Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 2
I vestfirska I FRETTABLASID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga ki. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál ogdreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Gagnfræðaskólinn fær veglega gjöf — í minningu Haraldar Leóssonar kennara Nýlega barst Kjartani Sigur- jónssyni, skólastjóra Gagn- fræðaskólans á ísafirði, bréf þar sem tilkynnt er um höfðinglega gjöf til þess nemanda sem skarar gegndi því starfi til ársins 1931. Þá var skólanum breytt í gagn- fræðaskóla og gerðist Haraldur þá kennari við skólann. Því starfi gegndi hann svo óslitið hafi verið helgað Gagnfræða- skólanum á Isafirði. — Harald- ur lést árið 1960. Eftirlifandi eiginkona Har- aldar er Hertha Leósson. Hún Gagnfræðingar frá árinu 1951 gáfu Gagnfræð- askólanum þessa mynd af Haraldi Leóssyni. Ör- lygur Sigurðsson málaði myndina. fram úr í þýskunámi við skólann í vetur. Bréfið fer hér á eftir. „Þann 21. september s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu Har- aldar Leóssonar, kennara. Hann kom til starfa hér á ísa- firði árið 1923 sem skólastjóri Unglingaskóla ísafjarðar, og allt til ársins 1954, en þá lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Þó var hann prófdómari við skólann í nokkur ár eftir þetta. Starfstími hans við skól- ann spannar því hartnær hálfan fjórða áratug, og má því með sanni segja, að lífsstarf hans er þýsk að uppruna, en fluttist hingað til lands árið 1934. Hertha er kennari að mennt og réðist hún fljótlega til starfa við Gagnfræðaskólann á Isafirði sem stundakennari í þýsku, og er hún fyrsti þýskukennari skólans. Þegar þýskukennsla var lögð niður á heimsstyrjald- arárunum hóf Hertha heima- kennslu í tungumálum, og þau kennslustörf annaðist hún á meðan heilsa og kraftar entust. Nú hefur Hertha ákveðið að heiðra minningu eiginmanns síns á þessum tímamótum með því að veita nokkra viðurkenn- ingu þeim nemanda Gagn- fræðaskólans á Isafirði, sem bestum árangri nær í þýsku á skólaárinu 1984 — 85. Verð- launin verða í því fólgin, að umræddum nemanda verður boðið til þriggja vikna dvalar í Þýskalandi á komandi sumri, þar sem sótt verður þýsku- námskeið fyrir útlendinga á vegum Göthe-lnstitut. Slík námskeið eru haldin árlega fyr- ir unglinga á aldrinum 14 — 18 ára. Um val milli nokkurra námskeiða verður að ræða. Hefjast þau á mismunandi tíma, allt frá júlíbyrjun og fram í ágúst. Þau fara fram á mis- munandi stöðum, öll í fögru og friðsælu umhverfi, en þó í ná- grenni stórra borga, svo sem Frankfurt, Hannover og Stutt- gart. Þarna verður nemendum boðið eftirfarandi: — 24 stunda þýskukennsla á viku; — öll nauðsynleg námsgögn; — gisting og fullt fæði í heima- vist; — fjölbreytt aðstaða til íþrótta- iðkana, svo og tilsögn; — skoðunarferðir ásamt fræðslu um land og þjóð; — heimsóknir á þýsk heimili; — allar nauðsynlegar trygging- ar. Auk þess mun gefandi greiða öll fargjöld, innanlands og utan. Eins og áður segir vill Hertha Leósson minnast aldarafmælis eiginmanns síns, Haraldar Leóssonar, með þessari verð- launaveitingu. Jafnframt væntir hún þess, að með þessu verði stuðlað að auknunr áhuga á þýskunámi við Gagnfræðaskól- ann á ísafirði." Sjómannafélag ísfirðinga heldur AÐALFUND miðvikudaginn 26. desember 1984 (annan dag jóla) kl. 14:00 í Sjómannastofunni Félagar fjölmennið STJÓRNIN Hvað kostar jólasteikin? Nú eru