Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 2
2 V estfirs ika FRE TTABI Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamenn: Eðvarð T.Jónsson Elísabet Þorgeirsdóttir Prentun: Prentstofan ísrún hf., ísafirði. „SUÐUR Á ELLIHEIMILI" —HOLLUR ER HEIMFENGINN BAGGI Annað slagið heyrum við hér vestra um ein- hvern aldraðan mann eða jafnvel hjón, að þau hafi farið „suður á elliheimili“. Þau hafa þá gjaranan ráðstafað reitum sínum, selt húsið og gefið nokkra gamla muni þeim, sem áhuga hafa á slíku og keyrt því, sem þau mega ekki hafa hjá sér á elliheimilinu á haugana. Jafnan er ástæðan almennur lítilfjörleiki, sem elli fylgir. Hinn aldr- aði hefur orðið að hættta sínum venjubundnu störfum og líka átt í erfiðleikum með að halda sér hús. Viðhald þess komið nokkrum árum á eftir því, sem nauðsynlegt hefði verið. Ræsting og innkaup orðin stórmál og einsemdin óviðun- andi kostur. Hann hefur e.t.v. orðið fyrir því áfalli að missa maka sinn og hefur við það misst að verulegu leyti lífskraftinn. Því grípur hann til þess úrræðis að fara „suður á elliheimili“. Síðar fréttum við það af honum að sunnan, að hann sjái ósköpin öll eftir átthögunum og kunni rétt mátulega við sig á elliheimilinu. Svona lagað er ekki hægt að kalla annað en slys. Slys á borð við þau, sem urðu, þegar menn voru að brjóta á sér hendurnar við að snúa í gang ófullkomnum vélum. Slvs, sem verða þegar vanþróuð tækni er tekin í not, en hætta þegar við höfum aðlagast aðstæðum. Þannig „lagast þetta vísast.“ En það gerist ekki af sjálfu sér. Að því verður að vinna, svo fleiri aldraðir verði ekki fórnarlömb þróunar „velferðarþjóðfélagsins". GÓÐ OG SLÆM VINNUBROGÐ Nú er það svo, að frumlegir menn eru alltaf og allstaðar næsta fágætir og því er það að þeir, sem vilja fylgjast með framþróun á einhverju sviði verða að fylgjast með nýjungum. Þeir geta tæplega fundið þær allar upp sjálfir. Og það er gaman að hcyra framámenn í fiskiðnaði hér vestra velta fvrir sér hinuni ýmsu nýmadum, vega þau og meta, velja síðan úr og aðlaga þau aðstæðum og þróa lcngra fagi sínu til stórkost- legrar fremdar og gagns. Enda erum við vestfirsk- ir menn á „toppinum“ á því sviði. Hins vegar virðist gegna öðru máli aðferðir á hinu félagslegu sviði. I öldrunarmálum notumst við gagnrýnis- laust við hráar aðferðir. sem berast okkur úr ýmsum stað. Það er tekin upp heimilishjálp hér af því að það hefur verið gert annarstaðar og ráðin í það Sr. Jakob Hjálmarsson: -Hollur er heimafenginn baggi- Öldrunarmál kona, sem svo er látin ein með vandamálið. Það eru byggðar leiguíbúðir þar af því að ríkið leggtir í svipinn ekki fé í annað. En að frani fari athugun - þó ekki væri nema í Ijósi holls brjóstsvits - á því, hvernig megi mæta vanda þeim, semþjóðfélagsbrevtingar hafa sett aldraða í, virðist vera fyrir að synja. - þó ekki með öllu. Haldin var ráðstefna á vegum Fjórðungssam- bands Vestfjarða í Flókalundi árið 1976 um þessi málefni og í framhaldi af því var gerð athugun í Bolungarvík tveim árum síðar, á hvaða sviðum aldraðir mundu vera í þörf fyrir aðstoð af samfélagsins hálfu. Þá er og þess að geta. að á Isafirði er nú risið stórhýsi til íbúðar fyrir aldraða, en hvernig sem leitað hefur verið eftir. verður þess ekki vart í höfuðstað Vestfjarða, að opinberir aðilar hafi nokkra hugmynd um. hvernig beri að nýta þetta mikla mannvirki, nerna að helst eru ntenn reyndar á því þarna eigi að búa gamalt fólk! Þó höfðu sömu aðilar efni á I vestfirska ~ KifW.