Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 27

Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 ✝ Edda Óskarsdóttir fædd- ist 5. júlí 1931 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 11. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Óskar Jóns- son, f. 25.4. 1900, d. 26.3. 1936, og Ásta Halldórsdóttir, f. 24.3. 1907, d. 5.7. 1997. Systir Eddu var Eva, f. 12.4. 1934, d. 22.1. 2015. Edda giftist Guðjóni Jónssyni yf- irsímritara, 29. mars 1952, f. 31.5. 1930, d. 24.6. 1994. For- eldrar Guðjóns voru Jón Jóns- son, f. 29.10. 1900, d. 13.4. 1973, og Þjóðbjörg Þórðardóttir, f. 18.11. 1891, d. 27.1. 1984. Börn Eddu og Guðjóns eru: 1) Óskar, f. 10.6. 1952, maki Konný R. Hjaltadóttir, f. 26.10. 1953. Börn þeirra eru Sigurður Heiðar, f. 20.6. 1976, í sambúð með Mette R. Holm, þeirra barn er Oliver, f. 2007, drengur Óskarsson, f. 15.7. 1985, d. 4.10. 1985, og 2000, og Eva Björg, f. 28.7. 2007. Edda útskrifaðist frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og stundaði m.a. nám við Mennta- skólann á Akureyri. Hún sinnti fjölbreytilegum störfum bæði innan heimilis og utan, m.a. sem prófarkalesari hjá Morgun- blaðinu, sölumaður í heildsölu, starfsmaður á Kleppi til margra ára, iðnverkamaður hjá Stál- umbúðum, leiðbeinandi í leik- skóla, stuðningsfulltrúi með ein- hverfum og síðustu starfsárin sem starfsmaður á sambýli. Edda var mikil félagsvera og á yngri árum starfaði hún lengi og sat m.a. í stjórn Kvenfélags- ins Bylgjunnar, sem hafði að markmiði að efla samúð og vin- áttu meðal loftskeytamanna og fjölskyldna þeirra. Eftir að Edda fluttist í Kópavog tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldr- aðra í Gjábakka og í Sunnuhlíð og beitti sér í ýmsum baráttu- málum f.h. Íbúasamtaka Sunnu- hlíðar. Edda var lengi virkur fé- lagi í bókmenntaklúbbi Bókasafns Kópavogs og félagi í Sögufélagi Kópavogs. Útför Eddu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 24. júlí 2015, kl. 15. Edda Ósk, f. 26.11. 1986, í sambúð með Jóhanni B. Björns- syni. 2) Jón Steinar, f. 25.11. 1957, maki Anna Þórdís Guð- mundsdóttir, f. 3.10. 1959. Dætur þeirra eru Hugrún, f. 5.8. 1988, maki Sævar L. Við- arsson, f. 7.2. 1988, Berglind, f. 15.5. 1991, og Sigrún Edda, f. 7.6. 1995. 3) Guðlaugur Halldór, f. 3.10. 1961, maki Guðrún S. Jóns- dóttir, f. 26.3. 1963. Dætur þeirra eru Ása Björg, f. 14.4. 1984, maki Guðmundur Stein- bach, f. 17.11. 1979. Dætur þeirra eru Guðrún Lilja, f. 2011, og Katrín Harpa, f. 2014, Sigrún María, f. 1.12. 1987, maki Axel Freysson, f. 25.1. 1986. Dætur þeirra eru Steinunn Embla, f. 2011, og Freydís Edda, f. 2014, Ásta Vigdís, f. 26.4. 1996. 4) Elín Björg, f. 17.8. 1970, í sambúð með Ólafi J. Stefánssyni. Börn hennar eru Guðjón Ari, f. 6.7. Elsku amma er dáin. Mér finnst það svo undarlegt. Það passar ekki því mér hefur alltaf fundist hún vera eilíf. Fyrstu alvöru minningarnar sem ég á um ömmu eru frá þeim tíma sem hún var nýflutt á Langholtsveginn. Þar var alltaf skemmtilegt að vera, næturgistingar, pitsuveislur og stigagangurinn sem var ævin- týraheimur í leikjum okkar frænkna. Með árunum breytt- ist samband okkar ömmu frá því að vera samband ömmu og barnabarns yfir í að vera sam- band vinkvenna. Samband okk- ar var mjög gott og var amma vinkona mín. Ég fór oft til ömmu að spjalla yfir kaffibolla, seinustu fjögur árin með dætur mínar í för sem fannst æð- islega gaman að vera hjá lang- ömmu. Alltaf náði amma að galdra fram dýrindisveislu á örskotsstund út úr frystinum. Hún var alltaf tilbúin með nóg af gúmmelaði ef gest bar að garði. Umræður okkar ömmu áttu sér engin takmörk og töl- uðum við um allt á milli himins og jarðar. Mér fannst einstak- lega gaman að heyra ömmu segja frá gamla tímanum, upp- eldi barnanna, ferðalögum sín- um og