Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
✝ Bára Péturs-dóttir fæddist
10. október 1937 í
Minni-Brekku í
Fljótum í Skaga-
firði. Hún lést á
heimili sínu 13. júlí
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Pétur Jón
Stefánsson, f. 22.4.
1909, d. 6.8. 2000 og
Guðrún Jónsdóttir,
f. 5.5. 1920, d. 22.9. 2011. Hún
ólst upp í Minni-Brekku og á Hofi
í Vesturdal til 7 ára aldurs. En
fluttist svo alfarin í Hof og var
þar elst í stórum systkinahópi.
Þau eru: Margrét Stefanía, f. 1.4.
1939, Jón Sævin, f. 9.12. 1940,
Gunnar Stefán, f. 6.5. 1947, Pét-
ur Axel, f. 13.12. 1952, Svanhild-
ur Hrönn, f. 25.10. 1955, Skarp-
héðinn Rúnar, f. 22.8. 1957,
Hrafnhildur Sæunn, f. 1.1. 1962.
Á Akureyri kynntist hún sam-
býlismanni sínum Núma Svein-
birni Adolfssyni, f. 12.5. 1938.
Foreldrar hans voru Adolf Dav-
íðsson, f. 26.8. 1908, d. 1.9. 1999
og Kristín Pétursdóttir, f. 9.9.
1914, d. 3.8. 2002. Eignuðust þau
saman 4 börn: Margrét Petra, f.
14.3. 1960, maki Jóhannes Ott-
ósson, f. 11.1. 1954. Fyrrv. maki
2004. Gunnar Smári, f. 1.10.
1977, maki Ingibjörg H. Reykja-
lín, f. 4.4. 1980, eiga þau saman
Ragnar Núma Reykjalín, f. 16.11.
2009 og Elísu Helgu Reykjalín, f.
27.9. 2011. Elmar Andri, f. 19.8.
1979, maki Hildur Lind Sævars-
dóttir, f. 8.10. 1983, eiga þau
saman Sævar Þór, f. 29.4. 2010,
Andra Berg, f. 13.12. 2012, Arn-
ar Frey, f. 15.4. 2015 og Sölva
Stein, f. 15.4. 2015.
Bára og Númi Sveinbjörn
bjuggu saman á Akureyri og
slitu síðan samvistum 1996. Bára
bjó í torfbæ fram á unglingsárin
og ólst upp við venjuleg sveita-
störf en 16 ára fór hún í vist í
Glaumbæ hjá prestshjónum, var
þar einn vetur, og fór síðan suð-
ur til Kristins föðurbróður síns
og var þar einn vetur. Umönn-
unarstörf voru henni hugleikin
og 18 ára flyst hún til Akureyrar
og vann þar á sjúkrahúsinu
ásamt því að vinna á Sam-
bandsverkssmiðjunum á sauma-
og prjónastofunni Heklu, og skó-
verksmiðjunni Iðunni. Bára vann
á Sjúkrahúsinu á Akureyri til
margra ára. Hún útskrifaðist
sem sjúkraliði árið 1971 og vann
lengst af á barnadeildinni og svo
á Kristnesi. Bára vann í mörg ár í
sjálfboðastarfi hjá Slysavarna-
félagi Íslands.
Útför Báru fer fram í Graf-
arvogskirkju í dag, 24. júlí, kl.
13.
Sigursteinn Þórs-
son, f. 7.11. 1954,
eignuðust þau 3
syni. Hrannar Örn,
f. 23.3. 1979, á hann
einn son, Hrannar
Orra, f. 18.3. 2001,
móðir Vala Hauks-
dóttir, f. 14.3. 1981.
Arnar Þór, f. 6.8.
1980, maki Arna
Arnardóttir, f. 12.4.
1983, eiga þau sam-
an tvo syni, Örn Kató, f. 14.12.
2005 og Þór Leví, f. 22.7. 2011.
Sigursteinn Unnar, f. 21.8. 1986,
maki Hafdís Alma Einarsdóttir,
f. 6.10. 1988, eiga þau saman El-
ísu Arneyju, f. 29.1. 2015. Fyrir á
Jóhannes 2 börn. Kristján Geir, f.
