Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Qupperneq 2
I vestíirska ~ Höfuöskepnurnar leika lausum hala á ísafiröi þegar þessarlínureru ritaðar. Suðvest- an stormur er á, trúlega tæp tíu vindstig. Aö því frátöldu hafa gæftir verið sæmilegar að undanförnu og afli línubáta verið ágætur og bátar eru á sjó þegar þetta er skrifað þrátt fyrir veður. Á baksíðu blaðsins í dag má lesa frétt um að Ása ÍS hafi verið seld. Við það má bæta að Niðursuð- uverksmiðjan hefur lagt áform um sölu á úthafsrækjuskipinu Arnarnesi á hilluna í bili. BÍLDUDALUR: SÖLVI BJARNASON landaði 17. nóvember tæpum 60 tonnum af þorski. Rækjuafli í Arnarfirði hefur verið með eindæmum góð- ur og hefur Rækjuver tæplega haft undan að vinna aflann. ÍSAFJÖRÐUR: JULÍUS GEIRMUNDSSON landaði á mánudag eftir þriggja daga veiðiferð. 34 tonn fóru til vinnslu í Ishúsfélagi ísfirðingaog að auki var sett í einn gám. Aflinn var að mestu leyti þorskur. GUÐBJÖRG er á veiðum. GUÐBJARTUR er á veiðum. Þokkalegur afli hefur verið hjá ORRA, VÍKINGI III og GUÐ- NÝJU sem róa með línu og leggja upp hjá Norðurtanganum á ísafirði, eða um átta tonn á bát að meðaltafi í róðri. SÚÐAVÍK: BESSI er nýfarinn út eftir sigling- una og er á veiðum. HAFFARI kom inn á sunnudag með 20 tonn af þorski. HAFRÚN landaði á mánudag 4,7 tonnum af rækju, SIGRÚN 1,9 tonni og, VALUR 1,4 tonnum. SUÐUREYRI: ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR kom inn á siðasta fimmtudag með 36,5 tonn af blönduðum afla ýsu og karfa. Elín kom svo inn í gær, miðvikudag með 61 tonn. Helmingurinn af þvi var þorskur, en afgangurinn blandaður afli. BOLUNGARVÍK: DAGRÚN var í landi í gær með tæp 60 tonn af blönduðum afla. Línubátar frá Bolungarvík hafa aflað sæmilega. FLOSI sem er þeirra stærstur hefur verið með 7-8 tonn í róðri. HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR er nokkru minni en hefur fengið 4-6 tonn í róðri. Fyrir skömmu fékk BYR 5,5 tonn á línuna og KRISTJÁN tæp 7 tonn. Byr er 32 tonn að stærð en Hall- dór 30 tonn. í byrjun þessarar viku voru VÍK- URBERG, GRINDVÍKINGUR og GUÐMUNDUR ÓLAFUR að URVALS KÚFISKBEITA Adeins 50 krónur fyrir kílóið. Kúfiskurinn er vel fastur á þó lagt sé í miklum straumi og sumir segja að hann sé annarri beitu betri þegar skammdegi ríkir og myrkur er yfir Bylgjan hf. - Suðureyri sími 94-6292 landa loðnu í Bolungarvík. Þar voru allar þrær fylltar í síðustu viku er fjöldi báta landaði þar eftir aflahrotuna. Alls er nú búið að taka við 13.000 tonnum af loðnu í Bolungarvík frá upphafi vertíðar í sumar. PATREKSFJÖRÐUR: SIGUREY landaði á mánudag í fyrri viku, 82 tonnum og skrapp síðan rétt út en kom aftur inn vegna veðurs og fór ekki aftur á sjó fyrr en seinni hluta fimmtu- dags. Skipið er væntanlegt inn á mánudag. PATREKUR er inni vegna bilunar og er beðið eftir varahlutum erlendis frá og i gær var vonast til þess að skipið kæmist á sjó í dag eða á morgun. VESTRI landaði 36 tonnum frá miðvikudegi til miðvikudags í gær. Skipið er á línu og fékkst þessi afli í þremur sjóferðum. TÁLKNAFJÖRÐUR: Togarinn TÁLKNFIRÐINGUR landaði síðast 17. þessa mánað- ar, rétt um 30 tonnum. Skipið