Morgunblaðið - 24.07.2015, Síða 11
Ljósmyndir/Úr einkasafni
Leiðtogi Hér er Edda fremst í flokki glæsilegra salsakvenna á sýningu.
U.S. Open í Las Vegas,“ greinir
Edda frá.
Árið 2006 fann Edda að ástríðan
fyrir keppniskarate minnkaði. „Ég
hélt að það yrði auðveldara að æfa
með erlendu liði en það var það ekki.
Ég hafði alltaf unnið mikið sjálfstætt
í minni þjálfun þar sem erlendir
þjálfarar komu mjög sjaldan til Ís-
lands. Það sama gilti um æfinga-
félaga mína, þá Jón Inga Þorvalds-
son, Ingólf Snorrason og Halldór
Svavarson, en við fengum ekki sér-
lega mikinn stuðning í þjálfuninni.
Þessi vinnubrögð fylgdu mér til
Stokkhólms. Ég þurfti, rétt eins og
heima, að keyra á milli staða öll
kvöld til að geta æft með þeim sem
voru á sama getustigi og ég. Þetta
var lýjandi auk þess sem ég meiddist
á ökkla. Þegar ég fann ástríðuna
minnka ákvað ég að hætta og sjá
hvort hún kæmi aftur. Þá tók annað
við sem hefur stækkað svo mikið í
höndunum á mér síðan að mér hefur
ekki tekist ennþá að sveigja mér aft-
ur inn í dojo-inn.“
Þarna vísar Edda til salsadansins,
sem hefur heldur betur vaxið og
dafnað frá því að hún hóf að vinna
honum brautargengi. „Þegar félagi
minn í sænska landsliðinu hætti í
karate til að dansa salsa, fannst mér
það svo afkáraleg skipti að ég hrein-
lega varð að prófa. Hann fór því með
mig á salsaklúbb. Þar féll ég fyrir
tónlistinni og þótti dansinn bæði
framandi og spennandi. Þar sá ég
einnig parið Ibi og Marina dansa og
það hafði varanleg áhrif á mig en
þau hafa keppt og kennt út um allan
heim. Rétt eins og á fyrstu karate-
æfingunni minni, varð ég ástfangin
af salsa og ákvað að læra dansinn,“
segir Edda en hún byrjaði strax upp
frá þessu að stunda salsadans sam-
hliða karate.
Vildi byggja upp salsasamfélag
Á meðan Edda bjó úti kynntist
hún ungum salsakennara sem hún
flutti inn til Íslands til að kenna
nokkur helgarnámskeið. Eftir heim-
komuna ákvað hún svo að fara að
kenna dansinn sjálf og byggja upp
salsasamfélag og -skóla. „Þá þorði
ég loksins að hafa samband við Ibi
og Marinu. Þau komu í fyrsta sinn til
Íslands árið 2006 til að kenna salsa á
vegum Salsa Iceland. Þau deildu
með mér þessari sýn um að stofna
salsasamfélag hér á landi og við urð-
um strax mjög góðir vinir,“ segir
Edda og bætir við að kennsla hafi
alltaf verið henni í blóð borin en hún
hafði þá kennt
karate frá sextán ára aldri.
En hvers vegna varð salsa fyrir
valinu? „Mér hafa alltaf líkað áskor-
anir og það var mjög skemmtilegt
fyrir mig að fara öfganna á milli, úr
hörkunni í mýktina. Auk þess hef ég
alltaf haft unun af tónlist og salsa-
tónlistin heillaði mig. Loks er salsa
frábær leið til að kynnast nýju fólki.
Ég fór fljótlega að bjóða upp á
ókeypis prufutíma og salsakvöld,
sem er nú þungamiðjan í starfsemi
Salsa Iceland. Á þessi salsakvöld
kemur fjöldi fólks og alltaf ein-
hverjir nýir.“
80 manns að meðaltali að dansa
Starfsemi Salsa Iceland hefur
blásið út á undanförnum árum. Á
haustin þegar starfsemin stendur
sem hæst, koma að meðaltali 80
manns á vikuleg salsakvöld á vegum
skólans. „Frá því að við fórum að
bjóða upp á prufutíma, hefur tíminn
aldrei verið mannlaus. Alltaf kemur
einhver,“ segir Edda og bætir við að
á síðastliðnum tíu árum hafi líklega
um þúsund manns tekið námskeið á
vegum skólans.
„Mitt starf hefur falist í að kynna
salsa sem félagslíf, byggja upp skóla
og kenna á námskeiðum. Ég hef allt-
af haft mikinn metnað fyrir að
byggja upp námskeið og getustig
sem skilar nemendum sem geta
dansað salsa getu sem uppfyllir al-
þjóðlega staðla. Salsa er stéttlaust
umhverfi í þeim skilningi að fólk úr
öllum stéttum og hvaðanæva úr
heiminum geti komið saman og
dansað. Ég vil að nemendur mínir
geti gert einmitt þetta, dansað við
hvern sem er, hvar sem er.
Salsa og karate er lífsstíll
Salsa er spunadans, hann er ekki
fyrirfram ákveðinn og maður þarf
ekki að dansa við einhvern ákveðinn
til að hann gangi upp,“ útskýrir
Edda en hún lítur á samstarfsfélaga
sína í dansinum sem fjölskyldu sína.
„Stór hluti af Salsa Iceland er
byggður upp á sjálfboðaliðastarfi.
