Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Síða 1
FRETTABLADIÐ SOLOOtA vestfirska N;UtóÍWM.||»B cr óháð ollum stjórnmálaflokkum og nýtur engra opinberra styrkja. „Verðum að horfast í augu við staðreyndiru segir Ulfar Agústsson formaður Kaupmannafélags Vestfjarða. Hver verslun á Vestfjörðum með 450-500 viðskipta- vini. Þyrftu að vera 1500 ef verslunin ætti að bera sig. sjá bls 7. 80 fyrirtæki tóku þátt í firmakeppni Knattspyrnuráðs. sjá frásögn og niyndir á bls 5. Sýslumaður svarar fyrir hreppstjóra sjá bréf á bls 3. Gengið falsað fyrir höfuðborgina sjá bls 11. Fyrsti símafundurinn á Vestfjörðum? sjá bls 6. 100 rækju milljónir aftur vestur? sjá baksíðu. Halldór Guðmundsson formaður bæjarráðs ísafjarðar: Oeðlileg afskiptasemi þjóðminjavarðar — eigum að leyfa sóknarnefnd að vinna þau störf sem söfnuðurinn fól henni, án afskipta “Ég lít svo á að þetta sé óeðli- leg afskiptasemi í þjóðminja- verði. Ég tel að með þessu sé hann kominn út fyrir sitt verksvið. Hann var beðinn um að segja sitt áiit á því hvort endur- byggja ætti kirkjuna, ekki hvern- ig ætti að gera það,“ sagði Hall- dór Guðmundsson formaður bæjarráðs í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Eins og sagt hefur verið frá á síðum Vestfirska mun Halldór sitja fyrir svörum á ritstjórn blaðsinsáþriðjudögum frá kl. 18- 19.Vestfirska fréttablaðið notaði tækifærið á þriðjudaginn og spurði Halldór álits á bréfi þjóðminjavarðar, þar sem lagt er til að ísafjarðarkirkja verði endurbyggð og notuð áfram sem sóknarkirkja. „ Afstaða mín sem bæjarbúa og bæjarfulltrúa hefur komið fram. Það æskulýðs og safnaðarstarf sem vinna þarf. rúmast ekki inn- an veggja gömlu kirkjunnar. Það þarf að gera ráð fyrir slíkri félags- aðstöðu frá upphafi" sagði Halldór. „ Menn skyldu átta sig á því að umræða um nýbyggingu kirkjunnar er ekki ný bóla. Mér finnst að það eigi að leyfa sóknar- nefnd og byggingarnefnd að vinna þau störf sem þesar nefndir hafa verið kjörnar til. Ég minnsta kosti ber fyllsta traust til þeirra. En í þessu máli virðist skorta nokkuð á samstöðu bæjarbúa eins og svo oft áður. Nú sem endranær virðist fólki finnast að þeir sem til forystu hafa veríð kjörnir séu ekki til þess fallnir." Krossholt: Settu óskráð heims- met í snú- snú 16 skólabörn í Krossholti á Baröaströnd settu um helgina óstaðfest heimsmet í snú-snú. Þau þreyttu leikinn í 28 klukku- stundir samfleytt. Aheitum var safnað og hétu menn ákveðinni upphæð fyrir hverja klukku- stund. Alls söfnuðust tæpar 60 þúsund krónur. Féð rennur til þess að kosta árlega skíðaferð nemenda á ísafjörð. Haft var samband við heimsmetabók Guinness og er ekki skráð þar neitt heimsmet í snú-snú. Til þess að slíkt met fáist viðurkennt þurfa viðurkenndir dómarar að vera viðstaddir þannig að hér er um óopinbert heimsmet að ræða. Torfi Steinsson skólastjóri í Krossholti sagði í samtali við Vestfirska fréttablaðið að áður hefðu nemendur aflað fjár fyrir árlega skfðaferð sína með því að hlaupa tiltekna vegalengd, en þetta væri í fyrsta skipti sem svo óvenjulegri aðferð væri beitt. 30 nemendur sitja á skólabekk í Krossholti og er það 50% aukn- ing frá fyrra ári. Fjöldinn á Magabeltið Kabarettinn „ Úr magabeltinu“ sem Litli Leikklúbburinn á ísafirði ásamt B.G. flokknum, hefur sýnt að Uppsölum á Isafirði undanfarnar vikur hefur notið mikilla vinsælda. Fimm sýningar hafa verið haldnar fyrir fullu húsi og ekkert lát virðist á vinsældum sýningarinnar. Sýningum verður fram haldið eitthvað fram í desember eftir því sem aðsókn leyfír. A myndinni brosa þær til Ijósmyndarans þær Vigdís Jakobsdóttir (að ofan) og Sigríður Jakobsdóttir ( að neðan) en þær eru kvnnar sýning- arinnar. Allar deildir opnar laugardaginn 28. nóvember, frá kl. 13:00 - 17:00 I ilboó og kynningar Kaffi á könnunni ÍJtnu 7200 Hegiuoundnar reroir frá Reykjavík 6-7 sinnum í mánuði til Vestfjarða RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.