Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 14
14 vestfirska rRSTTABLAÐIP ■ „Kvenþjóðin hefur verið kúguð nokkuð lengi... Hún hefur átt að vera manninum undirgefin, verið notuð sem vinnuvél." sýslumaður samgöngubann á sýsl- una til að spoma gegn smitun. Geirólfsgnúpur var á milli sýsln- anna. Ég man að einu sinni kom maður labbandi þama norðuryfir. Það var farið til móts við hann og honum sagt að hann mætti ekki koma heim. En þetta var mikill kaffimaður og vildi endilega fá kaffi. Svo báru þeir honum kaffi útá tún og skildu það þar eftir. Smithræðslan var svona mikil. Spánska veikin var bara slæm innflúensa og hún drap þannig að menn fengu hita og síðan lungna- bólgu upp úr því. Menn voru líka illa undir þetta búnir, voru kannski illa klæddir og illa nærðir og fóru kannski að vinna hálflasnir.“ Það var ég sem hékk þar í bandinu „Ég var í 25 ár kirkjuvörður á ísafirði, allan þann tíma sem ég bjó í Amardal. Stundum var erfitt að fara þama á milli. Ég labbaði stundum, en stundum fór ég á hjóli. Þetta var tveggja og hálfs tíma gangur í góðu. — Hvað fólst í þínu starfi sem kirkjuvörður? „Það var mitt starf að sjá um kirkjuna og hringja líka, og svo sá ég um jarðarfarir.“ — Er mikil kúnst að hringja? „Neinei, það þarf bara svolítið lag. Það voru tvenns konar hring- ingar, fyrir messur og fyrir jarðar- farir. Einu sinni var þetta tekið uppá band og spilað í Klukkum landsins til skamms tíma. Og það var ég sem hékk þar í bandinu.“ Líkin svartar klessur — Hvemig var að taka grafir? „Það gat verið erfitt þegar mikið var frost. Það náði stundum 1 metra niður og þetta hjakkaði mað- ur allt með hjökku. Það var ansi erfitt og tók langan tíma.“ — En heimspeki grafarans? „Mönnum sem ekki kynnast þessu finnst þetta ákaflega merki- legur hlutur, dauður maður. En þegar maður kynnist því þá finnur maður að þetta er ekki neitt neitt. Þetta er bara eins og hver annar dauður hlutur. Ég man eftir því að það fundust þrjú bresk lík á Ströndum eftir stríð og var komið með þau hingað og þau grafin í kirkjugarðinum. Þetta var áður en ég kom. Svo þegar ég byrja þama kemur amerískt herskip að sækja líkin. Þau voru grafin upp og sett í nýjar kistur. Þau voru orðin svona þriggja ára. Þetta var svona svartur dröngull, runninn saman, ekkert sköpulag á þessu. Og sá ameríski tók þau bara í fangið og færði þau til. Þriðja líkið var aftur ekkert nema bein, þannig að það var miklu eldra. Þarna hefur orðið villa, en þeir tóku það án þess að gera nokkra athugasemd. Það kom fyrir að maður kom niður á eldri grafir og þá fór maður ekki lengra. Einu sinni var ég að grafa þarna og var kominn niður á kistu. Svo ætla ég að fara útá hana en þá dunkar allt niður. Það var allt í lagi, ég breiddi bara mold yfir þetta. Hauskúpur sá ég oft. Ég lagði þær bara upp á vegginn og tíndi þær svo niður aftur þegar ég var búinn að moka fyrir kistunni.“ „Hinir dauðu yrðu hreykniru „Einn maður kom til mín einu sinni og beiddi mig um beinagrind. Hann átti son sem var að læra læknisfræði og þurfti á beinagrind að halda. Hann sagði mér að kirkjugarðamir væru allir orðnir uppumir af því menn væru búnir að selja öll bein úr þeim. Ég sagði honum að það kæmi ekki til mála að ég hreyfði við slíku nema hann fengi leyfi biskups og prestsins líka. En það kom aldrei til þess. Maður þessi sagði mér að þetta væru bara dauðir menn og þeir yrðu hreyknir af því ef bein þeirra yrðu notuð svona.“ Konan notuð sem vinnuvél Svo við snúum okkur að öðru. — Þú kaust Vigdísi, er það ekki? „Jú, ég gerði það. Skrifaði líka grein henni til stuðnings. Menn voru nú að segja að hún hefði verið góð, ég veit það ekki. — Studdirðu Vigdísi bara af því hún var kona? „Nei, en ég tók það fram í þessari grein að mér fyndist það sjálfsagður hlutur að koma henni að meðal annars vegna þess að þá yrði hún fyrsta kona í heimi sem kosin væri forseti í lýðræðislegum kosningum. Þetta vakti líka athygli víða um heim.“ — Hvað segirðu um jafnréttisbar- áttu kvenfólksins? „Það er náttúrulega ágætt. Kven- þjóðin hefur verið kúguð nokkuð lengi, þannig að það hefur verið litið niður á hana. Hún hefur átt að vera manninum undirgefin, verið notuð sem vinnuvél. En þetta er nú að lagast. Ég veit þó ekki nema þær gangi of langt í þessu núna sumar þeirra. Þær benda til dæmis á að ekki séu eins margar konur á þingi og karlar, en það held ég sé bara af því þær eru hlédrægari. Það gæti setið í þeim úr uppeldinu. Svo eru karlarnir í eðli sínu árásargjarnari og þegar verið er að berjast í kosn- ingum þá eru árásir á andstæðing- inn oft á tíðum og kannski það falli verr í hlutverk kvenna. Ég benti nú á það í greininni um Vigdísi að konur væru friðsamari en karlar, en það er nú sjálfsagt misskilningur eins og sumir bentu mér á. Það hafa komist konur til valda sem ekki hafa reynst minni herkarlar en karlmennirnir. Maður hélt kannski að konumar væru blíðlyndari.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.