Þetta er félag áhugafólks um salsa-
dans á Íslandi og í teyminu eru hátt í
20 manns sem kenna dansinn. Þau
hjálpa okkur að halda vikulegu
salsakvöldin, sem eru hjartað í starf-
seminni. Ég gæti aldrei gert þetta
ein heldur vinn ég þetta ásamt salsa-
fjölskyldunni minni sem elskar að
dansa. Við teljum starfsemina auðga
borgina, félagslíf okkar og líf.“ Hún
segir salsa, rétt eins og karate, vera
lífsstíl. „Maðurinn minn er líka með í
þessu, sem betur fer. Ætli ég sé ekki
öfgakenndur persónuleiki sem fer
alla leið með hlutina.“ Edda og Páll,
maðurinn hennar, eiga saman
þriggja ára son og sex ára dóttur en
Edda fékk eina fimmtán ára fóstur-
dóttur „í bónus“ eins og hún orðar
það. „Ég er að reyna að leyfa þeim
að velja íþróttina sína sjálf. Svo lengi
sem það verður salsa, karate eða
körfubolti erum við sátt,“ segir
Edda og hlær.
Aðspurð hvort hún sé íþróttafrík,
svarar Edda: „Ég hef alltaf fundið
mig vel í hreyfingu og íþróttum. Ég
átti fleiri strákavini en stelpuvini
sem barn þar sem ég átti auðveldara
með að tjá mig með líkamlegri
hreyfingu og í strákaleikjum. Ég var
og er mjög kappsöm og þurfti alltaf
að vera fyrst, efst og fremst. Það er
gott upp að ákveðnu marki en kapp-
söm börn þurfa að læra að tapa.“
Nýtur leiðarinnar í ríkara mæli
Hún kveðst vera í því lífsverkefni
að læra að njóta leiðarinnar í stað
þess að einblína aðeins á mark-
miðið. „Öllum er hollt að kunna að
vinna eftir markmiðum en sá árang-
ur í lífinu sem ég er hvað ánægðust
með er sú verðmæta vitneskja að ég
get sett mér markmið, lagt mig
fram og náð þeim. Það er gríð-
arlegur styrkur og gott veganesti
sem getur átt við um hvað sem er en
á sérstaklega vel við í karate. Kar-
ate er einstaklingsíþrótt þar sem
mikið er horft inn á við. Þetta er
líka gömul heimspeki sem er nyt-
samleg í nútímasamfélagi en hún
fjallar um fegurð einfaldleikans
sem og þolinmæði, þolgæði og virð-
ingu í erfiðum aðstæðum, eins og í
bardaga. Þessir þættir eru ekki efst
á baugi í nútímasamfélagi. Karate
hefur alltaf verið jaðargrein þar
sem hún er stunduð og hún verður
það líklegast áfram. Hún er ekki
allra, enda erfið og það hentar ekki
öllum að stunda fá tæknibrögð og
slípa þau til allt sitt líf,“ útskýrir
Edda.
Hún bendir á að þessi gamla
heimspeki sé ekki íþróttatengd held-
ur lífsstílstengd. „Þegar ég lít til-
baka yfir farinn veg, er þetta feg-
urðin í því sem við gerðum. Það er
ástæða þess að langflestir sem hafa
stundað karate á annan hátt en sem
tómstundagaman segja að maður
hætti aldrei og sé alltaf á leiðinni inn
í dojo-inn. Karate hefur varanleg
áhrif á persónuleika manns.“
Undirbúningur Hér gerir Edda sig klára fyrir salsasýningu.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Í augum Maya-indían-
anna er morgundagurinn,
laugardaginn 25. júlí,
heilagur dagur. Af því til-
efni stendur hópur fólks
fyrir hátíð í Grasagarð-
inum í Laugardal í
Reykjavík.
Að sögn Jónínu Bjarg-
ar Yngvadóttur, jóga-
kennara, heilara og
blómadropaþerapista, er
um að ræða dag sam-
kenndar og friðar, þar
sem fólk kemur saman
sem bræður og systur.
,,Þar er tíminn í raun ekki
til í þeim skilningi sem
við höfum í dag. Þá er
tíminn list og sköpun sem flæðir með
takti náttúrunnar,“ útskýrir Jónína,
sem einnig er kölluð Nína Wolf Feat-
her eða Ox Lamat sem er Maya-
nafnið hennar.
Hún bætir við að dagur utan tím-
ans sé hátíð alheimsfriðar í gegnum
listir.
,,Dagur utan tímans er mikilvægur
dagur fyrir mannkynið. Mayarnir, hin
fornu menningarsamfélög indíána,
héldu þennan dag hátíðlegan ár
hvert, þegar sólin er í samstöðu við
stjörnuna Siríus, en þetta er í sam-
ræmi við Tzolkin-fræðin. Tzolkin þýð-
ir í raun „gengið í gegnum dagana“
og Mayarnir fylgdu hinu rökrétta
þrettán tungla dagatali,“ segir hún.
Allir eru velkomnir á hátíðina og að
deila hæfileikum sínum með um-
heiminum, hvort sem það er á sviði
lista, jóga, heilsu, dans, tónlistar,
ljóða, handavinnu eða annars.
Dagskráin stendur yfir frá klukkan
9 til 18 en hún er hefst með klukku-
stundar jóga, svo hálftíma taek-
wondo undir leiðsögn. Klukkan 10:30
býður Allan Cooper Coffman upp á
Ho’opono’pono, klukkan 11.11 er boð-
ið upp á hugleiðslu til heilunar á vatni
fyrir heiminn og mannkynið en klukk-
an tólf hefst „Tíðni og töfrar – upp-
lifun með olíum“.
Klukkan 13:20 hefst svo hátíðleg
athöfn sem nefnist „Day out of Time
Ceremony to the 7 Galactic Direc-
tions“ en boðið verður upp á fjöl-
breytta tónlist í eftirmiðdag.
Dagur utan tíma
Heilagur dagur Maya-indíána
Skipuleggjandinn Jónína Björg eða Ox Lamat.
Ljósmynd/www.jogakennari.is