Morgunblaðið - 24.07.2015, Side 10

Morgunblaðið - 24.07.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Núna… rekur Edda salsaskólann Salsa Iceland auk þess að starfa sem sjúkraþjálfari hjá Gáska. Hún hefur unnið þar frá árinu 2008 en hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 2004. Edda stofn- aði Salsa Iceland árið 2003 eftir að hafa kynnst dansinum í Svíþjóð og hefur síðan þá unnið að því að kynna salsa fyrir Íslendingum og að upp- byggingu salsasamfélags á Íslandi. Hún er einmitt á leiðinni til Berlínar á eina stærstu salsasamkomu sem til er en hún er að sýna salsa út um all- an heim. Hún kveðst efast um að hún muni nokkurn tíma lifa „eðlilegu lífi“. „Ég mun aldrei hætta í karate og verð alltaf karatemanneskja í hjarta mínu, þó svo að ég hafi þurft að for- gangsraða öðrum verkefnum undan- farin ár. Ég bíð eftir að vegurinn sveigi aftur inn í dojo-inn því að kar- ate er lífstíll en ekki íþrótt. Karate verður alltaf ástin í lífi mínu,“ segir Edda en hún hætti að keppa í karate fyrir um áratug, þó svo að hún kenni ennþá og æfi óreglulega. Tvö ár í Stokkhólmi Hún bjó í Stokkhólmi á árunum 2004-2006 þar sem henni bauðst að æfa með norrænum landsliðum. „Á þessum tíma var Daninn Alan Busk landsliðsþjálfari íslenska liðsins og því var mun þéttara samstarf á milli skandinavísku landsliðanna. Í gegn- um hann æfðum við mikið með norska landsliðinu. Ég fór meira að segja með þeim í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem ég keppti á Bíður þess að vegur- inn sveigi inn í dojo 2004 Edda Lúvísa Blöndal varð árið 2004 Íslandsmeistari í kumite, þ.e. frjálsum bardaga í karate í opnum flokki kvenna 12. árið í röð. Hún hafði þá verið sigursælasta karatekona Íslands í rúman áratug og unnið til fjölda verðlauna innanlands sem utan. Enginn íslenskur karatemaður hefur leikið það eftir og því á Edda ennþá metið í að vinna flest mót í röð. En hvað svo? Hvar er hún nú? Höfuðspark Edda tekur hér mawashi-geri, eða hringspark, í höfuðhæð. Netið er stútfullt af afþreyingar- síðum með myndum, greinarstúfum og teiknimyndum sem eiga ýmist að vera fyndnar, furðulegar eða vekja mann til umhugsunar. Ein þeirra er heimasíðan Bored Panda, sem inniheldur safn greina um ferðalög, ljósmyndun, teikni- myndir, föndur, matreiðslu, brandara, list og margt fleira. Hvort sem maður er í leit að mynd- um af viðbrögðum kattar sem vakn- aði án eistna, hundum í fötum, grís með kórónu, manndómsvígslum eþópísks ættbálks, indónesískum fornleifum neðanjarðar, vatnsmelónu sem búið er að skera út eins og dreka, málverkum á laufblöðum, brauðhleif sem lítur út eins og köttur eða að einhverju öðru álíka furðu- legu, ættu allir að finna einhverja tímaeyðslu við hæfi. Ekki skortir úr- valið á síðunni. Vefsíðan www.boredpanda.com Ljósmynd/www.boredpanda.com Dreki Vatnsmelóna sem búið er að skera út eins og dreka. Alls konar tímaeyðsla í boði Jógakennarinn Arnbjörg Kristín Kon- ráðsdóttir stendur fyrir svokallaðri gong-slökun í Nauthólsvík kl. 15.00 á morgun, laugardag. Gong-slökun er sögð endurnærandi og hjálpa við að öðlast meiri hugarró. Gongið og gít- arinn eru iðulega hluti af jógakennslu Arnbjargar enda rík hljóðheilunar- og möntrutónlistarhefð í Kundalini-jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Hún hefur líka kennt jóga í vatni um árabil. Þess má geta að Arnbjörg er höf- undur hugleiðslubókarinnar Hin sanna náttúra. Tilvalið að kíkja í Nauthólsvík á morgun til að hvíla lík- ama, huga og sál við hafið. Afslöppun Gong-slökun í Nauthólsvík Gong Arnbjörg jógakennari við gongið góða á ströndinni. Druslugangan verður haldin hátíð- leg í fimmta sinn á morgun, laug- ardag, 25. júlí. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00 á morgun, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Aust- urvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Allir eru hvattir til að mæta og færa skömmina þangað sem hún á heima, hjá gerendum kynferðisof- beldis en ekki hjá þolendum þess. Skipuleggjendur göngunnar benda á, að allt of oft sé einblínt á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðis- glæpum. Hins vegar sé ekki til nein afsökun fyrir að beita kynferðisof- beldi. Druslugangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem samfélagið rís upp gegn kynferðis- ofbeldi og stendur með þolendum en gangan hefur orðið fjölmennari með hverju árinu sem líður. Myllu- merki viðburðarins eru #þöggun #freethenipple #konurtala #Drusluganga #6dagsleikinn. Druslugangan Gengið gegn kynferðisofbeldi Morgunblaðið/Ernir Fjölmenni Druslugangan er almennt haldin í bongóblíðu og fjölmargir mæta. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.