Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 3
vestíirska rRETTABL y 3 Guðjón Höskuldsson, gönguþjálfari: Hugleiöingar um heilsuna A öld tækni og velmegunar, hefur það gerst að líkamleg á- reynsla manna hefur minnkað til muna. Af því leiðir óhjákvæmi- lega að þrek manna minnkar og þeir verða móttækilegri fyrir ýms- um kvillum og umferðasjúkdóm- um sem sitja um að gera okkur lífið leitt. Ónóg hreyfing veldur ennfrem- ur því að vöðvar slappast og rýrnra og umframfita sest á líkamann. Ekki þarf að fjölyrða um þá hættu sem offita getur leitt af sér. en sem dæmi, getur hún birst í líki vanlíð- unar, hjartaáfalla og kransæða- stíflu svo eitthvað sé nefnt. En hvernig getum við fyrirbyggt að þessi vágestur nái tökum á okkur? Við skulum taka til athug- unar ýmislegt sem sérfræðingar hafa um þetta að segja: Til eru þeir sem telja vinnuna allra meina bót, og víst er um það að vinnan er góð svo langt sem hún nær. En er það ekki eins með vinnuna og annað, að allt er best i hófi? Þá staðreynd þekkjum við öll að líkamlegt erfiði við vinnu er til muna minna en áður gerðist og er ekki nema gott eitt um það að segja. Þó fara mjög margir fslend- ingar ekki varhluta af of mikilli vinnu.. Hæfileg og fjölbreytileg vinna virkar auðvitað jákvætt á líkama og sál, en til þess að við- halda líkamsatgerfinu eða byggja það upp og til þess að losna við yfirvigtina, nægir ekki sú einhæfa hreyfing sem við fáum út úr all- flestum atvinnugreinum að slepptu öllu tali um vöðvabólgur, gigt og annað slíkt. Aðrir ráðleggja megrunarkúra og eru þeir í dag vinsælir ekki hvað síst hjá kvenfólkinu. Ekki þarf að álita það neitt slæmt þó fólk bregði sér í „kúr“ til að losna við kílóin og bæta heilsuna. En megrunarkúrar geta verið vara- samir ef þeir eru ekki fram- kvæmdir með gætni. Megrunarkúrar eru margskonar og misjafnlega upp byggðir. í sumum er lögð rík áhersla á svelti eða því sem næst í mislang- an tíma. í öðrum er meiri áhersla lögð á mataræðið. Það sem hefur valdið byltingu síðustu misserin hvað íþróttaafrek snertir, eru hvorki pillur né hormónalyf. held- ur rétt mataræði s.b. hinn mikli framgangur Norskra skíðagöngu- manna. Og sjálf Biblían lætur ekki sitt eftir liggja, þvi hún talar ekki eingöngu um rétt mataræði. held- ur og um að „föstur" séu mikil heilsubót og eru margir sérfræð- ingar í dag því sammála. Báðar þessar aðferðir eiga því fullan rétt á sér ef þær eru framkvæmdar á réttan hátt og með varúð. En föstur og rétt mataræði er ekki nóg til að auka eða viðhalda líkamshreystinni. Því frumurdeyja og vöðvar rýnra þrátt fyrir það. Og margur maðurinn er hryggilega þreklítill þó ekki eigi hann endi- lega við of mikla þyngd að etja. Svo eru það þeir sem benda á íþróttir sem allsherjar lausn á lík- amlegri vanlíðan. Víst er um það að góð og rétt hreyfing er gulls i gildi. En einnig verðum við að hafa vit fyrir okkur. því margur hefur ofboðið heilsunni við í- þróttaiðkanir. Eru þá allar íþróttir jafn góðar til að bæta heilsuna? Nei alls ekki. íþróttir hafa misjafn- lega góð áhrif á líkamann og heils- una. Flestir íþróttaþjálfarar og læknar og margir íþróttamenn þekkja þá staðreynd að þolæfingar og þolíþróttir eru besta heilsubótin ásamt réttu mataræði. Til þess að grennast við hreyfinguna þarf að myndast bruni í líkamanum sem veldur svita. Þar af leiðandi þarf álagið að vera nokkuð mikið í nokkuð langan tíma. Fer auðvitað eftir líkamlegu ásigkomulagi hvers og eins. Þá komum við aftur að þolþjálfuninni, en það geta verið