Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Qupperneq 7
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
7
„Nei það er ekki til. Hins-
vegar erum við að fljúga t.d.
með gerfitungl sem lent er með
á Canaveral höfða og fara síðan
út í geim með geimskutlunni.
Svo fluttum við Volkswagen
verksmiðjurnar frá Þýskalandi
til Mexikó í fyrra. Þetta voru
nokkrar ferðir. Þetta var fram-
leiðslulína fyrir Volkswagen
bjölluna. Um daginn fór ég í
flug niður til Afríku með heil-
mikið af bílum og dóti fyrir
Rauðakrossinn. Þetta voru
Landcruserjeppar, sendiferða-
bílar, vörubílar og aðrar vörur.
Síðan tókum við 100 tonn af
blómum til baka. Þannig að það
er ýmislegt sem verið er að
flytja“.
Með hundrað tonn
af fragt og hundrað tonn
af eldsneyti og eyðslan
tólf tonn á klukkutíma
- Hvað takið þið mikið í
hverri ferð?
„Það er algengt að það sé um
hundrað tonn af fragt, en það
fer allt eftir þvf hvað við erum
að fljúga langt. Á svona sex
tíma legg, þá erum við að taka
al veg um eða yfir hundrað tonn
af fragt. Heildarþunginn á
flugvélinni er 378 tonn þegar
hún fer í loftið fullhlaðin af
vörum og eldsneyti. Oft á
tíðum erum við með um eða
yfir 100 tonn af eldsneyti í
heildina. Við förum með um
12 tonn af eldsneyti á klukku-
tíma þegar við erum komnir í
eðlilega flughæð, þannig að
það er fljótt að puðast út þegar
við erum að fara sex og átta
tíma leggi“.
Alveg ótrúlegt!
- Og þessi flykki tolla
skammlaust uppi í loftinu?
„Já, já, það er alveg
ótrúlegt“, sagði Guðmundur
og hló við.
Full vél af farþegum
er aðeins helmingur
burðargetunnar
- Og nú er verið að spá í enn
stœrri vélar?
„Já nú er verið að spá í það.
Annars geta þessar vélar í dag
borið mikið meira en fulla vél
af farþegum. Fimmhundruð
farþegar með öllum farangri
vega ekki nema svona um 60
tonn og það er ekki nema um
hálfur farmur miðað við burð-
argetu vélanna sem bera ríf-
lega hundrað tonn. Meðal-
þungi farþega er kannski 85
kíló og 500 slíkir eru ekki
nema 42,5 tonn“.
Þúsund manna flugvéiar
í framtíðinni
- Sérðu fyrir þér á ncestu
árum þúsund manna vélar?
„Það kæmi mér ekkert á
óvart. Þetta er búið að liggja á
teikniborðinu hjá þeim lengi
og við verðum bara að bíða og
sjá hvað gerist í framtíðinni.
Það eru geysilegar framfarir og
þróun á tækjum og tækni
síðastliðin þrjú, fjögur ár.
Tölvumar em víða að taka yfir
og margt á döfinni".
- Að svo mæltu lukum við
okkar samtali og óskum við
Guðmundi góðrar ferðar um
loftin blá.
- hk.
Á neöra dekki voru bílar í rööum á leiö til Afríku fyrir Rauðakrossinn.
Úrslit á Jólamóti Vestra
1993
Undanfarin 10 ár hefur það verið hefð, að haldið er sundmót um áramótin þar sem sundfólkið
reynir að bæta stöðu sína áður en þau ganga upp á milli aldursflokka og til að reyna að bæta
Vestfjarða og (safjarðarmetin í sundi.
Þetta ár var engin undantekning og nú var mótinu skipt í fjóra hluta sem fóru fram á tímabilinu
19.-31. des.
1. hluti 19.des.
Þá voru synt lengri sundin og bætti sundfólkið sig í öllum þeim greinum sem þau syntu þann
daginn.
2. hluti 28.des.
Þennan dag voru þau í stuði og sett voru tvö Vestfjarðamet og tvö ísafjarðarmet.
