Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 7
ZS'iétutwacw 7 Fyrsta áætlunarferð Flugleiða til . • • ' • í M ' -.y ’■ „ Baltimore - Washington flugvallar vellinum. Um kvöldið var svo móttaka á hótelinu og voru þar mættir auk ferða- langanna, ýmsir framá- menn flugmála í Mary- landfylki, eigendur hótels- ins og fleiri gestir. Þar voru á borðum amerískir smá- Minnisvarðinn um Georg Was- hington er það mannvirki, sem hæst gnaefir í borginni. réttir ýmsir og voru allar veitingar þar til sóma. Gengu menn til náða þar á hótelinu, sumir seint, en aðrir fyrr. Laugardagsmorgunn var svo vaknað" til morgun- verðar milli kl. 6 og 7. Snætt var á International Hotel og síðan lagt upp í skoðunarferð um Washing- tonborg kl. 8:30. Ekið var um borgina í þrjár klukku- stundir og skoðaðar ýmsar merkilegar byggingar og minnisvarðar þeirra George’s Washington’s og Abraham’s Lincoln’s með- al annars. Vakti athygli hve borgin virðist „mann- eskjuleg“. Mikið er um op- in svæði og byggingar falla vel inn í umhverfið. Má geta þess að engin bygging er í Washington hærri en tólf hæðir og mun það ó- venjulegt í Bandarískri borg. Um hádegi var snætt í vinalegu veitingahúsi, sem okkur var tjáð að væri gamall sveitabær, Evan’s Farm Inn, í Virginia. Að loknum hádegisverði var svo tekið til við vinsæl- ustu íþrótt íslendinga er- lendis, þ.e. að versla. Farið var með hópinn í Tyson’s Corner, stóra verslunar- miðstöð utan við borgina. Þóttust margir gera þar góð kaup. Klukkan fjögur tók svo Hans G. Andersen Ambassador Islands í Washington á móti hópn- um í sendiherrabústaðnum í Georgetown. Var þar glæsilega búið borð, og vel veitt gestum. Þar tók til máls m.a. Stefán Jasonar- son, bóndi af Suðurlandi. Þakkaði hann fyrir hönd gestanna, þeim hjónunum Ástu og Hans G. Ander- sen, móttökurnar. Var síðan ekið heim á hótel og búist til brottfarar þaðan. En ekki var lokið veisluhöldum þennan við- burðaríka dag. Þegar kom- ið var í hina nýju og glæsi- legu flugstöðvarbyggingu á B.W.I., þá biðu okkar þar gómsætar veitingar í boði flugmálayfirvalda Mary- landfylkis. Voru þar kynntir helstu framámenn flugmála í Maryland og skiptust þeir á gjöfum við Flugleiðamenn. Var á máli þeirra að heyra að þeir hyggðu gott til sam- starfs við Islendinga í framtíðinni. Um kl. 9:00 að þarlend- um tíma var svo flogið frá Baltimore - Washington flugvelli, heim á leið til Islands, með sömu Super DC8 flugvélinni og flutti hópinn utan. Við stjórn- völinn á þeirri leið var hinn þekkti vestfirðingur Magnús Guðmundsson, en hann hefur einna lengst íslendinga starfað við flug- stórn. Ekki þarf að orð- lengja það að viðurgern- ingur á heimleiðinni var með sömu ágætum og á útleiðinni, og reyndar alla þá 36 tíma, sem ferðin stóð. Vestfirska fréttablaðið árnar Flugleiðum heilla við þennan nýja áfanga í sögu félagsins og þakkar Flugleiðum og samferða- fólkinu sekmmtilegt og viðburðaríkt ferðalag. Viðurgerningur allur var Flugleiðum til sóma. Flugleiðamenn og gestir þeirra.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.