Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 2
vestfirska I rHETTABlADID vestfirsl ka FRETTABL ADZS Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamenn: Eðvarð T. Jónsson Elísabet Þorgeirsdóttir Prentun: Prentstofan Isrún hf., ísafirði. Á öðrum stað í blaðinu í dag er sagt frá frumvarpi til laga, sem fjórir alþingismenn landsbyggðarinnar hafa lagt fram á Alþingi, um niðurgreiðslu á oiíu til upphitunar húsa. Það er ekki vonum fyrr, að þetta mál er tekið upp á Alþingi, en undanfarin sjö ár hefur kostnaðurinn við að hita upp húsnæði með þessum rándýra erlenda orkugjafa verið þeim landsmönnum, sem búa á olíukyntu svæðunum næsta óbærilegur, þótt á síðasta ári hafi fyrst verulega tekið stein- inn úr í þessu efni. Það er vert að benda sérstaklega á það sem fram kemur í greinargerð með frumvarpi þessu um mismun á kyndingarkostnaði á hitaveitu- svæði og á svæði þar sem hitað er upp með gasolíu. í athugunum Fjórðungssambands Vest- firðinga, sem stuðst var við þegar frumvarpið var samið kemur fram að miðað við verðlag og kaupgjald 21. des. 1979 tekur það verkamann í fiskvinnu, miðað við 8 stunda vinnudag, 14,8 vikur á ári að vinna fyrir upphitun fbúðarhús- næðis síns með olíu, miðað við meðalnotkun 4.12 manna fjölskyldu á ísafirði. Miðað við sama tíma, 21. des. sl. myndi sami maður, bvggi hann á orkuveitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur, vinna fyrir hitunarkostnaði sömu fjölskvldu á tveimur vikum. SVO EINFALT ER DÆMIÐ ÞÓ EKKI Þegar þessar athuganir voru gerðar hjá Fjórð- ungssambandinu, þá var olíustyrkur olíukaup- andans að sjálfsögðu dreginn frá kostnaði hans. En þá kemur að öðrum þætti málsins, scm eru þau opinberu gjöld, sem olíukaupandinn verður að greiða af þeim tekjum, sem hann þarf að afla umfram hinn, með aukavinnu að sjálfsögðu, til þess að geta staðið straum af kyndikostnaði sínum. ErFitt er að reikna það dæmi til hlítar og þá strit það og líkamlegt slit, sem fylgir því vinnuá- lagi, sem þessi aukavinna hefur í för með sér. VAR VESTMANNAEYJAGOSIÐ VERRA? Sá sem þetta ritar er ekki svo leikinn í meðferð talna að hann treysti sér til þess að Sáereldurínn heitastur er á sjálfum brennur reikna dæmið, en það væri ef til vdl vert að einhver gerði það. En ljóst er að þær búsifjar, sem olíuverðhækkanir undanfarinna sjö ára hafa valdið eru svo gífurlegar að til einskis er að jafna, nema nátturúhamfara eða annarra stóráfalla, sem nú orðið þykir sjálfsagt að hið opinbera bæti þolendum þegar í stað. STÓRKOSTLEG HÆTTA Á BYGGÐARÖSKUN Úr greinargerð: „En hér er ekki einungis um sanngirnismál að ræða, heldur hagsmunamál þjóðarheildarinnar. Ef ekki er skjótt við brugðið, vofir yfir brottflutningur fólks frá olíuhitunar- svæðunum og stórfelld byggðarröskun í landinu öllum til ómælanlegs tjóns.“ Mikið rétt. Húshitunarmisréttið eitt gefur ærna ástæðu til að óttast fólksflótta frá lands- byggðinni, en þar kemur margt fleira til. Við höfum áður bent á nokkur atriði hér í blaðinu, sem benda til þess að hér er mikil hætta á ferðum. Má m.a. þar til nefna öryggisleysi vegna ónógrar heilbrigðisþjónustu víða í hinum dreifðu byggðum, seinagang í opinberum framkvæmd- um, fjárhagsbyrgðar vegna flutningskostnaðar á nauðsynjavörum úr þéttbýlinu, hærri byggingar- kostnað, símaokur, húsnæðisskort, víða lélegt neysluvatn, aukakostnað við skólagöngu ung- menna. Þannig mætti áfram lengur telja, en ráðamönnum sem fjalla um þessi mál er þetta allt ljóst og margt fleira. EIGI VELDUR SA ER VARIR Baráttan fyrir tilveru o g viðgangi landsbyggð- arinnar er aðallega í höndum sveitarstjórnar- manna, alþingismanna og starfsmanna þeirra. Aðrir reyna að sjálfsögðu að leggja hönd á plóginn, en allt veltur á frumkvæði og forystu kjörinna fulltrúa fólksins. Það hefur ekki farið framhjá þeim, er um þessi viðkvæmu mál hafa fjallað á opinberum vettvangi að a.m.k. sumum sveitarstjórnarmönnum finnst að farið sé óvar- lega með suma þætti þeirra og mætti ýmislegt kyrrt liggja. Við hjá Vestfirska fréttablaðinu erum á annarri skoðun. Við teljum það hlutverk okkar og skyldu að draga fram og benda á þau atriði, sem okkur þykir að betur megi fara. ÞÉTT SAMSTAÐA DREIFBÝLINGA NAUÐSYNLEG Vissulega er hér við ramman reip að' draga og forvígsmönnum landsbyggðarinnar er mikið og erfitt hlutverk ætlað að jafna aðstöðumun þétt- býlis og