Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 en hann segist láta henni eftir að sjá um peninga. Hann helgar sig al- gjörlega býflugnaræktinni á móti. Árlega framleiðir hann um sjö tonn af hunangi, en hann lætur flugunum eftir álíka magn. Hann býður upp á fjölbreytt úrval lífrænt ræktaðs hun- angs en bragðið af hunanginu breyt- ist eftir árstíðum og fæði flugnanna. Vopnaður matskeið og vinkli Blaðamaður og ljósmyndari heim- sóttu Eyvind í gær í Gróðrarstöðina Lambhaga þar sem hann er gest- komandi í sumar líkt og mörg önnur sumur. Eyvind sýndi okkur bý- flugnabúin sem hann er með þar, vopnaður öllu sem til þarf í bý- flugnarækt: Hvítum samfestingi með hettu, matskeið af óræðum upp- runa og n.k. vinkli sem er notaður þegar þarf að eiga við búin. Á leiðinni að búinu beindi Eyvind til okkar varnaðarorðum: „Sykur er óhollur. Passið ykkur á því.“ Ey- vind étur engan sykur en hann fær sér hunang í hvert mál, sem hann segir gera hann yngri með hverju árinu. Rækt á Íslandi möguleg Eyvind segir um hundrað áhuga- menn á Íslandi hafa komið sér upp búum, en afraksturinn hefur verið misjafn. Hunangsflugurnar loðnu sem eru Íslendingum betur kunnar segir Eyvind þó óræktanlegar. Hann býður öllum sem hafa áhuga að koma til sín í Lambhaga og fræðast um búskapinn auk þess sem hann heldur úti myndböndum um efnið. Eitt slíkt má nálgast á vefnum Vimeo.com undir nafninu „The Worlds Finest Food.“ Stelur hunangi sér til lífsviðurværis  Eyvind Pedersen ferðast um heiminn og kynnir fólki býflugnarækt  Segir að einlægur áhugi sé eina ástæðan fyrir því að hefja býflugnarækt  „Býflugurnar hata mig, en ég elska þær“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Bóndi Eyvind sést hér við bústörf en við gróðrarstöðina heldur hann tvö bú. Nokkur þúsund flugur búa þar í góðu yfirlæti, enda gnótt gróðurs. Morgunblaðið/Styrmir Kári Býflugur Býflugurnar eru ólíkar hunangsflugunum loðnu sem eru Íslend- ingum betur kunnar. Þeim skal þó ekki rugla saman við geitunga. VIÐTAL Bjarni St. Ottósson bso@mbl.is Hann gefur sig ekki út fyrir að vita neitt um býflugur, þótt hann hafi ræktað þær í áratugi. „Býflugur vita það best sjálfar, hvað er best fyrir býflugur. Ég hélt fyrir svona tíu ár- um að ég vissi allt um býflugur en nú er ég ekki viss. Ég veit kannski ekki neitt. Ég uppgötva nýja hluti á hverjum degi. Til dæmis að ævi bý- flugna er ekki mæld í vikum, heldur metrum. Þær fljúga eins langt og þær geta og deyja svo.“ Eyvind Pedersen er danskur að uppruna, fæddur 1933 en hefur lengst af búið á Nýja Sjálandi. Þar í landi kalla þeir hann reyndar Ivan. Hann er kominn á eftirlaun en hann eyðir nú tíma sínum í það að stunda býflugnarækt og kenna öðr- um hvernig á að nálgast fagið. Hann segir alla velkomna til sín sem hafa áhuga á býflugum, en hann heldur til í Gróðrarstöðinni Lambhaga nú í sumar. Enginn venjulegur maður Eyvind gefur sig alls ekki út fyrir það að vera eins og flestir aðrir. „Ég er ekki venjulegur maður. Það þarf óvenjulegan mann til þess að standa í því sem ég geri.“ Hann kvæntist konunni sinni, Ninu Pedersen, í bý- flugnagallanum og útskýrir það svo: „Við vorum að drífa okkur. Það er hægt að gifta sig hvenær sem er en við þurftum að sinna býflugunum. Það er ekki hægt að rækta býflugur hvenær sem er.“ Um ræktina segir Eyvind: „Þetta er ekki vinna, áhugamál eða trúar- brögð. Býflugnarækt er göfug iðn og hana ber að stunda sem slíka. Það eru tvær leiðir til þess að stunda hana og sú fyrri er röng. Í fyrsta lagi fyrir peninga og í öðru lagi fyrir bý- flugurnar sjálfar.“ Nýlendubóndi Eyvind kynntist býflugnarækt ungur að árum á bæ fjölskyldu sinn- ar og hafa þær átt hug hans allan síðan. „Býflugurnar hata mig, en ég elska þær. Ég lifi á því að ræna af þeim.