Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 21
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Framboð hans er eins og krabba- mein á íhaldsstefnunni, og það þarf að greina það, fjarlægja og henda því,“ sagði fyrrverandi ríkisstjóri Texas, Rick Perry, um keppinaut sinn í forkosningum Repúblikana- flokksins, Donald Trump, sem heim- sótti Texas í gær og ferðaðist um svæði við landamærin að Mexíkó. Þar fór hann um Laredo, sem ligg- ur við landamærin, ásamt því að heimsækja landamærin sjálf og lög- regluliðið á svæðinu. Stuttu fyrir komu hans á staðinn sendi félag landamæravarða frá sér tilkynningu þess efnis að þeir hygðust ekki taka þátt í heimsókn hans. Lýðskrum og vitleysa Mótframbjóðendur Trumps bregðast við umdeildri kosningabar- áttu hans og ummælum með mis- munandi hætti en Perry hefur vænt hann um lýðskrum. „Hann er eitruð blanda af lýðskrumi, illkvittni og vit- leysu sem færir Repúlikanaflokkinn fjandans til ef ekki verður gripið inn í strax.“ Með því virðist hann flokka Trump í vafasaman hóp fyrrverandi stjórnmálamanna sem hafa sett blett á bandaríska sögu, að mati Stephens Collinson hjá CNN. „Slíkir fram- bjóðendur höfða til þeirra sem telja sig ekki eiga annan kost. Þeir höfða til verstu kennda kjósenda, efna- hags- og kynþáttamál… eða þeir stíga inn í tómarúm sem hvorugur flokkurinn tekur á,“ hafði Collinson eftir Julian Zelizer, prófessor í Princeton-háskóla. Jeb Bush, mótframbjóðandi Trumps, hefur þó reynt að halda stuðningsmönnum hans góðum og kallað þá „gott fólk“ með „réttmætar áhyggjur,“ en á sama tíma kallað orðræðu Trump „ljóta og illa inn- rætta“. Sjálfstætt framboð Trump vegnar vel í könnunum, miðað við mótframbjóðendur sína, en í vikunni mældist hann með 24% í könnun ABC/Washington Post. Get- ur hann því ekki enn talist hafa fang- að hjarta kjósenda að mati Stephens Collinson. Trump hefur nú rennt sterkari stoðum en áður undir þann mögu- leika að hann bjóði sig fram sem sjálfstæður frambjóðandi, óháður stóru flokkunum tveimur, hljóti hann ekki tilnefningu Repúblikana. Fram kemur í umfjöllun fréttaveit- unnar The Hill að Trump segi lík- urnar aukast „verulega“ ef yfirstjórn Repúblíkanaflokksins verður ósann- gjörn á meðan á forvali flokksins stendur. „Þeir hafa ekki stutt mig. Þeir studdu mig alltaf á meðan ég styrkti þá fjárhagslega. Þeir hafa verið mjög kjánalegir,“ sagði Trump í við- tali við The Hill og bætti við, þegar gengið var á hann varðandi sjálf- stætt framboð, að allavega væri mik- ill fjöldi fólks sem vildi það. „Eitruð blanda af lýðskrumi og illkvittni“ AFP Trump Íhugar að bjóða sig fram á eigin vegum, óháður öllum stjórn- málaflokkum, ef hann hlýtur ekki tilnefningu Repúblíkanaflokksins.  Donald Trump heimsótti landa- mærin að Mexíkó Tæknirisinn Google hefur löngum boðið upp á þjón- ustuna Google Street View, sem gerir fólki kleift að fá götu- sýn í öllum helstu borgum og bæjum heims. Nú hafa þeir hafist handa við að kortleggja Mongólíu sem er afar stórt, hrjóstrugt og strjálbýlt land í As- íu. Til þess nota þeir sleða sem dreginn er áfram af hestum þar sem landslagið býður ekki upp á hefðbundna fararskjóta. Vonast fyrirtækið til þess að þetta muni vekja athygli á landinu sem vænlegum áfangastað fyrir gesti hvaðanæva úr heiminum, var haft eftir fulltrúa Google. MONGÓLÍA Götusýn