29.9. 1973, maki Helena Breið-
fjörð, f. 19.7. 1968, hans börn
Steinar Eiríkur, f. 6.7. 1996 og
Gunnar Ingi, f. 13.4. 1998, móðir
Rakel Ragnarsdóttir, f. 18.6.
1966. Jóhanna Erla, f. 11.1. 1976,
maki Halldór B. Bergþórsson, f.
21.7. 1974, eiga þau saman Nóel
Hrafn, f. 1.10. 2010, og Hrafn-
hildi Myrru, f. 6.11. 2012. Krist-
inn Viðar, f. 25.4. 1966, maki
Steinunn Þorkelsdóttir, f. 8.6.
1969 eiga þau saman Ásu Hrund,
f. 5.8. 1994, maki Andri Jamil, f.
3.6. 1994. Tristan Snær, f. 16.7.
Elsku mamma. Okkur langar
að kveðja þig með örfáum orð-
um.
Það er erfitt að lýsa því hvern-
ig okkur hefur liðið undanfarna
daga, allar góðu minningarnar og
söknuðurinn er sár.
Umhyggja og ást eru orð sem
koma sterk fram hjá okkur syst-
kinunum þegar við minnumst
þín, alltaf boðin og búin að að-
stoða þegar mikið stóð til.
Það fer vel á því að gera að
lokaorðum okkar ljóðið sem
langafi Pétur Jónasson í Minni-
Brekku orti til þín þegar þú varst
lítil stúlka.
Bára mín er ilmandi
alltaf hýr og brosandi.
Liggur vel á ljómandi
lambinu mínu skínandi.
Fríða stúlkan fallega
flestum ber af lýðum.
Senn kemur hún Soffía
sunnan að á skíðum.
Takk fyrir allt og allt.
Hvíl í Guðs friði.
Margrét (Gréta) og Viðar.
Hún Bára stóra systir mín er
látin. Á svona stundum reikar
hugurinn og margs er að minnast.
Bára vann nánast allan sinn
starfsaldur við hjúkrunarstörf,
lengst á Sjúkrahúsinu á Akureyri
og síðan á Kristnesi. Hin seinni ár
dvaldi Bára hjá mér nokkrum
sinnum og vann ýmis garðyrkju-
störf hér á Flúðum. Kynntist nýju
fólki og spurði ævinlega eftir
gömlu vinnufélögunum þegar við
hittumst. Sem barn fór ég með
þeim Báru og Núma í ferðalög og
var farið víða um Norðausturland
á „Willys“. Síðar ferðuðumst við
talsvert saman um Suðurland og
skoðuðum margar náttúruperlur.
Ég man hve ég hlakkaði alltaf til
þegar von var á Báru og fjöl-
skyldu í heimsókn, þá var oft glatt
á hjalla á Hofi, en á barnsárum
mínum var heimilið mannmargt.
Einnig var gaman að heimsækja
þau til Akureyrar, þá var arkað
inn í Hafnarstræti þar sem allar
flottu búðirnar voru. Að fara í
búðir með Báru var alveg sérstök
upplifun, hún gekk svo hratt að
maður hljóp við fót við hliðina á
henni, svo var skutlast inn í Am-
aro, sem var ævintýraveröld fyrir
mig, sveitabarnið. Síðan lá leiðin í
KEA og til Sigga Gumm og jafn-
vel í JMJ. Þetta tók ekki langan
tíma því það var ekkert verið að
drolla. Bára hafði ákveðnar skoð-
anir og hin seinni ár ræddum við
iðulega heimsmálin og vorum
kannski ekki alltaf alveg sammála
um lausnir hinna ýmsu mála. Bára
reyndist mér alla tíð sem önnur
móðir en hún var orðin 18 ára þeg-
ar ég fæddist, og þegar ég fer aust-
ur í skóla og vinnu voru ófáar ferð-
irnar, sem þau Bára og Númi
keyrðu mig og ófáar helgarnar
sem ég dvaldi hjá þeim í fríum. Það
er gott að rifja upp góðar minn-
ingar við leiðarlok. Samúðarkveðj-
ur til barna hennar og fjölskyldna,
systkina og annarra ættingja.
Hvíl í friði, kæra systir.
Svanhildur Hrönn
Pétursdóttir.
