Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 6
6__________________ Kann enga skýringu Framhald af bls. 5 aftur í gamla farið. En á tímabili varð mjög mikil breyting á mjaðmarliðnum til hins betra. Ég var að öllu leyti Iiðlegri og átti betra með gang. FYRIR FULLRI KIRKJU Þegar allt var um garð gengið. fannst mér ég verða að borga Baker eitthvað fyrir þetta. en hann vildi það ekki og ég held að hann þiggi yfirleitt ekki peningargreiðsl- ur fyrir lækningar sínar. Hann sagði. að það eina sem hann vildi biðja mig um. væri að koma I kirkjuna um kvöldið með þessa skó mína og hann mundi þá segja fólkinu frá því sem gerst hafði. Hann tók það fram. að hann vildi að maðurinn minn kæmi með mér. Hann gerir lítið af því að fara i kirkju. en lét þó tilleiðast. Við sátum á fremsta bekknum og kirkjan var sneisafull af fólki. Ég held að ég gleymi því aldrei. þegar ég stóð upp og gekk fram að altarinu og síðan fram eftir kirkju- gólfinu og tilbaka aftur. Ég mu aldrei gleyma svipnum á andliti fólksins þetta kvöld. Það er ein- kennilegt. að margir höfðu ekki gert sér grein fyrir því hversu fötl- uð ég var fyrr en þeir sáu skóna mína. SLÆM ANDLEG LlÐAN Andleg líðan mín á eftir var afar slæm. Ég var alltaf í einhverri varnarstöðu gagnvart fólki og ég sagöi við Hvítasunnumennina. að hvað sem gerst hefði. yrði ég sama manneskjan og ég hefði alltaf ver- ið og mundi ekkert fara að breyta hátterni mínu úr þessu. Ég sæki kirkju fremur stopult. en ég er trúuð og hef innrætt börnunum mínum trú á Guð. En ég er þó á því. að svona hiutir geti gerst án þess að fólk sé sérstaklega trúað. Þegar Baker var í ísafjarðarkirkju komu fjölmargir til hans. meðal annars fílhraustir sjómenn og aðr- ir. sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. en flest þetta fólk virtist fá bót meina sinna. En hversu djúptæk eða varanleg hún er veit ég ekki. Það merkilega er. að margt af þessu fólki þjáðist af bakverk vegna styttingar á fæti. VILL FARA I MYNDATÖKU Fjöldi manns hefur komið að máli við mig vegna þessa atburðar og fólk hringdi í mig víða af landinu þegar þetta gerðist. m.a. frá Eskifirði. Þetta fréttist svona víða. Mest hringdi þetta fólk til að samgleðjast mér. Ég minnist atviks frá liðnu sumri. þegar gömul kona hitti mig á förnum vegi og bað mig þess lengstra orða, að mega sýna vinkonu sinni fótinn á mér og hvernig hann væri orðinn. Aðrir AUTOFISKER ALSJÁLFVIRKA FÆRARÚLLAN Fæst nú af tveimur geröum Tegund E - 14 SÉRSTAKLEGA HÖNNUÐ FYRIR ÍSLENSKA FISKIBÁTA Reynslan hefur sýnt að hún fer létt með að fiska meira Tegund L NÝ LÉTTBYGGÐ SJÁLFVIRK RÚLLA FYRIR MINNI BÁTA Hentug fyrir smábátaeigendur, sem vilja drýgja tekjurnar í helgarveiðiferð- um. AUTOFISKER færarúllurnar fást fyrir hvort heldur er, 12 eða 24 volta spennu. Sýnisrúllur fyrirliggjandi. Beinn innflutningur kaupenda frá framleiðanda. RÚLLUR TIL AFGREIÐSLU FYRIR VORVERTÍÐ Einkaumboð: Júlíus Helgason í Neista, sími 3112 og 3416. I vestfirska I FRETTABLADID spurðu mig hvort ég væri svo heimsk að trúa því að maðurinn hefði sett i mig bein. Ég sagði. að svo væri vitanlega ekki. heldur hefði einhver breyting orðið á mjaðmarliðnum, en hvers eðlis hún er veit ég ekki. Ýmsir hafa lagt að