika niðurstaðnanna. Boðið
er upp á að bændur sæki rafrænt
um sýnatöku á heimasíðunni rml.
is, en að sjálfsögðu er einnig tekið
við slíkum þjónustubeiðnum
sem og öðrum í síma (516-
5000). Upplýsingar um gjaldtöku
Rml má sjá á heimasíðunni en
efnagreiningarkostnaður hjá LbhÍ
er 4.013 kr./án vsk fyrir hvert sýni.
Ýmsar pakkalausnir
Þess má geta að hjá RML er boðið
upp á ýmsar „pakkalausnir“ og þar á
meðal jarðræktarpakka sem ber heitið
„Sprotinn“. Markmiðið með þeirri
lausn er að veita bændum markvissa
ráðgjöf í nýtingu áburðar ásamt því
að veita ákveðna grunnþjónustu í
jarðræktarskýrsluhaldi. Einn liðurinn
þar er jarðvegssýnataka og túlkun á
niðurstöðunum.
Borgar Páll
Bragason
fagstjóri
hjá RML bpb@rml.is
Á myndinni má sjá áburðarskortseinkenni í byggi. Myndin er tekin 19. júní í sumar.
Jarðræktar- og fóðurráðunautar funduðu í Gunnarsholti:
Markviss fóður- og áburðaráætlanagerð á dagskrá
Jarðræktar- og fóðurráðunautar ásamt Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra. Myndir / Borgar Páll Bragason og Unnsteinn Snorri Snorrason.
Borgar Páll
Bragason
fagstjóri
hjá RML bpb@rml.is
Unnsteinn Snorri
Snorrason
Bútækni og aðbúnaður
hjá RML uss@rml.is