Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 9
vestfirska FRETTABLASIS Eðlilegt að varavöllur verði í Önundarfírði segir Kristján Jóhannesson,sveitarstj. Við teljum eðlilegt og sjálf- sagt, að varavöllurinn verði hér í Önundarfirði. Við teljum úti- lokað, að Þingeyri verði vara- völlur fyrir ísafjörð, allavega ekki yfir vetrartímann. Ég fæ a.m.k. ekki séð að það dæmi geti gengið upp. Við höfum ianga reynslu af því að hingað er hægt að fljúga dag eftir dag, þegar ófært er á ísafjörð, en við höfum þó ekki kannað þessi mál hjá flugvallarstjóranum á ísafirði. Þannig fórust Kristjáni Jóhannessyni, sveitarstjóra á Flateyri orð, er Vestfirska ræddi við hann nýlega um þau mál, sem ofarlega eru á baugi þessa stundina: flugsamgöngur við ísafjörð. „Það er líka verið að vinna að þessum málum á öðrum vett- vangi,“ hélt Kristján áfram. Kar- vel Pálmason hefur flutt um það tillögu á Þingi að ákveðið verði í eitt skipti fyrir öll hvar varavöllur- inn eigi að vera. en væntanlega munu tæknimenntaðir menn taka lokaákvörðun um það. Það sem okkur svíður mest er að við vorum „settir út af sakrament- inu“ á síðustu fjárhagsáætlun flug- málastjórnar um framkvæmdir við þennan flugvöll og var í því sam- bandi bent á nýju raflínuna. sem sett var niður í um 400 metra fjarlægð frá brautarendanum. Meðan línan er þarna verður ekk- ert gert, en við erum að vinna að því núna að hún verði fjarlægð. BRÚIN STYTTIR LEIÐINA —Það kom fram hjá kollega mínum á Þingeyri, Jónasi Ólafs- syni, f Vestfírska fréttablaðinu um daginn. að þeir Þingeyringar berj- ast nú fyrir að fá varaflugvöllinn fyrir ísafjörð. Ég minnist þess í því sambandi. að þegar brúarfram- kvæmdirnar voru hafnar hér í firðinum í fyrravor urðu mikil læti og fyrirgangur og þessar fram- kvæmdir voru nefndar ýmsum nöfnum. Meðal annars fengu þær mótbyr hjá sveitarstjóranum á Þingeyri, en ef hann vill núna fá varavöllinn á Þingeyri, þá hlýtur brúarframkvæmdin að koma því til góða. því að hún styttir leiðina á Þingeyri. Við getum að sjálfsögðu ekki bannað Jónasi eða öðrum að hafa skoðanir á þessum málum. Þær eru skiptar. En við teljum okkur hafa fyrir því gild rök. að það sé óhagkvæmt og raunar úti- lokað að hafa varavöllinn á Þing- eyri nema þá farþegarnir séu sel- fluttir á milli í flugvélum. sem kynni að reynast æði dýrt. Ein- hverra hluta vegna hafa Flugleiðir ekki hagnýtt sér þessa möguleika. þótt þeir séu fyrir hendi. Ég hef h eimildir fyrir því. að tveir möguleikar hafi verið ræddir i þessum málum: einhverjir blettir í Súðavík. sem nota mætti sem varavöll og hinsvegar Önundar- fjörður. Augljóst er að um þetta mál.verður að fjalla af fullri al- vöru þegar í stað. Nauðsyn þess hefur berlega komið í ljós á und- anförnum mánuðum. sagði Krist- ián að lokum. etj- Patreksfjörður: 65 m. kr. til gatnagerðar Viöbygging viö grunnskólann á Patreksfirði veröur væntan- lega eitt af stærri verkefnum, sem byrjað verður á í ár, að því er Úlfar Thoroddsen, sveitar- stjóri á Patreksfirði, sagði í samtali við Vestfirska. Hér er um að ræða steinsteypt hús á tveimur hæðum. Gólfflöturinn er alls 1496 fermetrar, en húsið er 5780 rúmmetrar. Stórt og myndarlegt grunnskólahús er fyrir á staðnum, en það dugir ekki til lengur. Mikið hefur verið unnið