Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 01.02.1980, Blaðsíða 3
vestfirska fRETTABLADID Fljúga oft aö öðrum frágengnum Flugfélagið Ernir fór 115 sjúkraflug á s.l. ári og flýgur oft eftir hádegi þegar áætlunarfélögin hafa sleppt flugi. Islandervél Ernir hf. á Patreksfjarðarflugvelli. Vegna ummæla Sverris Jóns- sonar, stöðvarstjóra á Reykja- víkurflugveili, í síðasta tölublaði Vestfirska um flug lítilla véla hér um ísafjarðarflugvöll eftir myrkur, sneri blaðið sér til Harðar Guðmundssonar for- stjóra Ernis og bar undir hann þessi ummæli stöðvarstjórans. —Það er ljóst að við fljúgum mikið á kvöldin og nóttunni. sagði Hörður. Á síðasta ári flugum við 115 sjúkraflug. Okkur er hinsvegar heimilt að ferja vélarnar heim aft- ur án farþega og lenda eftir þann tíma, sem tiltekinn er í reglugerð Loftferðaeftirlitsins. Það er kannske út af þessu flugi. sem menn halda við séum á ferðinni allan sólarhringinn. —Okkur er það einnig Ijóst. hélt Hörður áfram, að aðilar í Reykja- vík reyna að túlka það fyrir öðrum að þetta sé glæfraflug hjá okkur. en við viljum fyrirbyggja allan slíkan misskilning. Ég get nefnt sem dæmi daginn í dag (föstudag 17. jan.), að Arnarflug hætti við áætlun bæði á Holt og til Suður- eyrar fyrir hádegi. en við flugum á báða þessa staði og sömuleiðis á Bíldudal, Þingeyri og jafnvel til Reykjavíkur eftir kl. 1.30 í dag í ágætis veðri. Fólk er auðvitað undrandi á því hvernig okkur tekst að fljúga. þegar hin flugfélögin hætta við flug, og spyr hvort við séum einhverjir bölvaðir glannar. Ástæðan er sem sagt sú, að oft er hægt að fljúga eftir hádegi. þótt ófært sé fram að þeim tíma. Þetta er að sjálfsögðu allt í lagi fyrir okkur - við höfum flug út á slóða- skapinn í hinum flugfélögunum. sem sleppa áætlun þótt birt hafi upp. en tala þess í stað um glanna- flugið hjá okkur. ÖRYGGISSJÓNARMIÐ RÁÐA EKKI Hálfdán ingólfsson. flugmaður hjá Ernir h.f.. taldi í viðtali við Vestfirska, að sú regla, sem Sverrir Jónsson, stöðvarstjóri, vitnaði í, hefði ekki verið samin með örygg- issjónarmið í huga, heldur hafi þar verið dreginn taumur áætlunar- flugfélaganna. Rökstuddi Hálfdán þessa skoðun sína með því. að i þessari reglugerð eru taldir upp þeir vellir. sem einna helst er flog- ið á. en það eru ólýstir vellir. sem Fí notar og ólýstir vellir. sem Vængir flugu á á sínum tíma. en Arnarflug núna. Reglugerð Loft- ferðaeftirlitsins útilokar flug á þessa velli seinna en 45 mínútum fyrir sólarlag. Á hinn bóginn eru litlu vellirnir. t.d. flugvöllurinn við Reykjanesskóla. sem eru margfalt hættulegri. ekki nefndir á nafn í þessari reglugerð, þannig að ekk- ert bannar að flogið sé á þá alveg fram í svarta myrkur eins og Hálf- dán komst að orði. Sagði hann. að hægt væri að telja upp fjölda valla, sem væru miklu verri en I ísafjarðarflugvöllur. en ekki eru taldir upp í reglugerðinni. -—Það er því alveg ljóst. sagði Hálfdán. að það eru ekki öryggis- sjónarmið. sem hafa ráðið þessari reglu. heldur eitthvað annað. Hálfdán stuðfesti einnig. að þegar flugvélar Ernis h.f. lenda eftir myrkur á vellinum hér á Isafirði. séu þær yfirleitt að koma úr sjúkraflugi eða ferjuflugi. en hi nsvegar