Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 28

Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 ✝ MargrétBjörnsdóttir fæddist í Neskaup- stað 18. nóvember 1942. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 13. júlí 2015. Faðir Margrétar var Björn Björns- son, kaupmaður í Neskaupstað, f. 25. desember 1912. Foreldrar hans voru Björn Björnsson ljósmyndari og Katrín Málfríður Arngrímsdóttir hús- móðir. Móðir Margrétar var Guðlaug Ingvarsdóttir húsmóðir, f. 3. mars 1915. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Pálmason alþing- ismaður og Margrét Finnsdóttir húsmóðir. Margrét var fjórða í hópi níu systkina: Fríður, f. 3. nóvember 1935, Björn, f. 20. nóv- ember 1936, Ingvar, f. 4. febrúar 1940, Atli, f. 21. október 1947, Hákon, f. 26. nóvember 1948, Margrét lauk landsprófi frá Eiðaskóla árið 1958 og útskrif- aðist frá Húsmæðraskólanum að Hallormsstað 1959. Árið 1986 lauk Margrét námi í skrifstofu- tækni frá Verkmenntaskóla Austurlands og 2004 námi í bókasafnstækni frá Borgar- holtsskóla. Á uppeldisárum sín- um vann Margrét í verslun föð- ur síns, síðar rak hún gisti- heimili á Hornafirði, stýrði mötuneyti Kaupfélags Héraðs- búa, kenndi handavinnu við grunnskólann í Neskaupstað, vann á bæjarskrifstofum Nes- kaupstaðar og varð síðar for- stöðumaður bókasafnsins í Nes- kaupstað þar til hún lét af störf- um sökum veikinda. Margrét var virk í félagsmálastarfi, var formaður starfsmannafélags Neskaupstaðar, starfaði í ýms- um nefndum á vegum BSRB og sat um árabil í stjórn BSRB. Þá var hún formaður skólanefndar Neskaupstaðar eitt kjörtímabil. Hún var einnig virk í starfi Kvenfélagsins Nönnu í Nes- kaupstað sem og ýmsum öðrum félagsmálum. Margrét verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju í dag, 24. júlí 2015, kl. 14. Anna Margrét, f. 11. janúar 1951, Jó- hanna, f. 28. október 1952, Guðlaug, f. 24. júlí 1959. Þann 17. nóv- ember 1962 giftist Margrét Má Sveins- syni, f. í Neskaup- stað 16. nóvember 1933. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinn Sveinsson, sjómaður og verkamaður á Norðfirði, og Anna Herborg Guðmundsdóttir húsmóðir frá Borgarfirði eystra. Börn Margrétar og Más eru: 1. Ingvar, f. 25. desember 1964, kvæntur Kim Frances McDonnell, f. 3. september 1960. 2. Sigurður, f. 28. apríl 1968, kvæntur Arnfríði Ragnarsdóttur, f. 3. maí 1969, dætur þeirra eru Margrét, f. 26. maí 1993, og Fanney Ágústa, f. 22. febrúar 2000. 3. Sveina María Másdóttir, f. 7. júní 1973. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hún Gréta systir hefur kvatt þetta jarðlíf eftir löng og erfið veikindi. Við slíkar aðstæður fer hugurinn að reika og minningar vakna hjá „litlu systur“, en ég var 10 árum yngri en hún og var það hennar hlutskipti að passa mig mín fyrstu æviár. Ég minn- ist þess þegar hún var í stofunni að spila á grammófóninn og söngur Earthu Kitt hljómaði úr stofunni, en ekki mátti litla systir stíga fæti sínum þar inn því Gréta vildi vera í friði að hlusta, þannig að það gerði þessar stundir ennþá meira spennandi fyrir mig og hefur Eartha Kitt alltaf verið í uppáhaldi hjá mér síðan. Síðar þegar Gréta fór að heiman, fyrst í Eiðaskóla og síð- an í Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað, leit ég ekkert smá upp til stóru systur þegar hún kom heim á sumrin. Svo liðu árin, Gréta flutti alfarið að heiman, stofnaði sína fjölskyldu og fjar- lægðirnar urðu meiri á milli okk- ar. Það má segja að ég hafi kynnst henni aftur þegar hún flutti aftur „heim“ á Norðfjörð ásamt fjölskyldu sinni. Gréta var mér mikil hjálp og stuðningur þegar ég var með börnin mín lítil og manninn