Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Fimmtudagur 10. desember 1992 ÞEGAR LÁNIÐ HLÆR - spjallað við Rúnar Helga Vignisson rithöfund um bókarþýðingu, bókaþýðingar og bókmenntir, en hann dvelst nú í Chicago og leggur síðustu hönd á frumsamda bók, þar sem Vestfirðir koma töluvert við sögu ísafjörður: Nemendur Ágústu með söng- skemmtun á morgun Nemendur Ágústu Ágústs- dóttur söngkonu verða með samsöng á morgun, föstudag- inn 11. des. kl. 18.00 (klukkan sex síðdegis) í Frímúrarasaln- um á ísafirði, og eru allir vel- komnir. Nú er tilvalið að koma inn í hlýjuna og hlusta á söng og fá sér kaffi og piparkökur. Persónuleg jólagjöf STJÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðar- kort, samskiptakort. Send- um í póstkröfu samdægurs. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjömuspekistöðin, Kjör- garði, Laugavegi 59, sími 91-10377. Harður árekstur viö Broddanes Harður árekstur varð við Broddanes sl. fimmtudag. Fólksbíll og jeppi lentu harka- lega saman í blindbeygju en fljúgandi hálka var á þessum slóðum. Báðir bílarnir voru ó- ökufærir á eftir og þurfti að flytja þá af slysstað með krana. Engin meiðsl urðu á fólki. Rúnar Helgi Vignisson sat síðastliðið sumar hér á ísafirði við að þýða þekkta bandaríska skáldsögu. Sagan er nú komin út og heitir hún, í þýðingu Rúnars Helga, Leikur hiæjandi láns. Höfundur sögunnar er Amy Tan, en hún er af kín- versku bergi brotin. í stuttu samtali við Vest- fírska í haust sagði Rúnar Helgi að Amy Tan byggði Leik hlæj- andi láns á mjög markvissan hátt í kringum fernar mæðgur, og fengi hver kvennanna tvö tækifæri til að segja sína sögu. „Það eru famar tvær umferðir og virðist sú fyrri tengdari for- tíðinni en sú seinni nútíðinni. Mæðgurnar eiga það sameigin- legt að hafa stofnað með sér Klúbb hlæjandi láns, þar sem þær koma saman til að leika mah-jong, og er j)að helsta tenging sagnanna. Á stríðstím- um í Kína verður þessi leikur það eina sem hlægir konurnar“, sagði Rúnar Helgi. „Ef marka má þessa bók er ekki hlaupið að því að vera kínverskur innflytjandi í Bandaríkjunum, þótt konurnar séu lausar undan þeirri smán og þeim hörmungum sem þær máttu þola í Kína. í bókinni eru mjög áhrifamiklar lýsingar á kúgun konunnar í Kína fyrir byltingu. En það er heldur ekki heiglum hent að vera dóttir kínversks innflytjanda í Bandaríkjunum. Flestar dæt- urnar eru fastar milli skips og bryggju, ef svo má segja, með annan fótinn í kínverskri menningu, hinn í þeirri banda- rísku. Útlitið er kínverskt, fasið bandarískt, eins og þær komast að þegar þær fara til Kfna. Samt höfðu mæður þeirra ætlað þeim það sem þær töldu bestu blönduna - bandarískar að- stæður og kínverska skapgerð. Dæturnar freista þess að hefja líf á bandarískum forsendum, verða sér úti um menntun, gift- ast hvi'tum Bandaríkjamönnum og reyna að vera sjálfstæðar. En þetta gengur brösuglega vegna þess að skilaboðin sem þær fá frá mæðrum sínum stangast á við bandarísk viðmið. Arfur mæðranna er gjörólíkur, þeim var kennd hógværð, að óska einskis og sporðrenna sinni eigin biturð. Niðurstaðan verð- ur endalaus togstreita milli gildismats kínversku móður- innar og bandarísku nútíma- konunnar, sem kristallast í hjónabandsvandræðum dætr- anna. Þeim reynist erfitt að skilgreina hvað felst í því að vera kínversk-bandarísk. Hætt- an