sögur frá þeim tíma sem hún vann á Kleppi. Það líf sem hún lifði var stórbrotið og fjöl- breytt. Hún lét nánast ekkert stoppa sig og voru aldrei mikil rólegheit í kringum hana. Amma var hjartahlý, glað- lynd, hjálpsöm, dugleg og góð manneskja með mikla réttlæt- iskennd. Hún mátti ekkert aumt sjá og var alltaf tilbúin með op- inn faðminn. Það var gott að tala við hana, maður fann að hún hlustaði mjög vel og tók undir það sem maður var að segja. Ég sagði henni allt og var hún ein af þeim fyrstu í bæði skiptin sem fékk að vita þegar ég varð ólétt. Amma skilur mikið eftir sig. Hún á stóran hóp af frábærum afkomendum. Fjölskyldan henn- ar skipti hana gríðarlega miklu máli og þótti henni skemmtileg- ast að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hún var límið sem hélt okk- ur saman. Vona að við munum heiðra minningu hennar með því að halda hópinn í framtíð- inni. Allt verður sinn enda að taka og er enginn eilífur, ekki einu sinni amma. Amma var hvíldinni fegin þar sem seinustu mánuði hrakaði heilsu hennar mjög hratt. Það var erfitt að horfa upp á þessa sjálfstæðu, sterku og duglegu konu missa allan mátt og styrk. Núna líður ömmu vel og er sameinuð Evu systur sinni aftur. Ég veit vel að þær eru örugglega farnar að hlæja og skemmta sér aftur saman. Er nú þegar farin að heyra hlát- urinn í þeim í huganum. Þú í langferð farin ert, næsta ævintýri er framundan. Skap- arann þinn muntu hitta og þína ástvini sem bíða eftir þér. Nú er komið að kveðjustund þó erfið sé. Mun ég alltaf sakna þín, elsku amma, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Elska þig, ávallt. Þín, Sigrún María. Það að missa þig skilur eftir mikið tómarúm í lífi okkar systra, en við getum huggað okkur við allar þær dýrmætu og líflegu minningar sem við eigum um þig. Takk fyrir allt, elsku amma okkar, þú varst einstök í alla staði. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún skáldkona) Blessuð sé minning þín. Þínar, Hugrún, Berglind og Sigrún Edda. Dropi í hafið, hvað er það, ævi manns er ekki einu sinni það. Þegar við hugsum til baka, þá er svo stutt síðan við vorum börn að leika okkur. Það má segja að við hér séum komin á línuna, það er bara spurning hvenær við stígum yfir. Það var þó svo, að okkur fannst Edda ekki komin svo langt, hún var síung. Alltaf smart, alltaf tilbúin í glens, fannst gaman að spila og vera innan um fólk, stóð fyr- ir því að gera dagamun hér í húsinu, „Bónuskaffi“ var eitt af því, þegar búið var að fara í búðina var slegið upp kaffi með meðlæti og glensi, kannski úti á stétt ef vel viðraði, annars í setustofu. Við þurfum að end- urvekja það og þá í anda Eddu. Það var tekið eftir því hvað hún var alltaf flott, vel tilhöfð, kunni að klæðast og var ófeimin að prufa nýtt. Ég kynntist Eddu þegar ég flutti í húsið fyrir fimm árum. Hún kom fljótt til að bjóða mig velkomna, mér fannst það ljúft, ég þekkti engan hér, en þá strax fannst mér ég vera komin heim. Edda átti óneitanlega þátt í því. Um tíma fórum við saman í leikhús, keyptum okkur kort á haustin og fórum að sjá það sem okkur fannst standa upp úr. Edda var alltaf jafn flott og yndisleg. Það var gaman þá. Ég á eftir að sakna þess að sjá ekki Eddu sitjandi úti á svölum að prjóna í góða veðr- inu, ásamt mörgu öðru sem á eftir að koma í hugann. Ég þakka Eddu fyrir okkar góða tíma og alla þá vinsemd sem hún sýndi mér. Ég minnist þín, er ég sé sjóinn glitra við sólarhvel. Og þegar mánans mildu geislar titra, ég man þig vel. (NN) Ég vil fyrir mína hönd, spila- félaganna og íbúa A-blokkar senda innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Svava. Edda Óskarsdóttir ✝ Högni Felixsonfæddist á Hell- issandi 29. október 1931. