Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Síða 3

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Síða 3
vesttirska rRETTAELADID Grímur Jónsson: Allt í himnalagí — Maless, maless FASTEIGNA-! VIÐSKIPTI i Þrátt fyrir fjögurra mánaöa dvöl meðal Araba tókst mér ekki aö nema mörg orö úr máli þeirra. Eitt orö læröi ég þó fljót- lega, en þaö var „maless", sem þýöir einfaldlega, — allt í besta lagi. — Arabar hafa einstakt lag á að klúðra öllum hlutum og þegar engin leiö er sjáanleg út úr öngþveiti og róðaríi er sest niöur, yppt öxlum, slegiö út höndum og . .. maless, maless. Mér flaug í hug þetta ara- bíska oröatiltæki þegar ég las viötal viö umdæmisstjóra pósts og síma á ísafirði í VF frá 12. apríl sl., en þar mátti meðal annars lesa ,,Mjög oröum aukið aö bilanir séu tíöar” en síðan farið nokkrum oröum um tvær bilanir, sem heföu orðið á stutt- um tíma.” Þaö mætti ætla aö umdæmis- stjórinn hafi verið fjarverandi Grímur Jónsson seinustu misserin og heföi enga hugmynd um hvað gerst hefur í hans embættisumdæmi. Hvað kemur manni í hans stööu til þess aö láta hafa eftir sér annan eins bölvaöan þvætting? Ég kom til starfa á flugvelli eftir fjarveru um tíma fyrir um það bil hálfum mánuöi og get ég fullyrt og sannaö að vart hefur líöiö sá dagur aö ekki hafi skapast hér vandamál vegna truflana á símakerfi. Beina sam- bandið viö flugstjórnarmiöstöð hefur rofnað á hverjum degi aö heita má í lengri eöa skemmri tíma og í tilfellum allt sjálfvirka langlínusambandiö og þar meö allt fjarskiptasamband við flug- vélar á Vestfjaröasvæöinu. Það er fyrst og fremst aö þakka einstakri lipurö og þolinmæöi starfsstúlkna Lí aö ekki hafa orðið verulegar truflanir á flugi. Ég er ekki aö tala um truflan- ir á innanbæjarkerfi, eöa skammtímabilanir sem hugsan- lega má rekja til ófyrirsjáan- legra atvika. Vaxtarræktaimerai eru fallegir - segir íris GUstafsdóttir sem var með námskeið í líkamsrækt í Félagsheimilinu Hnífsdalfyrir skömmu Margir fussuðu og sveiuðu yfir vaxtarræktarfólkinu sem þátt tók f íslandsmeistaramót- inu á Broadway fyrir skemmstu. Þóttu kropparnir af- myndaðir og jafnvel óhugnan- legir. íris Gústafsdóttir, sem var með líkamsræktarnámskeið í Félags- heimilinu Hnífsal á dögunum, er á öndverðum meiði. Henni finnst þetta vöðvabúntaða fólk margt hvert mjög flott, eins og hún orðar það, en viðurkennir að ekki sé þar með sagt að allur almenn- ingur eigi að vera svona í vextin- um. Hún bendir líka á að vaxtar- ræktarfólkið sé ekki alltaf jafn vöðvabert og á mótum. það tálgi sig niður fyrir keppnir og pumpi upp vöðvana. Konur beri það hversdags ekki utaná sér að þær stundi líkamsrækt að öðru leyti en því að þær séu óvenju spengi- legar. Iris kemur með erlend vaxtar- ræktarblöð og bendir á frægt vaxtarræktarfólk af báðum kynj- um. Blm. kvartar undan því að stúlkurnar séu ekki sexý. Þá flettir fris uppá vaxtarræktarkonu sem ekki er búin að tálga sig niður. ..Heldurðu að þú mundir ekki snúa þér við á eftir þessum kven- manni?” segir hún í faglegum tón. Blm. neitar að svara spurning- unni. íris játar að þó hún hrífist af fris sýndi blaðamanni nokkrar æfingar í æfingasalnum f Hnífsdal. stæltum karlmönnum, þá sé ekki þar með sagt að hún leiti sér að manni sem sé svona í laginu. VAXTARRÆKTARÁHUGI DVÍNANDI Iris hefur undanfarin þrjú ár unnið sem þjálfari hjá Æfinga- stöðinni Engjahjalla í Kópavogi. Hún byrjaði sjálf að æfa í upphafi vaxtarræktaræðisins '81 og kom fram á sýningu í Háskólabíói þá um haustið. Á sýninguna mætti