Í-IWIt'B að drepa undan sér starfshóp skipaðan af bæjar- stjórn til tillögugerðar á sviði öldrunarþjónustu í kaupstaðnum. NAUÐSYN NÝSKÖPUNAR Það er aðeins á síðustu árum, að augu manna eru að opnast fvrir því að elliheimili leysa ekki allan vanda. Þau eru dýr og því verður ekki í móti mælt, að sérhver maður tapar miklu af sérstæði sínu við að flytjast á slíka stofnun. Hann, sem áður var kenndur við sitt hús býr nú bara á einhverju númeri, sem er alveg eins og öll önnur númer. Hann, sem áður var veitandi er nú orðinn þiggjandi. Hann, sem áður var sjálfum sér nógur gerir nú best í því að rugla ekki kerfið með neinni „sérvisku“. Það verður að vera markmið allra aðgerða á sviði öldrunarmála, að þær örvi einstaklinginn til sem mestrar sjálfs- megunar og um fram allt að vera hann sjálfur. Því þarf þjónusta samfélagsins við hann að miða að því, að hann geti búið að sínu sem lengst, sé það nógu gott að hans og annara mati og komið verði til móts við skerta getu hans með fjölbreyttri heimilisþjónustu, sem taki m.a. til húsverkahjálpar (viðhald eða útvegun hentugra húsnæðis), sálgæslu (prests eða leikmanns), bóka- og hljómbandamiðlun, ráðgjöf o.fl. Ástæða er til að nefna sérstaklega dagvistun, sem hin aldraði gæti sótt eftir þörfum og mætt þar þjónustuaðil- um, borið sig sjálfur eftir hjálpinni og félagsskap við annað fólk, Ýmis þessara verkefna henta fyrir einstaklinga og félög, sem gott vilja láta af sér leiða í þágu aldraðra, en mestu máli skiptir, að þjónustan verði aldrei að stofnunaraðgerð, held- ur verði alltaf persónuleg, því enginn hinna öldruðu svarar til neins staðals heldur er jafn sérstæður og fyrr en hann mátti sín. Að lokum þetta: Ör félagsleg og atvinnuleg þróun hefur skapað vandamál fyrir aldrað fólk, sem ekki voru til áður. Þau vandamál þarf að levsa. Að þeim verkefnum þarf hvert byggðarlag að snúa sér eftir sínum aðstæðum og öll verða þau að sameinast um stórátökin. En enginn, hvorki einstaklingur né nokkurt félag má í líking Þvrnirósar bíða prinsins heldur gera átak og minnast þess að í þessu efni er öllum bæði öldruðum og samfélaginu hollastur heimafeng- inn baggi. Jakob Hjálmarson Stein- steypa... Framhald af l.siðu. ALLT UNDIR STJÓRNVÖLDUM KOMIÐ Þá snéri Vestfirska fréttablaðið sér til umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar hér á ísafirði. Eiríks Bjarnasonar. og innti hann eftir því hvort ákvörðun hefði ver- ið tekin um hvort bjóða ætti út steypu á hraðbrautina. -Enginn slík ákvörðun hefur verið tekin ennþá. sagði Eirikur. Málið stendur og fellur með því hvaða ákvörðun stjórnvöld taka um framtíð Olíumalar h.f.. en það er eina fyrirtækið á landinu. sem á malbikunarstöð, sem hægt er að flytja með nokkurn veginn for- svaranlegum kostnaði hingað vest- ur á ísafjörð. Eiríkur sagði, að til álita hefði komið að steypa hraðbrautina og hefði Jón Þórðarson gert tilboð í