Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Page 12

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Page 12
í ''fi |f "i nT í | Skiptibókamarkaðurinn t er ifullum gangi 1 w 1 ííilE j finiy m [3 1 li —. — — f BÓKAVERSLUN - JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði j FRÉTTABLAÐIÐ RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 Aðför að lögreglu á nýársnótt - táragasi beitt á óróseggina Á sjötta tímanum á nýársnótt heyrðu lögreglumenn á lög- reglustöðinni á Isafirði mikinn hávaða á bifreiðastæði við Hamraborg sem er skammt frá stöðinni. Pegar þeir komu út var fjöldi fólks umhverfis bifreið sem var á stæðinu og var ekki annað sjáanlegt en að menn væru í átökum við menn í bif- reiðinni. Nokkrir menn báru það að ökumaður bifreiðarinnar hefði sýnt tilburði í þá átt að aka þá niður og voru þeir að berja á honum fyrir það. Þegar rætt var við ökumannin kom í Ijós að hann var ölvaður og þegar reynt var að færa hann á stöðina þá brugðust menn hinir verstu við og vildu fá að berja fangann. Þegar lögregiumenn, sem voru tveir, reyndu að hindra það töldu menn freklega á rétt sinn gengið og fjórir menn réðust þá að lögreglumönnunum. Létu menn sér ekkert segjast og réðust meðal annars að fótum iögreglumannanna og reyndu að fella þá í götuna. Eftir að annar lögreglumannanna hafði fallið í götuna og meiðst á öxl, sennilega skroþþiðð úr axlarlið og í hann aftur, sáu lögreglumenn sér ekki annað fært en beita þeim brögðum sem unnt væri og sþrautuðu táragasi á slagsmála- hundana. Við það dró úr þeim allan mátt. Þegar svo verið var að handtaka mennina kom sá fimmti út úr hóþnum og réðist á annan lögreglumanninn aftanfrá og felldi hann í götuna. Síðan sgarkaði hann í höfuðið á liggjandi manninum. Lögreglan náði þó fljótlega yfirhöndinni í þesum róstum. Ökumanninum sem grunaður var um ölvun var skiþað að fara af vettvangi og inn á lögreglustöð og hlýddi hann því. Fær mál hans venjulega meðferð. Tveir slagsmálahundanna voru síðan vistaðir í fangaklefum til morguns. Málið er í rannsókn og verður þetta mál skoðað gaumgæfilega af lögreglu. Þarna var um pilta á aldrinum 18 til 21 árs að ræða. Lögreglumaðurinn sem meiddist á öxl var frá vinnu í tvo daga. -GHj. Breytingar á snjómokstri á Vestfjöröum Snjómokstursdagar Vegagerðarinnar breytast talsvert í næstu viku. Breiðadals- og Botnsheiðar verða framvegis mok- aðar á mánudögum og fimmtudögum og alla leið til Þingeyrar. Að vísu er oftar mokað frá Flateyri og inn á flugvöllinn í Holti í Önundarfirði. Frá Bolungarvík til Súðavíkur er mokað alla daga vikunnar. Frá Súðavík til Hólmavíkur verður mokað á þriðju- dögum og föstudögum. Mokað er frá Hólmavík að Brú í Hrútafirði mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga og er þar engin breyting á. Rutt er frá Hólmavík að Drangsnesi um Selströnd mánudaga og föstu- daga. Rutt er í Bjarnarfjörð á þriðjudögum og var sá mokstur á miðvikudögum áður. Hætt er að moka Dynjandisheiði og Klettsháls í Barða- strandarsýslum. Mokað er frá Patreksfirði um Tálknafjörð til Bíldudals á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Mok- að er á sömu dögum frá Patreksfirði að Brjánslæk. Frá Búðar- dal að Reykhólum er mokað tvo daga í viku, mánudaga og föstudaga, heimilt er að opna á miðvikudögum meðan snjólétt er. Mokað er í Gufudalssveit einu sinni í hálfum mánuði en heimilt að moka vikulega meðan snjólétt er. -GHj. Rússar út af við Ósá Aðfaranótt þriðja dags jóla tilkynnti leigubílstjóri til lögregl- unnar á ísafirði að bíll fullur af Rússum væri utan vegar við brúna á Ósá í Bolungarvík. Var skilaboðum þessum komið til lögreglu í Víkinni og fór hún á vettvang. Rússarnir höfðu verið að prufukeyra númerslausan bíl sem þeir höfðu keypt og lent út af í hálkunni. Voru Rússarnir skammaðir