Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 9
YESTFffiSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Fimmtudagur 3. desember 1992 ísafjörður: Flugleiðir opna söluskrifstofu á Eyrinni Flugleiðir ætla að opna söluskrifstofu á Eyrinni á Isa- firði innan skamms, eða strax og búið verður að finna hentugt húsnæði. Þegar hefur verið ráðinn þangað einn starfsmað- ur, Inga Olafsdóttir, sem til skamms tíma vann á Ferða- skrifstofu Vestfjarða. „Þetta verður ekki ferða- skrifstofa heldur einungis sölu- skrifstofa Flugleiða, þar sem við seljum þær ferðir sem við höf- um upp á að bjóða innanlands og erlendis. Við höfum ráðið Ingu Ólafsdóttur til að sjá um skrifstofuna og nú bíður hún bara eftir að geta hafið störf þegar húsnæðið verður klárt. Einnig kemur til greina að við fáum Ingu hingað inneftir til að byrja með sem sérfræðing í millilandafarseðlum. En núna strandar ekki á neinu nema húsnæðinu. Okkur fínnst gamla húsnæðið sem Ferðaskrifstofan var í vera of neðarlega í bænum, við viljum komast ofar en spurningin er hvort það er hægt“, sagði Arnór Jónatans- son, umdæmisstjóri Flugleiða á Vestfjörðum. Þrjú tonn á níu bala en skildi meiripartinn eftir Línubáturinn Straumur sem hefur róið frá Norðurfirði á Ströndum frá því í haust, reri á mánudaginn með alla balana sem hann átti í landi, þrjátíu talsins, en þetta var síðasti dagurinn. Þegar hann var búinn að draga hvessti snögglega svo að hann varð að skilja 21 bala eftir. Á þá níu sem náðust upp fengust þrjú tonn, og verður það að teljast ágætis fiskirí, svo gott, að hefði tilsvarandi afli verið á afganginum hefði bát- urinn ekki borið það. Skip- stjórinn sagði að lóðin sem skilin var eftir hefði hreinlega verið hvít eins og séð varð nið- ur í sjóinn. Axel á Gjögri taldi að bátur- inn hlyti að mega vitja um lóð- irnar sem skildar voru eftir þótt veiðitíminn væri liðinn; annað hvort væri nú þó að menn mættu bjarga eigum sínum. VESTFIRÐINGAR. ATHUGIÐ Nú streyma inn jólavörurnar t.d. jólaseríur í mörgum gerðum stungar skrúfaðar úti/inni litlar/stórar og... hlægilega ódýrar, sama verð og í fyrra Gerið verðsamanburð Aðventuljós og aðventustjörnur Flestar gerðir af seríuperum Smátækin í eldhúsið í miklu úrvali Einnig vasadiskó, rakvélar, ferðatæki, upptökuvélar, geislaspilarar, örbylgjuofnar og og... Munið jólatilboð - Póllinn - Japis Nýtt - Sega Mega Drive - Nýtt leikjatölvan frábæra aðeins í Pólnum Opið laugardag kl. 10 — 16 POLLINN HF. Verslun 55 3092 Blómaskreytingin á myndinni er frá Blómabúð ísafjarðar. fíyndás Aðalstræti 33, sími 4561 MYNDIR ÍJÓLAKORTIN 4 Myndir ag 25 jálakart á kr. 6000.- Myndatökur verða dagana 0. og 9. desember Munið eftirtökumar eftir gömlu myndunum Verið tímanlega í myndatökurnar og með pantanir á stækkunum fyrir jólin

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.