úti á sjó, hún kom ávallt við hjá mér á leið sinni heim úr vinnu og hef ég alltaf verið henni mjög þakklát fyrir það. Gréta var flink hannyrða- kona og er ég kom í heimsókn til hennar nú síðustu ár var hún oft með flókna og flotta handavinnu í vinnslu og var ætíð tilbúin að leiðbeina mér á hannyrðasviðinu sem stóra systir. Ég kveð Grétu með söknuði og votta Má, Ingv- ari og Kim, Sigga og fjölskyldu og Sveinu Maríu samúð mína. Jóhanna systir. Það var barnmargt á Bakka þegar við Gréta systir mín vorum að alast upp. Þegar við yngri bræðurnir ærsluðumst sem mest mátti heyra mömmu þakka for- sjóninni fyrir hvað Gréta eldri systir okkar væri rólynd. En Gréta hafði auga fyrir því sem spaugilegt var. Ég man eftir að við bræður biðum ávallt spenntir eftir því að Gréta kæmi heim úr gagnfræðaskólanum og segði frá skemmtilegum uppátækjum bekkjarbræðra sinna. Prakkara- strik bekkjarbræðranna voru meinlaus og frásögn Grétu af þeim var skemmtileg. Þetta var á unglingsárum Grétu og þá þótti henni ekki mikið til okkar yngri bræðranna í barnaskólanum koma og oft kom til árekstra við unglinginn. Brátt skildi leiðir okkar. Við vorum hvött til að sækja skóla utan heimabyggðar, hún sneri aftur heim en ég ekki. Samskipti okkar voru ekki mikil um skeið en á undanförnum árum höfum við átt saman margar góð- ar stundir. Gréta átti hamingjusama ævi. Hún hélt vel utan um fjölskyld- una samhliða því að vera virk í samfélagi sínu. Hún lét ekki mik- ið fyrir sér fara, en þegar horft er yfir farinn veg má sjá að hún lét sig margvísleg málefni varða. Hún var kennari við grunnskól- ann í Neskaupstað og síðar um langt skeið forstöðukona bóka- safnsins á Norðfirði. Hún tók þátt í félagsstörfum á Norðfirði og var virk í starfi BSRB. Síðustu æviárin voru Grétu systur minni erfið. Hún átti í bar- áttu við erfiðan sjúkdóm og snemma var ljóst að sú barátta gat ekki endað nema á einn veg. Nú er þeirri baráttu lokið. Á þessum tímamótum í lífi Más Sveinssonar, sem nú hefur kvatt Margréti, er mér ofarlega í huga hans drenglyndi. Undanfarin ár hafa verið honum erfið, en allan þann tíma höfum við í fjölskyldu Grétu horft með aðdáun og virð- ingu til hans við að veita konu sinni sem besta umönnun. Ég votta Má og fjölskyldu hans samúð. Hákon. „Skjótt hefur sól brugðið sumri“, þessi ljóðlína Jónasar Hallgrímssonar kemur mér í hug er ég rita fátæklega kveðju í minningu minnar góðu vinkonu, Margrétar Björnsdóttur. Leiðir okkar lágu saman þegar við hóf- um fjarnám í bókasafnstækni við Borgarholtsskóla í ársbyrjun 2003. Við Margrét vorum í fyrsta hópnum sem stundaði nám á þessari nýju námsbraut og fljótt myndaðist góð samheldni í hópn- um. Báðar höfðum við unnið á bókasöfnum og vorum á líkum aldri. Strax á fyrstu námslotunni smullum við saman og með okkur þróaðist vinátta á þeim tveimur árum sem námið stóð yfir. Þessi fyrsti árgangur bókasafnstækna hefur haldið hópinn eftir útskrift- ina og hist reglulega – við köllum okkur Kiljurnar. Þrátt fyrir að Margrét væri búsett fjarri höf- uðborgarsvæðinu, í Neskaup- stað, var hún mjög áhugasöm um samveru innan hópsins og tók þátt í „fundum“ okkar þegar hún mögulega gat og meðan heilsan leyfði. Margrét var einstaklega ljúf og notaleg manneskja. Hún var vel af guði gerð og klár í faginu. Við tvær hittumst jafnan þegar þau hjónin voru á ferð í höfuð- borginni. Ég minnist ákaflega ljúfra stunda í stofunni minni í Fjallalind í Kópavogi. Ófá símtöl áttum við í dagsins önn og barst þá talið gjarnan að börnum okkar og fjölskyldum þeirra. Til dæmis áttum við báðar börn sem búsett voru í Ástralíu, hún son og ég dóttur. Okkur fannst Ástralía