Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 6
vestíirska 6 Töluverð samvinna er á milli Menntaskólans á ísafirði og Iðn- og tækniskólans á ýmsum sviðum, t.d. stunda allmargir nemendur Menntaskólans val- greinanám sitt í Iðnskólanum og vera má að skólarnir efni til sameiginlegra tölvukaupa. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali Vestfirska fréttablaðsins við skólameistara Mf, Björn Teitsson, nýlega. Björn upplýsti ennfremur, að hann reiknaði með að sækjast eftir þvf að gegna áfram stöðu skólameist- ara, en eins og kunnugt er var hann settur í þetta embætti til eins árs. FJÖLBRAUT EKKI SÁLUHJÁLPARATRIÐI Við spurðum Björn fyrst að því hvað honum væri efst í huga eftir sex mánaða starf sitt við MÍ. —Ég kom hingað til ísafjarðar ókunnugur staðnum og með litlum fyrirvara, sagði Björn, og mér var Ijóst að ýmsir ísfirðingar hefðu til greina, ef húsnæðismálin breyttust. Og raunar eru miklar líkur á að húsnæðismál mennta- skólans breytist á næstu árum. þegar skólahús rís við hlið heima- vistarinnar á Torfnesi. Nú er vaxandi samvinna á milli Iðn- og tækniskólans annarsvegar og Menntaskólans hinsvegar. Þó nokkrir nemendur Menntaskólans stunda valgreinanám í Iðnskólan- um og margir iðnskólanemar búa í heimavist Menntaskólans. Við Valdimar Jónsson. skólastjóri Iðn- skólans, höfum talsvert oft sam- band okkar á milli. Skólarnir tveir munu t.d. að öllum líkindum efna til tölvukaupa í sameiningu. Að mínu viti mætti þessi samvinna aukast smám saman. Við höfum reiknað út. að það yrði ekki mikill beinn sparnaður að sameiningu eins og sakir standa. Iðnskólinn er að ýmsu leyti vel settur við hliðina á togararbryggjunni og bátaflotan- um niðri í Neðstakaupstað vegna skoðanaferða í vélarrúm og þess- háttar. Ýmislegt mælir með því að þessu eru hugsanlega ýmsar. Und- irbúningur í fyrra námi kann að hafa verið bágborinn, kannske hafa verið of létt próf upp úr grunnskólanum og því hafi of margir komist í gegn. Lágar jóla- prófseinkunnir geta líka stafað af of slakri kennslu hér í skóla eða of miklum kröfum kennara. og or- sakanna má jafnvel leita í ónógu vinnuframlagi nemendanna sjálfra og námsleiða þeirra. Ég hygg, að það sé ekki á þessu nein ein skýr- ing. —Er námsleiði áberandi í skólanum? —Það er erfitt að dæma um það. Ég held að hans gæti nokkuð og að hann hafi farið í vöxt á seinni árum. Ég hygg að lands- prófið hafi á sínum tíma gert meira gagn en oft var látið í veðri vaka. Það varð til þess að fólk. sem ekki hafði áhuga eða nægi- lega hæfileika til að stunda fram- haldsnám, fór ekki út í slíkt nám. Nú komast ýmsir nemendur í kunna i I. bekk menntaskóla. Það kunna t.a.m. að vera að verki einhverjar þjóðfélagsbreytingar. sem hafa þau áhrif að einkunnir verða lágar. Þessi mál eru öll mjög afstæð. Það leita á mann ýmsar spurningar í þessu sambandi. eins og t.d. hvort þetta bóklega nám hæfi nema ákveðnum hundraðs- hluta hvers aldursárgangs. Ég vil alls ekki að orð min verði skilin svo ég telji að þeir sem fara í bóklegt nám séu betri þjóðfélags- þegnar en aðrir. Afkoma þjóðfé- lagsins byggist vitanlega á því að allir þegnar þess vinni saman. Jafnframt verður þó ekki hjá því komist að viðurkenna, að flestir menn eru hæfari til eins heldur en til annars. Það eru til dæmis til þeir sem ekki geta farið til sjós vegna sjóveiki og þá verða þeir að vera í landi. Það er svo margt sem til greina kemur við val á ævi- starfi. Við verðum að forðast alla fordóma í þeim efnum en viður- kenna á hinn bóginn að