Morgunblaðið - 24.07.2015, Page 29
BSRB en þar sat ég með hléi þar
til ég tók við formennsku samtak-
anna árið 1988. Þar var þá fyrir í
forystusveitinni Margrét Björns-
dóttir. Kynni okkar urðu því
langvinn og á ég henni margt að
þakka á langri sameiginlegri veg-
ferð.
Hún gegndi jafnan lykilhlut-
verki í kjarasamningum starfs-
manna sveitarfélaganna, auk
þess sem á hennar herðar voru
sett ýmis önnur ábyrgðarstörf og
þá iðulega fyrir heildarsamtökin.
Margrét sat þannig um tíma í
stjórn Styrktarsjóðs BSRB svo
dæmi sé tekið.
Margrét Björnsdóttir var
traust og yfirveguð. Á fundum tal-
aði hún ekki að óþörfu en þegar
hún tók til máls þá var á hana
hlustað. Þótt hún væri mild mann-
eskja þá var hún ákveðin og föst
fyrir ef því var að skipta og ekki
auðveldlega hnikað þegar hún
taldi um grundvallarmál að ræða.
Alltaf kom hún hreint til dyranna
og þurfti því enginn að fara í graf-
götur um hvar hún stóð.
Með okkur tókst góður vin-
skapur og á það einnig við um
eiginmann hennar, Má Sveins-
son. Hann stóð henni jafnan sem
traustur bakhjarl en sjálfur
gegndi hann einnig trúnaðar-
störfum fyrir hreyfinguna. Hef
ég grun um að aldrei hafi Már
orðið til að draga úr baráttuand-
anum á heimilinu því hann var og
er róttækur og baráttuglaður
maður.
Ég átti þess kost að njóta gest-
risni þeirra hjóna og fékk því að
kynnast því hve hlýlega og af hve
mikilli velvild og rausn þau tóku á
móti gestum sínum.
Það er mikil eftirsjá að Mar-
gréti Björnsdóttur. Hún skilur
eftir góðar minningar. Megi að-
standendur hennar og ástvinir
vita að hún lét gott af sér leiða á
sinni vegferð. Fyrir það leyfi ég
mér að þakka fyrir hönd félaga
hennar í BSRB um leið og ég
votta eiginmanni og fjölskyldu
samúð.
Ögmundur Jónasson,
fyrrverandi formaður BSRB.
Sumarið 2004 aðstoðaði ég
Margréti við að flytja Bókasafnið
í Neskaupstað úr Egilsbúð í nýj-
ar vistverur í nýbyggingu Nes-
skóla. Á meðan á þessum flutn-
ingum stóð ræddum við heima og
geima og þar á meðal dauðann og
útfarir. Hún sagði mér að hún
væri ekki viss um að hún mundi
vilja láta jarða sig frá kirkju. Ég,
sem alltaf hef verið mikill fylg-
ismaður hefða, átti dálítið erfitt
með að átta mig á því hvernig
jarðarförin ætti þá að vera. Hún
útlistaði það í stuttu máli en sagði
að lokum „svo segir þú kannski
eitthvað fallegt um mig“. Þessu
hef ég aldrei gleymt og nú er
komið að mér að segja eitthvað
fallegt um Margréti.
