Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 7
I vestfirska rRETTABLAÐIÐ Busavígsla. HVERSU MARGIR MENNTASKÓLAR? —Ástæðan fyrir fækkuninni hér, bæði í skólanum og ekki síst heimavistinni, er tvímælalaust sú að upp hafa risið nýir skólar á sama stigi, fjölbrautaskólar og menntaskólar, hér og þar um land- ið á síðustu árum - á Akranesi, Egilsstöðum, Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum. Við höfum orð- ið þess greinilega vör hérna. að þessir skólar hafa beint og óbeint dregið frá okkur nemendur. Á því er enginn vafi. Það koma færri úr öðrum landshlutum en Vestfjörð- um hingað en áður var. Og það er að sjálfsögðu spurning, sem æðstu valdhafar í menntamálum mættu velta fyrir sér, hversu marga slíka skóla eigi að hafa í þessu fámenna þjóðfélagi. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir í þessum efnum. Ef skólarnir verða of litlir. þá verða þeir óhagkvæmir í rekstri. Ég segi ekki að Mennta- skólinn á ísafirði sé orðinn svo lítill að hann sé mjög óhagkvæmur í rekstri, en nemendum má helst ekki fækka miklu meira en orðið er. —Sækja vestfirskir náms- menn yfirleitt þennan skóla? —Mikill meirihluti þeirra gerir það. Raunar er meira en helming- ur nemenda skólans í vetur héðan af ísafirði. enda þótt aðeins þriðj- ungur Vestfirðinga búi á ísafirði. Ég hef m.a. orðið var við það að Patreksfirðingar fara talsvert í aðra skóla t.d. til Laugarvatns. Hér er þó vitanlega ekki um stóra hópa að ræða. Það hefur verið bent á það, að samgöngur á milli Patreks- fjarðar og ísafjarðar eru heldur ógreiðar. BÝST VIÐ AÐ HALDA ÁFRAM —Hefur þú gert þaö upp við þig hvort þú heldur áfram sem skólameistari hér eða ekki? —Ég var settur í stöðuna til eins árs, eins og venja er þegar um slíkar stöður er að ræða, og málinu verður því ráðið til lykta í vor eða sumar af ráðuneytinu. Ég reikna með því að sækjast eftir að halda stöðunni áfram. Almennt tel ég að mannaskipti í stöðum af þessu tagi eigi ekki að vera of ör. Auðvitað hafa einhverjir erfiðleikar orðið á vegi mínum í vetur við skólahald- ið, og verið getur að mér hafi ekki tekist að leysa úr þeim sem skyldi. En það kemur sem sagt í hlut ráðuneytisins að dæma um hæfni mína. —Ef þú berð saman þennan skóla og þann sem þú gekkst í sjálfur á Akureyri, hvað finnst þér þá að helst hafi breyst? —Það hefur ýmislegt breyst, t.d. afstaðan til námsins, eins og ég gat um fyrr. Ég held ekki að nú séu gerðar minni kröfur til nemend- anna. Það hefur hins vegar verið breytt um kennsluaðferðir í all- mörgum greinum. Yfirheyrslum í tímum hefur verið hætt að tals- verðu leyti, en hinsvegar er meira um það núna að nemendur séu látnir gera allstór verkefni heima. Þá hefur framburðarkennsla í tungumálum aukist. Þessar breyt- ingar hafa að ýmsu leyti verið til bóta. En það hefur margt breyst í þjóðfélaginu sjálfu, sem gerir að verkum, að erfitt er að bera menntaskólanám núna saman við það sem var fyrir nærri tuttugu árum, sagði Björn Teitsson skóla- meistari að lokum. etj.- SKATTAFRAMTÖL Tek að mér skattaframtöl fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Tryggvi Guðmundsson, lögfr. Hrannagötu 2, sími 3940 30%-60% afsláttur Herraföt Stakir jakkar Buxur Skyrtur Peysur Blússur Kjólar Þetta segir þó nokkuð um úrvalið, en betra er að sjá það með eigin augum! Verslunin (Ské Isafiröi Aöalstræti 24, sími 3103

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.