Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 172. tölublað 103. árgangur
TEKUR EINN DAG
Í EINU OG
EITT LAG Í SENN
KARATE ALLTAF
ÁSTIN Í LÍFI MÍNU
LEIKKONUR
VERÐA ALDREI
OF GAMLAR
HEILLAÐIST AF SALSA 10 KRISTÍN G. MAGNÚS 14PRINS PÓLÓ GEFUR ÚT PLÖTU 38
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Unnið er að stækkun þriggja hótela
við Laugaveginn í Reykjavík og eru
tvö til viðbótar í byggingu. Þá er
stórt hótel í undirbúningi í nágrenn-
inu sem ekki hefur verið sagt frá í
fjölmiðlum. Fjárfestar munu greina
frá því verkefni í haust.
Hótelin þrjú sem verða stækkuð
eru Hótel Alda, CenterHótel Skjald-
breiður og CenterHotel Miðgarður.
Fjallað er um stækkun Hótels Öldu í
Morgunblaðinu í dag en alls fjölgar
herbergjum á hótelunum þremur um
rúmlega 150. Til samanburðar eru
209 herbergi á Hótel Sögu.
Nýtt 60 herbergja hótel við
Laugaveg 34a-36 er í byggingu en
það verður opnað næsta sumar. Þá
mun hótelkeðjan Hilton Inter-
national hefja rekstur 115 herbergja
hótels á svokölluðum Hljómalindar-
reit við Laugaveg sumarið 2016.
Samanlagt munu bætast við 325
herbergi hjá hótelunum fimm, eða
svipað mörg og á stærsta hóteli
landsins við Höfðatorg, skammt frá.
Mikil ásókn er í fasteignir í mið-
bænum. Dæmi um það er að verktaki
seldi fjárfestum allar íbúðirnar í
nýju fjölbýli á Hverfisgötu 57 og líka
réttinn til að byggja annað fjölbýli á
Hverfisgötu 61. Verktakinn var ekki
búinn að steypa grunn að Hverfis-
götu 61 þegar verkefnið var selt.
Ásókn í Laugaveginn
325 hótelherbergi munu á næstunni bætast við á Laugaveginum í Reykjavík
Þrjú hótel verða stækkuð og tvö ný byggð Fjárfestar kaupa óbyggð hús
MHótel stækkað »4
Á teikniborðinu
» Fyrirhuguð stækkun Center-
Hotel Skjaldbreiðar, Laugavegi
16, og CenterHotel Miðgarðs,
við Hlemm, er á borði
skipulagsyfirvalda í Reykjavík.
» Hótel Alda verður tengt við
tvö nálæg hús á Laugavegi.
Erlendur maður var í héraðsdómi
Reykjavíkur úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 20. ágúst í gær að
kröfu lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu. Er það gert á grund-
velli rannsóknarhagsmuna, síbrota
og hættusjónarmiða. Maðurinn er
grunaður um að hafa smitað ung-
ar konur hérlendis af HIV-
veirunni.
Rannsókn lögreglunnar snýr
meðal annars að því að skoða
hvort fleiri konur kunni að hafa
verið í samneyti við manninn og
hvort þær séu smitaðar. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafa tvær konur greinst með HIV
og á annan tug kvenna farið í
greiningu.
Haraldur Briem sóttvarnar-
læknir sagði í samtali við mbl.is í
gær, að unnið sé að því að finna
hversu umfangsmikið málið er, en
það er gert með svokallaðri smit-
rakningu. Segir hann slíka vinnu
gerða daglega hjá embættinu.
