Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 7
vestfirska rRETTABLASID Skíðaskóli Oddvars Brá og Ivars Formo TEXTI: KRISTEN KVELLO - TEIKNINGAR: ROAR HORGEN - UMSJÓN OG ÞÝÐING: GUÐJÓN HÖSKULDSSON. Gangiö í braut án stafa. Reynid aö renna á skíðunum milli skrefa. Gangiö létt og liðlega (óþvingaö) og látiö handleggina sveiflast fram og aftur. Þú ert fljótari aö þjálfa upp jafnvægió meö því aö ganga án stafa. Reynið að renna á öðru skíðinu, meðan hinn fóturi n er afslappaður. Effir því sem jafnvægiö eykst, skaltu reyna aö renna á öðru skíðinu í einu.'Þyngdin færist af ööru skíðinu yfir á hitt, þannig aö fæturnirfá hvíld á milli skrefa. Mikilvægasta hreyfingin sem skilar manni er spyrnan (ca 70%). Afgangurinn kemur frá staftakinu. Þú getur tekiö bæöi styttri og lengri skref. Beygja í ökla, hné og mjaömarliö og þrýsta skíðinu vel niður. Þetta gerirðu til aö fá betri festu. Þú þjálfar jafnvægiö mjög vel með því aö standa á ööru skíðinu. Finndu létta brekku og reyndu að renna þér niður á ööru skíðinu. Renndu þér til skiptis á hægra og vinstra skíði. Um smurningu Nokkur fróöleikur um smurningu gönguskíöa mun birtast í þessu blaði og hinum næstu, meö skíðaskól- anum. Mörgum kann aö virðast smurning gönguskíöa hin mesta ráögáta og á það atriði vafalítið stóran þátt í því aö aftra mönnum frá aö fá sér gönguskíði. Smurningin er svo veigamikill þáttur í iðkun skíöagöngu aö þeir sem leggja hana fyrir sig mega til meö að þekkja a.m.k. einföldustu atriði. Grátlegt þykir manni oft að sjá til fólks sem jafnvel nýbúið er aö kaupa sér skíði en er alls ófrótt um smurningu, standa einhversstaðar fast meö margra sentimetra þykkt snjólag undir skíöunum, eða spólandi upp brekkur og jafnvel renna jafn mikið aftur á bak eins og áfram. Þetta stafar mestmegnis af upplýsingaskorti um þessi mikilvægu atriöi skíöagöng- unnar. Enginn veröur þó fullnuma í smurningu þó svo hann lesi á prenti einhverjar upplýsingar, því smurning er fyrst og fremst reynsla og aftur reynsla. Það er þó von mín aö þær upplýsingar sem hér fara á eftir megi auðvelda fólki á byrjunarbrautinni og örfa þaö til aö stunda þessa heilsusamlegu íþrótt. f andrúmsloftinu er ætið nokkur raki og fer hann eftir hitastigi og loftþrýstingi. Talaö er um mettað loft þegar þaö hefur bundiö eins mikinn raka og það getur haldið hverju sinni. Ef hitastigiö lækkar, getur andrúmsloftiö fyrst mettsat og síðan ofmettast þannig aö rakinn þéttist og verði að dropum og ef hitastigið fer undir 0 gráður, myndast snjókristallar. Oftast eru snjókristall- arnir stjörnulaga (sexhyrndir). Stærö þeirra fer eftir hitastigi og myndast stærstir snjókristallr við 0 gráður C. Ef snjórinn fellur veröur hann fyrir áhrifum frá loftlögum sem eru ööruvísi en þar sem hann uppruna- lega myndaðist. Snjókristallarnir geta breytt um lögun rakamettast eða bráðnaö. Sama gildir eftir aö snjórinn hefur falliö til jarðar. Hann verður fyrir stööugum áhrifum vegna rakabreytinga, hitabreytinga og vinda. SNJÓGERÐIR. Nýr snjór. Snjókristallarnir hafa sömu lögun og gerö og þegar þeir féllu. Er því hægt aö tala um nýsnævi mörgum dögum eftir aö snjórinn féll, ef aðstæðurnar eru þannig aö kristallarnir breytast ekki. Þurr nýr snjór er laus og léttur í sér en snjór sem fellur viö 0°, C er þéttur og rakur. Kornóttur snór (gamall snjór) Fyrir áhrif veðurfars breytist lögun og gerö snjókrist- allanna, þeir veröa aö ávölum kornum. Kornóttum snjó er hægt aö skipta í: fínkornóttan snjókornstærð (um- mál) innan viö 2 mm, grófkornóttan snjó: kornstærö meiri en 2 mm. Skari myndast þegar votur snjór frýs og efsta lagið veröur aö harðri skorpu. Reglur um rennsli og festu. Þær kröfur sem gera verður til skíðasmurningar eru tvennskonar og andstæðar. Hún veröur aö auka hæfni skíöanna til að renna áfram og jafnframt gefa full- komna festu við spyrnu. Festan sem skíðin ná viö spyrnu fer eftir þ ví hversu greiðlega snjókristallarnir geta þrengt sér inn í smurninguna. Þegar skíöi rennur áfram myndast varmi við núningin og snjórinn bráönar örlítið, skíöiö rennur því áfram á þunnri vatnshimnu og er því nauðsynlegt að smurningin hrindi frá sér vatni. Ef skíði er smurt meö mjúkri smunringu fæst góö festa en samtímis getur þaö minnkað rennslishæfni skíöisins áfram. í vissum tilfellum klessist snjór jafnvel neðan í skíöið. Ef notuð er of hörö smurning (þurr miðaö viö snjógerö) fá skíðin ekki festu og skrika aftur á bak. Grunnsmurning fyrir gönguskíði með trésóla. Grunnsmurning er til þess aö verja sólann fyrir raka, ásamt því aö hin venjulega smurning festist betur ef sólinn e r grunnsmurður. Ekki er gengiö á grunn- smurningunni einni. Til eru margar geröir af grunn- smurningu, sumar eru brenndar inn í sólann, öörum er smurt á skíðin. Flestir nota smurningu sem inniheldur tjöru og er brennd inn í sólann. Þá er eftirfarandi aðferð notuö: Skíðin hreinsuð, gamalli smurningu náö burt meö því að hita hana meö gaslampa og þurrka síðan sólann með klút. Einnig má skafa með siklingi og stálull (ekki sápu). Eftir hreinsun veröur sólinn að vera fullkomlega hreinn og sléttur. Grunnsmurningin borin á allan sólann meö pensli. Smurningin er hituð þar til hún sýöur en gætiö vel að því að vera meö lampann á stööugri hreyfingu. Öll smurning, sem ekki hefur gengiö inn í sólann, er þurrkuö burt og eftir meöferöina á sólinn aö vera alveg þurr. Þaö krefst bæöi kunnáttu og æfingar aö grunn- smyrja skíði, og getur rönt notkun hitalampans breitt spennunni í skíðinu og er mönnum því rálagt aö æfa sig meö gömul skíði. Vaxsmurning. Undirlagssmurning er notuð þegar hætta er á að hin venjulega smurning slitni af sólanum. Undirlagssmurn- ing er ekki notuö sem grunnsmurning heldur til þess aö gera aöra smurningu endingarbetri og eins og nafnið bendir til er reiknað meö því aö annarri smurn- ingu sé smurt yfir hana. Grunnvax getur dregiö úr rennsli skíöanna ef gengið er á nýjum snjó.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.