alþjóðlegur sænskur meistari í vaxtarrækt og jók mjög áhuga á greininni hérlendis. Fyrsta fs- landsmótið var síðan haldið vorið eftir og tók Iris þátt. Fljótlega fór hún svo út í þjálfun og hætti þá æfingum að mestu. „Því mið- ur". segir hún og grípur með vanþóknun um lærin. fris segir karlmenn enn sem komið er vera iðnari við vaxtar- ræktina. konurnar fari meira í leikfimi. Vaxtarræktaræðið segir hún hafa sjatnað svolítið. GERA ÆFINGARNAR RÉTT íris var spurð hvað fertugur maður sem ekki hefur stundað íþróttir þurfi að varast þegar hann hefur líkamsrækt með tækjum. Þaö hlýtur aö kalla á andsvör þegar embættismaður, sem ætla mætti aö hefði hvað mest- an skilning á því vandræðaá- standi, sem ríkir og ríkt hefur í símamálum Vestfirðinga hefur ekkert til málanna að leggja annaö en „allt í himnalagi”, eöa eins og Arabarnir mundu oröa það — maless, maless. — Þaö getur veriö aö þessi „allt í himnalagi”stefna um- dæmisstjórans Erlings Sören- sen falli yfirboöurum hans í Reykjavík vel í geö og gefi þeim ástæöu til þess aö ýta vanda- málum vestfirskra símnotenda til hliðar, en lítil reisn er yfir þeim embættismanni, sem get- ur lagst svo lágt aö neita opin- berlega staöreyndum sem eru á vitorði hvers manns. „Það er fyrst og fremst að taka ekki of mikið á. byrja með létt lóð og gera æfingarnar oft frekar en að auka þyngdirnar. Sama gildir um þá sem vilja létta sig, þeir ættu að gera æfingarnar 15—18 sinnum og skokka með. Mikil- vægt er að gera æfingarnar rétt. Og eins og allir vita þá er matar- æðið mikilvægt". fris var ekki einungis leiðbein- andi í vaxtarræktarsalnum, held- ur hélt hún námskeið í Aerobic leikfimi. En hvað er Aerobic? „Það eru æfingar við músík. Við byrjum á að hita upp við rólega músík. síðan koma hraðari lög og þá er tekið meira á, gerðar maga- og rassæfingar svo eitthvað sé nefnt. Síðar kemur aftur hæg músík og þá er teygt á". LÍÐUR BETUR „Fólk er alltaf að sjá betur og betur hvað það hefur gott af því að stunda einhverja íþrótt," segir fris. „Það finnur að því líður vel á meðan það stundar líkamsrækt. Um leið og það hættir slappast það og hættir að líða jafn vel". Sennilega geta flestir tekið undir þetta með fris. Tækjasalurinn í Félagsheimil- inu Hnífsdal er opinn alla virka daga 16—21:30 og á laugardög- um 14—18. ISAFJORÐUR: Hrannargata 10, 3ja herb. j íbúö á efri hæö laus. Stórholt 9, 4ra herb. íbúð á I 1. hæó. Sundstræti 29, 2ja herb. | íbúð á 2. hæð. íbúðin er | laus. I I Strandgata 5 a, lítið ein- | býlishús. Laust 1. júní. Seljalandsvegur 85, lítið | einbýlishús. Strandgata 5, ca. 120 ferm. I íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- J húsi. Laus fljótlega. Túngata 3, 5 herb. íbúð í I suðurenda. Allt sér. Mjallargata 9, einbýlishús ■ úr timbri. Stór eignarlóð. I Laust 1. mai. Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. ■ einbýlishús. Getur losnað J fljótlega. Lyngholt 11, fokhelt einbýl- I ishús ásamt bilskúr. Silfurgata 12, lítið einbýlis- | hús. Laust fljótlega. Góuholt 5, rúmlega fokhelt J 135 ferm. einbýlishús ásamt ■ bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýl- ishús. Selst með góðum kjörum, ef samið er strax. BOLUNGARVÍK: Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Þjóðólfsvegur 14,3ja herb. íbúð á 2. hæð. Holtabrún 16, 4ra herb. ibúð á 1. hæð. Heiðarbrún 4, 138 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Arnar Geir Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði sími 4144

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.