Margrét var forstöðumaður al-
menningsbókasafnsins heima á
Norðfirði í allmörg ár. Ég var
ákaflega bókhneigt barn og af því
leiddi náttúrulega að ferðir mínar
á bókasafnið voru margar. En ég
get ekki sagt að ég hafi kynnst
Margréti þá. Satt best að segja
var ég logandi hræddur við þessa
þöglu og alvörugefnu forstöðu-
konu. Ég vissi að hún gekk hart
fram í innheimtu sekta og bóka í
vanskilum. Ég passaði mig alltaf
á að vera búinn að skila innan
þeirra tveggja vikna, sem þá var
útlánstíminn, því ég ætlaði ekki
fyrir mitt litla líf að kalla reiði
Margrétar í bókasafninu yfir
mig. Svona var samband okkar
framan af. Ég kom inn á bóka-
safnið, skilaði bókum, tók nýjar
og fór. Þetta var gert með eins
fáum orðum og mögulegt var Svo
var það einn daginn, þegar ég var
14 ára, að pabbi segir mér að
Margrét á bókasafninu sé í sím-
anum og hafi spurt eftir mér. Ég
fékk vægt áfall, hafði ég gleymt
að skila bókum? Það gat ekki ver-
ið. En ég er vel upp alinn og fór
því í símann. Það var þá sem að
Margrét bauð mér að leysa hana
af á bókasafninu, vegna þess að
hún hafði tekið eftir því að ég læsi
mikið. Ég tók starfinu og það var
þá sem ég kynntist Margréti. Og
viti menn, hún var bara óskap-
lega vingjarnleg og eðlileg. Ég
var á bókasafninu með Margréti
frá fermingu þangað til að ég fór
suður í háskóla um tvítugt. Það
er skammt frá því að segja að
Margrét hafði mikil áhrif á mig,
ungl inginn, og án þess að ætla
mér að vera væminn, hef ég alltaf
litið á Margréti sem lærimeist-
ara. Það mikilvægasta sem hún
reyndi að innræta mér var yfir-
vegun og að fella ekki sleggju-
dóma. Hún gerði bara kaldhæðn-
islegt grín að manni ef maður
kom með einhverjar yfirlýsingar
um menn og málefni.
Núna á síðari árum hefur Mar-
grét glímt við illvígan sjúkdóm
sem nú hefur sigrað. En þó að
hún væri fárveik var hún ekki
hætt að sýna gott fordæmi. Það
var aðdáunarvert að sjá hvernig
hún nálgaðist sjúkdóminn af
skynsemi og lifði hvern dag fyrir
sig. Einu sinni hitti ég hana í búð-
inni og þegar ég spurði hvernig
hún hefði það, svaraði hún „það
er góður dagur í dag“.
Það var eitt sem Margrét
reyndi mikið að kenna mér, en
tókst þó aldrei. Það var að inn-
heimta sektir. Ég var forstöðu-
maður bókasafnsins heima í rúm
fjögur ár og innheimtumál safns-
ins á þeim tíma hefðu vægast
sagt ekki verið Margréti að
skapi.
Blessuð sé minning hennar.
Óskar Ágúst Þorsteinsson.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Vogurinn gárað-
ist í norðanáttinni
og laufkrónur
trjánna liðuðust í
vindinum þegar við
áttum okkar síðustu kveðjustund
á líknardeildinni í Kópavogi. Þó
að líknardeildin sé staður sem
enginn vill þurfa að leita til var
hún okkur báðum mjög kær og
þaðan áttum við sameiginlegar
og góðar endurminningar frá
uppbyggingu deildarinnar.
Snorri sagði líka að það hefði ver-
ið eins og að koma heim, svo vel
var honum tekið af starfsfólkinu
sem margt þekkti hann vel.
Ótímabært fráfall góðs vinar
er alltaf sárt. Hann greindist með
sjúkdóminn um síðustu áramót
og með dugnaðinn og bjartsýnina
að vopni var hann ákveðinn í að
sigra. Hver heimsókn til hans var
glaðvær og svo gefandi að það
bætti manns innri mann.
Snorri var framúrskarandi
heilsteyptur og vel gerður per-
sónuleiki. Hann átti auðvelt með
að greina hismið frá kjarnanum
þegar álitamál komu upp um
hvort eða hvernig taka ætti á
hlutunum. Skoðunum sínum lá
hann ekki á og átti það gjarnan til
að segja að allt annað væri bara
vitleysa. Með jákvæðnina að
vopni nálgaðist hann óragur öll
verkefni til lausna.
