Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 8
VESTFIRSKA 8 Fimmtudagur 3. desember 1992 ---- — —I in? ^ttablabið Feröamálaféiag stofnað 13. janúar Milli þrjátíu og fjörutíu manns sátu undirbúningsfund vegna fyrirhugaðrar stofnunar Ferðamálafélags ísafjarðar og nágrennis, sem haldinn var á sunnudaginn. Skoðanir voru nokkuð skiptar um hlutverk og verksvið slfks félags, t.d. hvort það skyldi hafa einhvern rekst- ur með höndum. Kosin var átta manna undirbúningsnefnd, og eiga sæti í henni m.a. Anna Margrét Guðjónsdóttir ferða- málafulltrúi Vestfjarða, Olafur hótelstjóri og Kristján á Djúp- bátnum. Stofnfundurinn verður haldinn 13. janúar nk. Rútuferðir á Seljalandsdal laugardaga og sunnudaga Kl. 10.15 Frá Hnífsdal Kl. 10.30 Frá Landsbanka Kl. 10.45 Frá Holtahverfi Kl. 11.15 Frá Seljalandsdal Kl. 13.00 Frá Hnífsdal Kl. 13.15 Frá Landsbanka Kl. 13.30 Frá Holtahverfi Kl. 16.00 Frá Seljalandsdal Fargjöld: Fyrir 14 ára og yngri: Stakarferðir kr. 100 Kort með 20 miðum kr. 1.500 Fyrir 15 ára og eldri: Stakarferðir kr. 150 Kort með 20 miðum kr. 2.250 Leifur A. Símonarson prófessor: Steinn Emilsson jarðfræðingur stundaði nám í tveimur háskólum - og fékk auk þess mikla starfsreynslu á rannsóknastofum erlendis Fyrir nokkru barst mér ein- tak af Vestfirska fréttablaðinu frá fimmtudeginum 22. október 1992.1 þessu ágæta blaði er oft ýmislegt forvitnilegt og svo var einnig að þessu sinni. Ein frétt vakti þó mesta athygli mína, en hún var um opnun Náttúru- gripasafns Bolungarvíkur á næsta ári þegar liðin verða hundrað ár frá fæðingu Steins Emilssonar jarðfræðings. I þessari frásögn var Steinn sagður sjálfmenntaður jarð- fræðingur og náttúrufræðingur og því langar mig til að taka fram eftirfarandi: Haustið 1915 innritaðist Steinn Emilsson í Hinn al- menna Menntaskóla í Reykja- vík, en hann fór þegar úr 4. bekk til Noregs. Árið 1916 vann hann við silfurnámumar í Kongsbergi og 1919 lauk hann stúdentsprófi í Osló. Þegar Steinn vann við silfumámumar safnaði hann steinum og berg- tegundum og að stúdentsprófi loknu hóf hann nár»í jarðfræði við háskólann í Osló, en vann jafnframt í Toldbodens Laboratorium og Schmelcks kemiske Biireau, þar sem hann fékk ómetanlega starfsþjálfun. Frá Noregi lá leiðin til Þýskalands, þar sem hann hélt áfram háskólanámi í Jena árin 1920-1923. Árið 1921 fékk hann styrk frá Alþingi til þess að læra að kljúfa og flokka silfurberg, en það lærði hann í hinum víðfrægu Zeissverk- smiðjum í Jena. Af þessu má vera ljóst að Steinn Emilsson var langt frá því að vera sjálfmenntaður. Hann hafði stundað nám í tveimur háskólum og þar að auki fengið mikla starfsreynslu á rannsóknastofum. 1 þessu sambandi má benda á að all- margir íslenskir náttúrufræð- ingar, sem stunduðu nám er- lendis á milli stríða, komu heim án þess að ljúka námi. Steinn var þar alls ekki einn á báti. Ég vona að þið sjáið ykkur fært að birta þessa litlu athuga- semd mína vegna þess að ég veit að hún skiptir máli. Með bestu kveðjum og fyr- irfram þakklæti. Reykjavík 16. nóvember 1992. Leifur A. Símonarson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Islands og gamall nemandi Steins Emilssonar. Vestfirska fréttablaðið þakk- ar kærlega fyrir þetta ágæta og fróðlega bréf. Rjúpnaveiðin í meðallagi Rjúpnaveiðin hér vestra hefur gengið sæmilega á þessu veiðitímabili. Vitað er um tvær skyttur sem hafa fengið yfir 160 rjúpur hvor, en mest 24 í ferð. Rjúpan virðist vera nokkuð dreifð um þessar mundir. Tíð- arfar hefur verið óhagstætt. Talsvert ber á fálka á veiðislóðum. Veiðin á norðan- verðum Vestfjörðum hefur verið frekar dræm, ef marka má fréttir rjúpnaveiðimanna þar. Rjúpan er mjög stygg í kjarr- lendi og erfitt að fá góða veiði, að sögn veiðimanna. Svo virðist að rjúpnastofninn sé svipaður og í fyrra á sunn- anverðum Vestfjörðum, en þá var hann í meðallagi. Róbert Schmidt. Tíðarfar hefur verið veiðomönnum óhagstætt að undanförnu. Þeir hafa verið að kroppa þetta frá fjórar til tíu rjúpur eftir daginn, en þeir sem mest fá eru með 20 rjúpur. SMÁ- auglýsingar SNÆFARI Fundurfimmtud. 3.112. kl, 20.30 að Skeiði 5. (Bílaleigan Ernir) „Gunni stóri“ kemur á fundinn til skrafs og ráðagerða o.fl. 3NIÁAUGLÝSINGAR í i/estfirska eru ókeypis fyrir einstaklinga, samtök og félög sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. 3ími 4011. JR VÍDEÓ FJÖLMARGAR NÝJAR ÚRVALSMYNDIR ÐEFENSELESS T.K. Katwuller (Barbara Hershey) er lögfræðingur auðjöfursins Steve Seldes ákærður er fyrir að fá unglingsstúlkur til að leika í klámmyndum. En Seldes er einnig elskhugi hennar og, eins og hún kemst að, eiginmaður gamallar vinkonu. Svo finnst hann myrtur. Augljóslega fórnarlamb föður ungrar klámmyndaleikkonu. En morðinginn hefur enn ægilegri ástæðu fyrir verknaðinum. FRANSKA BYLTINGIN Árið 1788 er Frakkland gjaldþrota vegja gjálífs yfirstéttanna og konungshjónin standa í stöðugu stappi við þegnana. Miskunnarlausir skattar dynja á þjóðinni og konungur reynir að kenna hinni nýju stétt um, er hún krefst réttar síns. Nýtt alþýðuþing er kosið og þar koma inn Danton, Robespierre, Saint-Just, Baily, Mirabeau og Marat, Yngri prestar koma á óvart með því að styðja þessa nýju neðri deild sem berst fyrir mannréttindum. BLOOD & CONCBETE Lögreglan leitar bílaþjófsins og smáglæpamannsins Joey Turks, sem grunaður er um morð á einum sölumanna lyfsins „Libido". Jafnvel forsprakki lyfjahringsins telur Joey sekan, ekki einungis um morðið, heldur einnig um að hafa stugnið af með 100.000 dali. Eini möguleikinn fyrir Joey að sanna sakleysi sitt er að hafa uppi á peningunum og semja við glæpamennina áður en lögreglan finnur hann. VÆNTANLEGAR: FAÐU ÞER SPOLUI 00 KVOLD ÞAÐ ER ALDREI NEITT í KASSANUM HVORT SEM ER JR VÍDEÓ Mánagötu 6, ísafirði, sími 4299

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.