að gatnagerð á Patreksfirði að undan- förnu og er áætlað að verja til þeirra hluta um 65 milljónum kr. á árinu. sem nú fer í hönd. Hafnar- framkvæmdir eru einnig í gangi og er verið að koma upp nýrri 50 tonna bílvog við höfnina og er að því stefnt að taka vogina í notkun með vorinu. Þá er fyrirhugað. að sanddæluskipið Grettir komi til Golfklúbbur Isafjaröar Almennur klúbbfundur veröur haldinn í Sjómannastofunni á ísafiröi þriöjudaginn 19. febrúar n.k. kl. 8:30 Almennar umræður um málefni klúbbsins og starfið framundan Félagar eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt i starfi klúbbsins Allir áhugamenn um golf eru velkomnir á fundinn. Patreksfjarðar og hreinsi út innsig- lingarennu. Er þar um að ræða framhald á verki. sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið. Flugsamgöngur hafa verið með allra þokkalegsta móti við byggð- arlagið allt fram i þessa viku. að sögn Úlfars. Völlurinn er upplýst- ur og geta flugvélar því lent þar utan birtutímans. Flugleiðir fljúga á Patreksfjörð þrisvar í viku. DAGVISTUN i FÉLAGSHEIMILINU Þá sagði Úlfar: „Við erum einnig að berjast í að koma upp dagheimili fyrir börnin. en þetta er verkefni sem við áður höfum orðið að fresta vegna fjár- magnsskorts. Við höfum ekkert dagheimili fyrir og léysum vanda- málið á heldur frumstæðan hátt i félagsheimilinu. Geta má þess. að félagsheimilið. sem tekið var að mestu leyli í notkun l. desember 1978. leysti mikinn vanda hér á staðnum. Þetta er mikil og vegleg bygging, eins og kunnugt er - gólf- flötur er 1048 fermetrar. Fram- undan er hótelálma. sem sennilega verður upp á tvær hæðir. en hún er bará á umræðustiginu ennþá. Til er teikning af þessari hótel- álmu. en hún er orðin nokkuð gömul og hugsanlega verða gerðar á henni einhverjar breytingar. —I bígerð er einnig íþróttarvall- argerð, hélt Úlfar áfram. en við ætlum okkur að gera stórt átak í þeim efnum og fá góðan útivöll. íþróttahús er ekki komið á dag- skrá hjá okkur enn. en að því hlýtur að reka fyrr eða síðar og við verðum að koma okkur upp stærri íþróttasal. hvernig sem við leysum rað mál. Til sölu svefnsófi og tveir stólar Upplýsingar í síma 3380 Óska eftir Óska að kaupa skíði, 110 cm. Upplýsingar í síma 3720 STARF VERSLUNARSTJÓRA HJÁ KAUPFÉLAGINU I SÚÐAVIK ER LAUST FRA 15. MARS N.K. ALLAR UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ VEITIR KAUPFÉLAGSSTJÓRI. KAUPFÉLAG ÍSFIRÐIKGA Austurvegi 2 - ísafiröi - Sími 3266 —Loks má geta þess að nýlokið er byggingu heilsugæslustöðvar. en framkvæmdir við þá byggingu hófust á árinu 1976. Húsið er núna fullklárað að innan og litilsháttar frágangur eftir utandyra. Næsti framkvæmdaáfanginn er að búa heilsugæslustöðina tækjunt. Stöð- in er steinsteypt hús. kjallari og tvær hæðir. gólfflötur alls I400 fermetrar. Þetta er mikill minnis- varði. sem Matthías hefur reist sér hérna. en hann var ráðherrann að þessari framkvæmd. sagði úlfar Thoroddsen að lokum. etj.