Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Page 5

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Page 5
 ESTFIRSK^ L 1 FRÉTTABLAÐIÐ 1 Bessi með 58 tonn - er að fiska í siglingu Bessin kom inn til Súðavíkur 22. desember og landaði 58 tonna afla af Vestfjarðamiðum, uppistaðan var þorskur, eftir átta daga veiðiferð. Skipstjóri í túrnum var Jói Sím. Bessi fór út aftur til veiða 27.des. og er nú að veiðum fyrir sunnan land í siglingu. Skipið á að selja afl- ann í Bremerhafen í Þýskalandi 21. janúar nk. Jói Sím er með skipið í þessum siglingatúr. -GHj. Guðbjartur I löngum túr - landaði tvisvar fyrir sunnan Togarinn Guðbjartur fór út frá ísafirði 1. desember sl. og hélt suður fyrir land. Skipið landaði tvívegis fyrir sunnan, þann 7. í Vestmannaeyjum þar sem settir voru á land tveir gámar af karfa sem fóru á Þýskaland til sölu. Skipið landaði svo 52 tonnum í Reykjavík þann 14., aðallega karfa, og var hann settur í gárna og flutt- ur í Norðurtangann til vinnslu til að spara stímið vestur. Skipið landaði svo á Isafirði 22. desember 33,5 tonnum, af ufsa og karfa. Skipið byrjaði að veiðum fyrir sunnan og fikraði sig svo vestur eftir. Skipstjóri í þessurn langa túr var Grétar Þórðarson. Að sögn Hans W. Haraldssonar hjá Norðurtang- anum var svo gefið frí fram yfir áramót, aðallega til þess að teygja úr kvótanum. -GHj. Dagrún með 10 tonn Dagrún landaði 40 tonna afla, rnest þorski, í Bolungar- vík 20. desember sl. eftir viku veiðiferð á Vestjarðamiðum. Skipstjóri á skipinu í þessari veiðiferð var Víðir Jónsson. Skipið fór svo út aftur ntilli jóla og nýárs og landaði 10 tonnum 30 des. Skipstjóri var Markús Guð- mundsson. -GHj. Heiðrún land- aði 14 tonnum Heiðrún landaði 30 tonna afla, mest þorski, í Bolungarvík 21. desember eftir viku veiði- ferð á Vestfjarðamiðum. Síðan fór skipið út aftur 27. des. og landaði 30. des. 14 tonnuni af blönduðum afla. Skipstjóri í báðum veiðiferðunum var Ein- ar Hálfdánsson. -GHj. Holmadrangur landaði um af Frystitogarinn Hólmadrang- ur frá Hólmavík landaði 20. desember 65,5 tonnum af frystum fiski á Hólmavík að verðmæti 14,2 milljónir króna. Uppistaða aflans var þorskur. Skipið byrjaði túrinn 3. nóv- ember og var því úti í rúmar sex vikur. Upp úr sjó eru þetta um 66 tonn- frosnu 120 tonn. Skipið var að veiðum í Smugunni í Barentshafi fyrstu vikuna og hélt síðan heim á Is- landsmið og kláraði túrinn á Vestfjarðamiðum. Skipstjóri á Hólmadrangi er Sigurður Brynjólfsson. -GHj. Vel steiktur jóla- morgunverður á Hernum Litlu munaði að illa færi fyrir íbúum á Hernum í Mána- götunni á Isafirði að morgni aðfangadags. íbúar í kjallara ásamt gestum höfðu kvöldið áður og unt nóttina verið með gleðskap og trúlega verið að fagna komu jólanna. Undir morgun hafði hungur verið farið að segja til sín og var þá drifið í eldamennsku. Pönnu skellt á helluna með dýrindis steik. Eitthvað hefur pönnu- vaktin klikkað, því þegar einn íbúi hússins sem verið hafði fjarverandi opnaði útidyrnar að morgni aðfangadags, gaus á móti honum þykkur reykjar- mökkur. Sá hann strax hvaðan reykurinn var upprunnin og gerði íbúum og gestum