Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 11
 \ 'ESTFIRSKA Fimmtudagur 10. desember 1992 \\ l FRÉTTABLAÐIÐ | GRÍN-SPENNUMYNDIN BLÓÐSUGUBAIMINN BUFFY „Buffy - the Vampire Slayer" er skemmtileg grín- og spennumynd þar sem stórstjarnan Luke Perry mætir í fyrsta sinn á hWta tjaldið síðan að hann sló í gegn í þáttunum „Vinir og vandamenn" (BEV. HILLS 90210). Auk hans leika ímyndinni Kristy Swanson, Donald Sutherland og Rutger Hauer. „BUFFY - THIVAMPIRE SIAYER" EIN FYNDIN OG SKEMMTILEG! Aðalhlutverk: LUKE PERRY, KRISTY SWANSON, DONALD SUTHER- LAND og RUTGER HAUER. Framleiðandi: HOWARD ROSENMAN (Father of the Bride). Leikstjóri: FRAN RUBEL KUZUI. WILLEM DAFOE - MARY ELIZABETH MASTRAHTONIO HVÍTIR SANDAR Lík. finnst með skammbyssu í annarri hendi. Féll maðurinn fyrir eigin hendi eða var þetta morð? Engin merki finnast um sjálfsmorð ok ef þetta var morð, hvers veena skilur morðinginn ^ftjr qkiyla- Eldvarnir í gamla barnaskólahúsinu: Skólanefnd snuprar Einar Val yfirkennara fyrir ummæli á fundi „Er það krafa skólanefndar að slíkt endurtaki sig ekki...“ Eftirfarandi bókun var gerð á fundi skólanefndar Grunn- skóla ísafjarðar fyrir skömmu: „Á tjölmennum fundi for- eldrafélags Grunnskólans haldinn 20. október sl. kvaddi aðstoðarmaður skólastjóra Grunnskólans sér hljóðs og ræddi eldvarnamál gamla barnaskólahússins. Fór hann hörðum orðum um skólanefnd og gagnrýndi dugleysi henn- arog bæjaryfirvalda vegna al- varlegs ástands brunavarna ískólanum. Viðbrögð foreldra er þama voru var ótti og skelfing að vita af börnum sínum í slíku öryggisleysi og brunagildru. Skólanefnd minnir á að kennarar eiga tvo áheymar- fulltrúa í skólanefndinni þar sem þeir hafa tækifæri til að koma erindum sínum til skólanefndar um hin ýmsu mál. Þangað eiga slík mál sem hér um ræðir að berast samkvæmt erindisbréfi fyrir skólanefndir 186/1976 VI. kafla 36. og 39. gr. Skólanefndin harmar að að- stoðarskólastjóri skuli hafa valið þessa leið til að koma máli sínu á framfæri, sér- staklega þar sem ekki er farið rétt með málin, samanber skýrslu slökkviliðsstjóra. Er það krafa skólanefndar að slfkt endurtaki sig ekki oger nefndin ávallt fús til sam- starfs við kennara og aðra er að málefnum skólans starfa. Skólanefnd leggur áherslu á að öryggis og eldvarnamál skólans verði tekin til athug- unar við næstu fjárhagsáætl- unargerð." Sjallinn UM HELGINA Fimmtud. 20-01 pöbbinn opinn Föstudagskv. 20-03 DISKÓTEK frítt til 10 hálft gjald til 12 Pöbbinn opinn sunnud. - miðvikud. eins og vanalega DOLBY í dúndurstuði eins og fólk tók eftir fyrir hálfum mánuði - sjaldan betri SMÁ- auglýsingar JÓLASKATA Okkar árlega skötusala er hafin. Bjóðum upp á heimkeyrslu. Uppl. í síma 4269 og 3568. Sundfélagið Vestri. BARNABÍLSTÓLL fæst gefíns. Sími 4340. TVÆR STELPUR á ísafirði langar að selja jólakort eða eitthvað sem tengist jólunum. Uppl. í síma 3898 og 4261. HANDPRJÓNAÐIR dúkar til sölu. Sími 3614. VESTFIRÐINGAR Komið í mat eða kaffi og lítið í Vestfirska fréttablaðið. Ingólfsbrunnur, Eva Hjaltadóttir, Aðalstræti 9, Reykjavík. DAVID BROWN dráttarvél óskast, hvít, má vera biluð. Sími 4578. RJÚPNAVEIÐI er algerlega bönnuð í landi Kleifa í Skötufirði. Landeigandi. DÚKASTREKKINGAR Þvæ, stífa og strekki dúka. Vönduð vinna, fljót þjónusta. Móttaka í Blómabúðinni Elísu. KYNNINGARFUNDUR FBA verður í Verkalýðshúsinu, ísafirði, föstudag 11. des. kl. 21. SMÁAUGLÝSINGAR í Vestfirska eru ókeypis fyrir einstaklinga og samtök sem ekki eru rekin í gróðaskyni. Við byggjum tónlistarhús SMÁ- auglýsingar DÓSAMÓTTAKAN er flutt inn að Kofra á Skeiði. Opið miðvikudaga frá kl. 19.30 til 21.30. BÍ-88. VANTAR dagmömmu fyrir 2ja ára barn frá áramótum, helst á Eyrinni. Sími 4694 á kvöldin. BARNABÍLSTÓLL Til sölu Britax barnabílstóll, 2-way, fyrir 0-4 ára. Sími 7226. HIN FALLEGU jólakort til styrktar byggingu Tónlistarskóla á ísafirði eru komin út og fást í Tónlistarskólanum, Bókhlöðunni og skrifstofu VÍS, Isafirði. INNIHURÐ með körmum óskast. Sími 4256 á kvöldin. KÖKUBASAR Sundfélagið Vestri verður með kökubasar í Framsóknarhúsinu laugardaginn 12. desember kl. 15. Stjórnin. ÓSKA EFTIR gömlum borðstofustólum. Sími 7773. 36ÁRA karlmaður óskar eftir atvinnu strax. Vanur vinnu bæði á sjó og landi. Hef meirapróf og rútupróf. Sími 4029. FORELDRAR og forráðamenn. JC- jólasveinarnir fara um ísafjörð 20. desember með gjafir handa börnunum eins og í fyrra. Uppl. í síma 3005, 3135 og 4269. ÓSKA EFTIR stórri 3-4 herb. íbúð á ísafjarðarsvæðinu eftir áramótin. Sími 4604. PÁFAGAUKUR í búri til sölu fyrir lítið. Stmi 4340. ÓSKAAÐ KAUPA vel með farinn skíðaútbúnað fyrir 6 ára strák. Linda, sími 3106. TIL SÖLU húseignin Heiðarbraut 10, Hnífsdal, ca. 100 ferm. Uppl. gefur Atli í síma 91- 666644 eða Inga í síma 94-3616. ÆFINGATÆKI Til sölu æfingatæki, fjölnota tæki, á kr. 13 þúsund. Sími 4640 eftir kl. 19. HVOLPUR Til sölu Collie-hvolpur. Uppl. á Melgraseyri í síma 4850 (Snævar). TILSÖLU Subaru sedan 4x4 árg. 1988. Uppl. í síma 4532. ÍBÚÐ TIL LEIGU 2ja herb. íbúð á Eyrinni til leigu. Laus strax. Sími 4168 eftir hádegi. TILSÖLU 4 ný sóluð nagladekk, stærð 175x13. Sími 3884.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.