Aðalheiður Yr Gestsdóttir bætti eigið met í 400 m. fjórsundi telpna og synti á tímanum 5.47.17,
(5.47.59) og var það bæði ísafjarðar og Vestfjarðamet.
Aðalheiður Ýr var svo aftur á ferðinni þegar hún synti 100 m. baksund á 1.14.70 og bætti gamla
metið um 1.1 sek (1.15.83) og var það einnig Vestfjarða og (safjarðarmet telpna.
Guðbjörg Björnsdóttir synti svo sama sund í næsta riðli og gerði enn betur og bætti fjögra mín-
útna gamalt met Aðalheiðar um þrjá hundruðustu úr sek. og synti á 1.14.67
3. hluti 30.des.
Enn voru það stelpurnar sem héldu uppi merkinu og enn var það Aðalheiður Ýr, sem synti nú
200 m. fjórsund á tímanum 2.41.53 og jafnaði ísafjarðarmet Önnu S. Halldórsdóttur.
Guðbjörg Björnsdóttir gerði sér svo lítið fyrir og bætti ársgamalt met
Önnu S. í 200 m. baksundi um rúmar tvær sek og synti á tímanum
2.41.58 sem er Vestfjarða og ísafjarðarmet telpna
4. hluti 31,des.
Ekkert met féll þennan dag en í nokkrum sundum voru þau alveg við metin. T.d. synti Aðal-
heiður Ýr 50 m. baksund á tímanum 34.37 en metið er 34.36 og Pálína Björnsdóttir hjó einnig
nálægt eigin metum í 100 og 50 m. baksundum.
Annars voru bætingar hjá sundfólkinu mjög góðar og árið sem fer í hönd lítur vel út. Sundfólkið
og aðstandendur þess vill svo senda öllum þeim sem stutt hafa starfið, kærar þakkir fyrir liðið ár
og bestu óskir um gott samstarf á því sem nú er nýhafið.
Með sundkveðju
Óli Þór.
Hvað var helst
í fréttum
síðastliðins árs?
- Stiklað á stóru í umfjöllun Vestfirska fréttablaðsins
um það sem efst var á baugi á liðnu ári
í samantekt Harðar Kristjánssonar
Gyllir (Stefnir) viö bryggju á Flateyri. í baksýn er fjalliö
Þorfinnur sem núverandi útgeröarfélag heitir eftir.
Gyllir til
nýrra
eigenda
Þann 6. janúar var skuttoga-
rinn Gyllir á Flateyri afhentur
nýjum eigendum í kjölfar en-
duskipulagningar á starfsemi
Hjálms hf. á Flateyri. Nýtt
hlutafélag var stofnað um kau-
pin á Gylli, en það er hluta-
félagið Þorfinnur sem skrásett
er á Flateyri, en er í meirihluta-
eigu íshúsfélags Isfirðinga hf.
Togarinn fékk nokkru síðar nýtt
nafn og heitir í dag Stefnir.
Hjálmur
hætti rekstri
Áframhaldandi samdráttur
varð á rekstri Hjálms hf. á árinu
og í nóvember var ákveðið að
segja upp öllu starfsfólki fyrir-
tækisins og hætta rekstri.