ærlega og fengu síðan að skipa bílnum um borð í sitt skip. -GHj. Rusl af öskuhaugum á ísafirði í fjörunni við flugbrautina gegnt flugstöðvarbyggingunni. Plastpokaregn af öskuhaugunum yfir á flugbrautina - skapar stórhættu fyrir flugvélar Plastpokar á girðingu fyrir ofan flugbrautina. Starfsmenn á ísafjarðarflug- velli höfðu samband við blaðið í gær og bentu Vestfirska á að gríðarlegt magn af stórurn plastpokum utan af rækju hefði fokið undanfarið yfir á flug- brautina af ruslahaugum Isa- fjarðarkaupstaðar í Suðurtang- anum og sætu fastir á brautarljósum, girðingum og byggingum, enda hefur verið bálhvasst á norðaustan undan- farið. Sögðust þeir varla hafa undan við að tína upp pokana. „Við erum margbúnir að tala við bæjaryfirvöld unr þessi mál og við getum alveg eins talað hér við vegginn", sagði einn starfsmannanna í samtali við blaðið. „Það er jafnvel hætta á að þetta plastdrasl fjúki á flug- vélar í flugtaki og það þarf ekki að spyrja um afleiðingarnar ef svona poki lendir í hreyfli þegar vél fer í loftið. Bærinn ber á- byrgð á þessu." Blaðamaður ók Ibúi á ísafirði hafði samband við blaðið og var að velta fyrir sér lagningu vatnsleiðslu frá Holtahverfi í Skutulsfirði að hinni nýju sorpbrennslustöð sem verið er að reisa í landi Kirkjubóls í Engidal. Fannst í- búanum vinnubrögð bæjaryfir- valda minna sig á þau vinnu- brögð að sækja vatnið yfir lækinn. Rétt við stöðina rennur Langá til sjávar og fjallalækir með starfsmanni ísafjarðar- flugvallar eftir endilangri flug- brautinni og gat að líta hauga af ofnum plastpokum utan af og lindir eru allt í kring. Þrátt fyrir það þurfi að leggja rán- dýra vatnsleiðslu um 3ja km leið að stöðinni. Sagði íbúinn að ódýarari kostur hlyti að hafa verið fyrir hendi en þessi. Talið er að stöðin, sem ísa- fjarðarkaupstaður stendur einn að, muni kosta um 200 millj- ónir króna og er það nálægt því að vera 60 þúsund krónur á hvert mannsbarn í bænum. Allt rækju í kanti brautarinnar við sjóinn. Einnig skoðaði blm. girðingar sem voru stoppaðar af pokum. -GHj. þetta fé verður tekið að láni. Miðað við opinberar fram- kvæmdir undanfarinna ára má hins vegar búast við að stöðin kosti, þegar upp verður staðið, 250 milljónir króna. Það verða rúmlega 71 þúsund krónur á íbúa. Skyldi verða um miklar aðrar framkvæmdir að ræða á vegum bæjarins hin næstu ár? -GHj. Hávaða- samt partý Aðfaranótt gamlársdags var lögreglan á (safirði margkölluð í sama húsið á ísafirði vegna hávaða hús- ráðanda. Var þarna um tví- býlishús að ræða og hafði húsráðandi í annari íbúðinni staðið fyrir samkvæmi. Var spiluð hávær tónlist í sam- kvæminu og hafði fólk með börn í hinni íbúð hússins ekki svefnfrið af þeim sök- um. Þverskallaðist húsráð- andi við tilmælum lögreglu um að lækka í tækjunum og hækkaði þau uþp úr öllu valdi þegar þeir sneru frá dyrunum. Síðast þurfti lög- reglan að hafa afskipti af samkvæminu klukkan fimm um morguninn. Að sögn lögreglu eru mál sem þessi afar erfið viðureignar og verður að kæra þau til lög- reglu. Mál þetta er til með- ferðar hjá lögreglunni. -GHj. Verið að hleypa til - segir Guðmundur á Munaðarnesi „Það er allt tíðindalaust hér hjá okkur“, sagði Guð- mundur hreppstjóri á Mun- aðarnesi í samtali við blaðið. „Við erum bara að hleypa til núna. Maður drakk út ára- mótin eins og gengur. Ung- lingarnir í hreppnum komu saman í verbúðinni í Norð- urfirði og héldu knall. Við komum svo saman nokkrir fuglar og gerðum gaman úr áramótunum líka.“ -GHj. POKI En sniðugt, nú þarf ekki einu sinna að keyra rusiinu í nýju sorþ- eyðingarstöðina, það bara fýkur þangað. Var farið yfir lækinn eftir vatni? - þegar sótt var vatn í sorpbrennsluna á Kirkjubóli ©leðílcgt ✓ ✓ 1 j f) ÍSPRENTHF. nytt arl y fc/ PRENTSMIÐJA S 94-3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.