verka- skiptingin í þjóðfélaginu er stað- rRETTABLASIÐ núna en áður að nemendur komi auga á tilganginn með náminu eða átti sig á því til hvers þeir eru yfirleitt í skólanum. Ég hygg, að það sé meira um það núna, að þeir séu séu að þessu vegna þess að það þykir sjálfsagt í fjölskyldunni að þeir taki stúdentspróf. En eins og ég sagði er erfitt að fullyrða nokk- uð til eða frá um þetta. Menntunin hefur líka breyst að því leyti að unga fólkið hefur ferðast meira en áður var og hefur því yfirleitt allvíðan sjóndeildarhring. —Hvernig er aösókn að skól- anum núna og hvernig nýtist heimavistin? —Núna um áramótin fækkaði ekki á heimavistinni. eins og venja er til um það leyti vetrar, heldur fjölgaði þar um einn eða tvo nem- endur. Annars hefur aðsóknin að heimavistinni og skólanum heldur minnkað. í fyrsta bekk er aðeins færra en i fyrra og sömuleiðis eru heldur færri nemendur á heima- vistinni. Nú um áramótin eru 17- 18 af 2ja manna herbergjum ein- Kemst á samrænd skipan framhaldsnáms á Vestfjörðum? Eðvarð T. Jónsson ræðir við Björn Teitsson, skólameistara M.í. heldur kosið að heimamaður, eða a.m.k. Vestfirðingur, hefði valist í þetta starf. Eins og menn vita sótti enginn um það héðan af Vest- fjörðum. Það er dálítið erfitt að koma að svona stofnun. sem mað- ur þekkir ekki áður, þótt maður hafi kynnst hliðstæðum stofnun- um áður. Það hljóta ávallt að koma upp einhverjir byrjunarörð- ugleikar. Mér er efst í huga þakk- læti til þeirra, sem hafa tekið mér vel, en það á við um alla starfs- menn skólans, kennara og nem- endur. Ég tel að velvild þessa fólks í minn garð sýni, að það vill skól- anum vel og veg hans sem mestan. —Telur þú að menntaskólinn eigi framtíð fyrir sér sem slíkur eða heppilegra sé að taka upp fjölbrautakerfið? —Á meðan ótvíræð skilyrði eru fyrir búsetu margs fólks hér á Vestfjarðasvæðinu, gjöful fiskimið hér fyrir utan og hagstæð lífsskil- yrði, þá verður hér blómleg byggð og tvímælalaust þörf á framhalds- skóla. Ég held að þessi þörf muni alls ekki fara minnkandi á næstu árum. Spurningin um það hvort sameina eigi Iðn- og tækniskólann og Menntaskólann í eina stofnun er að mínu viti ekki jafn brýn og sumir ætla. Ég held, að það sé ekkert sáluhjálparatriði að gera þetta, hins vegar mætti gera það, ef um það næðist fullt samkomu- lag og allir yrðu á þeirri skoðun að það væri heppilegt. Mér finnst að þetta ætti ekki að framkvæma nema heimamenn og skólamenn almennt væru því eindregið fylgj- andi. f öðrum landshlutum hefur þetta gengið þannig til, að þeir skólar sem stofnaðir hafa verið núna allra síðustu árin, hafa verið með fjölbrautasniði, og á sumum stöðum, eins og t.d. Akranesi og Sauðárkróki, hefur það í reynd sumpart verið framkvæmt með því að menntadeildum hefur verið bætt við iðnskólana á staðnum. Þetta hefur því borið öðruvísi að en yrði hér á ísafirði, ef skólarnir yrðu sameinaðir. Á Akureyri er menntaskóli frá fornu fari og iðn- skóli. Þessir skólar hafa ekki verið sameinaðir og ég hef ekki heyrt raddir um að það standi til. Að- stæður eru auðvitað aðrar hér en á Akureyri. Hér eru skólarnir fá- mennari og sameining kemur vel verklega kennslan sé höfð þar nið- urfrá. Það eru því ýmsar hliðar á þessu máli. En ég held sem sagt. að samvinnan á milli skólanna hafi aukist og farið batnandi núna á síðustu tímum. Þá er á döfinni að samræma skipan framhalds- skólanáms í ýmsum landshlutum. Þetta hefur þegar verið gert á samræmdan hátt á Austurlandi. og mjög svipað skipulag er að þróast á Norðurlandi