Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Síða 8
Þessi tvö hús voru rifin á síoðastliðnu ári. Að ofan hús sem
stóð neðst í Aðalstræti og var eitt sinn í eigu O.N. Olsen, en
á neðri myndinni er verið að rífa gamla safnaðarheimilið í
Sólgötunni.
Óveðurá
ísafirði
Föstudaginn 12. febrúar
gekk á með sunnan roki á Isa-
fírði. Var almannavamarnefnd
kölluð saman og björgunar-
sveitir kallaðar út. Fólk lenti í
basli á bílum sínum á Botns-
heiði og tókst eftir mikið streð
að koma fólkinu klakklaust til
byggða á Suðureyri. Þá fuku
járnplötur af húsum í Hnífsdal
og eins fauk ruslagámur við
sorpeyðingastöðina og lenti
hann niður í fjöru. Tveir ungir
piltar sem verið höfðu í útilegu
í Armannsskálanum í Dag-
verðardal voru sóttir af Hjálp-
arsveit skáta og var mikill erill
hjá lögreglu við að koma fólki
til síns heima.
Gamla
Fagranesið
selt til
Hafnarfjarðar
Gengið var frá sölu gamla
Fagranessins suður til Hafnar-
fjarðar um miðjan febrúar. Var
söluverð skipsins 5,7 milljónir
króna. I Hafnarfirði fékk skipið
nýtt hlutverk sem fljótandi
veitingahús.
Óvissu
ástand I
kjölfar
gjaldþrots
E.G. i
Bolungarvík
Mikið atvinnuleysi varð í Bol-
ungarvík við gjaldþrot Einars
Guðfinnssonar hf. og mikið
óvissuástand í bænum. Ein-
hverjir fengu þó vinnu á Isa-
firði, en ekki fór þó að lyftast
brúnin á Bolvíkingum fyrr en
ákveðið var að stofna útgerðar-
félagið Osvör í marsbyrjun.
Gengið var frá stofnun félags-
ins að kvöldi 10. mars og voru
stofnfélagar hátt í tvö hundruð.
markmið félagsins var í fyrstu
að taka á leigu eignir þrotabús
E.G., skipin tvö Dagrúnu og
Heiðrúnu, kvótann og fisk-
vinnsluna. Annað hlutafélag
var líka stofnað sem tók rækju-
verksmiðjuna í Bolungarvfk á
leigu af þrotabúi E.G. Það er
hlutaféiagið Þuríður hf. Helstu
forsvarsmenn þar á bæ eru þeir
Jón Guðbjartsson og Valdimar
Lúðvík Gíslason. Mikil tog-
streita kom upp á milli þessarar
félaga þegar tekist var á um
kaup á frystihúsinu og lyktaði
þeim darraðadansi með því að
Þuríðarmenn höfðu betur.
Gengið var frá kaupsamningi á
milli Fiskveiðisjóðs og Þuríðar
hf. um kaup Þuríðar á rækju-
vinnslu og frystihúsi E.G. þann
13. ágúst. Voru nú allaráætlanir
Osvararmanna dæmdar til að
endurskoðast, því þeir höfðu
stefnt að því að yfirtaka bæði
útgerð og vinnslu E.G. í sínum
áætlunum. Skapaði þessi tog-
streyta mikla úlfúð og svifting-
ar í bæjarlífi Bolungarvíkur og
var mikið um málið fjallað í
fjölmiðlum landsmanna.
Skiptar
skoðanir um
fyrirhugaða
sorpbrennslu
Miklar deilur voru á milli fyrrverandi framkvæmdarstjóra
FSÍ / HSÍ og starfsfólks á síöastliðnu ári.
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
í Suðurtanga
Sorpsamlag Vestfjarða sótti
um starfsleyfi fyrir sorpbrenn-
slustöð í Suðurtanganum á Isa-
firði. Fullyrt var að stöðin yrði
mengunarlaus og með þessari
staðsetningu mætti nota
varmaorkuna til hitaveitu. Jón
Páll Halldórsson var ómyrkur í
máli varðandi þetta staðarval
og taldi sorpbrennslu á þessum
stað rnikið áfall fyrir fiskvinn-
sluna á Isafirði. Hans Georg
Bæringson formaður bæjarráðs
hafði uppi varnir vegna staðar-
valsins og sagði að tekið yrði á
málum samkvæmt ströngustu
kröfum helstu viðskiptalanda
okkar. Miklar umræður fylgdu
í kjölfar þessa í bænum og í Vf.