Þegar ég frétti af andláti Báru
móðursystur minnar var eins og
tíminn stoppaði í smástund. Það
var ótrúlega óraunverulegt að sitja
í sjóðandi hita á sólarströnd og fá
þessar fréttir. Mér leið eins og ég
væri örlítið sandkorn á ströndinni
sem háð er duttlungum hafsins um
hvert það fer og hvað um það verð-
ur og mér varð ískalt í hjartanu
þrátt fyrir hitann. Bára hafði alltaf
verið hluti af mínu lífi og svo ótal,
ótal margar minningar sem tengj-
ast henni. Hún og mamma höfðu
alltaf mikil samskipti og voru mjög
nánar. Allar minningar um veislur
sem haldnar voru heima þegar ég
var krakki tengjast þeim systrum
að baka, þeyta rjóma, skreyta tert-
ur og hita súkkulaði. Þær fóru nú
létt með það. Í minningunni var
Bára frænka alltaf falleg og fín og
hún ilmaði svo vel. Ég man ég
laumaðist stundum inn í herbergið
sem hún gisti í bara til að finna
lyktina af ilmvatninu hennar.
Seinni árin þegar hún kom til
mömmu í sumarhúsið í Vesturhlíð
og þær fóru að stússa í garðinum
eða í gönguferðir, þá grínuðumst
við Guðrún systir og Arnar frændi
með að þarna væru nú „gömlurn-
ar“ okkar í essinu sínu. Þær var
alltaf gott að hafa í kringum sig.
Bára hafði gaman af vísum og hún
hvatti mig til að yrkja þegar öðrum
fannst það vitleysa. Mér finnst því
við hæfi að kveðja hana með ljóði.
Þó of fljótt sé komið að kveðjustund
þá minningar góðar létta mér lund;
um frænkuna ljúfu sem alltaf var þar
falleg og dugleg, hún flestum af bar
hún var ekki hávær en markaði spor
með háttvísi, elju, dugnað og þor
þungt er um hjarta en minningin er ljós
nú er fallin í valinn ein dalanna rós.
Elsku Bára frænka, ég á eftir
að sakna þín en minningar um
gleði og góðar stundir geymi ég í
hjarta mínu og þar glatast þær
ekki.
Innilegar samúðarkveðjur til
barna, barnabarna og systkina og
allra sem í dag syrgja og sakna.
Sigrún Jónína Baldursdóttir.
Mánudagskvöldið 13. júlí
hringdi Arnar í mig og sagði mér
að amma hans hefði orðið bráð-
kvödd. Bára frænka dáin. Hugur-
inn fór á fulla ferð, allskonar
minningar tóku að streyma fram.
Ég á Akureyri 8 ára að passa
Gunnar, Elmar og Hrannar.
Gréta kasólétt að Arnari. Flotta
barbídótið mitt sem ég fékk að
launum. Mörgum árum seinna ég
sjálf ófrísk að tvíburunum mínum
og varð að fara til Akureyrar mán-
uð fyrir áætlaðan fæðingardag og
að sjálfsögðu bauð Bára frænku
sinni að koma og vera hjá sér. Þar
var dekrað við mig, passað að ég
fengi alveg örugglega nóg að
borða og væri aldrei ein. Þegar
Bára var að vinna þá var ég hjá
Grétu. Þegar stelpurnar mínar
fæddust þá passaði hún upp á að
það væri hugsað vel um mig á
fæðingardeildinni, kom hlaupandi
af barnadeildinni þar sem hún var
að vinna til að kíkja á okkur
mæðgur. Held að eftir þennan
tíma hafi myndast sérstakt sam-
band á milli okkar, hún var dugleg
að hringja í mig og koma í heim-
sókn, eins fórum við oft í kaffi til
hennar þegar við fórum til Akur-
eyrar. Eftir að Bára hætti að
vinna kom hún í nokkur vor til að
hjálpa okkur í sauðburði.
Krakkarnir biðu úti við glugga
eftir að sjá gula bílinn koma, svo
var hlaupið út til að knúsa
frænku sína. Hún og mamma
(Gömlurnar mínar) tóku að sér að
gefa á morgnana í fjárhúsunum.