“ Heima á Nýja Sjálandi sér konan hans um búið á meðan hann er frá, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson sem báðir voru sakfelldir í Al-Thani málinu svokallaða hafa ósk- að eftir endurupptöku málsins í Hæstarétti, en Ólafur Ólafsson sem einnig var sakfelldur hafði áður óskað eftir endurupptöku. Í endurupptökubeiðni Hreiðars Más, þar sem færðar eru fram sömu röksemdir og í beiðni Sigurðar, kem- ur fram að Hreiðar telji Árna Kol- beinsson hæstaréttardómara hafa verið vanhæfan til að dæma í málinu. Af þeim sökum hafi verið verulegir ágallar á meðferð málsins sem hafi getað haft áhrif á niðurstöðuna. Son- ur Árna, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings frá 2008- 2013. Telur Hreiðar að hagsmunir slitastjórnar Kaupþings af sakfell- ingu í málinu séu augljósir. Þá telur Hreiðar einnig að líklegt sé að Kol- beinn muni fá greidda háa upphæð í kaupauka verði gengið frá nauða- samningum við kröfuhafa. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki tjá sig efnislega um endurupptökubeiðni Hreiðars og Sigurðar, þar sem möguleiki er á að endurupptökunefnd biðji um álit embættisins á beiðninni. „Það er vert að benda á það að það er ekki í mörg- um tilvikum sem fallist er á endur- upptöku mála samkvæmt svona beiðnum. Ég held að nefndin hafi ver- ið að samþykkja beiðni í annað skiptið nú bara á dögunum þegar það var verið að samþykkja endurupptöku vegna snjóflóðsins á Patreksfirði.“ Ekki náðist í lögmann Heiðars Más við gerð fréttarinnar og lögmaður Sigurðar vildi ekki tjá sig um málið. isb@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Beiðnin Hreiðar og Sigurður telja að brotið hafi verið á sér í málinu. Telja hæstaréttar- dómara vanhæfan  Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Isavia hefur ákveðið fyrir þessa verslunarmannahelgi að aðeins átta flughreyfingar, þ.e.a.s. flugtak eða lending, verði leyfilegar á hverjum hálftíma á Vestmannaeyjaflugvelli. Þetta er gert í kjölfar áhættumats sem Isavia vann eftir síðustu versl- unarmannahelgi og var samþykkt af Samgöngustofu. Alls eru 896 flughreyfingar í boði yfir helgina, en Isavia mun úthluta þeim til umsækjenda og munu áætl- anaferðir í fólksflutningum njóta for- gangs. Isavia metur það svo að sam- kvæmt áætlunum flugfélaganna muni þau nýta 25-30% flughreyfinga. Flughreyfingar á flugvellinum síð- ustu verslunarmannahelgi voru 566 skv. upplýsingum frá Isavia. Heild- arfjöldi flughreyfinga allt árið 2014 á flugvellinum var 4.900. Fyrirkomulagið gagnrýnt Formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda, Valur Stefánsson, hefur gagnrýnt fyrirkomulagið harð- lega, m.a. í aðsendri grein í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn. og segir Isavia með því útiloka einkaflug- menn frá Eyjum yfir helgina. Standist mat Isavia á notkun flug- félaganna ætti þó talsverður fjöldi flughreyfinga að standa eftir fyrir einkaflugmenn, þar sem úthlutuð tímapláss verða 58% fleiri en heild- arfjöldi hreyfinga í fyrra. Isavia segir það ekki forsvaran- legan kostnað að þjálfa þann fjölda flugumferðarstjóra sem þyrfti til þess að manna vaktir yfir eina helgi á ári, ætti að setja flugumferðar- stjórn á flugvöllinn í Vestmannaeyj- um. Reynslan af helginni í fyrra kall- aði þó á aðgerðir skv. áhættumati. Flug til Eyja kvótasett  Átta lendingar eða flugtök leyfð á hverjum hálftíma yfir verslunarmannahelgi á Vestmannaeyjaflugvelli Wikipedia/Vestman Flug Flugturninn í Vestmannaeyjum sinnir ekki flugumferðarstjórn sem slíkri en magnstýringu verður beitt um verslunarmannahelgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.