Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 11
■5 vestíirska TTABLADiD 11 3. Þegar búið er að teikna útlit blaðsins og prófarkalesa, hefst Silli handa við umbrotið. Hér er hann með þessa opnu í takinu. 4. Að umbrotinu loknu eru síðurnar myndaðar í þessari tölvustýrðu vél. Halldór sér um það. Prentar sögu ísafjarðar Ámi Sigurðsson, prent- ari, stjórnar daglegum rekstri Prentstofunnar, auk þess að vera ritstjóri og út- gefandi Vestfirska frétta- blaðsins. I samtali við blaðamann sinn sagði hann að það kæmi sér oft á óvart hve margir héldu að þeir hjá Prentstofunni væru ein- hverjar eftirlegukindur hvað varðaði tækniþróun í prentiðnaði. „Til þeirra verka, sem hér eru unnin erum við líklega með full- komnari búnað en flestar aðrar prentsmiðjur á land- inu,“ sagði Ámi. „Fólki hættir til að halda að fyrirtæki sem hefur þá stöðu að vera eitt á ákveðnu svæði, eins og ísrún á Vest- fjörðum, slái af gæðakröf- um og sýni óaðgæslu við verðlagningu. Það á ekki við um okkur. Við erum kannske ekki ódýrasta Erentsmiðja á landinu og ærum okkur ekki sérstak- lega um að vera það, en við leggjum okkur hinsvegar fram um að bjóða góða þjónustu og vandaða vinnu á sanngjörnu verði og hing- að til hefur okkur tekist það nokkuð vel,“ sagði Árni. „Það er til marks um það að nær öll þau verk sem við höfum boðið í höfum við unnið. Nú fyrir nokkrum dögum var til dæmis samið við okkur um prentun á Sögu ísafjarðar, sem verður gefin út í þremur bindum prýdd fjölda litmynda og verður mjög vandað og viðamikið verk.“ Árni á skrifstofunni í prenttækni síðustu áratugi. Nú er t.d. ekki til neitt tæki í prentsmiðjunni sem var þar við stofnun hennar og reyndar aðeins tvær vélar, sem voru þar fyrir 10 árum. Fyrstu árin voru prentvél- arnar þannig að leggja þurfti hvert blað í þær með hendi. Komust iðnir menn upp í þúsund blöð á klukkustund við það. Árið 1942 var síðan keypt vél sem fóðraði sig sjálf. Vél þessi entist lengi, eða til 1959, en þá var hún orðin úrelt og ný keypt. Hún var síðan endurnýjuð 1963. Off- setvæðingin hófst síðan hjá Prentstofunni 1975, fyrst allra prentsmiðja utan höf- uðborgarsvæðisins. Ljós- setningarvélar voru svo teknar í gagnið ári síðar. Þessar vélar hafa síðan verið endumýjaðar á und- anfömum misserum og nú er svo komið að setningin og ljósmyndunin er meira og minna tölvuvædd. Síðast í febrúar var tekin í notkun tölvustýrð offsetljósmynda- vél. Nú tekur ekki nema einn dag að vinna það sem tók eina viku fyrir hálfri öld. Á síðasta ári voru unnin tæplega 900 verkefni í Prentstofunni. Um 80 blöð voru prentuð, þar af 46 tölublöð af Vestfirska fréttablaðinu eða 408 síður. Vestfirska er þannig stærsti viðskiptaaðili Prentstofunn- ar og ber blaðið framþróun í prenttækni glöggt vitni. í Prentstofunni vinna nú átta manns. Búbbi og Jón Á. Jóhannsson ræða útlit ísfirðings. Myndin var tekin á tíma blýprentunarinnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.