Vangaveltur
um
hafnarstjóra
embættið
I janúarbyrjun voru uppi vang-
aveltur um það hver hreppa
myndi stöðu hafnarstjóra á Isa-
firði sem gert var að sérstöku
embætti eftir að Sturla Hall-
dórsson hafnarvörður lét af
störfum sökum aldurs. Alls
bárust nítján umsóknir um
starfið og óskuðu fimm nafn-
leyndar. Á hafnarstjórnarfundi
4. janúar lagði Tryggvi
Tryggvason til að Frímann
Sturluson yrði ráðinn, en Einar
Hreinsson lagði til að Hermann
Skúlason hlyti embættið. Við
atkvæðagreiðslu hlaut Frímann
tvö atkvæði hafnarstjómarman-
na og Hermann hlaut einnig tvö,
en einn sat hjá. I ljós kom að
Frímann hafði fengið atkvæði
I-lista manna og A-lista manna,
en Hermann fékk stuðning D-
lista og B-lista. Hinsvegar mun
einn fulltrúi I-lista hafa setið hjá
við atkvæðagreiðsluna. Mikill
titringur var um málið í bæj-
arstjórn, þar sem talið var að
sjálfstæðismenn hafi ætlað að
ráða Hermann í stöðuna, en að
hjásetuatkvæði I-lista mannsins
hefði tilheyrt Frímanni. Því
hefði sú staða geta komið upp
að bæjarstjórn réði Hermann í
trássi við meirihluta hafnar-
stjórnar. Á næsta bæjarstjór-
narfundi var svo gengið frá
ráðningu Hermanns Skúlasonar
og lét Pétur Sigurðsson af A-
lista hafa eftir sér að um póli-
tísk hrossakaup væri að ræða
og að ekkert faglegt mat hafi
farið fram á hæfni umsækjenda
og hæfari manninum verið
hafnað.
Mikill snjór
á fjallvegum
I janúarlok var greint frá mikl-
um snjóalögunm á fjallvegum
og haft eftir Sveinbimi Vetur-
liðasyni að svo mikinn snjó
væri venjulega ekki að sjá fyrr
en í mars. Sérstaklega var
minnst á Steingrímsfjarðarhei-
ði, en þar var stuttur kafli á
móts við sæluhúsið sem erfiður
var. Á seinni hluta ársins var
svo hafist handa við að endur-
bæta þennan vegarkafla og
hækka hann upp. Verkinu lauk
þó ekki á árinu sökum óhags-
tæðs tíðarfars og verða verk-
lokin að bíða næsta sumars.
Ekki fjölda-
uppsagnir í
Bolungarvík
Á fundi bæjarstjórnar Bolung-
arvíkur þann 21. janúar lá fyrir
tillaga bæjarráðs um að segja
upp öllu starfsfólki kaupstað-
arins nema bæjarstjóranum,
alls 30 - 40 manns. Bæjarstjórn
féllst hinsvegar ekki á tillögu
bæjarráðs og vísaði henni til
baka. Miklar umræður urðu á
fundi bæjarstjórnar um þetta
mál og vildu sumir bæjarfull-
trúar fara mildari leið en að
beita slíkum fjöldauppsögnum,
sem væru alltof harkalegar og
grófar aðgerðir.
Stórbruni á
Flateyri
I lok janúar brann fiskverk-
unarhús Önfirðings hf. á Flat-
eyri til kaldra kola. ítarleg
rannsókn var sett í gang vegna
gmns um íkveikju.
Aukinn
straumþungi
í Sundunum
á ísafirði
Á forsíðu Vf. þann 11. febrúar
var greint frá því að innsigling-
in til ísafjarðar væri að öllum
líkindum að breyta sér. Sam-
kvæmt upplýsingum Sturla
Halldórssonar fráfarandi hafn-
arvarðar, þá væri straumurinn
kominn upp í 6 sjm/klst, en var
aðeins 2,7 sjm/klst fyrir 29
árum.
Látravík seld
til ísafjarðar
Þann 11. febrúar kom fram
að Látravíkin á Patreksfirði hafi
verið seld til Isafjarðar án
kvóta. Á ísafirði fékk skipið
nýtt nafn og heitir í dag Guð-
mundur Péturs og hefur verið
gerður út á rækju.
Vatnið í
Hnífsdal
ónothæft
vegna kólí-
og saurgerla
Þessa fyrirsögn gat að líta á
forsíðu Vf. þann 18. febrúar og
var þar um að ræða niðurstöðu
könnunar heilbrigðisfulltrúa
Vestfjarða. Orsökin fyrir svo
slæmu vatni voru talin vera
vegna þess að allt neysluvatn
væri yfirborðsvatn. Vatn á Isa-
firði reyndist vera litlu skárra,
en ástandið ekki óþekkt þvf svo
hefur það verið áratugum
saman og vatnið yfirleytt talið
óhæft til neyslu vegna gerla-
mengunar.