t.d. fjallgöngur. langhlaup. hjól- reiðar, sund, skokk og skíðaganga. Eftir þessa upptalningu vil ég leyfa mér að vitna í orð þýska prófess- orsins Hannelore Pilss-Samek, en hún er íþrótta og fimleikakennari að mennt og hefur m.a. gert athug- anir á áhrifum íþrótta og útivistar á mannslíkamann. „LÆKNAR SEGJA: Skíðaganga, ásamt fjallgöngu og skokki telst heilsusamlegasta í- Á síðari árum hafa alsjálfvirkar norskar handæfrarúllur af gerð- inni Autofisker rutt sér til rúms meðal íslenskra sjómanna og þykja einkar hentugar. Margir sjó- menn staðhæfa. að betur fiskist á þær en gömlu rúlluar, einkum þar sem lóðningar eru góðar á dýptarmæla, í sílisfiski og þar sem fiskur er í torfum. Við höfðum samband við Halldór Hermannsson, skipstjóra, sem haft hefur þessar rúllur um borð í bát sínum síðustu tvö árin og inntum ha n eftir reynslu hans af þeim. —Það eru líklega um sex ár síðan Torfi Björnsson. skipstjóri á Erninum, fékk þessar rúllu fyrstur manna hér. sagði Halldór. Hún reyndist vel og var afkastamikil. Það kom í Ijós að í miklu fiskirí bera þær af, því að bæði eru þær alsjálfvirkar og auðvelt er að passa tvær rúllur af þessari gerð. íslensku rúllurnar eru góðar svo langt sem það nær, en það er ekki eins auðvelt að passa tvær slíkar rúllur. Autofiskerinn er fljótur að afgreiða fiskinn og reynslan hefur sýnt að þeir ba tar. sem hafa þessar rúllur hafa skarað fram úr. Við erum með fjórar rúllur af þessari gerð og teljum mjög gott að geta haft eina á mann og þá aðra íslenska á móti. því það er ágætt að passa Autofiskerinn og þróttin fyrir alla. bæði fyrir líkama og sál. Skyndikraftæfingar hjálpa ekki því þær aðeins íþyngja óþjálfuðu hjarta og blóðrás. heldur þörfn- umst við þolæfinga. Aðeins slíkar æfingar eru þess megnugar að vinna bug á líkamlegu getuleysi og stirðleika sem orsakast af hreyf- ingarleysi. Og þannig verða ekki aðeins vöðvar og liðamót aftur starfhæf. heldur eflast og styrkjast líka hjarta, lungu og blóðrás. ÍÞRÓTTAÞJÁLFARAR STAÐ- FESTA: Skíðaganga er besta þrekþajlf- unin að vetri til fyrir allar aðrar íþróttir. því að úthald. snerpa, jafnvægi og kraftur eru nauðsyn- leg fyrir allar íþróttir meira eða minna. Að áliti þjálfara telst skíðaganga einnig til þeirra íþrótta sem virka mjög jákvætt á fólk. Álit lækna, reynsla íþróttaþjálfara og vissa leikmannsins eru okkur nú kunn. Eftir hinum einföldu fullyrðing- um: „Lífið er hreyfing" og „sá sem iðkar leikfimi hefur meira út úr lífinu" kemur hin rökrétta við- bót: „Sá sem hreyfir sig úti undir beru lofti lifir lengur". Göngu- menn lifa lengur því þeir anda að sér súrefni í ríkum mæli árum saman. því þeir styrkja hjarta og blóðrás. því að þeir halda við teygjanleika vöðva og liðamóta og síðast en ekki síst. því þeir öðlast bjartsýni og opið geð frá útiver- unni í óskertri náttúru." Tilvitnun lýkur. eina íslenska með. Þær eru þrælsterkar og gaman að vinna með þeim, vel varðar fyrir sjógangi og öðru slíku. Við teljum þær henta vel íslenskri veðráttu. Þetta eru nokkuð dýr tæki, en við sem höfum þær getum helst ekki hugsað okkur að vera án þeirra. Þetta eru einu erlendu rúllurnar. sem hafa komist inn á íslenska markaðinn svo einhverju Fleiri sérfræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu og Hannelore og ættu því þessi orð að vera okkur hvatning og leiðbeining til hollrar og aukinnar hreyfingar. ERU ÍSLENDINGAR LATARI EN AÐRIR? Þessari spurningu hefur stund- um skotið upp í huga mér er ég hef brugðið mér á skíði einhvern góðviðrisdaginn og er það