vildu flugmenn Ernis h.f. halda því fram að sjúkraflugi sé ekki lokið fyrr en læknir og vél eru komin aftur á sama stað. en um það væru reyndar skiptar skoðan- ir. Hálfdán ræddi síðan um stopult flug FÍ hingað til ísafjarðar og sagði m.a.: —Ég tel að það séu óheilindi hjá starfsmönnum FÍ fyrir sunnan. þegar þeir segja. að ekki sé hægt að fljúga vegna veðurs. Ástæðan er iðulega sú að þeir hafa ekki vélar. eins og t.d. núna í janúar. þegar tvær flugvélar voru úr um- ferð um stundasakir. í því tilviki er eðlilegt. að þeir geti ekki sinnt flugi með sama hætti og áður. En þá er líka eðlilegra að segja hrein- lega að vélar vanti. Þeir vilja held- ur ekki samkeppni og gera hvað þeir geta til að hindra. að aðrar vélar taki þá farþega. sem orðið hafa strandaglópar vegna frestun- ar á flugi hjá þeim. því að meiri- hluti farþeganna fer yfirleitt með þeim næsta dag. þótt alltaf hætti einhverjir við vegna þess að for- sendan fyrir ferð þeirra er brostin. etj,- Reynir Adólfssön, umdæmisstjóri: Það er einsýnt á skrifum þessum að sú ákvörðun Flug- Nítján flug- dagar í nóvember Reynir Adólfsson. Er unnt að skapa skilyrði í tilefni skrifa sem urðu f síð- asta blaði um flugsamgöngur til og frá Vestfjörðum og þátt Flug- leiða í þeim, þykir mér rétt að fjalla iítillega um þessi mál. í síðasta tölublaði Vestfirska var fjallað um stoputt flug Fí á ísafjörð undanfarna mánuði og kom fram í þeirri frétt, að aðeins höfðu verið níu flugdagar í nó- vember. Þetta er rangt - flug- dagar í nóvember voru alls nítj- án. leiða fyrir um það bil 3 árum, að nota Þingeyrarflugvöll til að koma farþegum á milli ísafjarð- ar og Reykjavíkur í þeim tilfell- um þegar veður hamlar flugi á ísafirði sé tilefni þessara skrifa. Á skrifstofu flugvallarstjóra á fsafjarðarflugvelli fengum við þær upplýsingar, að í október hefðu flugdagar verið alls 26. i desember voru þeir 14 og það sem af er janúar (28. janúar) 19 dagar. Þess ber að geta að í desember liggur allt flug niðri á jóladag. Sömuleið- is féll allt flug niður á nýjársdag að venju. Það má öllum vera Ijóst, sem til þekkja, að vegna legu Isa- fjarðarflugvallar þá eru nokkuð strangar öryggiskröfur gerðar til hans, sérstaklega í sunnan og suðaustanátt. Það hefur það í för með sér, að í veðurfari eins og veriö hefur hér í vetur, þá hefur óvenju oft orðið ófaert fyrir flu g af þeim sökum. til næturflugs á ísafjörð? Þingeyrarflugvöllur hins vegar liggur vel við suðaustanátt og því eðlilegt að nota hann í þeim tilfell- um þegar það er hægt. Hafa verður í huga þegar þessi mál eru rædd að ferðin til Þing- eyrar tekur um það bil 2 stundir fyrir fullhlaðna rútu því er það að ákvörðun um flug á Þingeyri þarf helst að taka 3 tímum áður en vélin á að lenda þar, jafnframt verður að hafa í huga sérstaklega að vetri tii, að færð á heiðum sé það góð að öruggt sé að bílarnir komist fram ogjil baka. Við höf- um talið það megin skyldu okkar gagnvart farþegum sem viljað hafa ferðast á þennan hátt að þeir gætu treyst því að lenda ekki í erfiðleik- um á leiðinni milli ísafjarðar og Þingeyrar. Nokkuð var rætt um minni vél- ar en Fokker Friendship og sagt að þær gætu flogið I myrkri á