Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 11
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Ísafjarðarbíó Fímmtu<íag og fostudag kl. 9 og surmudag kt. 5 BEETHOVEN MYND SEM ÞU NYTUR BETURI I HX Ivan Reitman sem gert hefur myndireins og „Ghostbusters" og „Twins“ er hér kominn með nýja stórgrínmynd „Beethoven“ Myndin hefur slegið í gegn um allan heim og segja menn að ekki hafi komið skemmtilegri grínmynd fyrir fólk á öllum aldri síðan „Home alone“. „BEETHOVEH" - GELTANDIGRÍN 06 GAMAN! JEETIOVEF - MVID SEM FEI Mt 00 Mll TILII VEIIt IF HLÍTII! Aðalhlutverk: Charles Grodin, Bonnie Hunt, Dean Jones og Oliver Platt. Framleiðandi: Ivan Reitman. Leikstjóri: Brian Levant. EIN VINSÆLASTA OG BESTA MYND ÁRSINS Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Gene Hackman, Morgan Freeman og Richard Harris. Handrit: David Webb Peoples (Blade Runner). ★*** Fl. BIOLINAN ★*★* FI.BÍÓLÍMAN * * * ★ Al. MBL * * * * Al. MBL Fimmtudagur 3. desember 1992 Sjallinn ÞRUMUBALL Laugardagskvöld 11-3 Þetta er sko stuðball vetrarins Þú mœtir 18 ár Pöbbinn opinn fimmtud. - sunnud . 20-01 og mánud. - miðvikud. 20-24 Fostudagskvöld 20-03 DISKÓTEK Frítt til 10 og 1/2 gjald til 12 18 ár SMÁ- auglýsingar VESTFIRÐINGAR Komið í mat eða kaffi og lítið í Vestfirska fréttablaðið. Ingólfsbrunnur, Eva Hjaltadóttir, Aðalstræti 9, Reykjavík. TIL SÖLU Subaru 1800 árg. 1982, ekinn 120 þús. Góður bíll. Uppl. í síma 4516. SÚGÞURRKUNARBLÁSARI H-11 til sölu, ásamt Hadz 6 hestafla dieselvél. Sími 4578. VÉLSLEÐI Til sölu Polaris Indy 650, árg. 1988. Góður sleði, nýyfirfarinn af umboði. Uppi. í síma 7318 milli kl. 19 og 20. GAME BOY Nintendo leikjatölva til sölu. Tækið er glænýtt, ónotað og með öllum fylgihlutum. Var keypt í fríhöfninni, selst á aðeins 8 þúsund. Sími 4536 (Anna). SMÁAUGLÝSINGAR í Vestfirska eru ókeypis fyrir einstaklinga, samtök og félög sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Sími 4011. ELDAVÉL ÓSKAST Óska eftir notaðri eldavél fyrir lítið. Sími 3517 eða 3142. Við byggjum tónlistarhús Nýtt hönnunar- og ráðgjafarfyrirtæki á ísafirði: RÓIÐ Á TÆKNIMIÐ - óháð öðrum fyrirtækjum, segir Sigurður Jónsson skipatæknifræöingur - tæknideild Skipasmíðastöðvarinnar lögð niður Um síðustu helgi var stofn- að hönnunnar- og ráðgjafar- fyrirtæki á ísafirði, sem hlotið hefur nafnið Tæknimið hf. „Það hefur lengi staðið til að leggja niður tæknideildina hjá Skipasmíðastöðinni og stofna í staðinn sjálfstætt fyrirtæki um þau verkefni sem unnin hafa verið þar“, sagði Sigurður Jónsson skipatæknifræðingur, einn af stofnendum Tæknimiðs hf f samtali við blaðið. „Tæknideild Skipasmíða- stöðvarinnar hefur unnið tölu- vert mikla hönnunnar- og tæknivinnu sem seld hefur verið út, líkt og á hverri annarri ráðgjafastofu. Okkur þótti rétt að nýta þá reynslu sem við höfum og setja á stofn sjálfstætt fyrirtæki. Skipasmíðastöðin gæti samið um ákveðin verk hjá fyrirtækinu og þannig náð meiri hagkvæmni og markviss- ari vinnubrögðum við undir- búning verka“, sagði Sigurður. Til að byrja með verða starfs- menn fyrirtækisins, ásamt Sig- urði, þeir Guðmundur Kr. Högnason sjávarútvegs- verkfræðingur, Gunnar G. Magnússon og Magnús G. Magnússon vélatæknifræðing- ar. „Við höfum talað við allar smiðjur héma á svæðinu, það hefur verið rætt um það í mörg