Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Fimmtudagur 10. desember 1992 Slökkviliðsmenn fögnuðu Hermanni Björnssyni 75 ára í tilefni af 75 ára afmæli Hermanns Björnssonar komu ísfirskir slökkviliðsmenn saman á Slökkvistöð Isafjarð- ar sl. laugardag. Hermann hóf störf í slökkviliðinu fyrir meira en fimmtíu árum, og var skipunarbréf hans gefið út 5. febrúar 1941. Þegar Hermann átti hálfrar aldar starf að baki hjá slökkviliðinu í febrúar 1991 afhenti bæjarstjóri hon- urn heiðursskjal í þakklætis- og virðingarskyni. Sem fyrr má segja um Her- mann Björnsson. að hann er hvergi nærri útbrunninn enn. Á myndinni er afmælisbarnið með myndarlega blóma- skreytingu ásamt Sigríði konu sinni í hópi vasklegra slökkviliðsmanna. Yst til hægri á myndinni er Þorbjörn Jóhann Sveinsson slökkvi- liðsstjóri en við hlið Sigríðar stendur Bergmann Olafsson formaður Félags slökkviliðs- manna á Isafirði. - MYNDBROT - FRÁ LIÐINNI TfÐ Hér má sjá Valgeir Hall- björnsson við bifreið sína, og Hans Inga Þorvaldsson, tíu ára dreng frá Stað í Súganda- firði. Valgeir var að aka fjór- um börnum frá Stað til Suð- ureyrar og var kominn í Lönguvík, þegar grjót og ísklumpar skullu á bflnum. Þrjú bamanna sátu aftur í bflnum, en Hans Ingi var frammí. Við hrunið brotnaði framrúða jeppans og yfir drenginn, með þeim afleið- ingum að hann skarst á hönd- um og fótum. ísklumparnir sem lentu á jeppanum voru mjög stórir, eða 20-30 kfló að þyngd hver um sig. Þrírþeirra fóru gegnum framrúðuna, lentu á milli framsætanna og á Hans Inga. Mælaborðið brotnaði og nokkrir sverir boltar í sætisfestingu rifnuðu upp. Það var kraftaverki líkast að enginn í jeppanum slasað- ist lífshættulega. Þessi at- burður gerðist 4. júní 1989. Róbert Schmidt. Afmæli Áþriðjudaginnkemur, 15. desember, er Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri á ísafirði fertugur. Á miðviku- daginn, þann 16. desember, er Engilbert Guðmundsson á Hallsstöðum í Nauteyrar- hreppi áttræður. Flateyri: Gyllir seldur til Austfjarða - og línubátur keyptur f staðinn Útgerðarfélag Flateyrar hefur selt togarann Gylli til Birtings hf., sem er sameiginlegt útgerðarfyrirtæki Seyð- firðinga og Norðfirðinga, með fyrirvara um forkaupsrétt Flateyrarhrepps. Engar líkur virðast þó á því að hrepp- urinn gangi inn í kaupin. Með togaranum fylgir helmingur af kvóta hans, eða 1140 tonn í þorskígildum. í staðinn kaupa Flateyringar kvótalausan línubát, Val frá Breið- þalsvík, 170 tonna bát, en hann hét áður Patrekur BA og var í fréttum fyrir ekki mjðg löngu. Tilgangurinn með sölu togarans er að grynnka á skuldum Útgerðarfélags Flateyrar og Hjálms, en þær nema á fimmta hundrað milljónum króna. Togarinn verður afhentur um miðjan janúar. Gyllir var smíðaður fyrir Flateyringa í Flekkefjord fyrir liðlega hálfum öðrum áratug. Með þessum viðskiptum er fyrirsjáanleg breyting í atvinnulífinu á Flateyri. Sam- dráttur er vís og hætt við að þrengist um hjá aðkomufólki að minnsta kosti. Þess má þó geta, að unnið er að und- irbúningi kúfiskvinnslu á Flateyri, og var kúfiskskipið Villi Magg, sem nú heitir Æsa, keypt til staðarins í þeim til- gangi. Togarinn Gyllir við bryggju á Flateyri. ÍSAFJARÐARPRESTAKALL Dagskráin um hátíðarnar ísafjarðarkapella: - Jólasöngvar fjölskyldunnar 20. des. kl. 11.00 - Miðnœturguðsþjónusta aðfangadagskvöld kl. 23.30 - Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 14.00 - Aftansöngur gamlársdag kl. 18.00 Súðavíkurkirkja: - Aðventuk\>öld 13. des. kl. 20.30 - Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 18.00 Hnífsdalskapella: - Jólaguðsþjónusta aðfangadag kl. 18.00 Opntituzrttmi vers lancL Kaupmannafélag Vestfjarða og Kaupfélag ísfirðinga hafa ákveðið opn- unartíma verslana í desember sem hér segir: Laugardagur 12. des. kl. 10-18. Laugardagur 19. des. kl. 10-19. Þorláksmessa kl. 9-23. Aðfangadagur kl. 9-12. Gamlársdagur kl. 9-12. Aðra daga er opið eins og venjulega.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.