Hann var framfarasinnaður
jafnaðarmaður af gamla skólan-
um og átti góðar endurminningar
frá yngri árum úr starfi með Al-
þýðuflokknum og síðar Vilmundi
Gylfasyni. Með árunum dró hann
Snorri
Guðmundsson
✝ Snorri Guð-mundsson
fæddist 2. sept-
ember 1951. Hann
lést 14. júlí 2015.
Útför Snorra fór
fram 23. júlí 2015.
úr pólitísku starfi til
að sinna fjölskyld-
unni betur. En hug-
sjón eldhugans lifði.
Pólitískar skoðanir
okkar fóru sjaldnast
saman og oft var
tekist á en alltaf
sameinast í vinskap
og hugsjón fyrir
framförum landi og
þjóð til góðs. Á sól-
veröndinni við líkn-
ardeildina hafði hann áhyggjur af
byggingakrana í þéttri byggðinni
í Arnarnesi. Hann óttaðist að til-
vera kranans á þessum stað væri
merki þess að vitleysan væri aft-
ur að fara á fullt. Ég á eftir að
fara og skoða hvort svo sé.
Okkar kynni hófust fyrir tæp-
um 30 árum þegar Snorri gekk til
liðs við Oddfellowregluna. Þar
sem annars staðar gekk hann
heill fram af dugnaði og áhuga.
Hann var skarpgreindur og átti
létt með að tileinka sér hugsjónir
Reglunnar. Í stúkunni gegndi
hann öllum helstu trúnaðarstörf-
um og nú um nokkurn tíma hafði
honum verið falið æðsta embætti
stúkunnar. Stúkubræðurnir
munu sakna góðs vinar og félaga.
Við Þóra eigum góðar minning-
ar frá Flórídaferð með Lilju og
Snorra ásamt öðrum vinahjónum.
Ljúfar minningar um grænar flat-
ir fjarlægra golfvalla fá aukið
vægi hafi félagskapurinn verið
góður. Svo var að þessu sinni.
Máltækið segir: „Vinur er sá
sem til vamms segir.“ Þannig var
Snorri, hann var ekkert að skafa
utan af hlutunum. Sagði mein-
ingu sína en var jafnframt með-
vitaður um mismunandi skoðanir
annarra. Ég tel að honum hafi
tekist það sem einna eftirsóknar-
verðast er í lífinu, að vera góður
og einlægur vinur eiginkonu
sinnar og barna. Þrátt fyrir góð-
an vilja þar um er ekki sjálfgefið
að það sé öllum gefið.
Ég færi Lilju, börnum þeirra
og fjölskyldum innilegar samúð-
arkveðjur frá okkur Þóru. Missir
þeirra er mikill en minningin um
góðan eiginmann, föður og afa
mun ylja þeim um ókomin ár.
Sjálfur mun ég sakna góðs vinar.
Ingjaldur Ásvaldsson.
Það er dýrmætt að eiga góða
vini. Í dag kveð ég góðan vin
minn, Snorra Guðmundsson,
sem var giftur Lilju æskuvin-
konu minni og voru þau í farsælu
hjónabandi í tæp fjörutíu ár.
Ég á margar góðar minningar
um þau Snorra og Lilju, eins og
allar sumarbústaðaferðirnar í
Selvík með börnin okkar þar sem
fótbolti var mikið spilaður, farið
var í bátsferðir og svo grillað á
eftir en þar var Snorri á heima-
velli.
Snorri var glaðlyndur maður,
hreinn og beinn við alla, háa sem
lága, og lá ekki á skoðunum sín-
um. Sjaldan féll honum verk úr
hendi – ef hann var ekki að dytta
að húsinu þeirra að utan, þá var
hann að mála inni eða annað,
enda ber heimili þeirra fagurt
vitni þess. Fjölskyldumaður var
hann mikill og naut sín best inn-
an um börn sín og barnabörn. Í
veikindum sínum kom vel fram
hvern mann Snorri hafði að
geyma, þvílíkt æðruleysi sem
hann sýndi, og húmorinn var
ekki langt undan.
