Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 15

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 15
I vestfirska rRETTABLADIH 15 Kristján Jóakimsson er ný- kominn trá námi í útgerðarfræði við háskólann í Tromsö í Nor- egi. Háskóli þessi er einn ör- fárra skóla á heimsbyggðinni sem bjóða uppá nám í útgerð- arfræði. Um er að ræða 5 ára nám og til að fá inngöngu þurfa menn, auk stúdentsprófs, að hafa starfað minnst 12 mánuði við sjávarútveg. Auk þess þurfa þeir sem hafa minna en 18 mánaða starfsreynslu við inn- göngu að vinna þá mánuði sem vantar uppá í sumarfríum. Námið er mjög alhliða þannig að menn fá góða yfirsýn yfir hinar ýmsu hliðar sjávarút- vegs. Sem dæmi um fög sem kennd eru má nefna fiskifræði, efna- og lífefnafræði, fiskeldi, stjórnun, hagfræði og tækni- fræði. Kristján sérhæfði sig í lífefna- fræði og framleiðslutækni og skrifaði lokaritgerð um roðflett- ingu síldar með lífhvötum. Fann hann þá aðferð til að leysa upp roðið án þess að skemma silfur- himnuna milli roðs og holds. Einungis sex íslendingar hafa lokið námi í útvegsfræði og starfa nú fjórir þeirra á íslandi. Kennsla í faginu hófst ekki fyrr en 1972. Kristján er einn þeirra lang- skólagengnu Vestfirðinga sem fá vinnu við sitt hæfi í heimabyggð sinni. Hann hefur verið ráðinn til starfa hjá Norðurtanganum á Isa- firði. Hlutverk hans þar er að huga að betri nýtingu sjávarafla, nýjum vinnslugreinum og fylgjast með því sem er að gerast á þessu sviði. Kristján segist ekki vita til þess að annað frystihús hér á landi hafi á sínum snærum mann sem eingöngu á að velta fyrir sér þessum hlutum. Kristján var búinn að vera fjór- ar vikur í starfi þegar blm. Vf. fór á fund hans og grennslaðist eftir því við hann hvert hefði verið hans fyrsta verk. ATHYGLIN BEINIST AD INNYFLUNUM ..Það fór dálítill tími í að koma Því næst tók ég prufuna og fór með hana til Reykjavíkur þar sem hún var efnagreind og að lokum keyrð í gegn hjá Lýsi hf. Lifrin var þá orðin fjögurra vikna göm- ul. UJr þessu fékkst gæðalýsi sem er fullgott til meðalalýsisfram- leiðslu, en það er verðmætasti framleiðsluflokkurinn." MÖGULEIKI A AÐ NÝTA LIFUR AF TOGARAFLOTANUM „Áður hefur þurft að taka lifr- ina ferska á netavertíðinni. Hana hafa menn orðið að sækja á tank- bílum suður með sjó og oft orðið að vinna hana í næturvinnu. Með auknu geymsluþoli ætti að skap- ast möguleiki á að nýta lifur sem er fleygt af togaraflotanum" sagði Kristján. Svo menn geti gert sér í hugar- lund hve miklu magni af lifur er fleygt fyrir borð ár hvert má geta þess að úr 300 þúsund tonna þorskafla fást um I8 þúsund tonn af lifur. BUNAÐUR TIL AÐ AUÐVELDA VINNUNA ..( framhaldi af þessu er verið að gæla við þá hugmynd að reyna að minnka vinnuna hjá sjómönn- um við að hreinsa lifrina úr slóg- inu, því það myndi skapa aukna vinnu við slæginguna sem aftur búnaðar: annars vegar það að lifrin situr ekki mjög fast í slóginu og svo sá eiginleiki hennar að fljóta uppá vatni meðan afgang- urinn sekkur til botns.“ FERSKFISKUR ATHYGLISVERÐUR „Ferskfiskur er líka athyglis- verður hlutur,“ sagði Kristján. „Ég og kollegi minn í Noregi fundum aðferð til að geyma ferskan fisk í allt aö tvo mánuöi við fjögurra stiga hita með því að dýfa honum fyrst í ákveðna lausn og geyma síðan í gasblöndu. Nú eru uppi hugmyndir um að með álíka aðferð megi nýta hrogn og svil um borð í togurunum," segir Kristján og kveður nóg verkefni framundan, enda starfssvið hans nýtt af nálinni á fslandi. MIKLU MEIRI SNJÓR Tromsö liggur á sjötugustu gráðu norður breiddar og eins og sönnum íslendingi sæmir forvitn- aðist blm. um veðurfarið þar nyrðra. „Það er meira frost þarna á veturna en hér,“ sagði Kristján. „Hins vegar eru þarna miidar