ákaflega langt í burtu. Ég minn- ist líka með sérstakri ánægju heimsóknar á Neskaupstað, þeg- ar ég eitt sinn var á ferð á Aust- urlandi. Margrét var þá hætt að vinna en hún fór með mig í heim- sókn á bókasafnið, sýndi mér þar allt. Hún leiddi mig um bæinn sinn, svo fórum við heim til henn- ar í kaffi. Það var gaman. Barátta Margrétar við illvígan sjúkdóm bar þess glöggt vitni úr hverju hún var gerð. Þrautseigja hennar og bjartsýni var vissulega til eftirbreytni. Mín kæra vinkona, ég þakka þér góða vináttu og ljúfar sam- verustundir. Bið þér Guðs bless- unar í nýjum heimkynnum. Við Kiljurnar þökkum þér góð- ar minningar og vottum Má, börnum ykkar og barnabörnum, okkar dýpstu samúð. Sigurbjörg Bjarnadóttir. Í BSRB eignaðist ég góða vini. Í þeim hópi var Margrét Björns- dóttir, sem lengi vel var formaður Starfsmannafélags Neskaup- staðar, síðar Fjarðabyggðar eftir sameiningu sveitarfélaga á Aust- fjörðum árið 1998. Margrét tók við formennsku í Starfsmannafélaginu árið 1986 og gegndi því starfi fram yfir aldamótin, en af formennskunni lét hún árið 2002. Áður en Margrét settist í for- mannsstólinn hafði hún látið að sér kveða í verkalýðsbaráttunni og í starfi henni tengdu. Sjálfur hafði ég komið inn á þennan vett- vang í byrjun níunda áratugarins þegar ég varð varamaður í stjórn Margrét Björnsdóttir ✝ Sigurður BergBergsteinsson, járnsmiður og vél- virki, fæddist í Vesturbænum í Reykjavík 26. októ- ber 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. júlí 2015. Foreldrar hans voru Guðríður Guðrún Sigríður Hannesdóttir húsmóðir, f. 1894, d. 1965 og Bergsteinn Magnús- son, bakarameistari í Reykja- vík, f. 1875, d. 1967. Sigurður var níundi í systkinaröðinni af tólf alsystkinum sem komust á legg og hann lifði þau öll. Alsystkini Sigurðar voru: Magnea, f. 1919, d. 1944, Sigríð- ur, f. 1920, d. 1937, Vilborg, f. 1920, d. 1945, Þórunn, f. 1921, d. 2000, Magnús, f. 1922, d. 2012, Hannes, f. 1923, d. 1987, Sesselja, f. 1924, d. 2001, Þur- íður, f. 1924, d. 2011, Ólafur, f. 1926, d. 2010, Ingibjörg, f. 1928, d. 1998 og Sigríður, f. 1932, d. 2008. Á 1 árs afmælisdegi sín- um var Sigurður tekinn í fóstur af móðurbróður sínum, Sig- urhans Hannessyni járn- smíðameistara, f. 1885, d. 1966 vistir. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Óskar Berg, f. 1956, jarð- fræðingur, kvæntur Katarzynu, sonur þeirra er Markús G. Berg, f. 1994, háskólanemi. 2) Sigrún, f. 1957, hjúkrunarfræð- ingur, maður hennar er Hörður Þór Benediktsson, hennar dótt- ir er Þjóðbjörg Heiða, f. 1990, sjúkraþjálfari. 3) Hafdís Björg, f. 1969, hjúkrunarfræðingur, hennar maður er Óskar Ás- geirsson, dóttir þeirra er Valdís Ingunn, f. 1991, hjúkrunar- fræðinemi. Sigurður vann bæði á far- og fiskiskipum en lengst af vann hann sem járnsmiður. Síðast vann hann hjá Sindras- táli við góðan orðstír. Árið 1978 hóf hann sambúð með seinni konu sinni Margréti Aðalsteins- dóttur f. 1922, d. 2012. Þau áttu ágætis sambúð í nær 30 ár og bjuggu sér fallegt heimili á Kleppsveginum. Voru ávallt gestrisin og einstaklega greið- vikin við ættingja og vinafólk. Ferðuðust mikið saman, aðal- lega um okkar fallega Ísland. Árið 2010 greindist Sigurður með illkynja krabbamein og barðist hetjulega til dánardags með miklum lífskrafti og ein- stökum húmor. Hann átti skemmtilegan tíma í dagvist aldraða á Múlabæ síðustu tvö árin og hann naut sín vel í góð- um félagsskap með yndislegu starfsfólki. Sigurður Berg verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag, 24. júlí 2015, kl. 13. og Valgerði Gísla- dóttur húsmóður, f. 1902, d. 1979. Ólst hann upp ásamt Hannesi bróður sínum