Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Page 8
8 Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. r' T7 VQ T T? BíIa!eiga IjTli I OTT\ Carrental BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 Við bjóðum frá Bandaríkjunum á hagstæða dollaraverðinu: HFR - 220 karfavélasamstæður. GFM - afhreistara. Nýja og endurbyggða. Einnig úr ryðfríu stáli. HÖFUM KAUPANDA AÐ BAADER 161,HAUSUNAR- OG AÐGERÐARVÉLUM. Getum ávallt boöiö BAADER flökunar- og flatningsvélar. Uppgerðar eða yfirfarnar. EFTIRTALDA FRYSTISKÁPA OG TÆKI HÖFUM VIÐ TIL SÖLU 1 stk. Kværner Kulde, 11 stöðva 19,6m2, árgerð 1982. 2 stk. Sabroe, 11 stööva, 19,6m2, árgerð 1980, fyrir ammoníak. 1 stk. 1100m3 Halls frystipressa, 90 kw mótor og kútar fyrir Freon. Hamraborg 1, Kópavogi, sími46070, 641607. Fallegir aðventukransar og kerti Jólaskreytingar Listmunir úr bronsi Eigum kertastjaka af öllum gerðum TOPPBLÓMIÐ Sólgötu 11 ísafirði Rafmagnsleysi á Vestfjörðum: t5 vestíirska TTABLADID Fyrirtæki verða fyrir tjóni „— Orkubúið er alls ekki bótaskylt“ segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri „Nei, Orkubú Vestfjarða er ekki skaðabótaskylt. í 37. grein reglugerðar um starfsemi Orkubús Vestfjarða er tekið fram að tjón sé ekki bótaskylt verði rafmagnstruflanir af völdum frosts, náttúruhamfara eða af öðrum óviðráðanlegum orsökum,“ sagði Kristján Har- aldsson orkubússtjóri í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Talsverðar truflanir urðu á rafmagni fyrir skömmu af völdum veðurs. Bilanir urðu á línunni milli Bolungarvíkur og Breiðadals. Lóð eru hengd á einangrara línunnar þar sem hún liggur yfir fjallið til þess að koma í veg fyrir að hún sveiflist til í vondum veðrum. ísing hlóðst á línuna á þessum slóð- um og slitnaði annar fasinn. Línan slóst síðan í staurinn og sló út rafmagninu. Veruleg sveifla varð á spennunni við þessar aðstæður og nokkurn tíma tók fyrir starfsmenn Orku- búsins að átta sig á því hvar bil- unin væri. Vestfirska fréttablaðinu er kunnugt um mörg fyrirtæki sem urðu fyrir óþægindum og tjóni vegna spennufalls, en það hefur afar slæm áhrif á viðkvæm tæki á borð við tölvur og fleira. Kristján Haraldsson orku- bússtjóri tók hins vegar af allan vafa um skaðabótaskyldu Orkubúsins eins og fram kemur hér að ofan. Hjúkrunarfélag Yestfjarða: Slæleg vinnubrögð „Fjórði áfangi nýbyggingar Fjórðungssjúkrahússins á Isafirði er nú 7 mánuðum á eftir áætlun og er Ijóst að ekki verður um flutning að ræða á starfsemi gamla hússins í það nýja fyrr en a næsta ári. Lýsir fundurinn vanþóknun sinni á þess- um drætti og átelur viðkomandi ráðamenn harðlega fyrir slæleg vinnubrögð í þessu sambandi, því ekki er hér um að kenna fjárskorti. Fundurinn lýsir áhyggjum sín- um yfir viðvarandi ástandi á gamla sjúkrahúsinu, þar sem sjúklingar og starfsfólk þarf að gera sér að góðu hcilsuspillandi húsnæði, lc- legan aðbúnað og óviðunandi vinnuaðstöðu, sem gerir markvissa hjúkrunar- og læknismeðfcrð allt að því ómögulega. Með hliðsjón af því að þetta hefur viðgengist í tugi ára án endurbóta er öll seink- un á byggingarframkvæmdunum óafsakanleg." Petta kemur fram meðal annars í ályktun sem samþykkt var á fé- lagsfundi í Vestfjarðadeild Hjúkr- unarfélags Vestfjarða. Fundurinn skorar á byggingarnefnd Fjórð- ungssjúkrahússins, alþingismenn Vcstfirðinga, fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingaráðherra og sveitarstjórnir á norðanverðum „Vissulega hefðu framkvæmdir getað gengið betur. Því verður ekki á móti mælt. Sú umræða og þau skrif sem fram hafa farið um þessi mál að undanförnu eru mál- inu hinsvegar ekki til framdráttar hvorki innan bæjar né utan,“ sagði Halldór Guðmundsson formaður bæjarráðs þegar málefni Fjórð- ungssjúkrahússins bar á góma þeg- ar Halldór sat fyrir svörum á rit- stjórn á Vestfirska fréttablaðsins á þriðjudag. „Ég tel að þeir sem á annað borð hafi lesið grein formanns bygg- Vestfjörðum að leggjast nú á eitt til að nýja sjúkrahúsið á ísafirði verði fullgert sem allra fyrst. ingarnefndar um þcssi mál scu stórum fróðari um það hvernig þessi mál hafa í rauninni gengið fyrir sig“ sagði Halldór að lokum. Á fundinum með Halldóri kom einnig fram að á sameiginlegum fundi þeirra sem að sjúkrahúss- b.yggingunni standa sem haldinn var í Reykjavík fyrir skemmstu, kom fram að vonir eru bundnar við að takist að Ijúka framkvæmd- um snemma á næsta ári. Halldór verður við á ritstjórn Vestfirska fréttablaðsins á næsta þriðjudag frá kl 18-19. S Isafjörður: „Engum tíl framdráttar hvorki innan bæjar né utan“ „Reynum að nota hagkvæmasta flutningsmátann“ — segir Armann Leifsson Vegna skrifa frá óánægðum viðskiptavini í síðasta tbl Vest- firska fréttablaðsins um hrakn- ingasögu gáms á leið frá Bol- ungarvík til Flateyrar vildi Ármann Leifsson vöruflutn- ingabílstjóri í Bolungarvík koma nokkrum athugasemdum á framfæri. Ármann sagði að fyrir mann- leg mistök hjá afgreiðslumanni í Bolungarvík hefði fylgibréf gámsins ekki farið með honum rétta boðleið. Ármann sagði að það væri ekkert nýtt þótt vörur Á suðurfirðina væru sendar á sem hagkvæmastan hátt á áfangastað. Mun ódýrara væri að senda nokkra pakka stystu leið með skipi milli fjarða í stað þess að aka yfir heiðar á tíu hjóla trukk hálftómum. Greiðir Ármann sjálfur flutningskostn- að með skipi í tilfellum eins og þeim sem um ræðir. Ármann vildi að lokum ntinna bréfritara á að það er mannlegt að gera mistök. Mannleg mistök hefðu orðið í þessu tilfelli og hefðu viðkom- andi beðist afsökunar á því.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.