Málið kom upp fyrir skömmu,
þegar fyrsta tilvikið var greint og
í kjölfarið hófst rakning smitsins
sem leiddi til mannsins sem nú er
í gæsluvarðhaldi. »2
Tvær
konur
smitaðar
Pressphotos.biz
Hulinn Erlendur maður var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Maður dæmdur í
gæsluvarðhald
Við Heklurætur á landi Landgræðslunnar við Gunnarsholt gefur á að líta
þennan fagra sumarnepjuakur sem er um 18 hektarar að stærð. Um er að
ræða svokallað Cordelia-afbrigði sumarnepjunnar sem er náskyld repju en
heldur fljótsprottnari. Björgvin Harðarson bóndi í Laxárdal hefur ræktað
akurinn frá því 2007. Hann býst við því að sumarnepjuakurinn verði enn
gulari eftir því sem líður á sumar, en í haust verður hann sleginn og nepjan
notuð sem svínafóður. Björgvin segir að á undanförnum árum hafi hann
prófað að rækta ýmislegt á svæðinu, meðal annars hveiti og rúg.
Gul sumarnepjan teygir sig að Heklurótum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það er mat
Minjastofnunar
Íslands að ekki sé
ástæða til að
varðveita rústir
fornbæjarins sem
óvænt komu í ljós
við uppgröft á lóð
Íslandsbanka við
Lækjargötu í
Reykjavík.
Þetta segir
Adolf Friðriksson, forstöðumaður
Fornleifastofnunar Íslands. Hann
segir að þó rústirnar verði ekki
varðveittar þá muni sú þekking
sem þær hafa leitt í ljós skila sér.
Aldursgreiningar eiga eftir að leiða
í ljós aldur rústanna, en hann telur
þær vera frá fyrstu tveimur öldum
Íslandsbyggðar. »22
Ekki ástæða til að
varðveita rústirnar
Uppgröfturinn við
Lækjargötu.
Seint í gærkvöldi veiddist 75
þúsundasti laxinn hjá Laxárfélag-
inu sem í ár fagnar 75 ára af-
mæli. Orri Vigfússon formaður
félagsins er himinlifandi yfir
áfanganum og segir að verið sé
að skipuleggja hvernig eigi að
fagna afmælinu. Sá 75 þúsundasti
var einnig maríulax og gerir það
atburðinn enn merkilegri fyrir
vikið.
Orra, sem er einnig formaður
Laxverndunarsjóðsins, bárust
gleðifréttir frá Skotlandi í gær en
þar var ákveðið að banna laxveiði
í net. Hann segir það mikinn
áfangasigur fyrir sjóðinn en hann
hefur barist fyrir því í 26 ár að
banna slíka veiði beggja vegna
Atlantshafsins. Orri vonast til að
laxastofninn sjái nú fram á bjart-
ari tíma. »7
75 þúsundasti laxinn á 75 ára afmælinu
Laxá Veiðimaður við Laxá, en þar hafa
veiðst 75.000 laxar undanfarin 75 ár.
Í ársskýrslu CERT-ÍS fyrir árið
2014 kemur fram að vefveiðar (e.
phishing) hafa færst í aukana hér á
landi. Í vefveiðum felast tölvupóst-
sendingar sem látnar eru líta út
fyrir að vera frá fyrirtækjum, til að
blekkja viðskiptavini þeirra og hafa
af þeim fjármuni.
Að sögn Guðbjörns Sverris
Hreinssonar, öryggisstjóra Símans,
varð fyrirtækið fyrir slíkri árás ný-
lega. „Það var sett upp vefsíða með
merki Símans, að vísu á lélegri ís-
lensku. Þessir aðilar sendu síðan
fjöldapóst á fjölda einstaklinga,
ekki bara viðskiptavini Símans, þar
sem fólk var beðið að fara inn á vef-
síðuna til að fá einhvers konar end-
urgreiðslu,“ sagði hann, en fljótt
tókst að loka á árásina. 12
Tölvuþrjótar gerðu eftirlíkingu af vefsíðu
Símans í þeim tilgangi að hafa fé af fólki
Morgunblaðið/Kristinn
Netógn Með vefveiðum er reynt að fá fólk
til að gefa upp kortaupplýsingar sínar.