dreifbýlis. En beri þessir menn gæfu til að snúa bökum saman og einbeittir takast á við vandamálin, þá er einmitt nú betra tækifæri til að ná stórkostlegum árangri en oft áður. At- vinnulegri uppbyggingu, einkum í sjávarplássum er víðast mjög vel á veg komið og stöðug og næg atvinna er víðast og þótt stór vandamál bíði úrlausnar þá er ekki víst að áður hafi gefist betri tækifæri en nú um þessar mundir til þess að rétta hlut dreifbýlisins verulega. ERNIR ÍSAFIROI H F Símar 3698 og 3898 Bflaleiga JEPPAR FÓLKSBÍLAR SKUTBÍLAR Sérstakt vikugjald til feröalaga, óháð því hve langt er ekið HAFIÐ SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA Á ÍSAFJARÐARFLUGVELLI — SÍMAR 3698 OG 3898 14,8 viknavinna fyrirhúshitun Framhald af bls. 1 olíuverð l. júlí 1973. Þann I. niars 1979 þurfti hann að greiða 11.5 vikna dagvinnulaun miðað við kaupgjald og gasolíuverð að frá- dregnum olíustyrk. Tæpum níu manuðum síðar, 21. des. 1979, þurfti hann að greiða 14.8 vikna dagvinnulaun fyrir ársupphitun miðað við kaupgjald og gasolíu- verð að frádregnum olíustyrk. Til- svarandi hlutfallstölur af árslaun- um fyrir dagvinnu eru þessar: 1. júlí 1973 15.4%, 1. mars 1979 22.1% og 21. desember 1979 28.5%. 1 athugunum kemur í ljós, að hefði olíunotandi með fyrrgreint kaup og vinnutíma átt þess kost að kaupa tilvarandi orku í heitu vatni á verðlagi, sem gilti hjá Hitaveitu Reykjavíkur á tilgreindum við- miðunartímum. hefðu 3.5 vikna dagvinnulaun nægt fyrir ársnotk- un miðað við 1. júlí 1973, 2.5 vikna laun miðað við I. mars 1979 og 2 vikna laun miðað við 21. desember 1979. Samkvæmt framansögðu kostar upphitun á ísafirði meira en til- svarandi orka í heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur, sem þessu nemur: Miðað við verðlag 1. júlí 1973 4.5 vinnuvikur eða 8.7% af árslaunum. Miðað við verðlag 1. mars 1979 9 vinnuvikur eða 17.3% af árslaunum og miðað við verðlag 21. desember 1979 12.8 vinnuvikur eða 24.6% af árslaunum verka- manns í fiskvinnu miðað við 40 stunda vinnuviku. Er þá búið að draga frá olíustyrk eins og hánn var á þeim tíma, sem um hann var að ræða. I greinargerð frumvarpsins er einnig dreginn fram sá mismunur. sem er á upphitunarkostnaði á Isafirði borið saman við ráðstöf- unartekjur þeirra. sem nota olíu til upphitunar. Þá sést, að miðað við verð á gasolíu 1. júlí 1973 hefur olíukostnaður numið 5.69Í' af ráð- stöfunartekjum. en hefði verið 2.5%, ef tilsvarandi orka hefði ^fengist á verði, er gilti á sama tíma *hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Miðað við gasolíuverð I. mars 1979, að frádregnum olíustyrk, voru tilsvar- andi hlutföll 10% og 2.1.%, en miðað við gasolíuverð 21. des. 1979. að frádregnum olíustyrk. voru hlutföllin 18.2% og 2.5%, af ráðstöfunartekjum. NIÐURGREIÐSLAN NEMI 59% Áætlaður kostnaður við hitun 450 rúmmetra einbýlishúss er nú 978 þús. kr. á ári, ef kynnt er með olíu. Ef fjögurra manna fjölskylda býr í húsinu fengi hún kr. 288 þús. í olíustyrk á ári. Raunverulegur kyndingarkostnaður er því 690 þús. kr. á ári og nemur niður- greiðslan þá 29.5% af olíuverði. I frumvarpi fjórmenninganna felst á hinn bóginn. að niður- greiðsla á verði olíu til húshitunar verði 59%. Þetta þýðir að í fyrr- greindu dæmi verður olíustyrkur- inn á ári 576 þús. kr. í stað 288 þús. kr„ þ.e. styrkurinn tvöfaldast. Raunverulegur kyndingarkostnað- ur verður 402 þús. kr. í stað 690 þús. kr. og nemur lækkunin 50%. I greinargerð frumvarpsins seg- ir, að þessir útreikningar séu mið- aðir við ástandið í dag. en sam- kvæmt ákvæðum frumvarpsins verða sjálfvirkar breytingar á upp- hæð niðurgreiðslunnar. sem fylgj'a breytingum á verði olíu og gjald- skrám hitaveitna. sem hafa jarð- varma að orkugjafa. Þetta felst í viðmiðunarreglu þeirri, sem kveð- ið er á um í 1. málsgrein 2. greinar frumvarpsins, en hún hljóðar svo: „Verð olíu skal greitt niður sem nægir til að olíukostnaður við kyndingu húsa verði eigi hærri en sem nemur 2.5-földu vegnu með- alverði hjá hitaveitum landsins, sem hafa jarðvarma að orku- gjafa.... Skal hið vegna meðaltal reiknað út fjórum sinnum á ári. og verði þá jafnframt tekið tillit til þeirra verðbreytinga. sem orðið hafa á olíu frá síðasta útreikningi. þegar ákveðin upphæð niður- greiðslna fram til næsta útreikn- ings. Framhald á bls. 8

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.