á heimili þeirra á Laugavegi 93 í Reykjavík, þar starfaði frænka Valgerðar að nafni Jarðþrúður Bjarnadóttir, f. 1902, d. 1996, köll- uð amma Þrúða og tengdist hún börnum þeirra órjúfanlegum böndum og átti stóran þátt í uppeldi þeirra. Uppeldissystk- ini Sigurðar voru: Bolli, f. 1928, d. 2010, Auður, f. 1930, d. 2011, Magnea, f. 1932, Gísli, f. 1934 og Hrafnhildur, f. 1936, d. 1942. Sigurhans átti einnig tvö börn af fyrra hjónabandi, Jóhönnu, f. 1909, d. 2002 og Sigurhans, f. 1920, d. 1993. Sigurður dvaldi í góðu yfirlæti mörg sumur í æsku og tvo vetur á unglings- árum á Álftá á Mýrum. Að loknu skyldunámi fór Sigurður í Iðnskólann og lauk námi í járnsmíði og vélvirkjun með sóma. Árið 1956 giftist Sig- urður barnsmóður sinni Guð- rúnu Snjólaugu Snjólfsdóttur, f. 1935, d. 2015, þau slitu sam- Elsku faðir minn er nú látinn eftir fimm ára hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Martin Lut- her King Jr. sagði einhvern tíma: „Hinn endanlegi mælikvarði á gildi einstaklings er ekki sá hvernig hann stendur sig þegar allt leikur í lyndi, heldur hvernig hann stendur sig í erfiðleikum og mótbyr.“ Faðir minn kvartaði sjaldan þrátt fyrir augljósa verki, tók lítið af verkjalyfjum og þótti hugleiðsla virka best. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom, einstaklega orð- heppinn og hnyttinn í tilsvörum. Hann fylgdist vel með fréttum fram í andlátið og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um. Hann stóð með þeim sem minna máttu sín og hafði ríka réttlætiskennd. Hann var um- hverfissinni af lífi og sál og bar virðingu fyrir náttúrunni. Það kom ekki annað til greina en að flokka allt rusl og fara með í þar til gerða gáma. Hann var laginn og seigur til vinnu, vélvirki að mennt en vann lengst af sem járniðnaðarmaður í Sindrasmiðjunni. Hann fylgdist vel með barnabörnunum sínum þremur, sýndi mikinn áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur og gladdist mjög yfir vel- gengni þeirra. Seinni helming ævinnar gaf hann sér meiri tíma til að ferðast um sitt fagra land með konu sinni og vinafólki. Elsku faðir, ég er þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér dag- ana áður en þú kvaddir, það var mér mikils virði. Takk fyrir góðar samverustundir. Að lokum bið ég Guð að blessa góðan dreng. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Sigrún Berg Sigurðardóttir. Nú er hann pabbi farinn eftir fimm ára hetjulega baráttu við hinn hörkulega og óvæga sjúk- dóm krabbameinið. Ef eitthvað var þá einbeitti hann sér enn meira að vera léttur í lund, hrósa og vera kærleiksríkur við sam- ferðafólk og sína nánustu. Má þar nefna dagvist fyrir aldraða að Múlabæ í Reykjavík, þar sem hann var frá 2013. Honum líkaði mjög vel í „dagvinnunni sinni“ eins og hann gjarnan kallaði vistina. Léttur á brún og kvaddi gjarnan alla viðstadda með orð- unum „Guð veri með ykkur,“ bætti svo við orðunum „því ég má ekki vera að því núna.“ Hann fæddist 1925 og ólst að mestu upp á mölinni hjá fóstur- foreldrum sínum og henni ömmu Þrúðu. Hún passaði oft börnin á uppeldisheimili pabba. Hann fór líka í sveit fyrir vestan í nokkur ár og líkaði vel. Skólagöngu hans lauk með prófi sem vélvirki frá Iðnskólanum og sveinsprófi sem járnsmiður. Sagði oft síðar meir að hann hefði gjarnan haldið áfram lengur í skóla, en það var ekki um það að ræða á þessum tímum. Hann hvatti á móti til mennta bæði börn og barnabörn og gladdist mjög þegar vel gekk í skólanum. Hann giftist móður okkar 1956 og átti með henni þrjú börn. Lífs- baráttan var oft erfið og þau lögðu hart að sér. Móðir okkar sá um uppeldið, fæddi okkur og klæddi. Faðir okkar