Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,- Morgungjafir í miklu úrvali Kerry. Erfiðar spurningar munu dynja á ráðherranum á meðan þingið fer yfir samkomulagið á komandi vik- um. Repúblíkanar telja of mikið komið til móts við Ír- ani. Á Times Square í New York hafa staðið yfir mót- mæli gegn kjarnorkusamkomulaginu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stendur í ströngu fyrir utanríkismálanefnd þingsins þar sem hann ver kjarnorkusamkomulagið við Íran. „Við lögð- um upp með að eyðileggja möguleika Írans á því að búa til kjarnorkuvopn og okkur hefur tekist það,“ sagði Bandaríska þingið fer yfir kjarnorkusamkomulagið við Írani AFP Kerry kveðst hafa náð markmiðinu Aftökur í Íran gætu orðið fleiri en 1.000 talsins á þessu ári, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þau segja að 694 af- tökur hafi þegar farið fram það sem af er árinu en það er nánast sami fjöldi aftaka og fyrir allt síðasta ár. Írönsk yfirvöld hafa þó eingöngu staðfest opinberlega 246 aftökur. Samtökin byggja tölurnar á „áreið- anlegum heimildum,“ en 694 aftökur frá 1. janúar til 15. júlí jafngilda því að þrír hafi verið teknir af lífi á dag. „Þessi gífurlegi fjöldi aftaka fyrri hluta ársins 2015 dregur upp ískyggilega mynd af drápsvél stjórnvalda sem viðhaldið er af dómskerfi landsins,“ sagði Said Boumedouha, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Amnesty Internation- al í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku. Hann bætti við að dauða- refsingar væru alltaf andstyggilegar en sérstakt áhyggjuefni í löndum eins og Íran þar sem sakborning- arnir fengju ekki sanngjarna máls- meðferð. Eiturlyfjabrot og framhjáhald Ahmed Shaheed, sérstakur sendi- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur kallað eftir frestun á öllum dauða- refsingum og bent á að oftast er um að ræða refsingar fyrir eiturlyfja- brot, framhjáhald, samkynhneigð og óskýrar ásakanir um brot gegn þjóðaröryggi. Í skýrslu hans um ástandið kom fram að að minnsta kosti 753 voru teknir af lífi í landinu á síðasta ári. AFP Aftökur Amnesty International segir 694 aftökur þegar hafa farið fram í Ír- an það sem af er ári en það er nánast sami fjöldi og fyrir allt síðasta ár. Stefnir í þúsund aftökur í Íran í ár  Aftökum á vegum stjórnvalda fjölgar Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, vill ekki bara veita Silvio Berlusconi rúss- neskan ríkisborg- ararétt heldur einnig gera hann að fjármálaráð- herra. „Mér hef- ur verið ýtt til hliðar á Ítalíu, en Pútín hefur sagt við mig að hann hafi áhuga á að veita mér ríkisborg- ararétt og treysta mér fyrir fjár- málaráðuneytinu þar í landi,“ er haft eftir Berlusconi í blaðinu La Stampa, að því er fram kemur á fréttaveitunni AFP. Leggst þessi hugmynd vel í hinn 78 ára Berlusconi sem segir að hann sjái það fyrir sér að hann verði ráð- herra í Rússlandi. Pútín og Berlusconi eru miklir vinir og þegar Pútín heimsótti Róm í júní sagði Berlusconi að Forza Italia, stjórnmálahreyfingin sem hann tilheyrir, myndi beita sér gegn þvingunaraðgerðum Evrópusam- bandsins gegn Rússlandi, en þær eru til komnar vegna deilunnar um Krímskaga. Berlusconi hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið vegna dómsmála á Ítalíu. Berlusconi verði nýr rússneskur ráðherra Silvio Berlusconi  Sér framtíðina fyrir sér í Rússlandi Þingmaður í Simbabve hélt á notuðum kven- manns- nærbuxum á þingfundi sem var sjónvarpað um landið. Vildi hún með því vekja athygli á bágum aðstæðum fátækra kvenna sem hafa ekki ráð á að kaupa sér ný klæði. Pricilla Misihairabwi-Mus- honga, þingmaður stjórnarand- stöðuflokksins MDC þar í landi, veifaði buxunum sem hún hafði meðferðis á meðan á fyrirspurna- tíma ráðherra stóð. „Ég vil spyrja fjármálaráðherra, hver stefna stjórnvalda er í innflutningi á not- uðum undirfatnaði sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu kvenna til langs tíma litið, þrátt fyrir að það sé ódýrara?“ Notaðar kvenmannsnærbuxur kosta einn dollara, tvær saman í pakka á meðan eitt stykki af hreinum nærbuxum kostar tvo dollara. Svaraði ráðherrann því til að hann myndi kanna málið en ávítti engu að síður þingmanninn fyrir hegðun sína, sem þótti óboð- leg. Veifaði notuðum nærbuxum í þinginu  Vakti athygli ráðherra á heilsuvá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.