viðvart. Var þá húsráðandi að ranka við sér og farinn að þreifa sig áfrant í reykmekkinum fram í eldhús. Þá voru aðrir gestir enn í draumalandinu. Tókst þarna á síðustu stundu að slökkva undir steikinni áður en allt fór í bál og brand. Eitt- hvað hefur félögunum litist illa á kræsingarnar sem búið var að hafa fyrir að steikja svo ræki- lega, því daginn eftir mátti sjá svarta þúst frantan við dyrnar sem einna helst minnti á kola- mola, en var í raun fyrrverandi jólamorgunverður. -hk. Fimmtudagur 6. janúar 1994 Tilkynning til skipstjórnarmanna frá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa Frá og með áramótum verða öll skip að tilkynna reit og undirreit þegar skyldan er send til strandstöðvar, samkvæmt þeim kortum sem gefin voru út seinasta vor. Kortin eiga að vera komin í flest skip, þeir sem ekki hafa fengið kortin geta nálgast þau á hafnarvogum, strandstöðvum, hjá flestum sjókortasölum eða fengið þau send í pósti. Skyldutímar eru sem fyrr klukkan 10.00 - 13.30 á daginn, en á kvöldin klukkan 20.00 - 22.00. Skipstjórnarmenn eru sem fyrr minntir á að senda tilkynningar sínar í upphafi skyldutímanna, til að flýta fyrir úrvinnslu. Ennfremur að senda tilkynningar um brottför og komu ( höfn. Starfsmenn tilkynningaskyldunnar óska öllum sjómönnum og ástvinum þeirra gleðilegs nýs árs, og þakkar gott samstarf á liðnu ári. Slysavarnarfélag íslands Frekar friði Að sögn lögreglunnar á ísafirði voru ára- mótin frekar friðsæl á ísafirði. Eins og alltaf á nýársnótt var erill hjá lögreglunni, mikið af fólki var á ferli og þurfti lögregla að veita mikla þjónustu. T.d. var fylgst með sprengingum, flugeldaskotum, hættu á íkveikjum og er sinnt öllum kvörtunum og ábendingum sem berast. Dansleikir voru í hverju samkomuhúsi sem til er á svæðinu og þarf af þeim sökum talsvert »æl áramót marga lögreglumenn á vakt. Alltaf er talsverð ölvun á nýársnótt og talsvert mikið af ung- mennum á ferðinni. Að sögn lögreglu virðast ungmennin hafa nóg af áfengi til að drekka. Hafði lögregla afskipti af fjórtán ára unglingi sem lá mikið ölvaður utandyra á Eyrinni. Haft var samband við föður hans sem kom sam- stundis og sinnti unglingnum og tók hann með sér heim. -GHj. Ær í sjálfheldu Að sögn Guðmundar á Munaðarnesi á Ströndum eru tvær kindur í sjálfheldu í svo- nefndum Urðarklettum, sem er klettabelti milli Fells og Munaðarness, og hafa þær ekki náðst þrátt fyrir að margar tilraunir hafi verið gerðar til í Urðarklettum þess. Sagði Guðmundur orðið hart og svellað og erfitt að komast upp til kindanna. Hins vegar tókst fyrir skömmu að ná tveimur lömbum, sem voru með kindunum, úr klettunum. Ekki ertalið að kindurnar séu í svelti. -GHj. Innbrot í Annan dag jóla fékk lögreglan á ísafirði til- kynningu um að brotist hefði verið inn í veit- ingastaðinn Vagninn á Flateyri. Var rúða í úti- Vagninn hurð á bakhlið hússins brotin til þess að kom- ast inn. Stolið var einhverju af áfengi af barnum og skiptimynt. Málið er í rannsókn. -GHj. Ekki staðiö \ snjómoksti - þrátt fyrir sa Lesandi hafði samband við blaðið og vildi gagnrýna snjómokstur Vegagerðarinnar á Botns- og