mér að fara í myndatöku og mig hefur alltaf langað til þess sjálfri. en það er margra mánaða bið eftir slíku. En það eru til röntgen-myndir af mjaðmarliðn- um frá árunum I975 og 1978. svo það væri hægt að fá góðan saman- burð á þessu, ef læknar kærðu sig um. en þeir hafa ekki sýnt því neinn áhuga. FÆRI TÆPAST AFTUR Ef Baker kæmi hingað aftur. þá er ég beggja blands um hvort ég myndi leita til hans á ný. Mér hefur öðrum þræði fundist, að ég ætti ekki að koma nálægt þessu framar vegna þess hve lengi ég var að ná andlegu jafnvægi eftir þetta. Ég var þannig um tíma. að ég vildi helst ekki fara út úr dyrum og langaði mest af öllu til að laumast með veggjum. En þetta jafnaði sig allt og ég finn ekkert fyrir þessu núna. Eins og ég sagði áðan er eins og fóturinn sé farinn að dragast sam- an aftur og ég er á báðum áttum um hvort ég á að fara aftur í hækkaðan skó. en ég gæti trúað því að það yrði endirinn. Hvernig svo sem það fer. er enginn vafi á því að þarna gerðist einkennilegur atburður. sem eng- inn getur skýrt. Ég hef stundum velt því fyrir mér hversvegna þetta kom fyrir mig. Kannske var tími til kominn að þetta gerðist eða kannske mað- ur hafi verið búinn að leggja inn fyrir því. ég veit það ekki. En ég hef alveg haldið jafnvæginu og ekki orðið ..kristnari" fyrir bragðið eða lagt meiri stund á Biblíulestur. Og síst af öllu vildi ég nota atvik sem þetta til að halda uppi áróðri fyrir trúnni. Hún hlýtur að verða að byggjast á einhverju öðru en ytri undrum af þessu tagi. Því ég held að ég hljóti að hafa verið læknuð sem sú manneskja. sem ég er sjálf. en ekki i verðlaunaskyni fyrir trú mína eða til að koma af stað einhverri stefnubreytingu á henni. etj,- Óska aö leigja Ung hjón með tvö börn vantar íbúð, 3ja til 4ra her- bergja á Isafirði. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 91- 10184 ORKUBÚ VESTFJAROA Hafnarstræti 7—Pósthólf 220 400 ísafjörður Auglýsing ORKUBÚ VESTFJARÐA óskar eftir til- boðum í eftirtaldar bifreiðar: 1-1362 Yfirbyggður DODGE W 200, árg. 1971 staðsetturá Þingeyri. í-1609 Land Rover D., árg. 1972 staðsettur á Flateyri í-2247 Ford Bronco, árg., 1974 staðsettur á ísafirði Tilboðum skal skilað, greinilega merkt- um, á skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Hafnarstræti 7, ísafirði, fyrir 29. febrú- ar, 1980. Orkubú Vestfjarða áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Orkubúsins, og hjá umboðsmönnum þess á viðkomandi stöðum. fsafirði, 12. febrúar, 1980. ORKUBÚ VESTFJARÐA Aðalfundur Vélsmiðjunar Þór hf. ísafirði. Aðalfundur Vélsmiðjunar Þór hf, ísafirði, verður haldinn í skrifstofu félagsins laugardaginn þann 1. mars ki. 14.00 DAGSKRÁ SAMKVÆMT FÉLAGSLÖGUM ísafirði 12. febrúar 1980 Stjórninn Bílaleiga Borgarbílasalan s.f. Grensásvegi 11 — Reykjavík Grensásvegi 11. Sími: 37688 Heimasímar: 77688 — 22434 Leigjum út: Lada Topaz — Lada Niva sport Galant Station - Volkswagen Þér takið við bílnum á flugafgreiðslu við komu til Reykjavíkur og skiljið hann eftir þar, þegar þér farið aftur Símar 83085 — 83150 Eftir lokun: 77688 — 22434 Opið alla daga frá kl. 9.“—19.“ nema sunnudaga. Það er ódýrast að leigja bíl hjá okkur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.