jólin í nánd og flestir farnir að hyggja að jólamatnum. Þann 10. desember s.l. kannaði Verðlagsstofnun verð á 16 teg- undum kjötvöru sem ætla má að verði á borðum landsmanna nú um jólin. Verðið var kannað í 55 verslunum, þar af eru 43 á höf- uðborgarsvæðinu, 4 á Ísafirði, 5 á Akureyri, 1 á Egilsstöðum og 2 á Eskifirði. Helstu niðurstöður eru eftir- farandi; 1. Af könnuninni má draga þá ályktun að mikil samkeppni ríki milli verslana sem selja kjöt og eru þess jafnvel dæmi að kjöt sé selt í smásölu á verði sem er undir skráðu heildsöluverði. Að meðaltali er hæsta kjötverð 82,7% hærra en lægsta verð. 2. Mestur verðmunur er á Londonlambi úr framparti sem kostar 145 kr. hvert kg. þar sem það er ódýrast, en 380,15 kr. þar sem það er dýrast eða 162,2% meira. 3. I öðrum tveimur tilvikum er hæsta verð meira en helm- ingi hærra en lægsta verð. Lambahamborgarhryggur úr- beinaður kostar á bilinu 229 kr. hvert kg. til 550.50 kr. og er það 140% hærra verð en lægsta verðið. Úrbeinað lambalæri fyllt með ávöxtum kostar frá 200 kr. hvert kg. til kr. 441.90, sem er 121% hærra verð. Verð á lambakjöti var miðað við 1. verðflokk D 1, á svína- kjöti verðflokk A og á nauta- kjöti 2. verðflokkur UN 1.1 öll- um tilvikum var eingöngu skráð verð á nýslátruðu. Þess skal og getið að svína- hamborgarhryggur með beini er ýmist seldur með lundum eða án og í einstaka tilvikum er hryggbeinið að hluta til sagað af. I könnuninni er eingöngu birt verð á óhamflettum rjúp- um, en verð í verslunum á hamflettum rjúpum er allt að 20 kr. hærra. Neytendur geta m.a. nýtt sér þessa könnun þannig, að þegar ákvörðun hefur verið tekin um hvaða kjötrétt á að hafa á jóla- borðinu, má sjá hvar hægt er að kaupa hann á hagkvæmasta verði. Rétt er að undirstrika að könnunin er ekki tæmandi og nær ekki til allra verslana á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landsbyggðinni en neytendur geta haft könnunina til viðmið- unar í öðrum verslunum. Verðkynning Verðlagsstofn- unar liggur frammi endur- gjaldslaust í skrifstofu Verð- lagsstofnunar, Borgartúni 7, og hjá fulltrúum Verðlagsstofnun- ar úti á landi, fyrir þá sem á- huga hafa á að kynna sér nið- urstöðurnar. Hér á eftir fara tölur úr verð- könnun í verslunum á Isafirði. Einnig eru birtar tölur um hæsta og lægsta verð á landinu öllu. Lambalærl fyllt m. ávöxtum úrbeinað, 1 kg Londonlamb úrframparti 1kg Hanglkjötslæri meft beini mg Hangikjötslæri, úrbeinað 1 kg Svínaham- Svínaham- borgarhryggur borgarhryggur m. beini111 kg úrbein. 1 kg Svínalæri nýttm.beini 'kg Svínalæri reykt m. beini 1 kg Svínalæri reykt úrbeinað 1 kg Svínabógur nýrm. beini ' kg Svína- kótilettur 1kg Nauta- lundir 1 kg Rjúpur óhamflettar 1 stk. Peking- önd ' kg Ali- gæs ikg ÍSAFJÖRÐUR Verslun Björns Guðmundssonar 235,00 281,00 460,00 418,00 232,00 230,00 382,00 Kauptélag ísfirðinga 310,00 258,00 278,00 398,00 357,00 217,00 264,20 395,00 232,70 338,50 599,50 150,00 273,00 461,00 Norðurtanginn 215,60 211,20 316,80_ 550,55 293,37 376,96 529,98 281,94 491,04 700,92 446,40 Vöruval 390,80 304,50 295,00 *560,00 424,00 619,00 243,00 235,00 365,00 668,00 150,00 HÆSTAVERÐ 441,90 380,15 326,80 493,20 550,55 690,00 293,37 376,96 529,98 281,94 491,04 700,92 150,00 298,00 468,00 LÆGSTAVERÐ 200,00 145,00 199,00 316,80 298,65 402,00 160,65 202,00 285,00 151,00 275,75 390,00 130,00 198,00 262,00

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.