kom þá inn vegna brælu og hafði þá verið tvo daga á veiðum. Tálknfirðingur er væntanlegur inn um helgina. FLATEYRI: GYLLIR landaði 22. nóvémber 32,3 tonnum, kom inn vegna brælu, auk þess sem var orðið fisklaust hjá Hjálmi. JÓNÍNA hefur verið að fá 4-6 tonn í róðri á línuna. SIF hefurfiskað heldur skár, hef- ur verið með þetta 5-6 tonn í róðri. ÞINGEYRI: FRAMNESIÐ landaði 23 . nóv- ember 5.7 tonnum á Þingeyri. Annar afli fór í land á ísafirði. Línubátar frá Þingeyri selja flestir afla sinn til annarra staða. Á sama tíma vantar fisk hiá Hrað- frystihúsi Kaupfélags Dýrfirð- inga. HÓLMAVÍK: Þar lönduðu í síðustu viku: ÁSBJÖRG 4,4 tonnum af rækju, DONNA 4,5 af rækju, HILMIR 4,1 tonni og SIGURBJÖRG 4,4 tonnum Á Drangsnesi lönduðu GUNNHILDUR 6,6 tonnum af rækju, GUNNVÖR 5,4 tonnum af rækju, ÖRVAR 3,3 tonnum af rækju, DRAUPNIR 46 tonnum af fiski og SUNDHANI 10,2tonnum affiski. „Þetta er bölvaður ræfill“ sagði Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri á Hólmavík um rækjuveiðina í samtali við Vestfirska fréttablað- ið. Jón sagði að bátarnir fengju öðru hvoru talsvert magn af rækju en hún væri mjög smá. Þetta gefur óneitanlega vonir um að stofninn sé í uppvexti en Jón sagði að langt væri frá að neinn blómi væri yfir rækjuveiðum um þessar mundir. Elín l'orbjarn- ardóttir lögst áð bryggju á Suðureyri á miðvikudag, með 61 tonn af þorski og blönduðum afla. Húsmæðraskólinn Ósk. GÁMAR Útvegum flestar gerðir gáma (containers) frysti- og kæligámar 20 og 40 feta. Einangraðir gámar fyrir ferskan fisk 20 feta. Þurrgámar 10, 20 og 40 feta. Flestar gerðir sérhæfðra gáma, nýir og notaðir. Leigjum einnig út 20 feta kæli- og frystigáma Bakkavör hf. Mýrargötu 2, 101 Reykjavík Sími (91) 25775 75 ára „ afmæli hjá Ósk Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði átti 75 ára afmæli hinn 1. október síðastliðinn. Af því tilefni verður efnt til nemendamóts að vori og verður þá stefnt til ísafjarðar eins mörgum fyrrverandi nemendum Húsmæðraskólans og til næst. Húsmæðraskólinn Ósk tók til starfa 1. október 1912. Var hann til húsa þar sem nú er Pólgata 8 í húsakynnum Eðvarðs Ásmunds- sonar. Forstöðukona skólans var Fjóla Stefánsdóttir húsmæðra- kennari frá Grásíðu í Kelduhverfi. I sögu ísafjarðar kemur fram að fyrsta árið var skólinn heiman- gönguskóli og starfaði alls í átta mánuði. Skólaárinu var skipt í tvö fjögurra mánaða námskeið og voru tólf nemendur á hvoru. Kennsla stóð frá átta að morgni til kl. 20.00 að kveldi og var hún bæði bókleg og verkleg. í bóklegum greinum var kennd næringarfræði, hjúkrunarfræði og heimilis- og búreikningar. Verkleg tilsögn var veitt í matargerð, ræstingu, þvotti og saumaskap. Húsmæðraskólinn naut þegar mikilla vinsælda og fyrstu starfsárin komust í hann færri stúlkur en vildu. I tilefni þessara tímamóta var haldinn fundur í nemendafélagi Húsmæðraskólans Óskar og var þar ákveðið að minnast þessa merkisafmælis með ýmsu móti. Rætt var um að fá birt í blöðum efni til þess að vekja athygli á því mikla starfi sem farið hefur fram innan veggja skólans í gegnum árin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.