Morgunblaðið - 24.07.2015, Side 16

Morgunblaðið - 24.07.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er Tölvur og fylgihlutir ICYBOX hleðslutæki í bíl ICYBOX tvöfalt hleðslutæki • Styður tvö USB tæki samtímis • Virkar á Samsung, iPhone, iPad o.fl. • Ræður við mikið álag, allt að 24 wött • Sterkbyggt, má nota sem neyðarhamar í bíl 3.990 kr. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Ég veit ekki hvort vonbrigði er orðið yfir það, ég er eiginlega gáttaður á framkomu stjórnarmanna og þeirra sem ráða innan Golfsambands Ís- lands. Mér finnst þetta vera íþrótt- inni til skammar hvernig þeir koma fram,“ sagði Björgvin Þor- steinsson, sexfald- ur Íslandsmeistari í golfi, í samtali við mbl.is. Björgvin er í lyfjameðferð vegna krabbameins og bað um að fá að nota golfbíl á mótinu sem var hans 52. í röð en þeirri beiðni var hafnað af Golfsambandi Íslands þar sem reglur leyfa það ekki. Björgvin hætti leik eftir sex holur í gær. Fordæmi eru fyrir því að kylfingar fái afnot af golfbílum í neðri deildum Íslandsmótsins. Óeðlilegt forskot Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands Íslands, segir að ákveðið hafi verið að veita ekki þessa sömu undanþágu í meist- araflokki. ,,Það hefur verið talið að í keppni þeirra bestu sé óeðlilegt að keppandi hafi forskot umfram ann- an,“ segir Hörður. Spurður hvort for- skotið sé ekki fyrir bí sökum heilsu- fars Björgvins, svarar Hörður að það sé ekki hlutverk mótsstjórna að meta heilsufar manna. ,,Menn geta komið með vottorð af ýmsum ástæðum, t.a.m. þegar menn eiga erfitt með gang. Niðurstaðan hefur verið sú að veita ekki undanþágu vegna heilsu- brests,“ segir Hörður. Spurður hvort ekki sé eðlisólíkt að bera saman þá sem eiga erfitt með gang og þá sem glíma við illvígan sjúkdóm, þá telur hann ekki svo vera. „Svona spurning myndi ekki koma upp í öðrum íþrótt- um og það er mat okkar að golfíþrótt- in samanstandi af meiru en því að hitta bolta,“ segir Hörður. Aðspurður viðurkennir Hörður að ákveðin mót- sögn felist í því að mönnum sé leyft að notast við golfbíl í neðri deildum. „Við höfum veitt þær undanþágur og telj- um að það hafi minna vægi þar en í flokki þeirra bestu. Það er eðlis- munur á því þegar verið er að velja besta kylfing landsins og öðrum keppnum,“ segir Hörður. Hann segir að um sé að ræða alþjóðlegar reglur. Þrátt fyrir það fékk atvinnukylfing- urinn Casey Martin, sem þjáist af erfðagalla sem gerir honum erfitt um gang, að keppa á golfbíl á PGA- mótaröðinni í Bandaríkjunum eftir að hafa unnið mál gegn hæstarétti Bandaríkjanna. Hörður segir ekki útilokað að undanþágur verði veittar í framtíðinni ef samkomulag náist um það innan golfhreyfingarinnar. Gagnrýni kemur á óvart Hann segir að hörð gagnrýni Björgvins komi honum á óvart. „Það kemur á óvart að maður sem náð hef- ur svona góðum árangri í golfíþrótt- inni taki svo sterkt til orða. Ég hefði haldið að hann liti á golfíþróttina þeim augum að hann taki ekki svona sterkt til orða. En hann hefur sína af- stöðu og hver getur túlkað þetta fyrir sig,“ segir Hörður. » Íþróttir Illvígur sjúkdómur breytir engu  Margfaldur Íslandsmeistari, Björgvin Þorsteinsson, sem glímir við krabbamein fékk ekki að vera á golfbíl á Íslandsmótinu  Undanþágur áður verið veittar  „Íþróttinni