25. mars kom fram að meiri-
hluti bæjarstjórnar væri í raun
klofinn í þessu máli. Þar sæti
formaður bæjarráðs öðru
megin við borðið, en forseti
bæjarstjórnar og samflokksma-
ður formannsins hinu megin og
á öndverðri skoðun.
12. júni fór svo fram skoð-
anakönnun meðal bæjarbúa
eftir hörð skoðanaskipti bæjar-
fulltrúa um málið. Urslit skoð-
anakönnunarinnar voru þau að
Isfirðingar hunsuðu atkvæða-
greiðsluna og var kjörsókn
aðeins 13% og þar af var
þriðjungur kjörseðla ógildur. I
könnuninni stóð valið á milli
tveggja staða, Suðurtanga og
Dagverðardals. I skoðana-
könnuninni kusu þó fleiri
Seljadal en Suðurtanga, enda
þótt Seljadalur væri alls ekki í
boði. Niðurstaðan varð svo sú
að enginn áðurnefndra staða
var valinn, heldur var ákveðið
að byggja stöðina í landi
Kirkjubóls í Engidal og hófust
framkvæmdir þar um haustið.
Vandræða-
gangur í
kerfinu
varðandi
byggingu
íþrótta-
hússins á
Torfnesi
Mikill vandræðagangur kom
upp varðandi þilplötur í nýja
íþróttahúsinu á Isafirði í mars.
Talið var að þær stæðust ekki
Islenska brunaþolsstaðla og var
málið lengi að veltast í kerfinu.
Að lokum samþykkti Bruna-
málastofnun að gefa undanþá-
gu fyrir notkun á þessunr plöt-
um, þar sem brunaþolsmunur á
þeim og fyrirliggjandi staðli
væri mjög óverulegur.
Deilur á FSÍ
ogHSÍ
í Vf. 25. mars gat að líta frétt
um miklar og hatrammar deilur
á milli Guðmundar Marinós-
sonar framkvæmdarstjóra FSI
og HSI og Guðna Marinós
Guðnasonar fulltrúa hans,
einkum út af vinnutilhögun,
yfirvinnu og fleiru og lagði sá
síðarnefndi fram skriflega
kvörtun til stjórnar sjúkrahús-
sins. Upp úr sauð þegar fram-
kvæmdarstjórinn lét þess getið
á lokuðum stjórnarfundi, að
fulltrúanum hafi orðið á mistök
í færslu tékkhefti og því hefði
komið fram misræmi á hlaupa-
reikningi upp á fjórar milljónir
króna. Taldi Guðni að þarna
væri verið að saka sig urn
fjárdrátt og bar jafnfram fram
ýmsar kvartanir um fram-
kvæmdarstjórann. Stjórn sjúkra-
hússins fékk þá endurskoðanda
til að koma þessu máli á hreint
og óskaði jafnframt eftir því við
málsaðila að þeir kæmu ekki til
vinnu í nokkra daga á meðan sú
athugun færi fram. Þessi deilu-
mál urðu aftur á móti til þess að
vekja upp umræður um fleira.
Efnt var til starfsmannafundar
sem lýsti yfir vantrausti á
framk væmdarstjórann.
Lyktaði deilum þessum svo
með því að framkvæmdarstjóri
lét af störfum við sjúkrahúsið
og var staða hans auglýst laus
til umsóknar og í september
tók síðan Guðjón Brjánsson við
stjórninni sem nýr framkvæm-
darstjóri, en Kristján Sigurðs-
son hafði starfað sem fram-
kvæmdarstjóri til þess tíma frá
þvf Guðmunur fór frá.
Bjartsýni um
Vestfjarða-
göng í mars
Þriðjudaginn 23. mars gengu
Mikið var rætt og ritað um
ferjubryggjur við Isafjarðar-
djúp á árinu og sýndist sitt
hverjum. Skorað var á þing-
menn Vestfjarða að beita sér
fyrir ferjubryggjumálinu, en
greinilegt að Vegagerð ríkisins
var því ósammála. Mikil rök
voru lögð fram á báða bóga og
er enn óvíst um endanlega af-
greiðslu málsins.
Málaði
skrattann á
vegg
Hjalti kálfur Guðröðsson
fékk mág sinn Omar Smára
Kristinsson frá Gíslholti í
Holtum til að mála skrattann
með púkum sínum á bílskúrs-
vegginn hjá sér að Stakkanesi
14 á Isafirði einn dag í ágúst-
mánuði. Pirraði myndin mjög
Risavaxinn
blóðmörs-
keppur?