steypuna. en samkvæmt útreikn- ingum Vegagerðarinnar var kostn- aðurinn við lagningu steypunnar of mikill. Á hinn bóginn hefði komið til greina, að Jón Þórðarson gerði tilboð með verktaka bæði í efni og útlagningu. Sagði Eiríkur. að ef það tilboð yrði hagstætt. væri ekki útilokað að hraðbrautin yrði steypt. Þá sagði Eiríkur: -Þetta hangir í rauninni allt á stjórnarmyndunarspýtunni. I fyrsta lagi er það framtíð Olíumal- ar h.f., sem er nokkuð afgerandi. og í þeim efnum er það einungis ný ríkisstjórn. sem tekið getur á- kvörðun. I öðru lagi eru þær verð- forsendur. sem lagðar voru til grundvallar við gerð vegaáætlun- ar. gjörsamlega brostnar vegna miklu meiri verðbólgu heldur en leyft var að reikna með. Nauðsyn- legt er því að það komi til ein- hverrar endurskoðunar vegaáætl- unar. Við teljum að það vanti fimm milljarða upp á, að þessi vegaáætlun, sem samþykkt var í fyrra, standist. Að auki segist Sig- hvatur Björgvinsson, fjármálaráð- herra, ætla að skera niður tvo og hálfan milljarð í sínu fjárlaga- frumvarpi til þessarar áætlunar. . Ég sé því ekki betur en þessi mál hangi öll í lausu lofti og ekkert hægt um þau að fullyrða á þessu stigi. sagði Eiríkur Bjarnason að lokum. etj- Hárgreiðslan HILDUR auglýsir Mánudaginn 4. febrúar opna ég hárgreiðslustofu að Sundstræti 26, í kjallara. Pantanir verða fyrst um-sinn teknar niður milli kl. 13:00 og 14:00 í síma 3921. Margrét Gestsdóttir. Hótel opnað Framhald al 1. síðu. notkun þau 22 herbergi. sem eftir eru. Á efstu hæðinni verður góð setustofa fyrir gesti og auk þess lítill funda- og samkomusalur fyrir bæjarbúa og aðra. Hugmyndin er að hótelið kaupi sjálft allt það efni. sem kaupa þarf í bygginguna og flytji inn eftir atvikum það sem flytja þarf inn. þ.a.m. eldhústæki, hreinlætistæki og annað þessháttar. í annað verð- ur aflað tilboða á innanlands- markaði. Reynt verður eftir megni að standa að þessum málum á sem allra hagkvæmasta hátt til að halda kostnaðinum niðri. Nú hefur að mestu leyti verið lokið við að einangra bygginguna og verið er að hlaða milliveggi. Tilboða var aflað í í milliveggja- steininn og fékkst hann á mjög hagstæðum kjörum. Kom hann frá Loftorku hf. í borgarnesi. en Sem- entsverksmiðjan átti hagstæðasta tilboðið í flutning hans hingað. Þá sagði Ólafur, að verktakinn Guðmundur Þengilsson hefði unnið að þessu verki af miklum dugnaði, en hann varð fyrir alvar- legu veikindaáfalli nýlega og hverfur því frá verkinu um stundarsakir. Fyrirhugað er að sonur Guðmundar, Jón Guð- mundsson, brúi bilið og stjórni framkvæmdum. þangað til Guð- mundur kemur aftur, sem væntan- lega verður í apríl eða maí. Loks sagði Ólafur Halldórsson, að ákvörðun um ráðningu hótelstjóra yrði tekin á vori komanda og myndi hann þá taka við rekstrin- um nú í haust. etj- Starfsmaður óskast á kvöldvakt Upplýsingar veitir Úlfar í síma 3166. ra HAMRABORG HF ORKUBÚ VESTFJARÐA Hafnarstræti 7—Pósthólf 12 400 ísafjörður Væntanlegir notendur fjarvarmaveitu athugið. Þeir sem ætla að láta tengja hús sín við veituna á næstunni eru beðnir að hafa samband við Orkubúið, mánudaginn 4. febrúar í síma 3099. ORKUBÚ VESTFJARÐA.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.