aflaði tekna og hann var oft langtímum saman langt frá heimilinu. Bæði við sjó- mennsku og vinnu úti á landi. Hann reif sig gjarnan áfram og vann stundum meira eða minna allan sólarhringinn til að ná end- um saman. Mínar fyrstu minningar um pabba voru ferðir niður á höfn til að skoða bátinn sem hann vann á og heimsóknir til uppeldisfjöl- skyldu hans. Einnig eru minnis- stæðar ferðir á íþróttakeppnir, landsleiki og svo heimsmeistara- einvígið í skák. Foreldrar okkar slitu sambúð 1975 og það lagðist þungt á pabba. Honum tókst að rífa sig upp og kynntist síðar Margréti árið 1978. Þau bjuggu lengst af á Kleppsveginum og þangað var alltaf ánægjulegt að koma. Hann náði því að verða, samkvæmt Íslendingabók, elsti karl í ættinni, 89 ára gamall. Hann hafði mikinn áhuga á nátt- úrufræði, bæði jarðfræði og líf- fræði, gjarnan tengt Íslandi. Þær voru margar ferðirnar sem hann og Magga fóru um allt land og buðu þau þá oft með sér vinum og vandamönnum. Við áttum oft margar og áhugaverðar samræð- ur feðgarnir um jarðfræði, bæði innanlands og utan. Ég vil einnig nota tækifærið hér og þakka hon- um fyrir allan stuðning og ástúð sem hann sýndi mér, konu minni og syni okkar, við munum öll sakna hans sárt, en vonum inni- lega að Guð sé með honum núna. Óskar Berg og fjölskylda. Elsku pabbi minn, nú ertu far- inn inn í blómstrandi sumarland- ið þitt. Þú fórst á þeim tíma árs- ins sem þú elskaðir mest, þegar fallega náttúra Íslands er í full- um blóma og fegurðin í hámarki. Þú greindist sumarið 2010 með illkynja óskurðtækt krabba- mein. Ég man hvað þú kveiðst því þá, að fá kannski ekki aftur að sjá trén og annan gróður í blóma árið á eftir en þú lifðir fimm þakkaverð sumur í viðbót. Þú varst líkamlega þreyttur vegna þíns sjúkdóms en barst harm þinn oft í hljóði með þínum einstaka styrk og húmor. Þú náðir að eiga með okkur friðsæla kveðjustund, kvaddir með virð- ingu og vinsemd sem ég geymi í hjarta mínu alla ævi. Mikið er ég þakklát að hafa nýtt tímann vel með þér síðustu árin. Okkur gafst ánægjulegur tími til að kynnast upp á nýtt og vinna upp tapaðan tíma. Ég fylgdi þér fast eftir og þú sýndir mikið þakk- læti. En þú minntir mig oft á að gleyma ekki sjálfri mér í um- hyggjustörfunum. Þið Margrét, seinni kona þín, voruð einstaklega greiðvikin og frændrækin, vilduð hjálpa þeim sem mest þurftu á að halda. Fór- uð í margar ferðir um fallega landið okkar, berjatínsluferðir urðu efst á baugi, þið buðuð ávallt ættingjum og vinum með í fjörið. Það voru einstaklega falleg vina- sambönd sem þið áttuð við upp- eldis- og alsystkini þín, maka þeirra og börn, þið hélduð saman í gegnum lífið og tengdust sterk- um böndum. Ég er þér þakklát að fá að kynnast þeim og einnig Þrúðu ömmu sem ól þig upp að mörgu leyti, hún er án efa mjög stolt í dag af þér og þínum. Seinni árin þín varstu hetjan okkar. Bæði veikur og sorgmæddur, vegna systkinamissis og veikinda sambýliskonu þinnar, Margrétar, sem lést árið 2012. Það var skammt stórra högga á milli, því fyrir tæpum tveimur mánuðum lést einnig barnsmóðir þín og móðir okkar. Það lagðist mjög þungt á þig. Sigurður Berg Bergsteinsson HINSTA KVEÐJA Elsku besti afi minn. Takk fyrir yndislegar stundir. Þú varst ávallt góður og mikill gleðigjafi. Þú hefur alltaf verið svo stoltur af okkur öll- um. Takk fyrir að hrósa og styðja mig bæði í íþróttum og námi, ég gleymi því aldr- ei. Þú verður alltaf í okkar huga þegar við kaupum næsta lottómiða, gefum önd- unum brauð eða segjum næsta brandara. Megi guð vera með þér, afi minn, hann má alltaf vera að því. Þín, Valdís Ingunn Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.