Þessi spurning var borinn
fram yfir mynd af einkenni-
legu hrúgaldi á forsfðu Vf.
þann 15. júlí. Ekki var þó um
slátur í þeim skilningi að ræða
heldur var þarna dauður
hnúfubakur sem rekið hafði
upp á Selárdalsfjöru.
Hvítabjörn
drepinn
norður af
Horni
I blaðinu sem kom út 1. júlí
var sagt frá hvítabjamardrápi
skipverja á Guðnýju ÍS á
Af gatnamótum í Vestfjaróagöngum. Líkur benda nú til aö göngin gefi bæði af sér vatn til
neyslu fyrir ísfirðinga og til orkuframleiðslu fyrir Orkubú Vestfjarða.
Vegagerð ríkisins og Vesturís
frá samkomulagi um að jarð-
göngin undir Breiðadals- og
Botnsheiðar yrðu tekin í nokun
haustið 1994 og fullnaðarfrá-
gangi lokið sumarið 1995.
Unnu þá 18 menn á vöktum
allan sólarhringinn og boruðu
að jafnaði 17 metra á dag.
Samgönguráðherra Halldór
Blöndal kom vestur af þessu
tilefni til að staðfesta sam-
komulagið.
Þessi mikla bjartsýni átti þó
eftir að breytast í martröð
nokkrum mánuðum seinna. A
hádegi fimmtudagsins 1. júli, á
sama tíma og verið var að
prenta Vf. sem greindi frá góðu
gengi borana með myndum í
opnu, þá lentu bormenn á
gríðarlegri vatnsæð í Breiða-
dalsleggnum. Urðu menn að
flýja göngin með allt sitt
hafurtask, enda vatnsflaumur-
inn hvorki meira né minna en
2000 sekúndulítrar. Þegar
menn fóru að átta sig á ástand-
inu var ákveðið að flytja bor-
gengið yfir í Botnsdal og halda
borunum áfram þaðan. Þá var
fljótlega hafist handa við að
ræsa fram vatn úr göngunum og
breikka legginn inn að vatns-
æðinni miklu. I desember var
svo allt orðið klárt til að hetja
framkvædir að nýju frá Tungu-
dal.
Flest bendir þó til þess í dag
að þetta óhapp verði hið mesta
happ fyrir Vatnsveitu ísatjarðar
og Orkubú Vesttjarða, en lík-
legt er að báðir þessir aðilar geti
á tiltölulega auðveldan hátt
virkjað vatnið til neyslu og
raforkuframleiðslu sem talinn
er mjög hagkvæmur kostur.
Ferjubryggjur
fyrir
Fagranesið
viðkvæmar sálir, kannski ekki
síst fyrir það að djöfsi þótti
fremur fáklæddur, í raun með
allt úti og vel vaxinn niður. Fór
svo að innan skamms var búið
að mála yfir listaverkið sem
valdið hafði mikilli umferð
forvitinna listunnenda framhjá
húsi Hjalta.
Skutull
gerði það
gott
Þrátt fyrir ýmis vandamál í
sjávarútvegi. þá gerði rækjuto-
garinn Skutull frá ísafirði það
gott á árinu í júlí bárust fréttir
af togaranum þar sem hann var
staddur við Nýfundaland á
miðum sem nefnast Flæmski
hatturinn (Flemish Cap). Þar
var hann að veiðum innan um
fjölda annarra skipa, þar á
meðal stærstu og fullkomnustu
rækjutogara heimsins, og var á
nokkrum dögum kominn með
60 tonn af rækju, en alls fiskaði
togarinn fyrir um 300 milljónir
króna á árinu.
fimmtudeginum í vikunni á
undan. Olli þetta mál miklu
tjaðrafoki dýraverndunarman-
na bæði hér á landi og erlendis.
Krafist var harðra dóma yfir
skipverjunum og var lögre-
glurannsókn sett í gang. Ekki
voru þó nein lög í landinu sem
bönnuðu dráp á hvítabjömum
og fór því svo að lokum að
héraðsdómari á Isafirði
sýknaði mennina.
Þrír
verktakar
vinna við
stórfram-
kvæmdir á
veginum yfir
Hálfdán
I júlí voru framkvæmdir við
nýja veginn yfir Hálfdán á
milli Bíldudals og Tálkna-
fjarðar komnar í fullan gang.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kristjáni Kristjánssyni um-
Mikið flóð varð í Vestfjarðagöngunum í sumar og ollu töfum
á meðan menn voru að átta sig á breyttum aðstæðum.