Þar gátu þær dundað sér saman
og efast ég ekki um að margt hef-
ur nú verið rætt þar. Oft voru
fjörugar umræður við eldhús-
borðið hjá okkur þar sem Boggi
var duglegur að kasta fram ein-
hverju sem hann vissi að Bára
var alls ekki sammála honum um
og varð hávaðinn ógurlegur en
allt var þetta í vinsemd og ég veit
að þeim þótti báðum mjög vænt
hvoru um annað. Alla sokka sem
göt voru komin á tíndi hún saman
og stoppaði svo í götin. Enda þeg-
ar kom gat á sokkana hjá krökk-
unum þá var yfirleitt spurt hvort
Bára frænka færi ekki að koma.
Margrét, Rósa og Símon voru svo
glöð að hafa frænku sína í heim-
sókn, alltaf var herbergið þeirra
ofsa fínt, búið að búa um og taka
til þegar þau komu heim úr skól-
anum og fékk frænka stórt knús
að launum. Þegar Rósa Björk var
5 ára þá hljóp hún á kerru og fékk
skurð undir auganu. Að sjálf-
sögðu átti Bára plástur sem hún
gat límt yfir skurðinn og tókst
þetta svo vel að ekki er hægt að
sjá örið nema að skoða vel. Síð-
asta ár var heilsan ekki alveg
nógu góð og treystir þú þér ekki
til að koma í heimsókn. Okkar
síðasta samtal var í símanum og
mikið þykir mér gott að hugsa til
þess sem við ræddum.
Elsku Bára frænka, takk fyrir
allt, minning þín lifir.
Gréta, Viðar, Gunnar, Elmar,
Arnar, Hrannar, Sigursteinn og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Guðrún Björk Baldurs-
dóttir og fjölskylda.
Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð
hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans
ljóð
upp um ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð,
þá stattu fast og vit fyrir víst,
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þýð. Óskar Ingimarsson)
Kæra vinkona, þá er komið að
leiðarlokum. Upp í hugann
streyma ótal minningar, allar svo
ljúfar og bjartar. Vinátta okkar
var mér mikils virði. Það var gam-
an að vinna með þér sem sjúkra-
liði, bæði á barnadeildinni og á
Kristnesi og við skemmtum okkur
líka vel saman á gömlu dönsunum.
Ferðin okkar uppá Mælifells-
hnjúk í björtu og fallegu veðri er
ógleymanleg þar sem við gengum
saman uppá topp og horfuðum yf-
ir fallegu sveitina þína.
Ég sendi fjölskyldunni mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
Guð gefa ykkur styrk í sorginni.
Guðrún Elísabet Aradóttir.
Bára Pétursdóttir
✝ Helena G.Gunnlaugs-
dóttir fæddist á
Hjalteyri 21. októ-
ber 1950. Hún lést
á heimili sínu í
Lundi í Svíþjóð 28.
júní 2015.
Foreldrar Hel-
enu voru hjónin
Hulda Vilhjálms-
dóttir, húsmóðir
frá Hjalteyri, f. 31.
júlí 1932, d. 19. maí 1993, og
Gunnlaugur Fr. Jóhannsson,
rafvélavirki frá Akureyri, f. 22.
nóvember 1929, d. 27. desem-
ber 2014. Systkini Helenu eru
Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir
1982. Eiginmaður hennar er
Fredrik Åkesson og börn
þeirra eru Þór Åke, f. 2012, og
Selma, f. 2014. Þau eru búsett í
Malmö í Svíþjóð. 3. Anna Hild-
ur Guðmundsdóttir, listhönn-
unarnemi, f. 6. júní 1987. Sam-
býlismaður Önnu er Gustav
Nilsson og eru þau búsett í
Malmö í Svíþjóð.
Helena lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri og prófi sem meina-
tæknir frá Tækniskóla Íslands
árið 1977. Hún vann á Sjúkra-
húsinu á Akureyri og á Land-
spítalanum í Reykjavík uns þau
hjónin fluttust búferlum til Sví-
þjóðar árið 1982. Þar lauk Hel-
ena framhaldsnámi í líf-
eindafræði. Hún vann lengst af
á rannsóknarstofum á Sjúkra-
húsinu í Malmö.
Útför Helenu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 24. júlí
2015, klukkan 13.30.
á Akureyri, f.
1962, Sigurður S.