til skammar“ Morgunblaðið/Arnaldur Margfaldur Íslandsmeistari Björgvin Þorsteinsson fékk ekki undanþágu um notkun á golfbíl á Íslandsmótinu þrátt fyrir að glíma við krabbamein. Hörður Þorsteinsson Alfons Finnsson Ólafsvík Nýr bátur sem Kristinn J. Frið- þjófsson ehf. á Rifi lét smíða fyrir sig hjá Siglufjarðar Seig kom til heima- hafnar í gær Báturinn fékk nafnið Stakkhamar SH 220. Hann verður gerður út á línuveiðar og í honum er beitning- arvél. Stakkhamar er 14,9 metrar að lengd, 29 brúttótonn að stærð og er mjög vel útbúinn að öllu leyti að sögn eiganda. Halldór Kristinson var skipstjóri frá Siglufirði á Rif. Í samtali við Morgunblaðið sagði Halldór að bát- urinn hefði reynst mjög vel á heim- leiðinni. Fjölmenni tók á móti Stakkhamri þegar hann kom til Rifs seinni part- inn, til þess að skoða bátinn og þiggja glæsilegar veitingar um borð. Stakkhamar til heimahafnar Morgunblaðið/Alfons Finnsson Nýr bátur Stakkhamar SH220 verður gerður út á línuveiðar frá Rifi. Mikið var um að vera í Bakkafjarð- arhöfn í gær. Þegar blaðamaður ræddi við Óla Þór Jakobsson, hafn- arvörð Bakkafjarðarhafnar, í gær- kvöldi, höfðu átján bátar landað í höfninni. „Það hafa aldrei verið svona margir bátar hérna. Það voru mun færri bátar í fyrra. Þetta eru mest allt aðkomubátar hérna,“ sagði Óli Þór. „Dagurinn var svolítið stremb- inn. Þegar þeir koma margir í einu er mikið að gera,“ sagði hann og bætti við að mikið af fiskinum fari á markað á Þórshöfn. Þrátt fyrir talsverðan fjölda báta í höfninni þá sagði Óli ekki miklu hafa verið landað, en af því sem landað var hafi mest verið af þorski. Bakkafjarðarhöfn er smábátahöfn og er einungis ætluð fyrir fiskibáta og aðra smærri báta. Í höfninni er einn viðlegukantur úr timbri og ein flotbryggja. Þá er einnig löndunar- kantur og tveir kranar til uppskip- unar afla og veiðarfæra á honum. Einnig er aðstaða fyrir smábáta til að taka hráolíu. Stærsta verkun Bakkafjarðar er Toppfiskur, en þar starfa um 10-15 manns. isb@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Bakkafjarðarhöfn Þar var annasamt í gær og nokkru landað af þorski. „Aldrei verið svona margir bátar hérna“  18 bátar lönduðu í Bakkafjarðarhöfn Vallarfoxgras skríður hægar í ár heldur en meðaltal 25 áranna á undan en í ár skreið það hinn 9. júlí en skrið er þegar axið á plöntunni er komið upp úr stráinu. Meðaltal áranna 1979 til 2014 er 5. júlí en í fyrra skreið það 25. júní. Eru þetta afleiðingar kaldara veðurfars í ár en undanfarinna ára en heitt tíma- bil hefur ríkt hér á landi frá því ár- ið 2000 og til ársins 2014 en þá skreið vallarfoxgras öll árin í júní að undanskildum þremur árum. Jónatan Hermannsson lektor við Landbúnaðarháskólann sem mælt hefur skriðið við Korpu segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við veðurfarsþróun á Íslandi. Hann hefur einnig mælt skrið byggs, en í ár skreið það 20. júlí en meðaltal frá 1981-2014 er 23. júlí. Ekki hafi verið frost í jörðu í ár sem geri það að verkum að byggi var plantað fyrr en ella, eða 1. maí. Fyrsta dag- setning sem bygg hefur skriðið frá árinu 1981 var 8. júlí árin 2010 og 2012. isak@mbl.is Vallarfoxgras skríður tiltölulega seint í ár Korpa Grasið var mælt við Korpu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.