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. júlí 2015. Foreldrar hans voru Felix Eð- varðsson, f. 27. október 1898, d. 22. nóvember 1975, og Guðrún Hildur Lárusdóttir, f. 29. október 1912, d. 22. september 1999. Systkini Högna eru Lárus, f. 1935, d. 2011, Eðvarð, f. 1937, Katrín Hlíf, f. 1940, d. 2009, Fríða Guð- rún, f. 1943, og Gylfi, f. 1954. Árið 1955 kynntist Högni eft- irlifandi eiginkonu sinni, Þyri Ragnheiði Svanholt Björgvins- dóttur, f. 15. janúar 1932. For- eldrar hennar voru Björgvin Þórarinsson, f. 1. júní 1890, d. 3. janúar 1979, og Kristmunda Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. 12. ágúst 1892, d. 27. júní 1972. Högni og Þyri hófu búskap í Hafnarfirði árið 1958. Árið 1966 fluttu þau til Keflavíkur þar sem þau bjuggu í 34 ár, en fluttu síðan aftur til Hafn- arfjarðar. Börn þeirra eru: 1) Alma, f. 30. september 1957, börn hennar og Guðmundar 1985. 3c) Lovísa, f. 1989. 3d) Högni Þór, f. 1993. Barn Írisar og Helga Harryssonar er 3e) Vera, f. 1999. Börn Sveins af fyrra hjónabandi eru Magnús Björn Sveinsson og Jón Páll Sveinsson. 4) Björgvin, f. 7. ágúst 1962, maki Gauja Sigríður Karlsdóttir. Börn Björgvins og Sigurlínar Sigurðardóttur (skil- in) eru 4a) Þyri Ragnheiður, f. 1989, sambýlismaður Jón Þór Sigurleifsson. 4b) Sindri Freyr, f. 1994. Börn Gauju af fyrra hjónabandi eru Snjólaug Dís Lúðvíksdóttir, Karl Óli Lúðvíks- son og Bára Dís Lúðvíksdóttir. Högni ólst upp hjá foreldrum sínum í Stykkishólmi. Hann hóf sjómennsku árið 1946, fyrst frá Stykkishólmi og síðan frá Akra- nesi. Árið 1958 lauk hann hinu minna fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík. Sama ár flutti hann til Hafnarfjarðar og starfaði þar sem stýrimaður og síðar skip- stjóri. Í Keflavík starfaði hann sem skipstjóri á ýmsum bátum. Hann hætti skipstjórn árið 1982. Eftir það vann hann sem afleys- ingastýrimaður og háseti þar til hann hætti sjómennsku alfarið árið 1986. Hann vann síðan sem verkamaður, beitingamaður og landformaður þar til hann sett- ist í helgan stein. Útför Högna fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. júlí 2015, kl. 13. Björgvinssonar (skilin) eru 1a) Björgvin, f. 1977, maki Flóra Hlín Ólafsdóttir, barn þeirra 1aa) Almar Elí, f. 2008. 1b) Hildur Björg, f. 1981, maki Tor Anders Andresen, börn þeirra 1ba) Tristan Torsson, f. 2003, 1bb) Nataly Marita, f. 2008. Fyrir á Tor Anders dótturina Juliu. Börn Ölmu og Benti Arvesen (skilin) eru 1c) Christina Helen, f. 1987, maki Lars Christian Eia Gutt- ormsen, börn þeirra 1ca) Ada Lavendel, f. 2010, og 1cb) Jon Iiro, f. 2012. 1d) Irene, f. 1991, sambýlismaður Martin Köber. 2) Felix, f. 6. apríl 1960, sam- býliskona Bára Denný Ívars- dóttir, börn þeirra eru 2a) Bríet, f. 1999, og 2b) Þyrí Stella, f. 2001. 3) Íris Högnadóttir, f. 14. júní 1961, maki Sveinn Jónsson. Börn Írisar og Jóns Halldórs Jónssonar (skilin) eru 3a) Jón Halldór, f. 1981, unnusta Ragn- hildur Gyða Magnúsdóttir, barn hans og Ólafar Maríu Vilmundardóttir (slitu sam- vistum) er 3aa) Alexander Vilm- ar, f. 2004. 3b) Elvar Örn, f. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal) Takk fyrir allt. Kveðja frá eiginkonu. Þyri Ragnheiður Svanholt Björgvinsdóttir. Árið 2002 var mikið gæfu- og hamingjuár hjá mér þegar leiðir okkar Bjögga míns lágu saman. Bjöggi, Björgvin Högnason, er yngsti sonur Högna og Þyri og þegar við erum að kynnast bjuggu þau öll í sama húsi, hann á neðri hæðinni og þau á efri hæðinni. Svo ég kynnist þessum góðu hjónum snemma í okkar sambandi. Þau tóku mér og mínum börnum opn- um örmum frá fyrsta degi og fyrir það er ég afskaplega þakklát. Tengdapabbi var kannski ekki maður margra orða eða hafði sig ekki mikið í frammi í fjölmenni en það þýddi ekki að hann hefði ekki skoðanir á þjóðfélags- og dægur- málum. Lestur var eitt af hans áhugamálum, alls kyns bækur, skáldsögur, fræðirit, ævisögur, sjófarabækur