Gunnlaugsson á
Sauðárkróki, f.
1963, og Þorsteinn
E. Gunnlaugsson í
Reykjavík, f. 1964.
Eftirlifandi eig-
inmaður Helenu er
Guðmundur Örn
Gunnarsson, lækn-
ir, f. 2. apríl 1952,
búsettur í Svíþjóð.
Dætur Helenu og Guðmundar
eru: 1. Lilja Guðmundsdóttir, f.
15. febrúar 1979, búsett í
Lundi í Svíþjóð. 2. Hulda Edda
Guðmundsdóttir, skurðhjúkr-
unarfræðingur, f. 30. desember
Helena Gunnlaugsdóttir, mág-
kona mín, var skemmtileg kona.
Ég þekkti hana í yfir þrjátíu ár
og það tókst með okkur vinátta.
Fjölskyldurnar bjuggu hvor í
sínu landinu. Mest voru tengslin
þau ár sem við bjuggum í Kaup-
mannahöfn og þau á Skáni. Eftir
að við fluttum til Íslands urðu
tengslin stopulli en eftir því sem
tæknin og samgöngur urðu betri
jukust samskiptin aftur. Gott var
að heimsækja þau hjónin til Sví-
þjóðar og þau héldu okkur eins
konar langtímanámskeið í
sænskri matarmenningu. Helena
var glaðvær, hafði áhuga á þjóð-
málum og á Íslandi fyrr og nú.
Hún hafði góða frásagnargáfu
sem við hin fengum að njóta.
Hún var handlagin og á síðari ár-
um bjó hún til varning einkum úr
ull og skinnum af ýmsu tagi.
Hráefnið fékk hún mikið til frá
Íslandi, vann gripina á verkstæði
sem hún var með heima í Banka-
götu í Lundi og seldi varninginn
síðan á markaðinum þar í borg.
Helena hafði viðskiptavit og það
hefði verið meira vit að fá henni
milljarða í hendur að höndla með
en sumum öðrum er trúað var
fyrir slíku.
Við Helena vorum góðir vinir
og hennar verður saknað þess
vegna. Við gátum rætt saman á
alvarlegum nótum og á léttum
nótum. Við gátum rætt meira og
minna öll mál, álitamál og fram-
tíðaráform. Það er ef til vill ekki
auðvelt að rækta vináttu og fjöl-
skyldutengsl yfir hafið en þeim
mun meira gefandi þegar fundir
urðu. Samband systranna, Gunn-
hildar konu minnar og Helenu,
var gott þrátt fyrir aldursmun og
styrktist með hverju árinu.
Helena átti góða fjölskyldu og
þykist ég vita að hún hafi gefið
fjölskyldu sinni allt það er hún
mátti fyrr og síðar. Barnabörnin
færðu henni mikla gleði nú síð-
ustu árin. Æðruleysi Helenu
gagnvart erfiðum veikindum á
undanförnum árum vakti að-
dáun. Öll munum við sakna Hel-
enu sem hana þekktum. Saman
eigum við minningar um vilja-
sterka og heilsteypta konu sem
reyndist öllum vel. Vil ég koma á
framfæri samúðarkveðjum til
Guðmundar, dætranna og fjöl-
skyldna þeirra frá mér og mínu
fólki.
Þorlákur Axel.
Mín góða vinkona Helena er
fallin frá eftir langa baráttu við
krabbamein. Leiðir okkar
tveggja lágu saman fyrir mörg-
um árum, þegar við hittumst í
enskuskóla á suðurströnd Eng-
lands. Við vorum þar þrjár stöll-
ur sem reyndum að verða full-
orðnar, og prófuðum saman að
reykja og drekka bjór með mis-
jöfnum árangri.
Síðar giftumst við Helena
skólafélögum frá Akureyri og
myndaðist þá góður vinahópur
sem naut saman góðra ánægju-
stunda, meðal annars á Gamla
Garði þar sem Helena og Guð-
mundur bjuggu. Helena flutti
síðan til Svíþjóðar og ég til Nor-
egs um skeið en alltaf héldum við
góðu sambandi og hittumst þeg-
ar tækifæri gáfust, og deildum
þá bæði gleði og sorgum.