Oft hef ég í lífsins ólgusjó
þurft á vinum að halda og þá
lágu Snorri og Lilja ekki á liði
sínu, alltaf var til pláss fyrir mig
hjá þeim. Elsku Snorri, þú sem
ert búinn að vera hluti af mínu
lífi í öll þessi ár, vinátta ykkar
Lilju, sem aldrei bar skugga á,
er nú huggun harmi gegn.
Að lokum viljum við Eyjólfur
votta Lilju vinkonu okkar, Jóni
Þór, Guðmundi, Elsu Dísu og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð. Megi algóður Guð styrkja
þau í sorg sinni.
Snorri á góða heimkomu vísa.
Vertu sæll að sinni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Helga.
Snorri Guðmundsson var mað-
ur sem lét verkin tala. Kom til
dyranna eins og hann var klædd-
ur; hreinn og beinn, heill og sann-
ur.
Það var gott að eiga hann
Snorra að vini. Okkar leiðir lágu
saman fyrir margt löngu á vett-
vangi Sambands ungra jafnaðar-
manna, þar sem Snorri var kall-
aður til forystu. Síðar varð Snorri
virkur og kraftmikill í starfi jafn-
aðarmanna innan Alþýðuflokks-
ins. Á þeim vettvangi sem öðrum
var hann farsæll og vel látinn af
samferðafólki.
Við náðum vel saman í starfi
hinna ungu sem eldri jafnaðar-
manna, urðum vinir til lífstíðar.
Stundum varð langt á milli end-
urfunda, en þegar við hittumst
var allt eins og áður hafði verið;
spjallað um daginn og veginn,
rifjaðar upp gamlar og góðar
sögur af samferðafólki og auð-
vitað var pólitíkin rædd í hörg-
ul.
Það var gott að eiga samskipti
við Snorra Guðmundsson. Og líka
skemmtilegt, enda alltaf stutt í
brosið hjá mínum góða vini. Hann
var ljúfur og með þægilega nær-
veru, en um leið fastur fyrir og
ákveðinn. Var gefandi og upp-
byggilegur. Maður fór einfald-
lega betri maður af fundi með
honum.
Í pólitíkinni var hann jafnað-
armaður af gamla skólanum.
Vildi jafna möguleika allra til
lífsins gæða og að net velferð-
arkerfisins tryggði að enginn
félli milli skips og bryggju. En
að sama skapi þyrfti samfélagið
að skapa verðmæti til að standa
undir traustu velferðarkerfi. At-
vinna fyrir allar vinnufærar
hendur væri grundvöllur vel-
ferðar. Annað gæti ekki án hins
verið.
Snorri var fjölskyldumaður
góður og hann vakti yfir sínu
fólki með hlýju og festu.
Ég kveð góðan vin minn með
eftirsjá og þakklæti og sendi
Lilju eiginkonu hans, börnum,
barnabörnum, ættingjum hans
og vinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu mann-
kostamannsins Snorra Guð-
mundssonar.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Kveðja frá Verkstjóra-
sambandi Íslands
Snorri Guðmundsson var kjör-
inn í stjórn Verkstjórasambands
Íslands á sambandsþingi sem
haldið var að Hótel Örk í júní
1995. Snorri gegndi í mörg ár
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Verkstjórasamband Íslands.
Hann var kjörinn varaforseti
VSSÍ árið 2001 og gegndi því
embætti til 2005. Á landsfundi
Verkstjórasambands Íslands í
maí 2008 var Snorri heiðraður
fyrir vel unnin störf og gerður að
heiðursfélaga Sambandsins.
Verkstjórasamband Íslands vott-
ar aðstandendum sína dýpstu
samúð og vill koma á framfæri
þökkum til Snorra fyrir þau óeig-
ingjörnu störf sem hann vann
fyrir Sambandið.