ár að þær hefðu þörf fyrir öfl- ugan aðila sem þær gætu leitað til með tæknileg hönnunnar- verkefni og annað slíkt. Þæreru flestar það smáar að þær hafa ekki ráð á að hafa hjá sér mann. Smiðjurnar tóku líka allar mjög vel í að vera með í svona fyrir- tæki. Auk þess eru ýmis út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki með í Tæknimiði hf. Við leggjum áherslu á að vera al- gerlega óháðir öllum öðrum fyrirtækjum og að öllu leyti sjálfstæðir“, sagði Sigurður Jónsson. A stofnfundinum á laugar- dag skráðu sig 11 einstaklingar og 9 fyrirtæki fyrir hlutafé upp á 3,3 niilljónir og er það stofnfé fyrirtækisins. Aætlað er að stofnað verði útibú fyrirtækis- ins í Reykjavík með tveimur starfsmönnum. Tæknimið hf tekur formlega til starfa strax í byrjum janúar en nú er leitað að hentugu húsnæði undir starf- semina. Sigurður segir Tæknimið hf leggja áherslu á eftirfarandi svið: * Hönnun fiskiskipa, breyt- ingar og endurbætur á þeim. * Hönnun og fyrirkomulag fiskvinnslubúnaðar í landi og um borð í skipum. * Ráðgjöf um val og upp- setningu aflbúnaðar í skipum og ráðgjöf um orkusparandi aðgerðir á sjó og í landi. * Almenna verkfræðiráðgjöf fyrir útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki og rækjuverksmiðjur. * Verkundirbúning, verkeft- irlit, gerð útboðsgagna, kostn- aðar- og rekstraráætlana. * Hönnun ýmiskonar vél- búnaðar fyrir sjó og land. * Ráðgjöf varðandi fram- leiðslustýringu og gæðastýr- ingu fyrir vinnslustöðvar og aðra aðila á sjó og í landi. 11 SMÁ- auglýsingar HANDPRJÓNAÐIR dúkar til sölu. Uppl. í síma 3614. TIL SÖLU húseignin Heiðarbraut 10, Hnífsdal. Uppl. gefur Atli í síma 91- 666644 eða Inga í síma 94-3616. ÍBÚÐ ÓSKAST á leigu á ísafirði eða nágrenni, helst 2-4 herbergja, til eins eða tveggja ára. Uppl. gefur Hálfdán í síma 4400 á daginn og 3157 á kvöldin. SNJÓBLÁSARI af dráttarvél til sölu, framanátengdur. Uppl. í síma 4578. TIL SÖLU Kettler Trophy Electronic þrekhjól. Hjólíð er með 10 þyngdarstillingar, sýnir snún/mín (RPM), tíma, km/klst, meðalhraða, vegalengd, kaloríu- brennslu og hjartslátt (púls). Sími 3030 á kvöldin. TIL LEIGU til skamms tíma tveggja herbergja íbúð á Eyrinni, frá og með áramótum. Sími 4775. TIL SÖLU Polaris Indy 400 vélsleði, árgerð 1985. Mjög góður sleði. Uppl. í síma 4563. TIL LEIGU 2ja herb. 60 fm íbúð. Uppl. í síma 3378 eftir kl. t 19. TVÆR STELPUR á ísafirði langar til að selja jólakort eða eitthvað sem tengist jólunum. Uppl. í síma 3898 og 4261. VANTAR vinnu fyrir unga konu með góða viðskiptamenntun og starfsreynslu. Uppl. gefur Hálfdán í síma 4400 á daginn og 3157 á kvöldin. DAVID BROWN dráttarvél óskast, hvit, má vera biluð. Sími 4578. TIL SÖLU sjónvarpsleikjatölva með tveimur stýripinnum og 160 innbyggðum leikjum. Uppl. í síma 4774. SANYO videomyndavél með 8 mm spólu til sölu. Uppl. í síma 3030 á kvöldin. AÐALFUNDUR Skátafélagsins Einherjar- Valkyrjan verður haldinn í Skátaheimilinu sunnu- daginn 6. desember kl. 17. Stjórnin. RJÚPNAVEIÐI er algerlega bönnuð í landi Kleifa í Skötufirði. Landeigandi. DÚKASTREKKINGAR Þvæ, stífa og strekki dúka. Vönduð vinna, fljót þjónusta. Móttaka í Blómabúðinni Elísu. KYNNINGARFUNDUR FBA verður haldinn í Verkalýðshúsinu, fsatirði, föstudaginn 11. des. kl. 21.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.