Isafjarðarflugvöll. Það vekur furðu að þetta álit skuli koma frani þegar verið er að ræða áætl- unarflug til ísafjarðar. Það er al- gjörlega óheimilt að fljúga áætlun- arflug hingað í myrkri og vísast til reglugerðar þar að lútandi. Hvað viðkemur því atriði, hvort minni vélar, svo sem Twin Otter, gætu lent hér í meiri hliðarvindi, t.d. í suðaustanátt. þá er því til að svara, að þetta er og hefur verið í athugun hjá Flugfélagi Norður- lands, en það hefur haldið uppi áætlunarflugi milli Isafjarðar og Akureyrar s.l. fjögur ár. Telur Sig- urður Aðalsteinsson, flugstjóri. að litlar vélar breyti ekki þeim tak- mörkunum, sem i gildi eru. nema að óverulegu leyti. Ég hef hér að framan drepið lítillega á þau mál sem mest voru í umræðu í síðasta blaði og ég fagna því að þessi mál skuli fá rúm í umræðum manna á milli. Ég von- ast hins vegar til þess að menn ræði þetta á þann hátt að reyna að finna lausn á þessu vandamáli en deili ekki aðeins um það hvort þessi eða hin lausnin sé betri við núverandi aðstæður. ísafjörður er sá staður sem á við samgönguvandamál að stríða. því verður að teljast eðlilegt að um- ræðurnar beinist fyrst og fremst að fsafjarðarflugvelli. Ég tel réttast. að Flugmálastjórn léti kanna nú þegar hvort ekki séu möguleikar á því að lýsa upp hluta Skutulsfjarð- ar. ásamt því að setja upp brautar- Ijós þannig að möguleikar skapist fyrir næturflug við góð veðurskil- yrði þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Það er fyrst eftir að slík könnun hefur farið fram að hægt er að snúa sér að framtíðarstefnu- mótun i samgöngumálum ísfirð- inga. Reynir Adólfsson umdæmisstjóri. FASTEIGNA VIÐSKIPTI Mjallargata 6, norðurendi, 2x45 - 50 fm. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og baö. Niðri er eldhús og stofa. 56 fm. hlaðinn bíl- skúr fylgir. Eignin er laus um miðjan júní. Smiðjugata 8, 2ja her- bergja íbúð í gömlu timbur- húsi ásamt litlum bílskúr úr timbri. Eignin er laus. Verð aðeins kr. 5.000.000. Hafraholt 28, rúmlega fok- helt raðhús. Túngata 18, falleg 2ja her- bergja íbúð ájarðhæð. Eyrargata 6, vönduð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Laus 1. júní n.k. Mánagata 5, 4ra herbergja íbúð á efri hæð í stein- steyptu tvíbýlishúsi. Holtabrún 16, Bolungarvík, 4ra herbergja íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Traðarland 4, Bolungarvík, byggingarframkvæmdir að 142 fm. einbýlishúsi. Sökkl- ar eru steyptir og grunnur uppfylltur. Talsvert af timbri fylgir. Einnig geta allar teikningar fylgt. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 Til sölu Mini árg. 1974, ekinn 78 þús. km. Sportsæti, sport- mælaborð, sportfelgur. Allt útlit í sérflokki. Sími3592 Óskast til leigu Óska að leigja (búð á ísafirði í skiptum fyrir íbúð á Akranesi Upplýsingar í síma 93 - 2878 Hef til leigu [búð til leigu Vil leigja 3ja herb. íbúð í fjóra mánuði Upplýsingar í síma 4154 Vil selja Til sölu Fischer CUT 70 skíði 160 cm. Lítið notuð. Uppl. í síma 3026 Óska að leigja 2ja herbergja íbúð á ísafirði Upplýsingar í síma 4239 Óska eftir Óska eftir að kaupa Skíðaskó nr. 28 Upplýsingar í síma 3840

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.