á að verða bara bandstrikið á milli, það er hvorki kínversk né bandarísk, virðist yfirvof- andi, ef marka má þessa bók. Þó er gerð ákveðin tilraun til að sætta þessar andstæður í lok bókarinnar. Samband mæðgnanna er alltaf mjög sérstætt og spenn- andi. Þær luma ekki aðeins á heillandi sögum heldur einnig á Iffsspeki sem kemur okkur Vesturlandabúum spánskt fyrir sjónir." Rúnar Helgi kveðst hafa hrifist strax af þessari bók þeg- ar hann las hana fyrst árið 1989. „Þá var ég með pistla um bandarískar bókmenntir á Rás 1 og þetta var ein þeirra bóka sem ég fjallaði um. Eg notaði síðan hvert tækifæri til að tala fyrir henni. Það var svo bóka- forlagið Bjartur sem greip gæsina, en þar eru við stjóm- völinn ungir hugsjónamenn sem hafa gefið út mjög athygl- isverðar þýðingar undanfarin ár, höfunda eins og Kazuo Is- higuro og John Fowles. Þeir hringdu í mig á afmælisdegi Nóbelsskáldsins okkar og sögðust hafa verið að fá þessa góðu hugmynd. Eg var þá ný- kominn ofan af Gljúfrasteini, hafði tekið þátt í skrúðgöngu Amy Tan, höfundur skáldsögunnar Leikur hlæjandi láns. íslenskra listamanna að húsi skáldsins, og fannst þetta góður dagur til að taka að sér spenn- andi verkefni. Ég hafði ætlað mér hingað vestur í „launa- vinnu“ um sumarið og tók fagnandi þessu óvænta tæki- færi til að stunda ritstörf. Þetta er í fyrsta skipti sem ég stunda önnur ritstörf en blaðamennsku á fsafírði af einhverri alvöru, þótt ótrúlegt megi virðast. Það er þolinmæðisverk að þýða, en ákaflega lærdómsríkt, sérstaklega á það við um ís- lenskuna, maður lærir aldrei nóg í henni. Það sem gerði þessa skáldsögu sérstaklega vandþýdda voru skírskotanir til kínverskrar menningar. Þarna er verið að fást við framandi heim og það var því mikill léttir þegar ég komst á snoðir um ís- lenska konu sem hefur búið í Kína. Hún las yfir þýðinguna fyrir mig og benti mér á margt, til dæmis varðandi lýsingar á kínverskum mat. Ymsir aðrir hafa að sjálfsögðu lesið yfir fyrir mig og komið með dýr- mætar ábendingar." „Amy Tan er að mínu mati í hópi þeirra höfunda sem mynda framvarðasveit bandarískra höfunda nú um stundir. Þá á ég við höfunda sem hafa innsýn í tvo menningarheima, sem síð- an kallast á í verkum þeirra. Þetta gefur þeim einstakt tæki- færi til að skoða manneskjuna í ljósi þjóðernis og menningar- tengsla. Þessir höfundar hafa til skamms tíma verið á jaðri bók- menntaheimsins, én hafa nú náð eyrum fjöldans. Til marks um það má nefna að til mun standa að Oliver Stone geri mynd eftir Leik hlæjandi láns. Af öðrum höfundum sem eru í sama flokki má nefna blökku- konuna Alice Walker, indíán- ann Lousie Erdrich, indversku skáldkonuna Bharati Mukherj- ee og Kúbverjann Oscar Hiju- elos. í Bretlandi má finna sam- bærilega höfunda, Salman Rushdie og áðurnefndan Kazuo Ishiguro, sem er af japönsku bergi brotinn. Því miður eigum við fslendingar engar bók- menntir af þessu tagi, þótt nokkrir höfundar gegni að nokkru leyti hlutverki svona tvíhöfða þursa. Þetta er einn af göllunum við að búa í jafn einsleitu þjóðfélagi og Island er. Þegar maður kemur frá löndum eins og Bandaríkjunum og Ástralíu finnst manni ís- lenskt mannlíf ákaflega fá- breytt, þótt það hafi nú lagast örlítið hin seinni ár.