og Vesturlandi. Til grundvallar þessu skipulagi er lagt svonefnt áfangakerfi, sem reynt var fyrst í Hamrahlíðarskólanum og síðar í fjölbrautaskólum suð- vestanlands. Austfirðingar og fleiri halda því fram, að þetta kerfi henti ekki síður úti um land. Að því má færa nokkur rök. en þá er áfangakerfið í nokkuð annarri mynd en t.d. í Hamrahlíðarskólan- um, sem allmargir kannast nú við. Þessi nýja mynd er kannske lítið frábrugðin núverandi bekkjakerfi, en gefur þó færi á samræmi milli skóla og samræmi í námsskrá og mundi slíkt auðvelda nemendum að flytjast milli skóla þannig að allt þeirra fyrra nám yrði metið. ÁRANGURS AÐ VÆNTA —Þessi umræða hefur nú borist hingað til Vestfjarða og á næstu mánuðum er að vænta einhvers árangurs í þessum málum. Á Aust- fjörðum taka þátt í samstarfinu hinn nýi menntaskóli á Egilsstöð- um, framhaldsdeildir við Eiða- skóla og við gagnfræðaskóla á Neskaupstað, Seyðisfirði og í Hornafirði og auk þess Iðnskólinn á Neskaupstað. Það hefur verið ráðinn sameiginlegur áfangastjóri fyrir allt Austurland og haldin er ein nemendaskrá fyrir þetta svæði. Þetta virðist vera gott fyrirkomu- lag og þessu væri hægt að koma á hér á Vestfjörðum. Þá yrðu í þessu kerfi skólarnir hér á ísafirði, Iðn- skólinn á Patreksfirði og fram- haldsdeildin á Núpi. LÁGAR JÓLAPRÓFSEINKUNNIR —Svo við vikjum að öðru, hvernig standa þeir nemendur að vfgi, sem hófu nám á s.l. hausti við Mí? Erfitt er að svara þessari spurn- ingu af eða á. Við höfum fengið árangur úr jólaprófum og hann var slakur í sumum greinum. eink- um stærðfræði. Ástæður fyrir gegnum grunnskólapróf með lél- egar framhaldseinkunnir og marg- ir þeirra virðast telja sér fært að stunda framhaldsnám. þótt svo sé naumiega eða ekki. Sumir koma ekki af eigin hvötum í mennta- skóla heldur vegna tilmæla for- eldra. Það sem gerist núna er ein- faldlega það, að þessir nemendur falla ári seinna en þeir hefðu gert ella og hafa þá misst úr heilt ár. sem þeir gætu líklega notað til nytsamlegri hluta. —Var slakað á inntökukröf- um í menntaskólana með niður- fellingu landsprófsins? —Eg held það megi segja það. Eins og ég sagði er þó erfitt að átta sig á ástæðum að baki lágra ein- reynd og það þarf mismunandi hæfni til að gegna hinum ýmsu störfum. ÖÐRUVÍSI UNDIRBÚNINGUR —Ef við víkjum aftur að undir- búningi nemenda þá held ég helst að nemendur séu ekki aðallega verr undirbúnir að ýmsu leyti en áður var. heldur líka öðruvísi und- irbúnir. Svo dæmi sé nefnt þá er enginn vafi á því að það er hægt að afla sér talsverðrar menntunar með því að horfa mikið á sjónvarp eins og fjöldi unglinga gerir. Hins- vegar aflar maður, sem les náms- bækurnar í stað þess að horfa á sjónvarp, sér annarskonar mennt- unar. Það er e.t.v. minna um það setin. Alls eru rúmlega 50 nem- endur á vistinni, en hún á að geta rúmað uppundir 80 manns. Þess ber að gæta að hluti vistarinnar er núna nýttur fyrir smiði, sem eru að vinna að nýja skólahúsinu, sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við Innkaupastofnun ríkisins. sem hef- ur yfirumsjón með framkvæmdum við nýbygginguna. Það er því varla hægt að segja að vistin sé vannýtt. Mötuneytið hefur gengið vel í vet- ur og verðlag þar er, eftir því sem ég best veit, það sama og í öðrum mötuneytum hliðstæðra skóla um þessar mundir, þrátt fyrir það að þetta mötuneyti sé eitt hið minnsta sinnar tegundar. Heimavistarhúsnæði Menntaskólans var fyrsta bygging skólans, sem reist var á Isafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.