Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 12
Ferðaritvélar KOVAC kr. Vasareiknivélar með árs rafhlöðu kr. Vasareiknivélar „Scientific“ kr. Reiknivélar OMIC 123 P kr. Reiknivélar OMIC m/glugga kr. 58.700 11.300 21.200 55.600 75.800 Höfum fyrirliggjandi sýnishorn af BLJÐARKÖSSUM: CIR 22R kr. 236.700 Richmac 102 kr. 374.900 BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASONAR Sími 3123 ísafirði Isafjarðarumboð Arni Sigurðsson Férðamiðstööin hf. Fjárhagsvandi vest- firskra hafna verulegur Blaðinu hefur borist skýrsla frá Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga um fjár- hagsvanda hafnarsióðanna á Vestfjörðum og lámn frá Við- reisnarsjóði Evrópu 1965 til 1970. Skýrsla þessi er unnin af Verkfræðiþjónustu Gylfa fsakssonar og beindist athug- unin að því að kanna afkomu hafnarsjóðanna á Vestfjörð- um og íeita skýringa á halla- rekstri þeirra miðað við aðra almenna hafnarsjóði. Einnig að athuga hvort framkvæmdir hafi á tilteknu tímabili verið umfram það sem var f öðrum landshlutum og leiða í Ijós, hvort Vestfirskir hafnasjóðir hafi notið hliðstæðra lána og lánskjara og aðrir hafnasjóðir á landinu. ÓHAGSTÆÐARI LÁN EN AÐRIR FENGU Við samanburð á rekstr- arafkomu hafnasjóðanna kemur i ljós að undanfarin 8 ár hafa hafnasjóðir á Framhaldá 11. sfðu Frá Isafjarðarhöfn. Framhalds- skólanefnd tekur senntil í marsmánuði síðastliðn- um samþykkti bæjarstjórn ísafjarðar að kjósa fimm manna nefnd til að vera bæjarstjórn til ráðuneytis um framtíðarskipan fram- haldsskóla hér á ísafirði. Verkefni nefndarinnar er að kynna sér rækilega frumvarp til laga um framhaldsskóla og skila til- lögum til bæjarstjórnar um skipulag og starfshætti framhaldsskóla á ísafirði með hliðsjón af fyrirhug- aðri lagasetningu. Jafn- framt er það verkefni nefndarinnar að beita sér fyrir nánara samstarfi skól- starfa anna og tengslum þeirra og bæjaryfirvalda. Það kom fram á bæjarstjórnar- fundi 26. október síðastlið- inn að nefnd þessi tæki til starfa aftur innan skamms. í framhaldsskólanefnd eiga þessir sæti, Gunnai Jónsson sem er formaður nefndarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson skólameist- ari Menntaskólans, Valdi- mar Jónsson skólastjóri Iðnskólans, Lára G. Odds- dóttir forstöðumaður Kvöldskólans og Jón Páll Halldórsson formaður skólanefndar grunnskól- ans. M. Bernharösson hf.: Rækjubátur í smíðum fyrir Grím hf. Hjá skipasmíðastöð M. Bernharðsson h.f. á ísafirði er nú í smíðum rækjubátur fyrir Grím h.f. á ísafirði. Stefnt er að því að bátur- inn verði afhentur í janúar á næsta ári. Rækjubátur- inn er 17 metrar á lengd 4,40 metrar á breidd og er smíðaður sem skuttogari með skutrennu og til að veiða með rækjuvörpu. Ætlunin er að skipið stundi rækjuveiðar í Djúp- inu að vetrarlagi en úthafs- rækjuveiðar á sumrin. AÐGERÐARRÝMI OG FISKI- MÓTTAKA UNDIR ÞILJUM Nýmæli á þessum bát er að aðgerðarrými og fiski- móttaka er undir þiljum, aftan við fiskilest. Samn- ingsverð skipsins er 103 milljónir króna og tekur skipasmíðastöðin Bryndísi Í.S. 69, sem er í eigu Gríms h.f., sem hluta af smíða- verði nýja skipsins. ---------------------1 NÝKOMIÐ Mikið úrval af hljómflutningstækjum: SANYO MAGNARAR LENCO PLÖTUSPiLARAR SONAB HÁTALARAR Úr naustinu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.