“ „Amy Tan er fædd í Kali- fomíu árið 1952, tveimur og hálfu ári eftir að foreldrar hennar fluttust þangað frá Kína. Hún hefur stundum verið spurð að því hvort Leikur hlæjandi Iáns sé sjálfsævisöguleg skáld- saga og svarað því til, að sög- umar séu allar uppspuni en til- finningamar sannar, enda sé skáldskapur mun betri miðill fyrir þær en sjálfsævisagan. Þótt oft sé spennandi að velta fyrir sér hve sjálfævisöguleg verk höfunda eru, stendur eftir, að Amy Tan hefur skapað framúrskarandi verk með Leik hlæjandi láns, hún er góður sögumaður, stílar ágætlega og kann að gefa sögum sínum táknrænar víddir. Bókin var tilnefnd til allra þekktustu bók- menntaverðlauna vestra á sfn- um tíma og var strax þýdd á ótal tungumál. Ég hafði til dæmis bæði sænska og danska þýð- ingu til hliðsjónar og mér er kunnugt um franska þýðingu. Og í Ástralfu hafði bókin slegið í gegn líka.“ Rúnar Helgi sagðist ætla að nota veturinn í Chicago til að leggja síðustu hönd á frum- samda bók sem er væntanleg á næsta ári „ef sjóðir endast“. Þar munu Vestfirðir sennilega koma töluvert við sögu. Magnfreð sigursæll Rey kj avíkurmei s taramót fatlaðra í sundi fór fram fyrir skömmu. Þar var á meðal keppenda fsfírðingurinn Magnfreð Jensson. Hann stóð sig frábærlega vel og fékk tvenn gullverðlaun og ein silf- urverðlaun. Róbert teiknar ref Skíðamót í ítölsku ölpunum Helmingur íslensku keppendanna frá ísafirði Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Rebbi fjallarefur, bók fyrir alla fjöl- skylduna, eftir Helga Krist- jánsson. Sagan fjallar um ís- lenska fjallarefinn og hans erfiðu lífsbaráttu. Bókin er 180 blaðsíður og er myndskreytt af Róbert Schmidt, blaðamanni og veiðimanni á Bíldudal, sem varla ætti að þurfa að kynna frekar. JÓLAKORT til styrktar ísafjarðarkirkju Jólakort til styrktar byggingu ísafjarðarkirkju fást í Bók- hlöðunni og Húsgagnaloftinu í Ljóninu. Á kortinu er mynd af hinni nýju kirkju. Þeir sem kaupa 10 kort eða fleiri geta hringt í síma 3558 (Hansína) og fengið þau send heim endurgjaldslaust. Fjáröflunarnefnd ísafjarðarkirkju. „Ólympíudagar evrópskrar æsku“ verða haldnir í Aosta í ítölsku ölpunum dagana 7.-11. febrúar nk. Þar fá unglingar fæddir árið 1976 að reyna með sér í ýmsum skíðagreinum. Sex keppendur verða sendir frá fs- landi og er helmingur þeirra er frá fsafírði. Það eru þau Kolfinna Yr Ingólfsdóttir, sem keppir f alpagreinum, og Hlyn- ur Guðmundsson og Amar Pálsson sem báðir keppa í göngu. Aðrir íslenskir kepp- endur eru Gísli Már Helgason frá Ólafsfirði, Bjarmi Skarp- héðinsson frá Dalvik og Berg- lind Bragadóttir frá Reykjavík. „Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið, en það er að tilstuðlan Evrópubandalagsins. Tilgngurinn er að þjálfa skíða- garpa framtíðarinnar á stór- mótum og gefa þeim kost á að koma saman og hittast. Auk skíðaiðkana verður þarna ým- islegt um að vera til skemmt- unnar og reynt verður að gera krökkunum þennan tíma eftir- minnilegan", sagði Sigurður Einarsson, formaður Skfða- sambands íslands, í samtali við blaðið. - En hvemig var valið í liðið? „Það var einfalt, þetta eru þeir krakkar sem voru fremstir á árangurslistum síðasta vetr- ar“, sagði Sigurður. Vestfirðingar hafa því á- stæðu til að vera stoltir af sínu fólki. Arnar Pálsson, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Hlynur Guömundsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.