ekki einskorðað við ísafjörð. heldur er það víðast á landinu að biðraðir við lyftur eru nær endalausar en ekki nema sárafáir gangandi á skíðum. Hví skyldi skíðaganga eiga svo erfitt uppdráttar sem raun ber vitni. þó hún stöðugt vinni á. en í öðrum löndum má líkja uppgangi hennar við byltingu? Ýmsir hafa sagt við mig að ástæðan sé sú að skíðaganga sé svo leiðinleg íþrótt. En er ekki flest það leiðinlegt sem maður ekki kann eða nennir að leggja á sig að læra? Því skyldi öðrum þjóðum ekki finnast skíðgangan leiðinleg? Það skyldi þó ekki vera satt að fslendingurinn nenni helst ekki að hreyfa sig nú orðið án borgunnar. Það skal viðurkennast að til þess að ná góðum tökum á skíðagöngu verður að leggja nokkuð á sig. En þegar það erfiðasta er yfirstigið. þá er hún líka virkilega skemmtileg og eftir því skemmtilegri sem tæknin og þjálfunin eykst. En skíðaganga er íþrótt sem allir geta lært. G.H.H. nemi, ennþá a.m.k. Ágæt viðgerðarþjónusta er við þessar rúllur hér á ísafirði á'/:> Jósef Verharðsson. rafvirki annast. Autofiskerinn fæst í tveimur gerðum, E-14 sem er sérstaklega hönnuð fyrir ísl. fsikibáta og L. sem er ný léttbyggð rúlla fyrir minni báta. Rúllurnar fást með 12 og 24 volta spennu. Einkaumboð hefur Júlíus Helgason i Neista. Autofiskerínn hefiir reynst yel Frá Sundahöfn. FASTEIGNA VIÐSKIPTI Pólgata 6, 8 herbergja íbúð á 2. og 3. hæð. Á 2. hæð eru 4 svefnherbergi, sjón- varpshol, stofa, eldhús, þvottahús og bað. Á 3. hæð eru 3 herbergi. Bílskúr úr timbri fylgir. Fjarðarstræti 47, múrhúð- aö einbýlishús. Á 1. hæð eru eldhús, stofa, eitt her- bergi, bað og búr. í risi eru 3 svefnherbergi. Stór bíl- skúr úr timbri fylgir. Eignar- lóð. Mjallargata 6, norðurendi, 2x45-50 fm. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og bað. Niðri er eldhús og stofa. 56 fm. hlaðinn bíl- skúr fylgir. Eignin er laus um miðjan júní. Hafraholt 28, rúmlega fok- helt raðhús. Túngata 18, falleg tveggja herbergja íbúð á jarðhæð. Holtabrún 16, Bolungarvík, 4ra herbergja íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Traðarland 4, Bolungarvík, byggingarframkvæmdir aö 143 fm. einbýlishúsi. Sökkl- ar eru steyptir og grunnur uppfylltur. Talsvert af timbri fylgir. Einnig geta allar teikningar fylgt. ARNAR G. HINRIKSSON HDL. Aðalstræti 13 ísafirði Sími3214 Bílasala DAÐA Sími3806 utan vinnutíma BlLAR TIL SÖLU AudMOO LS 76 3.800 Austln Mini 77 2.400 Cortina 77 3.500 Datsun 1200 73 1.200 Ford Escourt 75 2.100 Fiat 132 GL 78 5.200 Flat 131 78 4.200 Mazda 818 74 2.000 Mazda 616 73 1.900 Mazda 616 75 2.600 Mazda 929 76 3.600 Plymouth Volare 76 Skiptl Peugot 504 75 3.800 Peugot 504 76 4.500 Saab 99 70 1.300 Volvo 244 GL 79 7.500 Volvo 245 75 5.000 Volvo 145 73 3.300 Volga 73 1.100 VW1300 Nývél 74 1.500 VW Sendll. 68 600 JEPPAR Ford Bronco 74 4.500 Ford Bronco 74 3.000 Blazer 74 4.900 Scout II 74 3.800 SKEMMTIBÁTAR Mótunarbátur 23 tet með Volvo dieselvél, dýptarmæli, spili, línu- rennu, lofotenlínu, áttavlta og tal- stöð. Verð kr. 8.000.000. Sport Flshermann 18 tet með Volvo Penta vél, vagn tylglr, verð kr. 4.500.000. Madeza 510 með 35 ha Chrysler. Verð 2.800.000. Fletcher með 75 ha. Chrysler, verð 1.800.000. Hef umboð fyrir Flugllsk skemmti- báta og Sterndrlve utanborðsdrlt. Vantar bfla á söluskrá. Skipaferöirtilísafjaröarog Q ix, Akureyrar alla mánudaga EIIVjSKiP HÁLFSMÁNAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HÚSAVÍKUR VÖRUMÓTTAKA í SUNDASKÁLA TIL KL.15 FÖSTUPAGA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.