Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Leiðandi framleiðandi lítilla heimilistækja fyrir hjarta heimilisins 60 ára reynsla á Íslandi Hinn svokallaði brunareitur á horni Lækjargötu og Austurstrætis hefur verið auglýstur til sölu hjá borg- inni, sem keypti reitinn eftir bruna árið 2009. Fasteignasalan Eignamiðlun sér um söluna og segir Kjartan Hall- geirsson fasteignasali töluverðan áhuga til staðar. Fasteignafélög, fjárfestingasjóðir sem og smærri fjárfestar sækist yfirleitt eftir eign- um eins og þessum reit. Á milli átta og tíu tilboð segir Kjartan hafa borist í Torfuna á sín- um tíma og hann á von á a.m.k. öðru eins nú. Ekki hefur enn verið opnað fyrir tilboð. Það verður gert í ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá borginni kostaði uppbyggingin á reitnum samtals 1.198 milljónir króna. Þrjú hús, endurbyggð í sögulegum stíl, standa á reitnum og eru samtengd með sameiginlegum kjallara. Brunabótamat eignar- innar er um 1,6 milljarðar kr. Talsverður áhugi á brunareit  Opnað fyrir tilboð í húsin í ágúst Eignamiðlun Brunareitur Austurstræti 22 og Lækjargata 2 eru til sölu. Nýr kjarasamningur var undirrit- aður hjá Alcoa Fjarðaáli 17. júlí sl. milli AFLs starfsgreinafélags, Raf- iðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls. Samningurinn gildir til fimm ára, frá 1. mars 2015 til 29. febrúar 2020. Helstu breytingar í nýjum samn- ingi felast í breyttu vinnutímafyr- irkomulagi, segir í frétt frá Alcoa Fjarðaáli. Þannig mun t.d. vinnu- stundum vaktavinnufólks á mánuði fækka, tekinn verður upp fæðing- arstyrkur til starfsmanna í fæð- ingar- og foreldraorlofi og grunn- laun munu hækka. Einnig er í samningnum kveðið á um viðbætur og hækkanir á launatöflum, árlega hækkun desember- og orlofs- uppbótar á samningstímanum og samið er um eingreiðslu til starfs- manna. Magnús Þór Ásmundsson, for- stjóri Alcoa Fjarðaáls, kveðst ánægður með að búið sé að landa nýjum kjarasamningi og telur að hann feli í sér mikla kjarabót fyrir starfsfólk Fjarðaáls. Hann segir að þótt samningaferlið hafi verið langt hafi það engu að síður gengið vel og gott samstarf hafi verið milli að- ila. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram síðar. Í fremstu röð sitja f.v. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, og Magnús Þór Ásmundsson, for- stjóri Alcoa Fjarðaáls. Samninga- nefndin stendur á bak við þau. Samningur til fimm ára Ljósmynd/Alcoa Fjarðaál Samningur í höfn Undirritun samningsins fór fram í matsal Fjarðaáls.  Breytt vinnutímafyrirkomulag  Launatöflur hækka Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í fyrradag grænlenskan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt yfir fimm kíló af hassi hingað til lands. Maðurinn, sem er fæddur árið 1994, flutti fíkniefnin til landsins frá Kaupmannahöfn, en þau fundust í farangri hans við kom- una til landsins, pökkuð í 54 pakkn- ingar. Hann játaði skýlaust brot sitt. Hann hefur ekki sætt refsingu hér á landi. Í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu um að efnin hafi verið ætluð til sölu eða dreifingar hér á landi. Að þessu virtu þótti refs- ing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði. Dæmdur fyrir að flytja inn 5 kíló af hassi Dómur Maðurinn flutti inn hass.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.