- Eldsvoði orsakaðist af óvitaskap Að sögn Jóns Ólafs Sigurðs- sonar slökkviliðsstjóra tók það menn hans um Vi tíma að kæfa eldinn að mestu en slökkvistarf- ið tók í allt um einn og hálfan tíma. Jón sagði að í þetta skipti hefði gengið vel að boða menn- ina en boðunarkerfi liðsins er mjög gallað. Svo hepþilega vildi til að Jón var ennþá stadd- ur á stöðinni og var því fljótur að senda boðin til hinna, en í kringum stöðina búa eða vinna 10 slökkviliðsmenn sem eiga ekki að vera lengur en 2-4 mín- úturá staðinn. Tjón á íbúðinni i suðurendan- um varð mjög tilfinnanlegt. Her- bergin 4 sem eldur varð laus í. brunnu öll og klæðning og máln- ing öll ónýt annarsstaðar vegna hitans. Ekki tókst að bjarga neinu af innbúinu en það var mjög lágt vátryggt. fbúðin í norðurendanum fylltist af reyk og skemmdist af reyk og vatni en innbúinu var öllu bjargað. Enginn var heima í hvor- ugri íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Það hryllilegasta við þennan at- burð er að hann orsakaðist af óvitaskap unglinga sem voru að fikta með eld í portinu, bakvið húsið. Guðmundur Sigurjónsson fulltrúi bæjarfógeta tjáði blaðinu að að undanförnu hafi gengið yfir íkveikjufaraldur meðal unglinga í bænum. Fyrr um daginn höfðu nokkrir krakkar kveikt í bréfarusli í portinu og töldu sig hafa slökkt i með snjó en eldurinn hefur komist innundir klæðninguna. í þurran viðinn með þessum hörmulegu af- leiðingum. Guðmundur nefndi sem dæmi um þennan faraldur að nú nýlega var kveikt í símaskrá í símaklefa í húsi Pósts og Sima og hún látin brenna til ösku. Sáu yfirmenn stofnunarinnar sér ekki annað fært en að loka klefanum kl. 8 á kvöldin eftir þetta atvik en FASTEIGNA VIÐSKIPTI Túngata 18, 2 herb. ca. 60 ferm. íbúð. Laus fljótlega. Hagkvæm í rekstri. Sundstræti 27, 3 - 4 herb. ca. 65 ferm. íbúð. Laus í endaðan apríl. Tangagata 20, 3-4 herb. í- búð ca. 75 ferm. á 2. hæð, auk geymslu og þvottahúss í kjallara. Sérkynding m. varmaveitu. Eignarlóð. Af- hendist fljótlega. Miðtún 27, 2 herb. ca. 53 ferm. íbúð á jarðhæð. Mjög snotur íbúð. Afhendist strax. Sundstræti 14, 4 herb. ca. 85 ferm. íbúð á 2. hæð, norðurenda. Afhending í endaðan apríl. Túngata 12, 2 herb. ca. 65 ferm. íbúð á jarðhæð. Væntanleg varmaveita. Sérinngangur. Laus til af- nota 1. febrúar. Skólastígur 22, Bolungar- vík. 140 ferm. parhús. 5 herb. og eldh. 4 svefnherb. á efri hæö og bað. Neðri hæð stofa, eldhús, wc, hol, búr. þvottahús. Allt sér. Stór bílskúr. Hreggnasa 3, 5 herb. ca. 85 ferm. íbúð í tvíbýlishúsi, mjög þokkaleg íbúð á hagstæðu verði. Laustil af- nota fljótlega. Smiðjugata 8, 2 herb. íbúð ásamt bílskúr og eignarlóð. Afhendist strax. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Hrannargötu 2 sími 3940 [safirði Hópferðir Hópferðabílar, 48 manna, 25 manna og 21 manns. Leigubíll 5 farþega. Sendibflaþjónusta. Þórdís Guðmundsdóttir Ásgeir Sigurðsson Seljalandsvegi 76 Sími3666 Frímerki FYRIRTÆKI — EINSTAKLINGAR Kaupi öll frímerki, bæði ónotuð og not- uð hæsta verði. Fylkir Ágústsson, Hafnarstræti 6 ísafirði 'sími 94-3745 klefinn var áður opinn til mið- nættis. Þessi atburður í Mánagötunni sýnir enn einu sinni að eldur er ekkert leikfang og er hörmulegt til þess að vita að saklaust fólk þurfi að missa aleigu sína til þess að unglingarnir skynji þessi augljósu sannindi. Þess má geta að starfsfólk íshús- félags ísfirðinga safnaði síðasta út- borgunardag sinn. peningum til handa þeim sem urðu fyrir þessu hryllilega tjóni og er óskandi að fleiri fari að dæmi þeirra. EÞ.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.