Fyrir hönd VSSÍ,
Skúli S. Sigurðsson, forseti
Verkstjórasambands Íslands.
Alltaf harkaðir þú af þér með
kærleikann að leiðarljósi. Ef ein-
hver spurði hvernig þú hefðir
það, þá sagðir þú iðulega að ekk-
ert amaði að þér og að margir
hefðu það verra. Á sama tíma var
þér umhugað um velferð fólks og
tókst nærri þér veikindi ann-
arra. Um miðbik ævi þinnar
skiptir þú um lífsstíl sem var frá-
bært afrek. Þín lífsbraut varð
mjög fjölbreytt þroskasaga og
síðustu árin voru ótrúlega falleg
og gefandi, þú varst beinlínis að
breytast í engil.
Þér tókst stöðugt að bæta þig
og bæta lífi við árin. Minnisstætt
er þegar þú fórst í dagvistina á
Múlabæ. Þar lékstu á als oddi og
heillaðir marga með þínum
hressa og gefandi persónuleika.
Þakklát er ég fyrir hvatningu og
stolt frá þér varðandi námið og
íþróttaiðkun mína. Hjartans
þökk fyrir virðinguna og hressi-
leikann í matarboðunum okkar,
þar sem þú varst hrókur alls
fagnaðar, frasinn frá þér, „þetta
er eins og á fimm stjörnu hóteli
elskurnar“, mun ávallt hljóma í
hjörtum okkar. Alltaf varstu góð-
ur afi, barnabörnin fóru aldrei
tómhent heim. Þú hrósaðir þeim
og læddir aurum í vasa þeirra,
þau fóru alsæl heim með gleði í
hjarta. Ég kveð þig með uppá-
haldsorðunum þínum: „Guð veri
með þér“ og þínu fólki.
Þín elskandi dóttir,
Hafdís Björg Sigurðardóttir.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns, Sigurðar Berg Berg-
steinssonar, sem lést eftir fimm
ára hetjulega baráttu við illvígt
krabbamein. Hann hafði einstakt
lag á að dylja veikindi sín með
gamanmálum og léttleika. Hann
tók alltaf á móti mér með velvild
og þakklæti. Mér er mjög minn-
isstætt þegar hann varð að skila
inn ökuleyfi sínu og leggja bíln-
um á sama árinu. Hann var 87 ára
að aldri og sjónin farin að dapr-
ast. Það voru erfið spor enda var
líf hans samofið bílnum. Hann
hafði árum saman þjónustað og
ekið ættingjum og vinum um all-
an bæ. Þrátt fyrir þessi þungu
spor náði hann á aðdáunarverðan
hátt að rífa sig upp með sínum
einstaka húmor og sættast við
orðinn hlut. Það var því heiður að
skila einhverju til baka sem hann
hafði gefið og aka honum síðustu
árin. Í ferðum okkar ríkti glað-
værð og var mikið hlegið. Hann
gladdist mjög þegar ég útnefndi
hann færasta og skemmtilegasta
aftursætisbílstjóra landsins. Með
þessum jákvæðu minningum
kveð ég tengdaföður minn, bæði
með hlýhug og þakklæti.
Bílstjórinn
ók farþegum
bæinn breitt
um berjalönd
landið allt.
Hjálpsamur
öll þakklát
kveðjum hann
á leiðarenda
til sumarlands.
Óskar Ásgeirsson.
Elsku afi minn. Þær eru svo
margar síðurnar sem ég gæti
skrifað til þín, með minningum,
hlutum sem þú hefur kennt mér
og eftirminnilegum orðum sem
þú hefur látið falla. Til allrar
hamingju höfðum við tíma til að
rifja þetta allt upp saman áður en
þú kvaddir og því er það óþarfi.
Það, auk þess að fá að kveðja þig
vel síðustu tvo dagana þína á
þessari jörð er mér óendanlega
mikils virði. Takk fyrir alla ást-
ina, hjálpsemina og dugnaðinn –
þótt líkaminn hafi að lokum hrun-
ið gerðu húmorinn og jákvæðnin
það aldrei.