Breiðadalsheiðum um jólin og einnig upplýsingar sem stofnunin gefur um færð á vegum á símsvara. „Auglýstur hafði verið snjó- mokstur á heiðunum yfir hátíðarnar og sagt að veginurh yrði haldið opnum til kl 19 alla mokst- ursdagana nema aðfangadag jóla og gamlárs- dag yrði haldið opnu til hádegis“, sagði lesand- inn. „Ungt par ætlaði yfir heiði annan dag jóla, eða 26. des., og hringdi það í símsvarann um hádegið til að kanna færðina. Skilaboðin á sím- rið auglýstan ur um jólin smilegt veöur svaranum voru þá frá kl 9:30 og þess efnis að ekki yrði mokað vegna skafrennings og ó- færðar. Upp úr hádegi var komið blíðu veður og voru enn sömu skilaboð á símsvaranum. Þrátt fyrir gott veður og að auglýst hefði verið að haldið yrði opnu til kl 19 þennan dag var ekki hreyft við moksturstækjum." Lesandinn spyr þvf: „Hvers vegna er verið að auglýsa snjómokstur sem ekki er staðið við þrátt fyrir að veður hafi verið gott seinni hluta dagsins en einhver skafrenningur að morgni?" -GHj. Gaskútur Á nýársdag var tilkynnt til lögreglu á ísafirði að gaskútur væri inni í garði við Túngötuna. Fór lögregla og sótti kútinn sem hafði verið settur í I óskilum garðinn einhvern tíma á nýársnótt. Er hann geymdur hjá lögreglu og geta eigendur hans vitjað hans á lögreglustöðinni. -GHj. Innbrot í Grunnskólann Annan dag jóla var tilkynnt til lögreglu um innbrot í Grunn- skólann á ísafirði. Hafði verið farið inn á kennarastofu og stolið peningum úr peninga- kassa og einnig teknir varalykl- ar að stofnuninni sem þar voru. Litlar skemmdir voru unnar. Að sögn lögreglu er greinilega þarna um einhvern/einhverja kunnuga að ræða. Málið er í rannsókn. -GHj. Orðsending frá Litla Leikklúbbnum Æfingar á leikritinu Dýrheimar sem byggt er á sögum Rudyard Kipling um ævintýri úlfadrengsins Mowgli er um það bil að hefjast. Fyrsti lestur fer fram föstudagskvöldið 7. janúar klukkan 20.00 í húsakynnum Framhaldsskóla Vestfjarða. Allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í sýningunni eru hvattir til að mæta. Hlutverk eru fjöldamörg og allir fá að taka þátt sem vilja, og það er ekki skilyrði að vera meðlimur í LL. 5 VIDE0 RELENTLESS 3 í þessari þriðju útgáfu af Hinum vægðarlausu er lögreglan í Los Angel- es að fást við enn einn fjöldamorðingajann. í þetta skiptið hafa þeir þó enga vísbendingu. Fórn- arlömbin eru kyrkt og siðan er þeim misþyrmt kynferðislega. Líkunum er kastað á afskektum stöðum, þakin í efni sem flýtir fyrir rotnun þeirra Wesley Snipes is PASSENGER 57 Þeir hafa loksins handsamað heimsins hættulegasta flugræn- ingja. Þeir eru á leiðinni með hann f fiugvél til að leiða hann fyrir rétt. Enn einu sinni er Charles Rane (Bruce Payne) með alla hluti á sínu valdi, en það er bara eitt sem hann flaskaði á, - farþegi númer 57. Líkt og Rane, er John Cutter (Wesley Snipes) óttalaus og greindur. Ólíkt Rane, þá er hann líka einn besti and- skæruliðasérfræðingur heimsins. - Líf 200 manna er í hættu þegar þessir tveir mjög svo líku, en samt svo ólíku menn takast á, en aðeins annar þeirra á von til að komast af. VIDE0 s 4299

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.