Bændablaðið - 11.09.2014, Page 44
43Bændablaðið | Fimmtudagur 11. september 2014
Stærð: 3–4 (6–7) ára.
Yfirvídd 66 (71) sm
Sídd á bol 27 (32) sm
Ermalengd 30 (33) sm
Efni: Zara Chine frá Filatura brúnt nr. 31
4 dokkur.
Prjónar Hringprjónn nr. 4, 60 sm
Sokkaprjónar nr. 4, 15 sm
Prjónafesta: 10 x 10 sm = 18 L og 29 umf
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð
ef þarf.
Aðferð. Peysan er prjónuð í hring. Eftir stroffið er
prjónað mynstur: 4 sl og 4 br í 7 umferðir, svo 2
br.umferðir. Mynstrið er endurtekið út bolinn upp
að handvegi.
Ermar eru prjónaðar í hring og aukið út á undirermi
um 2 L, 4 sinnum.
Gætið þess að útaukningin falli inn í mynstrið.
Bolur og ermar sameinuð á hringprjón og axlarstykki
prjónað. Úrtaka samkvæmt leiðbeiningum upp að
hálsmáli. Kragi prjónaður.
Bolur:
Fitjið upp 144 (160) L og prjónið stroff: 2 sl, 2 br í
hring, 3 (5) sm.
Prjónið mynstur: *4 sl og 4 br, alls 7 umferðir, svo
2 umferðir br*.
Endurtakið *-* 7 (8) sinnum eða þar til peysan passar
á barnið upp að handvegi, passið að enda á 2 umf
brugðið.
Setjið 8 L á hjálparprjón undir höndum hvort sínum
megin.
Geymið og prjónið því næst ermar.
Ermar:
Fitjið upp 40 (48) L á sokkaprjóna.
Prjónið stroff: 2 sl, 2 br, 4 (5) sm.
Prjónið nú mynstur, *-*, eftir fyrsta mynstrið er aukið
út á undirermi um 2 L.
Á skýringarmynd sést hvernig auka skal út svo
mynstrið raskist ekki.
Endurtakið útaukninguna 4 sinnum þannig að komið
er heilt mynstur í viðbót í umferðina, líkt og sést
á skýringarmynd. Alls eiga þá að vera 48 (56) L á
prjónunum.
Þegar búið er að prjóna jafn mörg mynstur og á
bolnum eru geymdar 8 L á miðri undirermi.
Gætið þess að mynstur standist á við geymdu L á
bolnum þannig að það raski ekki mynstrinu þegar
ermar og bolur eru sameinuð á einn prjón.
Prjónið hina ermina eins.
Axlarstykki:
Sameinið á einn hringprjón framstykki 64 (72) L,
ermi 40 (48) L, bakstykki 64 (72) L og ermi 40 (48) L.
Prjónið mynstur áfram í hring, 14 (23) umferðir.
Þá er komið að úrtöku:
Í næstu umferð eru teknar saman 2 L í miðjunni á
brugðnu lykkjunum, samtals 26 (30) L teknar út.
Prjónið áfram mynstur 5 umferðir og endið á 2
brugðnum umf, í næstu umf takið saman 2 L í miðju
sl lykkjanna 4.
Prjónið 4 mynsturumferðir og í þeirri fjórðu eru teknar
saman 2 L í hverju mynstri, í brugðnu L.
Prjónið 3 umf, í þeirri þriðju eru 2 L teknar saman í
sl lykkjum í mynstrinu.
Prjónið nú 2 sl umferðir og 2 br umferðir.
Prjónið nú 1 umferð sl og takið saman tvær og tvær
L út umferðina.
Prjónið nú stroff 1 sl og 1 br yfir 6 (8) umferðir en
það er hálsmálið.
Nú er aukið út í hverri lykkju og prjónað stroff 2 sl og
2 br (kragi) 10 (14) umferðir.
Frágangur
Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið. Leggið
slétt á handklæði til þerris.
Inga Þyri Kjartansdóttir
Úlfur
Prjónahornið garn@garn.is
Fólkið sem erFir landið
Þegar ég var óviti litaði ég á veggina
Álfrún Edda er fjögurra ára en
er alveg að verða fimm. Ítalskur
matur er í uppáhaldi en samt ekki
með pepperóní eða sveppum.
Nafn: Álfrún Edda Sigurðardóttir.
Aldur: Fjögurra ára, alveg að verða
fimm.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Akranes.
Leikskóli: Akrasel.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Leika úti og líka inni
í hárgreiðsluleik. Svo finnst mér
gaman að vera inni að dansa.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Kettlingur.
Uppáhaldsmatur: Flest er gott,
nema sveppir og pepperóní.