Ég ætla að enda þetta með
orðum sem þú notaðir oftar en
ekki við alla sem þú hittir en þau
hafa aldrei átt jafnvel við og
núna.
„Guð veri með þér, ég má ekki
vera að því.“
Sjáumst síðar!
Þín,
Heiða.
Heimsóknir í
Starhólmann til
Jóns föðurbróður
okkar eftir siglingu
yfir Faxaflóann eða akstur fyr-
ir Hvalfjörðinn voru fastir liðir
í höfuðborgarferðum fjölskyld-
unnar af Skaganum og skilja
eftir sig ljúfar æskuminningar
hjá okkur systkinunum.
Það er erfitt að minnast Jóns
án þess að í hugann komi eig-
inkona hans, Didda, enda voru
þau Jón og Didda alltaf nefnd í
sama orðinu. Við höfum átt
margar yndislegar stundirnar
með þeim í gegnum árin. Það
var alltaf gott að koma í heim-
sókn til þeirra, spjalla um
heima og geima og njóta sam-
verunnar. Ekki var slæmt að
Jón Viðar
Tryggvason
✝ Jón ViðarTryggvason
fæddist 18. sept-
ember 1925. Hann
lést 1. júlí 2015.
Útför Jóns Við-
ars fór fram 10. júlí
2015.
Didda sá til þess
að aldrei fór maður
þaðan svangur,
sérstaklega mun-
um við eftir fínu
pönnukökunum,
vöfflunum og grá-
fíkjukökunni sem
alltaf virtist vera
nóg til af.
Jón var mikill
jafnaðarmaður og
mátti ekkert slæmt
segja um þá. Oft urðu heitar
umræður sem var skemmtilegt
fyrir okkur systkinin að fylgj-
ast með. Hann var samvisku-
samur og gerði allt vel, sem
hann tók sér fyrir hendur.
Rausnarleiki og umhyggja Jóns
og Diddu áttu sér engan enda.
Þau hikuðu ekki við að hýsa og
fæða mig (Jón Tryggva) í Star-
hólmanum fyrstu tvö árin sem
ég stundaði nám við Háskóla
Íslands. Það var yndislegt að
búa hjá þeim og mér fannst
eins og ég væri fimmti son-
urinn þeirra. Á hverjum
morgni var gaman að vakna og
spjalla við Jón um pólitík og
önnur efni, fylgjast með Diddu
leysa krossgátuna á meðan við
átum dásamlegan morgunmat.
Kvöldin voru jafn skemmtileg
því Didda spillti okkur Jónum
oft með pönnukökum eða vöffl-
um. Þetta voru yndisleg tvö ár í
mínu lífi sem ég mun aldrei
gleyma og hjálpuðu mér svo
sannarlega að koma námi mínu
og framtíð á gott skrið. Eftir að
faðir okkar, bróðir Jóns, lést
var Jón mikill styrkur fyrir
okkur. Þó hann ætti orðið erfitt
með gang lét hann sig ekki
muna um að ganga upp á þriðju
hæð í skírnarveislu dóttur
minnar (Hróðný) og gladdi það
okkur mjög mikið. Þótt heilsan
væri tekin að slappast undir
það síðasta kom hann alltaf
fram í stofu þegar við komum í
heimsókn og spjallaði. Hann
var farinn að hrista hausinn yf-
ir pólitíkinni og leist ekkert á
hvert hlutirnir stefndu. Það var
gaman að heyra hann segja
sögur frá Akureyri þar sem
hann ólst upp og af þeim systk-
inum. Jón var dugnaðarforkur,
vildi öllum vel og að allir hefðu
það gott. Við kveðjum Jón með
söknuði og sendum elsku
Diddu, sonum og sonarbörnum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Jón Tryggvi og Hróðný.