stillur svo maður finnur ekki eins fyrir kuldanum. En þarna snjóar miklu meira en hér, er allt að tveggja metra jafnfallinn snjór." Um fólkið sagði Kristján að Möguleíkí á að nýta þá lifur, sem fleygt er af togaraflotanum — segir Kristján G. Jóakimsson, útvegsfrœðingur, sem ráðinn hefur verið til starfa hjá Hraðfrystihúsinu Norðurtanga hf. sér fyrir en síðan hófst ég handa við að athuga hvort ekki væri hægt að gera eitthvað úr innyfl- Konserveriii" av íerskfislí Fiskefilet kan konserveres sa den holder seg -fersk • i 2 mane- der. Kn slik holdbarhetstid vil en nv dimensjon nar det jýelder mulifíhetenc for okt omsvtning av • ferskfisk- 1 dagligvarehande- len. Fiskeriteknologisk P'orsknings- institutt (FTFI) har sokt om rnid- ler til gjennomfore forsok som gár ut pa a konservere fersk- fisk- i forbrukerpakninger ved hjelp av sorbinsyre. Det er fag- bladet • Fiskeprodusenten • som melder dette i sitt siste nummer. Sorbinsvre er et godkjent kon- serveringsmiddel som i okendc grad bhr brukt i en rekke matva- rer. Innledende fprsok utlbit av fiskerikandidater ved Universite- | tet í Tromso har vist at bruk av sorbmsyre i kombinasjon med pakking i •modifisert atmo- sfare gir en holdbarhet pa minst 2 maneder ved 4°C. Modi- fisert atmosfære vil si at man endrer mengdeforholdene mel- lom de gassarter som vanlig luft I bestar av. Dermed kan man fa til en blanding som gjor at de kvali- tetsforringende prosessene gar J langsommere. - FISKAREN TORSDAG 15 MARS 1984 Greinin í Fiskaren sem sagt er frá hinni nýju aðferð við að geyma ferskfisk unum, því Ijóst er að næstum óhugsandi er að bæta nýtinguna í frystihúsinu með því að skera nær beinunum en nú er gert. Ég vinn að athugunum á hvort ekki sé hægt að vinna eitíhvað úr lifur. Það hefur mikið verið rætt um slógmeltu en nýting hennar virð- ist hafa strandað á markaðnum og verði. Nú er aftur mikið að gerast í þeim málum. verið er að gera átak í að kynna hve gott fóður slógmelta er (melta er afurð sem fæst við að geyma slóg við viss skilyrði, sbr. súrhey). Margt gæti því breyst í þessum efnum á næstunni. Það sem ég er að gera er að búa til meltu úr lifur. Síðan færi sú lifrarmelta í lýsisvinnslu. Ég fór útá sjó með Guðbjarti og fékk mannskapinn til að hjálpa mér að slíta lifrina úr. Síðan var hún hökkuð og sýru blandað í hana. gæti komið niður á gæðum fisks- ins ef hann þarf að liggja lengur á millidekkinu óslægður. Það er meiningin að reyna að koma við einhverjum útbúnaði til að létta sjómönnum vinnuna. Það er einkum tvennt sem hugsanlega mætti nýta sér við hönnun slíks það væri mjög opið, virtist verða opnara og frjálslyndara eftir því sem norðar drægi. Tromsö er um 50 þús. manna bær og helsti skólabær Norður-Noregs. Kristján sagðist vera ánægður með að vera kominn til starfa heima á gamla góða íslandi. AÐALFUNDffi Samvinnutrygginga g.t. og Líftryggingafélagsins Andvöku verða haldnir í Samvinnutryggingahús- inu, Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 25. maí n.k., og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Stjórnir félaganna ísfirðingar - Bæjargestir Munið spilakvöldið í Vinnuver (uppi) fimmtudags- kvöld. Bridgefélag ísafjarðar Atvinna frá 1. júní Starfsmann vantar til afgreiöslustarfa. Vél- ritunarkunnátta æskileg. Umsóknir sendist til útsölustjóra. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ísafirði CAR RENTAL SERVICE - 75 SÆKJUM — SENDUM MITSUBISHI COLT MITSUBISHI CALANT MITSUBISHI CALANT STATION b)l»lI)LWV SMIÐJUVECI 44 D - KÓPAVOGI - ICELAND AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 KVÖLD OC HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211 TELEX 2271 IÐN IS

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.