Lasagna, pitsa og spagettí er í
uppáhaldi.
Uppáhaldshljómsveit: Mér finnst
skemmtilegasti diskurinn vera
Mary Poppins.
Uppáhaldskvikmynd: Krakkarnir
í Ólátagarði, Emil í kattholti og
Lína Langsokkur.
Fyrsta minning þín? Ég man eftir
því þegar ég fór með mömmu og
ömmu Íbí til Þýskalands og ein
frænka mín gaf mér Hello Kitty-
tösku.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Já, æfi dans og fótbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Danskennari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var óviti þá
litaði ég á veggina í herberginu
mínu.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Mér finnst leiðinlegt
að gráta.
Ætlar þú að gera eitthvað
sérstakt í vetur? Drekka kakó
og halda afmæli. Svo förum við í
skólaheimsóknir.
ÞJÁNINGA
ÚTDEILDI
TIGNAR-
MAÐUR
SKERGÁLA
FIÐUR
MATAR-
ÍLÁT
ARR
FEIKNA
KJAFT-
ASKUR
PEST
HEY
ÚTFALL
ÁTT
LÍTIÐ
MÁLMUR
ÞANGAÐ
TIL
FATAST
HUGUR
HEIM-
SKAUT
BRAK
FLJÓT-
FÆRNI
FRAM-
VEGIS
SKÓLI
SKEINA
SVIPAÐ
NASL
SVEIGUR
PERSÓNU-
FORNAFN
VEIÐI
EFTIRRIT
SAM-
KVÆMT
VÖRU-
MERKI
SÖNG-
LEIKUR
AGA
FJÖRU-
GRÓÐUR
YNDI
LASLEIKI
GELT
SKOT
STOPPA
ÚT-
HLUTAÐIR
SÝKJA
TVEIR
EINS
FLÍK
EYRIR
ÍSHÚÐ
KOMST
AUGA Á
HYLMING
LJÚFUR SLANGA
TALA
MÁLA
ANGAN
ÆTTGÖFGI
FYRIR
HÖND
LÍMBAND
TIL SAUMA
STILLA
ANGRA
GERVIEFNI
AÐ UTAN
Í RÖÐ
TVEIR EINS
TIL
EÐAL-
BORINN
GÁSKI
ÓSKA
DUFLA
SKORDÝR
ÁN
PÚKA
1
A
lA
n
l
e
v
in
e
(
C
C
B
Y
2
.0
)
Krossgáta
Lausn krossgátunnar verður birt í næsta blaði en þá verða sömuleiðis fjórar Sudoku-þrautir.
Álfrúnu Eddu þykir tónlistin í Mary
Poppins vera skemmtilegust.
1
Úlfur ermi
= Slétt
= Engin lykkja
= Brugðið
= Útaukning
Frá vinstri, Aðalbjörg Guðbrands
dóttir naglakennari, Eskifirði, Aðal
heiður G. Halldórsdóttir, nagla
kennari Reykjanesbæ, og Svandís
Ragna Daðadóttir, alþjóðlegur nagla
kennari, Kópavogi, við útskrift úr
kennaraskóla Pronails í Belgíu.
Pronails naglaskólinn:
Býður nám á Eskifirði
og í Reykjanesbæ
Pronails naglaskólinn hefur
starfað óslitið frá árinu 1999 og
á því 15 ára afmæli um þessar
mundir.
Alls hafa átta kennarar lokið
kennaraprófi frá kennaraskóla
Pronails í Belgíu, sex hafa lokið
almennu kennaranámi en tveir hafa
lokið mastersnámi sem gefur réttindi
til að verða alþjóðlegur kennari.
Naglaskólinn var í upphafi til
húsa við Hverfisgötu í Reykjavík
en flutti starfsemi sína í Bolholt 6
og síðan í Hjallabrekku 1 í Kópavogi
þar sem hann hefur haft aðsetur í
húsnæði Snyrtiakademíunnar.
Síðastliðið sumar luku þrír
naglafræðingar prófum frá
kennaraskóla Pronails.Tveir luku
kennaraprófum sem almennir
kennarar og einn sem alþjóðlegur
kennari.
Nú færir naglaskólinn út kvíarnar
og auk naglaskólans í Kópavogi
verða nú rekin útibú frá skólanum.
Í Reykjanesbæ er Naglastudio
Öllu sem nú þegar hefur tekið
nemendur og styttist í útskrift
fyrstu nemenda frá skólanum.
Þá verður naglaskóli á Eskifirði í
tengslum við Nagla og snyrtistofuna
Prýði sem rekin er af Aðalbjörgu
Guðbrandsdóttur sem er menntaður
snyrti-, nagla- og förðunarfræðingur.