Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Page 5

Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Page 5
tVESTFlRSKA' Fimmtudagur 7. maí 1992 5 jÉ& BÆJARFÓGETINN 'lEPf BOLUNGARVÍK Aðalbókari „Mikill snjór á Horn- ströndum og leysir lítiðu — segir Ragnar Jakobsson frá Reykjafirði í fréttaviðtali að „nordan“ Við embættið er laus til umsóknar staða aðalbókara. Staðan veitist til að byrja með til eins árs. Væntanlegur umsækjandi þarf að geta hafið störf í byrjun júní. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir, sem hafa að geyma upplýs- ingar um menntun og fyrri störf um- sækjanda, sendist til skrifstofu undir- ritaðs, sem jafnframt veitir nánari upp- lýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk. Bæjarfógetinn í Bolungarvík. Jónas Guðmundsson. AÐALFUNDUR Aðalfundur Kaupfélags ísfirðinga verð- ur haldinn föstudaginn 22. maí kl. 17, að Pólgötu 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin. Ragnar Jakobsson frá Reykjafirði á Hornströndum dvaldi í Reykjafirði frá 15. apríl til 1. maí sl. Var hann að huga að eignum sínum norður þar og ganga frá húsum fyrir sumarið, en Ragnar dvelur í Reykjafirði á sumrum ásamt fjölskyldu sinni við rekaviðar- vinnslu o.fl. I samtali við Vest- firska sagði Ragnar að mikill snjór væri í Reykjafirði ogenn meiri norðar á Hornströnd- um, t.d. Hælavík og Hornvík. Hefði iítið leyst því vorið hefði verið afar kalt. „Fyrstu gestirnir komu á vélsleðum 1. mars frá Staðar- skála í Hrútafirði og spurðu þeir í gestabókinni hvenær sundlaugarvörðurinn hafi far- ið í frí. Þeir hafa farið í bað og þótt laugin nokkuð skítug eftir veturinn. Eg skaut níu tófur við bæina og í kringum sund- laugina og missti þá tíundu. Ég skaut á hana en hún slapp. Ein tófan var með sérstökum lit sem ég kannast ekki við. Hún var mitt á milli hvítrar og mórauðrar og ég kalla hana gráa. Þetta er líklega búra- tófa. Ég fékk líka tvær minka- læður, en ég var ekki með minkahundinn", sagði Ragnar. „Ég varð fyrir miklum von- brigðum því það er mikill snjór fyrir norðan. Það hafa aldrei komið hlýindi í vor. Það var oft frost á nóttinni og 2ja stiga hiti á daginn. Þetta rynni fljótt niður ef hlýnaði. Ég Úr Reykjafirði. Ljósm. Snorrí Hermannsson. mældi snjódýptina á flugvell- inum á föstudaginn langa og var hún 64 sentimetrar. Snjór- inn slaknaði um 20 cm meðan ég var fyrir norðan. Ég var einn seinni vikuna en þá fyrri var Ketill sonur Guðfinns bróðir með mér. Við fengum gesti á páskadag, sleðafólk úr Árneshreppi. Grásleppukarlar fengu æð- arblika í netin norður í Horn- vík og hafði hann verið merkt- ur hjá þeim Gumma og Konna í Þcrnuvík fyrir tveimur árum. Hann var 2ja ára, fuglinn. Ég er að fara aftur norður, því ég á eftir að gera svo mikið í húsinu. Ég ætla að láta ferma Elínu dóttur mína fyrir norð- an í sumar. Það verður 21. júní, ef gefur, og næsta helgi er til vara. Það verður fcrmt á Kirkjubóli, handan við Ósinn, undir berum himni. Kirkjuból hefur verið í eyði um aldir og cr forn kirkjustaður í Reykja- firði. Þetta fer eftir veðri og ef ekki viðrar fermum við bara inni í bæ í Reykjafirði. Við byggðum búningsklefa við sundlaugina sl. sumar og meiningin er að setja sturturn- ar upp í sumar fyrir heima- mcnn og svo ferðafólkið", sagði Ragnar að lokum. Vestfirska óskar Ragnari góðrar ferðar norður aftur og vonar að veðurguðirnir verði honum hliðhollari í vor og snjóa fari að taka upp norður í Reykjafirði sem annars staðar. -GHj. Canon OTRULEG TÆKNI í fjölföldun og stækkun litmynda Stækkanir af litskyggnum (slides) Ljósritun á glærur í fullum lit Eftirtökur og stækkanir á svart/hvítum ljósmyndum Með Canon CLC 300 litljósrítunarvélinni gefst fólki kostur á nýjum ognær óþrjótandi notkunarmöguleikum í fjölföldun og stækkun litmynda GJÖRIÐ SVO VEL OG KYNNIÐ YKKUR MÖG ULEIKANA ISPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 Canon LJÓSRITUN í LIT Til hamingju VesiBrðingar! CANON ljósrítun í lit í fyrsta sinn utan höfuðborgarsvæðisins ísprent hf. á ísafirði ryður brautina á landsbyggðinni meðþvíað taka ínotkun Canon CLC300litljósritunarvél

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.