Google kortleggur Mongólíu Göngumaður á vegum Google. Bandaríska geimvísinda- stofnunin NASA tilkynnti í gær að fundist hefði ný reikistjarna, sem þykir búa yfir svipuðum eigin- leikum og jörðin. Reikistjarnan hefur ekki hlotið nafn ennþá, og er því kölluð Kepler 452B enn sem komið er, í höfuðið á stjörnusjón- aukanum sem fann hana. „Þetta er eins nálægt því og við komumst að finna aðra Jörð,“ sagði John Grunsfeld, yfirmaður vís- indasviðs NASA, á blaðamanna- fundi. „Þetta er Jörð 2.0,“ bætti hann við. GEIMVÍSINDI Vísindamenn finna „nýja Jörð“ Teikning NASA af Kepler 452B Gríska þingið samþykkti í gær um- bótatillögur sem voru skilyrði fyrir því að gengið yrði til samninga um þriðja björgunarpakkann til handa gríska ríkinu. Af 298 þingmönnum greiddu 230 atkvæði með frumvarp- inu en 63 á móti. Á meðal þeirra síðarnefndu var 31 þingmaður Syr- iza, flokks forsætisráðherrans Alex- is Tsipras. Meira en 30 þingmenn Syriza lögðust einnig gegn lánaskil- yrðunum í fyrstu atkvæðagreiðsl- unni um þau fyrir viku. Í umræðunum á þinginu fyrir at- kvæðagreiðsluna í gær sagði Tsip- ras við þingheim að hann væri í raun ekki samþykkur þessum til- lögum sem hann mælti nú fyrir og leiðtogar annarra evruríkja hefðu þröngvað þeim upp á hann. Á sama tíma lagði hann þó áherslu á að þetta væri eina leiðin til að halda evrunni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fela umbótatillögurnar meðal annars í sér innleiðingu evróputil- skipunar sem kveður á um inni- stæðutryggingu á bankainnstæðum undir 100 þúsund evrum og innleið- ingu reglna sem gera hluthöfum og lánardrottnum bankastofnunar skylt að greiða fyrir gjaldþrot bank- ans. Snemmbúnar kosningar? Nú hefjast samningaviðræður um þriðja björgunarpakkann og er gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá gríska fjármálaráðuneytinu, að fulltrúar lánardrottna ríkisins, þ.e. Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, komi til Grikklands í dag í þeim erindagjörðum. Stefnt er að því að ljúka viðræðum en ekki er víst að það takist vegna efasemda báðum megin borðs. Persónulegar vinsældir Alexis Tsipras eru enn miklar í Grikklandi og því ástæða til þess að hann meti fljótt hvort hann boði strax til kosn- inga í kjölfar samningaviðræðn- anna, að mati Chris Morris hjá BBC. Hann gæti komið sterkari út úr þeim kosningum í ljósi þess að stjórnarandstaðan er í upplausn og margir Grikkir kunna vel að meta framgöngu hans. laufey@mbl.is AFP Ósátt Þúsundir mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan á atkvæðagreiðsl- unni stóð. Mótmælendur köstuðu á tímabili bensínsprengjum að lögreglu. Mikill meirihluti samþykkti umbætur  Viðræðum ljúki fyrir miðjan ágúst SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON HANDBÆKUR / FRÆÐIBÆKUR / ÆVISÖGUR VIKAN 15.07.15 - 21.07.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Kortabók MM - 2015-2016Örn Sigurðsson ritstýrði Volcano Sudoku Ýmsir höfundar Breyttur heimur Jón Ormur Halldórsson 25 gönguleiðir á Þingvallasvæðinu Reynir Ingibjartsson Núvitund- leitin inn á við Chade Meng Tan Allt á hreinu Margrét Sigfúsdóttir Vegahandbókin Steindór Steindórsson Vegvísir um jarðfræði Íslands Snæbjörn Guðmundsson 109 Sudoku - bók 11 Ýmsir höfundar Íslenskar Mandölur Kunsang Tsering

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.