Helena var hæglát og virkaði
stundum örlítið feimin, en hún
var heimskona á margan hátt
með góða kímnigáfu og oft var
stutt í stríðnina. Helena var lif-
andi persóna með mörg áhuga-
mál sem hún sinnti af alúð. Hún
var smekkleg eins og heimili
þeirra Guðmundar ber gott vitni
um, hún hafði áhuga fyrir hönn-
un og antikmunum og gerði sjálf
upp húsgögn í tómstundum. Hel-
ena sinnti félagsmálum þroska-
heftra af miklum áhuga hin síðari
ár, enda voru þau málefni henni
afar hugleikin.
Ég hitti Helenu fyrir um það
bil ári síðan í Svíþjóð og var hún
þá orðin ansi veik, en þrátt fyrir
það var hún full af krafti og lífi,
talaði um stelpurnar sínar og
barnabörn, og þótti mér hún taka
veikindum sínum af aðdáunar-
verðri ró og æðruleysi.
Það var siður hjá Helenu á
hverju ári að vekja mig á afmæl-
isdaginn 24. desember og óska
mér til hamingju með daginn. Ég
mun sakna þess. Já, ég á eftir að
sakna vinkonu minnar með dill-
andi hláturinn og stríðnisglamp-
ann í augunum.
Ég votta Guðmundi, Huldu,
Önnu og Lilju samúð mína, sem
og öðrum ættingjum og vinum.
Steinunn Kristinsdóttir
Helenu G. Gunnlaugsdóttur,
mágkonu okkar sem lést um ald-
ur fram, verður sárt saknað. Við
minnumst hennar fyrst þegar
hún og stóri bróðir okkar byrj-
uðu að draga sig saman í byrjun
áttunda áratugarins. Okkur
fannst hún glæsileg í brúnu leð-
urdragtinni með flottu, rauðlökk-
uðu neglurnar og svörtu slöngu-
lokkana. Í okkar augum var hún
mikil skvísa og fannst okkur
Guðmundur bróðir heppinn að ná
í hana. Við fengum fljótt að
kynnast fjölskyldu hennar og
hafa þau góðu kynni haldist til
dagsins í dag.
Það var gaman að fylgjast með
þeim stofna heimili og klára
framhaldsnám. Eftirvæntingin
var mikil í fjölskyldunni þegar
von var á fyrsta barninu. Í heim-
inn kom Liljan okkar, fallegust
allra, og bræddi hjörtu okkar frá
fyrstu tíð. Síðar komu Hulda
Edda og Anna Hildur, yndislegu
systurnar tvær.
Helena og Guðmundur fluttu
til Svíþjóðar og settust að í
Staffanstorp á Skáni en fluttu
síðar til Lundar. Það var ánægju-
legt að heimsækja þau og í seinni
tíð vorum við systur tíðir gestir
hjá þeim í Bankgatan í Lundi.
Helena hafði mikinn áhuga á
antikmunum og sótti námskeið í
lagfæringu þeirra. Það fórst
henni vel úr hendi, enda einkar
handlagin. Hún fór oft á útimark-
að „loppis“ á laugardagsmorgn-
um, rétt hjá heimili þeirra. Gam-
an var að fara með og njóta þar
sérfræðiráðgjafar Helenu.
Helena var fljót að eignast vini
hvar sem hún var. Hún var ósér-
hlífin og örlát á tíma sinn og
orku. Hún er okkur ómetanleg
fyrirmynd í því hvernig hún
tókst á við þau áföll sem dundu
yfir síðustu misserin. Hún vann
úr þeim öllum af undraverðu
æðruleysi og yfirvegun. Hún
kvartaði aldrei, þó við vitum að
barátta hennar við ýmsa kvilla til
viðbótar við banameinið hafi ver-
ið erfið. Þessir kvillar hefðu verið
ýmsum um megn, einir og sér.
Mannleg reisn er hugtakið sem
kemur í hugann þegar við hugs-
um um Helenu í veikindum henn-
ar. Hún ákvað sjálf útgöngulagið
við útför sína og okkur finnst það
lýsa lífssýn hennar afar vel:
„Always Look on the Bright Side
of Life“.
Jóhanna Arnleif Gunnarsdóttir,
Erna Hildur Gunnarsdóttir.
Helena G.
Gunnlaugsdóttir