að ógleymdum stríðsheimildarbókum og þar var ekki komið að tómum kofunum. Krossavík, æskuheimili Þyri í Þistilfirði, var þeirra sumardvöl í mörg ár. Hún var komin í eyði yfir vetrartímann þegar ég kynnist þeim, Kalli, bróðir Þyri, síðasti ábúandinn, var kominn á elliheim- ili á Þórshöfn. Hann var sóttur þangað og var með þeim þar sum- arpart meðan hann hafði heilsu til. Natni þeirra hjóna og ástríða fyrir Krossavíkinni er aðdáunarverð, mörg handtökin sem þurfti að gera eftir veturinn, hörkupúl myndi þetta nú vera kallað í dag, en þau töldu það ekki eftir sér og þar leið þeim vel. Margar góðar minningar þaðan með þeim hjón- um skjótast uppí kollinn og er það dýrmæt minning að hafa farið með honum síðustu ferðina hans þangað í fyrrasumar. Síðasta árið hrakaði heilsu Högna ört og var það honum þungbært og erfitt. Eftir stutta sjúkrahúslegu andað- ist hann á Landspítalanum 11. júlí síðastliðinn. Þessi litla kveðja mín til Högna er skrifuð á Madeira þar sem við fengum fréttirnar að hann væri látinn. Það er erfitt að fá slíkar fréttir langt frá ástvinum, en kvöl- um hans er lokið og það er komið að kveðjustund í bili. Takk elsku Högni, fyrir hlýjuna og umhyggjuna sem þú sýndir mér og mínum börnum frá fyrsta degi. Hvíl í friði, elsku tengdapabbi. Gauja S. Karlsdóttir. Ég kom fyrst á heimili þeirra sómahjóna Högna og Þyri fyrir 25 árum þegar þau bjuggu í Keflavík. Þá eins og ávallt síðan var tekið hlýlega á móti mér, kræsingar reiddar fram og spjallað lengi yfir kaffibollum. Fjölskyldan var oft samankomin á heimili þeirra og þaðan eigum við margar góðar minningar. Á Þorláksmessu þótti Högna ómissandi að fá sér skötu og þau Þyri buðu í skötuveislu í mörg ár. Þar smökkuðu dætur mínar skötu í fyrsta sinn hjá afa sínum og ömmu og þótti mikil upplifun. Okkar ljúfustu minning- ar um Högna eru úr Krossavík en þar naut hann þess að vera á sumrin. Hann undi sér við veiðar í vötnunum og fór á bát út á víkina. Högni átti sinn stað við eldhús- borðið þar sem hann gat horft út um gluggann á fuglana í víkinni og fylgst með sjólagi. Mörg handtök- in fóru í húsið í Krossavík og það stæði ekki í dag ef þau hjónin hefðu ekki haldið því við með elju- semi í gegnum árin og fyrir það erum við óendanlega þakklát. Dætur mínar eiga óteljandi minn- ingar um afa sinn í Krossavík sem var einstaklega ljúfur maður og hlýr við okkur alla tíð. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hann var okkur og bið þess að hann hvíli í friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Bára Denný. Högni Felixson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR EGILSDÓTTIR, Strikinu 4, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 22. júlí. Útför verður auglýst síðar. . Brynhildur I. Einarsdóttir, Sigurbjörn Ásgeirsson, Sigurlaug S. Einarsdóttir, Skúli K. Skúlason, Anna G. Einarsdóttir, Atli Norðdahl, Egill Ö. Egilsson, Hanna Stefánsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON sjómaður og bóndi, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 22. júlí. Jarðarför auglýst síðar. . Pálína Guðný Emilsdóttir, Guðlaugur Fr. Sigmundsson, Kristín Aðalh. Emilsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, Margrét Sigríðardóttir, Helgi Pétur Guðjónsson, Guðm. Jóhann Emilsson, Mária Kamál Gordonsdóttir, Sigurður Freyr Emilsson, Hanna Rut Jónasdóttir, Magnúsína Ósk Eggertsdóttir og barnabörn. HANNES PÁLSSON bankamaður, Sólheimum 42, Reykjavík, lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin verður auglýst síðar. . Guðrún Hannesdóttir, Þorbjörn Broddason, Kristín Hannesdóttir, Nicholas Groves-Raines, Halla Hannesdóttir, Vífill Magnússon, Páll H. Hannesson, Liv Jorunn Seljevoll, Pétur H. Hannesson, Erla Dís Axelsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.